Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 7 bílar  Leó M. Jónsson vélatæknifræð- ingur svarar fyrirspurnum á leo- emm@simnet.is (Ath. bréf geta verið stytt). Eldri spurningar og svör eru birt á www.leoemm.com. Skrýtið hljóð í Sprinter o.fl. Spurt: Ég er með Benz Sprinter 2005, ekinn 28 þúsund km og það er aukahljóð sem kemur í vélina eftir að hún hefur gengið köld í u.þ.b. 10 sekúndur – eins konar skrölthljóð sem stendur yfir í 15 til 20 sek- úndur og hverfur svo. Ef drepið er á og gangsett á ný gerist það sama. Hægt er að endurtaka þetta, en tími skrölthljóðsins styttist eftir því sem vélin hitnar. Hvað gæti valdið þessu hljóði? Svar: Mér dettur einna helst í hug svokallaður EGR–loki en hann er virkur m.a. rétt á meðan gangsetn- ing fer fram en þessi loki stjórnar hringrás pústs sem veitt er aftur inn í brunahólfin til að draga úr nitoroxýðmyndun. Þessi EGR–loki hefur verið til vandræða í mörgum Benz Sprinter en í honum er gorm- ur sem getur hringlað í og er þá yf- irleitt stutt í einhverjar gangtrufl- anir, sótbólstra við inngjöf o.þ.h. En þetta er bara ágiskun – bil- anagreining með lýsingu á hljóði er ekki sú auðveldasta. Borgar sig að skipta um kol? Spurt: Hvað er eðlilegt að langan tíma taki að skipta um kol í start- ara á Nissan Terrano II dísil? Svar: Ég myndi búast við reikningi fyrir 5 tíma hjá fagmanni. Þetta er ekki flókið verk en geti maður ekki unnið það sjálfur liggur við að borgi sig frekar að kaupa nýjan startara hjá N1, Rafstillingu ehf. eða Bíla- rafi og láta setja hann í á verk- stæði. Tölvubilun þarf ekki að vera rándýr Spurt: Ég er með Hyundai Elantra með ónýtri sjálfskiptitölvu. Önnur samsvarandi tölva er ekki til á land- inu nema hjá umboði á tæpar 100 þúsund krónur. Get ég notað tölvu úr öðrum bíl ef ég skipti um allar tölvur bílsins þannig að þær sam- svari hver annarri? Hvaða fyrirtæki er það sem sendir tölvur út til Bretlands í viðgerð og veistu hvort hægt er að gera við Kefico tölvu? Svar: Þá á að vera hægt að gera við allar þessar tölvur. Þótt verkstæði dæmi sjálfskiptingartölvu ónýta getur það verið vegna þess að þeir átta sig ekki á bilun í sjálfskipting- unni sjálfri. Vatnskassa/vara- hlutalagerinn á Smiðjuvegi 4 í Kópavogi (sama hús og N1–búðin) hefur sent tölvur af öllum gerðum út til Bretlands til greiningar og viðgerðar. Þeir hafa líka útvegað endurbyggðar tölvur fyrir hagstætt verð. Ráðlegg þér að byrja á að tala við þá. Sítengt aldrif = eyðsla Spurt: Ég er að velta fyrir mér kaupum á nýjum eða nýlegum bíl og hef skoðað og prófað Subaru B9 Tribeca, Benz ML 350 og Lexus RX og líst vel á þá alla. Tel mig vita ýmislegt varðandi Benz og Lexus – en þekki ekkert þennan Subaru B9. Hvað getur þú sagt mér um hann? Svar: Subaru B9 Tribeca er með 6 sílindra boxaravél og sítengt aldrif. Bíllinn er sérstaklega hannaður til að Subaru geti boðið svona lúxus- jeppling á bandaríska markaðnum. Hann þykir of eyðslufrekur til að eiga einhverja teljandi möguleika á evrópska markaðnum. Lexus RX 350 er ódýrari jepplingur, örlítið sparneytnari en er samt eyðslu- frekur bíll. Benz ML 350 hefur enn sem komið er verið ávísun á vand- ræði og pirrandi bilanir. Bendi á að Hyundai–jepplingurinn Santa Fe, með 4ra sílindra dísilvél, er mun sparneytnari, svipaður að stærð og með lága bilanatíðni. Spurt og svarað Morgunblaðið/Árni Sæberg Tribeca Subaru Tribeca var sérstaklega hannaður til að Subaru geti boðið lúxusjeppling í Bandaríkjunum. Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.