Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
FORD–verksmiðjurnar munu hafa valið þrjú fyrirtæki úr
stærri hópi fyrirtækja sem lýst höfðu áhuga á að kaupa
framleiðslu Jagúar og Land Rover af bandarísku bílsmiðj-
unum.
Hermt er að fyrirtækin þrjú á lokaspretti sölumferð-
arinnar séu indversku bílasmiðjurnar Tata og Mahindra
& Mahindra og fjárfestingarsjóðurinn One Equity,
sem fyrrverandi aðalforstjóri Ford, Jac Nasser stýrir.
Tvö önnur fjárfestingarfyrirtæki, Ripplewood og
Cerberus, lýstu áhuga á kaupum á Jagúar og Land Rover,
en eru sögð úr myndinni. Ford áformar að ljúka sölunni
fyrir áramót eða í síðasta lagi á fyrsta fjórðungi næsta árs.
Þrír aðilar slást um Jagúar og Land Rover
Freelander 2 Barist er um framleiðslu Land Rover og Jaguar. Freelander 2 var útnefndur Bíll ársins 2008.
Eftir Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Þess verður minnst næsta sumar að
öld verður liðin frá frægum kapp-
akstri í vesturátt frá New York til
Parísar. Efnt verður til minning-
arkappaksturs eftir nær sömu leið
en tæpir 35.000 kílómetrar eru á
milli rásmarks og endamarks að
meðtalinni siglingu yfir Kyrrahaf.
Meðal keppnisbíla verða tvinnbílar
og bílar sem ganga fyrir lífrænu
eldsneyti eingöngu.
Ætlun þátttakenda á tvinnbíl-
unum er að komast frá vesturjaðri
Atlantshafsins til austurjaðars á
sem minnstu mögulegu jarð-
efnaeldsneyti með eins skilvirkum
akstri og unnt er. Tilgangurinn
með þátttöku þeirra og annarra
vistvænna bíla er að vekja athygli á
gildi farartækja sem knúin eru end-
urnýjanlegum orkugjöfum.
Þátttakendur leggja upp frá New
York 30. maí næsta vor. Hlé verður
á akstrinum meðan flogið verður
með bílana yfir Kyrrahaf frá Van-
couver í Kanada til Sjanghæ í Kína,
en þaðan liggur leið um Evrasíu til
Pétursborgar í Rússlandi og þaðan
um nokkrar helstu borgir Evrópu á
lokasprettinum til Parísar. Lýkur
akstrinum við Eiffelturninn 2.
ágúst.
Mesti kappaksturinn
Árið 1908 lögðu 17 menn frá fjór-
um löndum, Frakklandi, Þýska-
landi, Ítalíu og Bandaríkjunum, á
sex bílum upp í „mesta kappakstur“
ársins. Reyndi á þolrif jafnt öku-
manna sem bíla. Tilgangurinn var
að sanna að hinn nýtilkomni bíll var
ekki aðeins nytsamlegt og þraut-
seigt tæki, heldur gæti einnig mætt
kröfum fólks til ferðalaga og flutn-
inga.
Sagt var frá akstrinum í ógrynni
blaðagreina og bóka og gerð var
um hann grínmyndin „Kappakst-
urinn mikli“ sem Tony Curtis og
Jack Lemmon fóru með aðal-
hlutverk í. Þátttakendum var ákaft
fagnað af 250.000 manns er þeir
lögðu upp frá Times–torginu í New
York 12. febrúar 1908. Til Parísar
komu þeir fimm mánuðum seinna.
Aðeins þrjár sveitir skiluðu sér alla
leið, tveir bílar í júlí og sá þriðji í
ágúst.
Gert er hins vegar ráð fyrir að
minningarkeppnin á næsta ári taki
tvo mánuði. Þátt taka a.m.k. 40
bílar frá ýmsum löndum. Þar af í
tveimur keppnisflokkum um tugur
bíla sem ganga mun fyrir endurnýj-
anlegum orkugjöfum; tvinnbílar og
bílar búnir mótorum sem brenna
lífrænu eldsneyti.
Í almennum flokki kappaksturs-
ins verða þátttökubílarnir eða mót-
orhjól að vera a.m.k. 25 ára gamlir.
Þegar eru þar skráðir þar bíll af
gerðinni Thomas Flyer frá 1904
eða alveg eins bíll og sá sem vann
keppnina 1908, nema sá var af
ágerðinni 1907. Þá hafa verið
skráðir Nyberg Indy–keppnisbíll
frá 1910 og Jorden J–1 Flyer frá
1927.
Tvinnbílar í kappakstri
frá New York til Parísar
Kappaksturinn Árið 1908 lögðu 17 menn frá Frakklandi, Þýskalandi, Ítal-
íu og Bandaríkjunum á sex bílum upp í „mesta kappakstur“ ársins.
Tvinnbíll Um 40 bílar frá ýmsum löndum munu taka þátt í keppninni sem fer fram á næsta ári. Þar af í tveimur
keppnisflokkum um tugur bíla sem ganga munu fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum, t.d. tvinnbílar.
Sögufrægur Á næsta ári verður öld
liðin frá frægum kappakstri frá
New York til Parísar. Efnt verður
til minningarkappaksturs eftir nær
sömu leið en tæpir 35.000 kílómetr-
ar eru á milli rásmarks og enda-
marks að meðtalinni siglingu.
TENGLAR
..............................................
www.greatrace.com/newsite
FORMÚLU–1 lið Williams hefur
brotið blað í sögunni með því að
keyra keppnisbíl á blöndu af lífrænu
eldsneyti, etanóli, sem ætlunin er að
verði í framtíðinni brúkað á keppn-
isbílum íþróttarinnar í stað hefð-
bundins bensíns.
Akstur þessi átti sér stað á götum
Rio de Janeiro í Brasilíu, að við-
stöddum 35.000 manns, nokkrum
dögum fyrir lokamót vertíðarinnar.
Undir stýri sat Kazuki Nakajima
sem nokkrum dögum seinna þreytti
frumraun sína í Formúlu–1. Á næsta
ári gera keppnisreglur formúlunnar
ráð fyrir því að bensín kappaksturs-
bílanna verði að hluta til af lífrænum
toga. Samskonar lífeldsneytishlut-
fall verður að vera notað í öllum bíl-
um í ESB–löndunum árið 2010.
Eldsneytið sem prófað var á Willi-
amsbílnum framleiddi brasilíska ol-
íufélagið Petrobras sem séð hefur
liðinu fyrir bensíni á keppnisbílana.
Hefur það þegar þróað tækni til
framleiðslu annarrar kynslóðar lífet-
anóls úr landbúnaðarafurðum, m.a.
úrgangi frá kornuppskeru.
Formúlubíl
Williams ek-
ið á lífrænu
eldsneyti
Reuters
Visthæf formúla Kazuki Nakajima
ekur fyrir Williams -liðið.
Fréttir
í tölvupósti