Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 1
föstudagur 9. 11. 2007 bílar mbl.isbílar Fjöldi tvinnbíla tekur þátt í minningarkappakstri f́rá New York til Parísar » 2 RÉTT BÍLAVIÐSKIPTI MARKAÐUR NOTAÐRA BÍLA HEFUR BREYST TIL HINS BETRA Í KJÖLFAR LAGASETNINGAR >> 6 SAMKVÆMT könnun sem birt var fyrir skömmu í tímaritinu Rene- wable Fuels Now hefur stuðningur við endurnýtanlega orkugjafa auk- ist verulega í Bandaríkjunum en 74% Bandaríkjamanna eru nú sögð vera fylgjandi endurnýtanlegum orkugjöfum að sögn tímaritsins. Úrtak könnunarinnar var þúsund manns og var hún framkvæmd í október. Þá var yfirgnæfandi meirihluti fylgjandi ríkisstyrkjum fyrir rækt- endur lífeldsneytis eins og etanóls eða 87% og koma þær tölur nokkuð á óvart þar sem mikil umræða hef- ur verið víðs vegar í heiminum um skerðingu landgæða sem hlýst af því að taka óræktað land undir ræktun á t.d. korni sem unnið er í etanól. Langþreyttir á háu bensínverði Skýringanna á þessu aukna fylgi má meðal annars leita í háu bens- ínverði en á því eru Bandaríkja- menn orðnir mjög þreyttir og til viðbótar hefur fíkn þeirra í stóra bensínsvelgi ekki hjálpað. Tvinn- bílar, smábílar og jafnvel raf- magnsbílar hafa því að öllum lík- indum orðið til þess að Banda- ríkjamenn eru tilbúnir að skoða aðra orkugjafa ef það mundi verða til þess að draga úr áhrifum bens- ínverðs á samfélagið vestanhafs. Þó vilja sumir meina að bens- ínnotkun Bandaríkjamanna sé allt of mikil eins og mun meira þurfi til þess að verulega sé hægt að draga úr henni. Þrír fjórðu vilja vist- hæfa orkugjafa ingvarorn@mbl.is Þrátt fyrir að fáir hafi barið nýjan Audi A4 augum þá er nú þegar farið að veita honum verðlaun en nýverið útnefndi þýska dagblaðið Bild am Sonntag hann „besta bílinn“ í millistærðarflokki. Af því tilefni var forsvars- mönnum Audi afhent „Gullstýrið“ sem er ein eftirsótt- ustu verðlaun sem veitt eru í bílaiðnaðinum. Dómnefndin samanstendur af ýmsu kunnáttufólki í geiranum en í henni sitja tæknisérfræðingar sem og at- vinnuökuþórar sem voru sammála um að bíllinn væri fjölhæfur, skartaði góðri innri og ytri hönnun og væri vel útbúinn og þægilegur. „Gullstýrið“ hefur verið veitt nýjum bílum árlega síðan 1975 og hefur Audi núna hlotið það í sextán skipti en árið 2004 hlaut Audi A6 þann heiður og ári síðar var það Audi Q7. Heillandi Nýr Audi A4 heillaði dómnefnd „Gullstýrisins“ upp úr skónum. Nýr Audi A4 hlýtur góðar viðtökur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.