Morgunblaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir SEX þjóðir tryggðu sér um helgina sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Ítalía, Frakkland, Holland, Króatía, Pólland og Spánn eru komin áfram og hafa nú tólf þjóðir tryggt sér farseðilinn á EM í Austurríki og Sviss næsta sumar. Þær eru, auk framantalinna landa, Grikkland úr C-riðli, Tékkland og Þýskaland úr D-riðli og Rúmenía úr G-riðli, auk þess sem gestgjafarnir verða með. Það var mikil dramatík í Glas- gow þar sem Christian Panucci tryggði Ítölum 2:1-sigur með marki á lokamínútu leiksins. Skotar hefðu með sigri komist á EM en eru nú úr leik, en Frakkland og Ítalía komast áfram úr riðlinum. Mikil spenna er í C-riðli þar sem Norðmenn og Tyrkir berjast um að komast áfram með Grikkjum. Tyrk- ir lögðu Norðmenn, 2:1, í Noregi um helgina og eru með stigi meira, þeir taka á móti Bosníumönnum á miðvikudaginn á meðan Norðmenn fara til Möltu. Englendingum dugar stig á heimavelli gegn Króatíu til að kom- ast áfram úr E-riðli. Danir eru úr leik eftir tapið gegn Norður-Írum og Svíar þurfa aðeins eitt stig á heimavelli gegn Lettum til að komast áfram og skilja Írana þar með eftir heima, en þeir verða að vinna á Spáni og vona að Lettar leggi Svía til að komast áfram. Fresta varð einum leik í A-riðli vegna mikilla snjóa í Serbíu. Portú- gal og Finnland mætast í Lissabon á miðvikudaginn og er það líkast til leikur sem ræður úrslitum um hvor þjóðin fylgir Pólverjum áfram. Serbar gætu þó með því að vinna báða leiki sína fengið 26 stig líkt og Portúgal og Finnland, ef Finnar vinna á miðvikudaginn, en þar dug- ar Portúgölum að fá eitt stig. Ítalinn Panucci kom Frökkum áfram EIÐUR Smári Guðjohnsen mun ekki þekkjast boð um að taka þátt í hinum árlega góðgerðarleik gegn fátækt í Malaga á morgun. Þar etja kappi ann- ars vegar lið sem Ronaldo valdi og hins vegar lið Zinedine Zidane. Marg- ir heimþekktir leikmenn hafa verið valdir til að spila í þessum leik og var Eiður Smári á meðal þeirra. „Það var mikill heiður að vera val- inn til að taka þátt í þessum leik og vissulega hefði verið gaman að spila með mörgum heimsklassaleikmönn- um, en ég ákvað að gefa ekki kost á mér af persónulegum ástæðum,“ sagði Eiður Smári í samtali við Morg- unblaðið um helgina, en hann hafði áður ákveðið að gefa ekki kost á sér í landsleikinn við Dani á miðvikudag- inn af sömu ástæðu. Zidane og Ronaldo völdu 45 leik- menn til að taka þátt í leiknum og má þar nefna leikmenn eins og Victor Valdes, félaga Eiðs Smára hjá Barce- lona, Pavel Nedved (Juventus), Juli- ano Belletti (Chelsea), Robert Pires (Villareal), Michel Salgado (Real Ma- drid) og Roberto Soldado (Real Ma- drid). Ein kona er í hópnum, hin bras- ilíska Marta sem leikur með sænska liðinu Umeå. Eiður Smári leikur ekki Jakob JóhannSveinsson, sundmaður úr Ægi, keppti um helgina á heims- bikarmóti í sundi í Berlín. Hann varð í 19. sæti í 100 metra bringusundi í gær en á laugardaginn náði hann 11. sætinu í 200 metra bringusundi og 18. sæti í 50 metra bringusundi.    Tvö heimsmet voru sett á heims-bikarmótinu í gær. Svíinn Stef- an Nystrand setti heimsmet í 50 metra skriðsundi, 20,93 sekúndur, og bætti met Rolands Schoeman frá Suður-Afríku um 5/100 úr sekúndu, en hann varð að sætta sig við annað sætið að þessu sinni. Thiago Pe- reira frá Brasilíu setti heimsmet í 200 metra fjórsundi, synti á 1.53,14 sekúndum og bætti metið um 17/100 úr sekúndu. Marleen Veldhuis frá Hollandi setti Evrópumet í 100 metra skriðsundi, synti á 52,14 sek- úndum.    Svissneski tenniskappinn RogerFederer, stigahæsti tennisleik- ari heims, sigraði á ATP-meist- aramótinu í Kína um helgina. Hann lagði Spánverjann David Ferrer örugglega í úrslitum, 6-2, 6-3 og 6-2.    Frank Lampard, miðjumaðurChelsea og enska landsliðsins, óttast áhorfendur á leik Englands og Króatíu á miðvikudaginn á Wem- bley. Englendingar verða að vinna Króata til að tryggja sér farseðilinn á EM í Austurríki og Sviss næsta sumar. Lampard er hæddur um að ensku áhorfendurnir fari að láta í sér heyra ef hlutirnir ganga ekki vel hjá enska landsliðinu – og setja þar með pressu á ensku leikmennina.    Marco vanBasten, landsliðsþjálfari Hollands, hefur ákveðið að gefa þremur af sínum eldri og reyndari leikmönnum frí í Evrópuleiknum gegn Hvíta- Rússlandi á mið- vikudaginn. Hollendingar tryggðu sér sæti á EM í Austurríki og Sviss næsta sumar á laugardaginn með því að leggja Lúxemborg að velli, 1:0. Leikmennirnir þrír sem fá frí eru Edwin van der Sar, Manchest- er United, Clarence Seedorf, AC Milan, og Ruud van Nistelrooy, hjá Real Madrid.    Skotar eru ekki sáttir við spánskaaðstoðardómarann Juan Carlos Jimenez, sem veifaði flaggi sínu og dæmdi aukaspyrnu á Skota, sem Ítalar skoruðu sigurmark sitt upp úr, 2:1. Það sást greinilega að það voru Skotar sem áttu að fá auka- spyrnu, en ekki Ítalar. Fólk sport@mbl.is Metaregnið hófst á föstudag og lauk ekki fyrr en í boðsundum í mótslok í gærkvöldi. Brian Marshall, verkefn- isstjóri landsliða, var sáttur við met- aregnið en átti ekki frekar von á því vegna þess að flestir miða æfinga- áætlanir sínar við að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana og ættu að vera upp á sitt besta eftir nokkrar vikur. „Við gerðum áætlun fyrir Ól- ympíuhóp fyrir sex mánuðum og þessir sundmenn einbeita sér öðru- vísi með það mót í huga. Árangurinn er líklega betri en við áttum von á, í fyrra voru slegin 12 Íslandsmet og 9 unglingamet en það er skemmtileg- ast að þetta eru ekki sama sundfólk- ið og í fyrra, nú eru fleiri mættir til leiks. Til dæmis að Erla Dögg Har- aldsdóttir er að komast undir 1.10 í 100 metra bringusundi, það er af- rekstími og gott því hún stefnir á að ná lágmarks tíma fyrir Ólympíu- leika. Átta unglingar eru búnir að ná inn á Norðurlandamótið, sem haldið verður í Færeyjum eftir tvær vikur, nokkrir eru að reyna við Ólympíu- lágmarkið í Hollandi eftir þrjár vik- ur og svo er þrír að keppa á Evr- ópumeistaramóti í 25 metra laug,“ sagði Brian. Hann var að sjálfsögðu ánægður með árangurinn og telur að vinna marga hafa skilað þessum ár- angri. „Þessi tuttugu unglingamet sýna hve það er góð uppbygging í gangi. Það eru fleiri að synda, ný kynslóð er að koma og líka faglegir þjálfarar, sem eru vel að sér í fræð- unum en stjórnir félaganna eru líka að standa sig vel því það eru margir á bak við hvern sundmann.“ Mikið fjör var á sunnudeginum þegar 5 Íslandsmet og 7 unglinga- met féllu. KR-ingurinn Ragnheiður Ragnarsdóttir gaf tóninn er hún sló eigið Íslandsmet í 50 metra skrið- sundi á 25,46 sekúndum og lauk deg- inum með því öðru meti í 4x100 metra boðsundi. Uppskera Erla Dögg úr ÍRB stóð henni lítt að baki með Íslandsmet í 200 metra fjórsundi á 2:16,62 mínútum og síðan í 50 metra bringusundi á 32,27 sek- úndum. Hún hafði daginn áður sett Íslandsmet í 100 fjórsundi á 1:02,71 mínútu, Ragnheiður var einnig undir metinu en það dugði ekki til. Segja má að Erla Dögg hafi sunddrottning mótsins er hún sló í gegn á Meistaramótinu með 4 Íslandsmet og bætti sinn tíma í öllum sundum. „Ég átti ekki alveg von á þessum metum en þetta er fínt og ég er ánægð. Ég var ekki hugsa um að ná mínu besta á þessu móti því ég stefni á að ná Ólympíulágmörkum erlendis í desember. Þar ætlaði ég að ná mínum bestu tímum en þetta var góður undirbún- ingur fyrir það. Ég er í frekar mikl- um æfingum og er að hugsa um að hvíla fyrir það mót,“ sagði Erla Dögg eftir mótið. Hún sló einnig 4 Íslandsmet í stúlknaflokki á sama móti 2004 en veiktist árið eftir. Erla Dögg virðist samt komin á skrið því hefur slegið 9 Íslandsmet á mánuði. „Það kom lægð en ég hef verið að bæta mig og æfa vel og uppskera því þessi árang- ur um helgina er sá langbesti. Hann er góður fyrir sjálftraustið og góð reynsla, sem er nauðsynlegt fyrir æfingarnar.“ Örn Arnarson úr SH slær ekki slöku við og þó að hann sé ekki í sínu besta formi sló hann eitt met um helgina, synti 100 metra skriðsund á 48,42 sekúndum. „Ég átti von ágætum árangri að mestu leyti en ekki von á Íslands- meti í 100 metra skriðsundi á föstu- daginn því ég enn eftir mánuð í að vera í mínu besta formi. Maður getur svo sem ekki kvartað en ég er að fara létta æfingar fyrir Evrópumótið og þetta veit á gott. Allar æfingar miða að því að ná árangri á því móti og þessi árangur er góðs viti því ég enn eftir að taka snerpuæfingar og ef áætlanir mínar standast á ég enn eft- ir að ná meiri hraða svo þetta er ekki slæmt. Ég ætlaði að synda nálægt mínum besta tíma en það féll eitt met og ég var nálægt tveimur öðrum,“ sagði Örn eftir mótið. Á laugardeginum sló Sigrún Brá Sverrisdóttir úr Fjölni Íslandsmet í 200 metra skriðsundi á 2:01,58 og karlasveit ÍRB eigið met í 4x50 metra fjórsundi á 1:44,36 mínútum en sveitina skipa Hjalti Rúnar Odds- son, Guðni Emilsson, Birkir Már Jónsson og Árni Már Árnason. Stúlkurnar í sunddeild KR ráku síðan endahnútinn á mótið með Ís- landsmeti í 4x100 m skriðsundi er þær syntu á tímanum 3:55, 48 sek. og bættu met sveit Ægis um 0,4 sek. Morgunblaðið/Eggert Sunddrottning Erla Dögg Haraldsdóttir frá Reykjanesbæ setti fjögur Íslandsmet á Meistaramótinu í 25 m hlau um helgina. Metaregn í Laugardal HVORKI meira né minna en 12 Ís- landsmet og 23 unglingamet féllu á Meistaramótinu í sundi í 25 metra laug, sem fram fór í Laugardalnum um helgina. Nokkuð sem sundmenn áttu tæplega von á, því sterkasta sundfólkið er að byggja sig upp fyr- ir alþjóðleg mót á næstu vikum og hefur hagað æfingum sínum eftir því. Erla Dögg Haraldsdóttir úr Sundfélagi Reykjanesbæjar var í ham með 4 Íslandsmet. Örn Arn- arson úr SH og Ragnheiður Ragn- arsdóttir úr KR skiluðu einnig sínu. Eftir Stefán Stefánsson  12 Íslandsmet og 23 unglingamet féllu á MÍ í sundi í 25 metra laug

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.