Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Bílasmáauglýsingar 569 1100 MAZDA 6 SDN 02 / 06, ekinn 29.000 km, sjálfskiptur, leður, xnon. Verð 2.350.000,- Ræsir hf., sími 540 5445. K I A ÁRG. '05 EK. 69 ÞÚS. KM. Kia Sorento 2,4, bensín, beinskiptur, 2005, ek. 69 þ. km, grásans. 4x4, ásett 2.090.000, tilboðsverð 1.790.000. Uppl. í s. 895 5577. TILBOÐ - AÐEINS UM HELGINA Til sölu silfurgrár Avensis á aðeins 450.000 kr. staðgreitt. Bíllinn er í mjög góðu ástandi. Vetrardekk fylgja. Upplýsingar í síma 554 3554. SPRINTER 316 MANTRA 4X4 DÍSEL Árg. 10/2006, ek. 16 þús., sjálfsk., hátt og lágt drif, olíumiðstöð, 2 rafgeimar, ABS, rennihurðir á báðum hliðum, innfl. nýr af Ræsir. Uppl. í síma 892 8380. NÝR MAZDA TRIBUTE 4X4, 2,3 eða 3,0 V6, leður, sóllúga og fleira. Verð frá 4.090.000 kr. Ræsir hf 540 5445 Jeppar Volvo XC90 D5 DIESEL XC90 DIESEL. 07/2005. 59.500km. Umboðsbíll, þjónustu- bók, silfurgrár, ljóst leður, skyggðar rúður, CD, dráttarbeisli, A/C, cruise control, 7 sæta, reyklaus bíll. Ný Michelin dekk. Í ábyrgð hjá Brimborg til 07.2008. Verð 4.880.000 kr. S.895 9505. JEEP COMPASS 07 ekinn 10 þús m,173 hestöfl, eyðsla 8,4 -9,9. Verð 3,3. Skipti mögul. S. 862 0288. Sendibílar NISSAN PRIMASTAR 07/2004, ekinn 63 þús. km, rafdrifnar rúður, sam- læsingar. Mjög gott eintak. Verð 1.890.000. Uppl. í s. 8671004, einnig atbilar.is Mótorhjól ROADLINER 1900 OG HONDA ST 1300 Roadliner XV1900 hippi, 2006, ek. 1000 km (1350 þús.), og Honda ST1300 Pan Euro- pean 2007, ókeyrt (1490 þús.). Nánari uppl. Margeir, sími 840 4144. Ýmislegt CLUB CAR PRECEDENT GOLFBÍLAR Tveir rafmagnsgolfbílar, Club Car Prece- dent í góðu ástandi, 380 þús.stk. Nýr kost- ar 590 þús. Nánari uppl. Margeir, 840 4144. Bílavarahlutir AMERÍKA - VARAHLUTIR Útvega varahluti frá Ameríku. Kaupi - sendi. Uppl. á netfangi: solvadottir@earthlink.net Smáauglýsingar • augl@mbl.is Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Gengi dollars hefur verið sveiflukennt að und- anförnu en stefnan hefur þó verið augljós veiking á móti krónunni og hefur ástandið ýtt undir innflutning frá Bandaríkjunum þar sem margir hafa hugsað sér að nú sé tækifæri til að eignast draumabílinn Grípa gæsina? Til landsins hafa verið fluttir bílar eins og Chevrolet Corvette og Dodge Viper sem hafa verið táknmynd þess besta sem Bandaríkin geta boðið í sportbílum þessa dagana. Í vikunni fór dollarinn niður í tæpar 59 krónur gagnvart krónu og er lækkunin veru- leg þar sem dollarinn var í rúmlega 72 krón- um í janúar. Þetta þýðir í raun að bíll sem kostar 60 þúsund dollara hefði kostað um það bil 7,5 milljónir á götuna í janúar en myndi kosta í dag um 6,7 milljónir. Bílarnir sem fólk sækist einna helst eftir eru þeir sem eru hvað hagstæðastir í Banda- ríkjunum, sérstaklega bandarískir bílar en einnig þýskir eðalbílar og sportbílar. Hús- bílum hefur verið gefinn minni gaumur en þó eru tækifærin til staðar þar líka. Vinsælustu bílarnir hafa þó í gegnum tíðina verið jeppar og pallbílar en af þeim er nóg til í Bandaríkjunum, sérstaklega á undanförnum árum í ljósi þess að Bandaríkjamenn virðast hægt og rólega vera að snúa bakinu við ofur- stórum pallbílum og jeppum. Nokkur dæmi Sem dæmi um freistandi bílakaup á vestur- ströndinni mætti líta á nokkra bíla sem hafa fengið ómælda athygli í bílapressunni af hin- um ýmsu ástæðum – en þó ekki alltaf af já- kvæðum ástæðum. Heitasti sportbíllinn sem Bandaríkin bjóða í dag virðist vera Corvette Z06 en hann hefur fallið vel í kramið hjá evrópskum bíla- blaðamönnum sem yfirleitt eru annars dug- legir að gera grín að amerískum bílum sem þeir segja iðulega að séu ekki hannaðir fyrir hið hlykkjótta evrópska vegakerfi. Síðasta kynslóð Z06 kostar frá 70 þúsund dollurum nýr og því er hægt að fá þennan draumabíl, glænýjan, til landsins á um 8 milljónir króna sem verður að teljast nokkuð vel sloppið fyrir 505 hestafla ofurbíl. Einnig má finna notuð eintök fyrir um 20 þúsund dollurum minna og þá eru ótaldar eldri kynslóðir Corvette sem eru mun ódýrari. Fyrsta kynslóð Dodge Viper var fyrsti bíll- inn sem virkilega þótti teljast til ofurbíla enda engin smá pakki sem var í boði þar, 10 strokka, 8 lítra, 400 hestafla villidýr sem var að margra mati álíka hættulegt og hungraður tígur á miðbæjarrölti. Þessir bílar kostuðu há- ar fjárhæðir fyrstu árin en með tilkomu nýrra og endurbættra kynslóða hefur verðið á fyrstu kynslóðinni R/T 10 farið lækkandi. Góð eintök fást fyrir um 35 þúsund dollara í dag en það þýðir rúmar fjórar milljónir kominn á götuna á Íslandi sem er litlu meira en margur aukabíllinn kostar í dag. Vinsælir pallbílar eins og Chevrolet Silve- rado 1500LT1 Z71 og Ford F150 fást fyrir 27 þúsund dollara annars vegar og 33 þúsund dollara hins vegar fyrir nýja og óekna bíla en F150 myndi miðað við núverandi gengi doll- ara kosta rétt rúmlega þrjár milljónir kominn á götuna – lágt kílóverðið þar. Sumir kynnu að sjá næsta sumar í hill- ingum; ferðalag um landið á rúmgóðum bandarískum húsbíl. Tækifærið væri í það minnsta núna þar sem fáir liggja í ferðalögum vestanhafs þessa dagana, í það minnsta ekki á húsbílum og því geta kunnugir gert reyfara- kaup. Gott að hafa vaðið fyrir neðan sig Það eru þó ýmsar hættur sem ber að varast þegar bíll er fluttur inn á eigin vegum. Það þarf að skoða vel hvort bíllinn sé tjóna- eða flóðabíll og jafnframt getur flutningskostn- aður verið verulegur ef langt er í næsta skip til Íslands. Þá eru ótalin þau atriði sem lúta að bílunum og ábyrgð en kaupandi ber í lang- flestum tilfellum alla áhættu af því ef varan reynist ekki samkvæmt lýsingu. Fjölmargir aðilar hérlendis hafa þó sérhæft sig í innflutn- ingi t.d. á notuðum bílum og ættu kaupendur draumabílsins að athuga hvort ekki sé þess virði að draga úr áhættunni með því að fá vana menn til að flytja bílinn inn gegn þóknun og það frá virtum fyrirtækjum vestanhafs. Tækifæri til að eignast draumabílinn? Stór Ford F150 er mest seldi pallbíllinn og líklegast mest seldi bíll í heimi ef allar útgáfur bíls- ins eru taldar með. Gengi dollarsins gerir pallbíla sérlega hagstæða í dag. Góður Corvette Z06 hefur heillað bílablaðamenn í Evrópu og þykir bæði skarta fáguðum akst- urseiginleikum sem og óheftu afli en bíllinn er 505 hestöfl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.