Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 9 FORD Mustang Bullitt er aðeins ein útgáfan í viðbót af hinum vinsæla Mustang-bíl og lík- lega eru útgáfur bílsins orðnar ótelj- andi nú orðið, svo vinsæll hefur bíllinn verið til breytinga. Bullitt stendur þó að mörgu leyti upp úr því bíllinn þykir vel hóflega breyttur og hefur hans verið beðið með tals- verðri eftirvænt- ingu. Bíllinn er á leið í sýningarsali vest- anhafs þessa dag- ana og verður hann kominn í sölu á mátulegum tíma til að fagna fjörutíu ára afmæli kvikmyndarinnar sem bíllinn heitir eftir en í kvikmyndinni er líklega einn frægasti bílaelting- arleikur fyrr og síðar. Steve McQueen lék aðal- hlutverkið í Bullitt á sínum tíma og ók hann þar um á grænum Mustang GT 390 Fastback þegar hann reyndi að stinga af vondu kallana sem óku Dodge Charger R/T 440. Eltingarleikurinn átti sér stað í miðbæ San Francisco en miklar hæðir borgarinnar áttu stórann þátt í að gera eltingar- leikinn ákaflega sjónrænan og minnistæðan. 2008 árgerð – 40 ára afmæli Bullitt Nýi bíllinn á þó fátt sameig- inlegt þeim gamla að frátöldu merkinu og svo litnum sem heitir Highland Green. Reyndar fæst bíllinn einnig í svörtu en þar með er litaúrvalið þurrausið. Bullitt gæti höfðað til fleiri en bara harðhausa því þrátt fyrir að bíllinn sé öflugur og skarti vel heppnuðum breytingum þá er hann fremur látlaus sem þykir hjálpa bílnum í slagnum við öllu meira áberandi bræður sína. Þannig hefur aðaláherslan ver- ið lögð á að bjóða upp á hluti sem McQueen Það er engu líkara en Steve McQueen sjálfur sé við stýrið á hin- um nýja Bullit Mustang og kannski ekki furða því Ford hefur gætt þess að taka auglýsingamyndirnar á svipuðum slóðum og kvikmyndin. Svalur Steve McQueen var mikill bílaáhugamaður og keppti meðal annars sjálfur í kappakstri og ók iðulega sjálfur í eigin myndum. Heiður Það þykir ekki amalegt að hafa skjöld á við þennan í Ford Mustang bíl en bíllinn er fram- leiddur í minningu eins frægasta bílaeltingarleiks hvíta tjaldsins. Vel merktur Bíllinn er merktur Bullitt í bak og fyrir bæði að utan og innan en að auki hefur bíllinn fengið nokkuð nýstárlega klæðingu á mælaborðið. virka og hefur lítið verið lagt upp úr allskonar útlitslegum breytingum sem engin áhrif hafa á getu bílsins. Svart, grátt og ör- lítið króm er látið nægja til þess að aðgreina bílinn frá öðrum Mustang-bílum, að utan og að innan, hefur bíllinn fengið álg- írhnúð, helling af svörtu leðri og vélslípaða álklæðningu í mæla- borðið. Og ekki má gleyma Bul- litt-merkingunum sem má finna víða á bílnum og hafa þær í raun rutt hrossinu í burtu sem venju- lega prýðir Mustang. Vélin hefur fengið smávægi- lega yfirhalningu og skilar hún nú 315 hestöflum úr 4,6 lítra V8 blokkinni. Jafnframt hefur fjöðr- unin verið lækkuð og stífuð svo bíllinn fengi betri aksturseigin- leika og er til að mynda aftur- öxull bílsins fenginn frá GT500 bílnum. Rúsínan í pylsuendanum er svo líklega sérsmíðað pústkerfi bíls- ins en það ætti að gefa bílnum þá rödd sem hann þarf til að geta staðið undir nafni. Mustang Bullitt kominn Bíldshöfða 12 - 110 Reykjavík - Sími 577 1515 - www.skorri.is Mesta úrval landsins af rafgeymum TUDOR tryggir gæðin! • Mælum rafgeyma. • Skiptum um rafgeyma. • Traust og fagleg þjónusta. www.us.is EIGENDASKIPTI ÖKUTÆKJA Á VEFNUM Umferðarstofa, í samstarfi við Glitni og Kaupþing, býður nú þann möguleika að tilkynna eigenda- skipti og ganga frá skráningu meðeigenda og umráðamanna bifreiða með rafrænum hætti á vef Umferðarstofu. Kynntu þér þessa einföldu og þægilegu nýjung á www.us.is. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 7 -0 8 4 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.