Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ bílar Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Byrjun Jóns Inga Þorvaldssonar frá Akranesi í kappakstri lofar góðu, eins og hann sýndi og sannaði á seinni keppnishelgi haustmótaraðar Palmer Audi–formúlunnar (FPA). Þótt reynsluminnstur væri lauk hann stigakeppninni í 22. sæti af 27 keppendum sem tóku þátt. Hann hyggur á fulla þátttöku í formúlunni næsta sumar. Keppir við reynslubolta „Ég get ekki verið annað en sáttur við þann árangur sem ég hef náð og vonast til að geta tekið þátt í allri FPA–mótaröðinni á næsta ári,“ seg- ir Jón Ingi um keppnina. Keppt var þrisvar í Snetterton–brautinni í Norfolk sl. sunnudag en viku áður fóru þrjú fyrri haustmótanna fram í hinni sögufrægu Brands Hatch– braut suðaustur af London. Fremstu ökumenn af yngri kynslóðinni í Bretlandi bættust í hópinn seinni helgina og var keppnin því harðari. Í fyrstu keppninni í Snetterton ræsti Jón Ingi í 20. sæti og kom í mark í sama sæti. Í annarri keppninni ræsti hann í 21. sæti og endaði í 19. sæti. Besta árangri dagsins náði hann síð- an í þriðja kappakstrinum þar sem hann lagði upp í 19. sæti og náði með harðfylgi að vinna sig upp í 17. sætið eftir að hafa misst þrjá ökumenn fram úr sér um miðbik keppninnar. „Rétt eins og um síðustu helgi missti ég nánast alla fram úr mér í startinu í fyrstu tveimur umferðun- um þar sem ég hafði ekkert náð að æfa ræsinguna. Þar sem keppnin um síðustu helgi fór fram í rigningu þurfti ég síðan að læra upp á nýtt að ræsa í þurru og náði ekki almenni- lega tökum á því fyrr en í þriðju um- ferðinni. Í þeirri umferð átti ég fyrir vikið mjög skemmtilegan slag við þá sem voru næstir mér í rásröðinni.Ég er hins vegar einfaldlega með lang- minnstu reynsluna af ökumönnunum í þessari keppni. Það eru aðeins fjór- ir ökumenn í hópnum með svipaðan bakgrunn og ég í akstursíþróttum, þ.e.a.s. koma beint úr Rotax körtum, en þeir hafa allir mun meiri reynslu af því en ég.“ Miklu nær brautartíma bestu manna „Hinir 17 eru allir reynsluboltar úr hinum ýmsu greinum kappakst- urs, svo sem Formula Renault, For- mula Ford, Formula BMW og Champcar Atlantics. Fyrir vikið hef- ur verið gríðarlega lærdómsríkt að keppa við þá þar sem við fáum ná- kvæm gögn úr bílnum eftir hverja aksturslotu og samanburð við besta tíma sem næst í þeirri lotu. Þótt ég sé ekki að ná framar í rásröðina en um fyrri helgina þá er ég hins vegar stöðugt að ná framförum og er nú mun nær brautartíma bestu manna. Um síðustu helgi var besti tími minn í tímatökunum 3,6% frá tíma fremstu manna en í tímatökunum í gær var ég kominn niður í 2,9% frá þeim fremstu í rásröðinni. Og í kepp- endahópi sem þessum þá er hvert sæti frá botninum stórsigur fyrir mig,“ segir Jón Ingi um þátttöku sína í FPA–mótaröðinni. Karate- meistarinn fyrrverandi segir og að þátttakan hafi verið alveg sérstök lífsreynsla. „Ég held ég hafi aldrei þurft að klífa brattari lærdómskúrfu í nokkru sem ég hef tekið mér fyrir hendur og fyrir vikið er þetta búin að vera magnaðasta lífsreynsla mín hingað til.“ Íslenskir áhugamenn eiga þess kost að fylgjast með keppninni í sjónvarpi á næstunni. Sýnt verður frá haustmótaröð FPA á sjónvarps- stöðinni Motors TV, sem m.a. er dreift á Breiðbandinu og Digital Ís- landi. Hófust þær sýningar í gær og standa yfir næstu tvær vikur. Hyggur á fulla þátttöku í FPA-formúlunni Bríkur Glímir hér við beygjubríkur í kappakstri í Snetterton á seinni keppnishelgi Palmer Audi-formúlunnar. Lærdómsríkt „Ég held ég hafi aldrei þurft að klífa brattari lærdómskúrfu í nokkru sem ég hef tekið mér fyrir hendur,“ sagði Jón um kappaksturinn og nefndi jafnframt keppnin hefur verið einstök lífsreynsla. Vandvirkur Jón Ingi Þorvaldsson snurfusar hjálminn fyrir keppni. ÞÝSKI bílasmið- urinn Daimler setti nýtt met í nýliðnum október er hann seldi 114.600 bifreiðar í Þýskalandi. Hef- ur fyrirtækið aldrei selt svo marga bíla í októ- ber. Nemur aukningin 11,8% frá sama mánuði í fyrra. Í fólksbílalínu Daimlers eru teg- undirnar Mercedes–Benz, Smart og Maybach. Af fyrstnefndu teg- undinni seldust 103.900 bílar, sem er 10,3% aukning og sala Smart– bíla jókst um 28,7% frá í októ- ber í fyrra og nam 10.700 bílum. Heildarsalan fyrir tímabilið janúar til október nam 1,067 milljónum bíla sem er 1,9% aukning miðað við sama 10 mánaða tímabil árið 2006. Metsala hjá Daimler í Þýskalandi Toyota Land Cruiser 100 VX. 04/01, ekinn 163 þ km. Sjsk, disel, 35", leður, topplú- ga, sumar- og vetrardekk, DVD ofl. Verð 4.450.000 kr. Raðnúmer: 113377 Hyundai Tucson 4x4 disel. 10/05, ekinn 29 þ km. Sjsk, leður, hraðastillir. Verð 2.790.000 kr. Raðnúmer: 120233 Toyota Land Cruiser 120 GX. 06/06, ekinn 43 þ km. Sjsk, disel, hraðastillir, dráttarkúla. Verð 4.450.000 kr. Raðnúmer: 151118 Toyota Hiace 4WD 2.5. 06/05, ekinn 40 þ km. Bsk, disel, 9 manna, dráttarkúla. Verð 2.480.000 kr. Raðnúmer: 151122 Volvo 240 GL. 03/87, ekinn 176 þ km. Sjsk, dráttarkúla, sumar- og vetrardekk, auka felgur. Gullmoli. Verð 250.000 kr. Raðnúmer: 113332 Skoda Octavia II 4x4. 12/05, ekinn 36 þ km. Bsk, bensín, hraðastillir. Verð 2.150.000 kr. Raðnúmer: 151052 Toyota Corolla 1.6 VVT-I Sport. 10/04, ekinn 41 þ km. Bsk. Verð 1.650.000 kr. Raðnúmer: 170014 Toyota Land Cruiser 120 VX. 09/05, ekinn 42 þ km. Sjsk, disel, spól- og skriðvörn, Webasto, dráttarkúla. Verð 5.390.000 kr. Raðnúmer: 151028 Toyota Yaris Sol 1.4 disel. 05/07, ekinn 15 þ km. MM skipting. 100 % lán, ca. 23 þús kr. á mánuði. Verð 1.670.000 kr. Raðnúmer: 170007 Yamaha SX Viper 700 121". 2002, ekinn 3 þ km. Panna, tanktaska, yfirbreiðsla. Verð 470.000 kr. Raðnúmer: 204849 Baldursnesi 1, 600 Akureyri, s. 460-4300 M bl 9 20 98 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.