Morgunblaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 1
mánudagur 19. 11. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir LeBron James er leikgreindur á Selfossi >> 2 og 3 METAREGN 12 ÍSLANDSMET OG 23 UNGLINGAMET VORU SETT Á ÍSLANDSMEISTARAMÓTINU Í SUNDI Í 25 M LAUG >> 8 „Ég er bara mjög ánægður með þetta. Það er mikilvægt að komast áfram eftir að keppendum er fækkað og ákveðinn léttir. Þetta þýðir nefni- lega að maður er kominn með fullan keppnisrétt á Áskorendamótaröðina og rétt til að keppa á minni mótunum á Evrópumótaröðinni. Eins tryggir þetta manni að fara inn á annað stig úrtökumótanna næsta ár ef illa gengur á mótaröðinni,“ sagði Birgir Leifur í samtali við Morgunblaðið. „Það þýðir ekkert annað en vera mjög sáttur með þennan árangur og þetta er ákveðinn léttir. Þetta gekk furðulega vel í dag en mér leist satt best að segja ekkert á þetta þegar ég kom á æfingasvæðið í morgun. Ég var stífur í hálsinum og á æfinga- svæðinu gekk ekkert upp hjá mér, ég sló illa og leist bara ekkert á þetta. En ég er mjög sáttur með dag- inn. Ég var virkilega einbeittur við að koma boltanum frá A til B og síð- an til C,“ sagði Birgir Leifur. Stöðugt og gott golf Birgir Leifur lék gamla völlinn í gær og byrjaði á fyrstu holu. Fyrri níu holurnar lék hann allar á pari nema þá fimmtu, sem er 481 metri, pari 5. Þar fékk hann fugl og var því á einu höggi undir pari eftir fyrri níu. Síðari níu holurnar voru einnig fínar hjá honum í gær. Byrjaði á pari og síðan kom fugl. Þá komu fjögur pör í röð. Eini skolli hringsins kom á 16. holu sem er 189 metra par 3 hola. Hann hitti ekki flötina, vippaði síðan inn á og tvípúttaði. En Birgir Leifur lét þetta ekki slá sig út af laginu heldur fékk fugl á næstu holu og lauk síðan leik á pari. Einn undir á síðari níu líka og samtals á tveimur högg- um undir pari í gær. Á laugardaginn lék hann á nýja vellinum og lauk leik á 73 höggum, einu höggi yfir pari. „Það var tölu- verður vindur sem setti strik í reikn- inginn hjá mörgum. Mér fannst ég ekki hitta nægilega margar flatir, en þær eru harðari á nýja vellinum,“ sagði Birgir Leifur. Hann náði ákveðnum áfanga í gær með því að komast áfram, en ætlar hann að breyta eitthvað til úti á vell- inum? „Ég á von á því að halda mig við svipað leikplan næstu tvo hringina. Maður reynir auðvitað að sækja þeg- ar færi gefast og það þarf að vera dá- lítið ákveðinn á par 5 holunum og ná sér í fugla þar. Ég hefði alveg þegið nokkra fugla í viðbót í dag enda var ég oft í þannig færi. En ég á það bara inni fyrir næstu tvo hringi,“ sagði Birgir Leifur, sem hefur leik klukk- an 9.50 á gamla vellinum í dag. Nokkrir frægir féllu úr leik Það eru nokkrir þekktir kappar sem eru úr leik á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í ár og helst ber þar að nefna Andrew Coltard frá Skotlandi sem var í Ryder-liði Evr- ópu árið 1999. Hann lék á níu högg- um yfir pari. Andrew Oldcorn frá Skotlandi, sem lék á sjö höggum yfir pari, er einnig úr leik líkt og Joakim Haeggman frá Svíþjóð sem lék á þremur höggum yfir pari. Coltart var í sjötta sæti peninga- lista Evrópumótaraðarinnar árið 1996 og árið 1999 var hann í níunda sæti peningalistans. Oldcorn sigraði á lokamóti mótaraðarinnar, Volvo- meistaramótinu árið 2001. Birgir Leifur Hafþórsson lék fjóra fyrstu hringina á fjórum höggum undir pari og er kominn áfram Ákveðinn léttir en ég ætla að halda mínu striki BIRGIR Leifur Hafþórsson, at- vinnukylfingur úr GKG, tryggði sér í gær áframhaldandi keppnisrétt á síðustu tveimur hringjunum á loka- úrtökumótinu fyrir Evrópumóta- röðina. Hann lék gamla völlinn á San Roque-svæðinu á Spáni á 70 höggum, tveimur höggum undir pari og er samtals á fjórum högg- um undir pari eftir fjóra daga. Birgir Leifur komst örugglega áfram, varð í 19.-24. sæti og setur markið á að verða meðal þrjátíu efstu og öðlast þar með fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Reuters Góður Birgir Leifur Hafþórsson hefur staðið sig vel á Spáni. Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is NÝLIÐAR Fjölnis í efstu deild karla í knattspyrnu leika sinn fyrsta leik í Laugardalnum er þeir mæta Þrótti R. þar í fyrstu umferð Lands- bankadeildarinnar í maí. Aðrir leikir í fyrstu umferð eru Fylkir – Fram, HK – FH, ÍA – Breiðablik, KR – Grindavík og Keflavík – Valur. Fjölnir leikur sinn fyrsta heimaleik gegn KR í 2. umferð, en þá mætast einnig Breiðablik og Þróttur R., FH og ÍA, Fram og HK, Keflavík og Fylkir, og Valur og Grindavík. Leikirnir í lokaumferðinni verða: Þróttur R. – Grindavík, ÍA – Fjöln- ir, HK – Breiðablik, Fylkir – FH, Keflavík – Fram og Valur – KR. Í Landsbankadeild kvenna mætast þessi lið í 1. umferðinni: Valur – Þór/KA, HK/Víkingur – Stjarnan, Fjölnir – Fylkir, Afturelding – Breiðablik og Keflavík – KR. Í lokaumferðinni leika KA/Þór – Kefla- vík, Valur – Stjarnan, HK/Víkingur – Fylkir, Fjölnir – Breiðablik og Afturelding – KR. Í 1. deild karla mætast í fyrstu umferð KA og Fjarðarbyggð, Haukar og Víkingur Ól., Njarðvík og Stjarnan, KS/Leiftur og Þór, ÍBV og Leiknir R., og Víkingur R. og Selfoss. Í 2. deild karla mætast fyrst ÍR og Grótta, Hamar og Reynir S., Víðir og Höttur, ÍH og Afturelding, Magni og Tindastóll, og Hvöt og Völ- sungur. Nýliðar Fjölnis leika fyrst gegn Þrótti R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.