Morgunblaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2007 3 WEST HAM EVERTON W W W. I C E L A N DA I R . I S 14.–16. DESEMBER Verð á mann í tvíbýli frá 52.800KR. Icelandair er samstarfsaðili West Ham og býður ferðir á alla heimaleiki liðsins í vetur. Fjölmargir leikir framundan, s.s. á móti Man Utd, Fulham og Liverpool. + Nánari upplýsingar: www.icelandair.is/ithrottaferdir ÞAÐ eru margir þjálfarar sem nota íslenska hugbúnaðinn frá Sideline í Bandaríkjunum og þar á meðal eru lið í NBA-deildinni. Þekktir leik- menn á borð við Allen Iverson og Carmelo Anthony hjá Denver Nuggets og Jason Kidd og Vince Carter hjá New Jersey Nets eru all- ir undir smásjá sinna þjálfara sem nota Sideline í leikgreiningu. „Ég er í mjög góðu sambandi við Frank Lawrence, aðalþjálfara New Jersey Nets, en hann var einn af þeim fyrstu sem tileinkuðu sér hugbún- aðinn frá okkur. Að auki er sá sem sér um leikgreiningu hjá Denver Nuggets með Sideline-hugbúnað en hann var áður hjá Memphis Grizz- lies. Það eru mjög margir þjálfarar í framhaldsskólum og háskólum viðskiptavinir okkar og það er allt- af gaman að fá viðbrögð frá not- endum hugbúnaðarins,“ segir Brynjar Karl. Hann er á þeirri skoðun að allir geti notað hugbún- aðinn. „Besta dæmið er frá Birm- ingham Southern þar sem Jakob Sigurðarson var í nokkur ár. Þjálf- ari liðsins er mjög reyndur en þeg- ar ég hitti hann fyrst komst ég að því að hann hafði ekki neina þekk- ingu á tölvum. Hann kunni ekkert á tölvur. Á fyrsta fundi okkar bað ég hann um að „ýta á OK“ á skerm- inum. Hann tók mig á orðinu og ýtti bara á OK merkið á skjánum en notaði ekki músina til þess að smella á OK. Þessi maður er í dag að nota forritið alla daga og það segir manni að við erum að gera eitthvað rétt,“ segir Brynjar Karl. Þjálfari New Jer- sey Nets fær „ís- lenska“ aðstoð Frægir Margir frægir kappar eru leikgreindir með Sideline, þar á meðal Allen Iverson um 200 atriði sem við erum að skrá í hverjum einasta leik. Þegar við erum búnir að skila þessu af okkur geta þeir sem vilja skoðað ótrúlega marga þætti leiksins. Borið þá sam- an við ýmsa aðra þætti og í raun eru möguleikarnir óteljandi. Sem dæmi má nefna að landsliðsþjálfari Bandaríkjanna getur með einfaldri skipun fengið myndbrot frá öllum skotum LeBron James í síðustu heimsmeistarakeppni. Hann getur í raun fengið myndbrot og tölfræði- greiningu frá ótal mörgum atvikum – með lítilli fyrirhöfn, á sama tíma. Þeir sem nýta sér þessa tækni þurfa því ekkert að troða VHS- spólu í myndbandstæki og fara að spóla fram og til baka – eins og við þekkjum.“ Nýtt efni í hverri viku fyrir milljónir lesenda „Við erum einnig að framleiða kennsluefni og mun Sideline Sports birta nýjar æfingar og greinar á heimasíðu FIBA í hverri einustu viku næstu fjögur árin. Efnið er í eigu fyrirtækisins og mun það einn- ig vera birt á heimasíðu FSu – www.basket.is. Síðustu tvö ár hefur www.basket.is haldið úti stórum æf- ingabanka sem hefur verið öllum aðgengilegur. Fyrstu tökurnar á efni fóru fram í Frakklandi í þar- lendri körfuboltaakademíu en nú hefur verið ákveðið að kennsluefnið veði allt tekið upp hér á Selfossi á okkar heimavelli í Iðu. Það er skemmtilegt að fá þetta heim á Sel- foss. Við erum búnir að breyta íþróttahúsinu í upptökuver. Keypt- ar hafa verið svartar „drappering- ar“ eða tjöld sem hylja alla veggi, einnig hafa verið settir upp 25 stór- ir ljóskastarar til að lýsa upp völl- inn. Brynjar segir að kennsluefnið verði byggt upp með hreyfimynd- um myndskeiðum, og myndum. Einnig verður hægt að hlaða efninu niður og vinna með það í Sideline Organizer, sem er hugbúnaður þar sem þjálfarar geta skipulagt og greint vinnu sína. Gengur hægt á Íslandi FIBA skiptist upp í fimm sam- bönd sem sjá um að halda utan um hlutina í Asíu, Evrópu, Ameríku, Afríku og Eyjaálfu. Brynjar segir að samstarfið við FIBA í Evrópu sé nánast ekkert og menn sem ráði þar ferðinni hafi ekki áhuga á ís- lensku útrásinni. „Það er svolítið undarlegt en við erum eingöngu að vinna með FIBA en ekki FIBA Eu- rope. Þannig er staðan í dag en kannski á þetta eitthvað eftir að breytast.“ Það eru ekki aðeins erlend lands- lið og sérsambönd sem geta nýtt sér íslenska hugvitið. Sl. haust var það samþykkt að öll lið í Iceland Express-deild karla myndu senda upptökur til FSU og þar myndu leikirnir vera leikgreindir af nem- endum FSu og þjálfurum. „Ég verð nú að segja að þetta fer hægar af stað en ég átti von á. Menn eru ekki alveg nógu fljótir að senda okkur gögn til þess að vinna úr og ég held að menn séu hræddir um að ljóstra upp einhverjum leynd- armálum ef við fáum að vinna úr þessum gögnum. Ég lít ekki þannig á málið. Að mínu mati er þetta frá- bært tækifæri fyrir íslenskan körfubolta að taka skref fram á við. Það eru bara ekki allir tilbúnir til þess eins og staðan er í dag. Von- andi á þetta eftir að breytast og það er mitt markmið að sem flestir þjálfarar geti notað hugbúnaðinn og bætt þar með gæðin í þjálfun á Íslandi. Og skiptir þá engu máli hvaða grein er um að ræða.“ Breyttar áherslur Fyrir tveimur árum setti Brynjar á laggirnar akademíu á Selfossi í samvinnu við Fjölbrautaskóla Suð- urlands. Hugmyndafræðin var í fyrstu sú að fá leikmenn víðsvegar að frá landinu öllu og kenna þeim að takast á við körfuknattleiks- íþróttina, samhliða námi. Liðið er í 1. deild og tapaði fyrsta leik sínum sl. föstudag gegn Breiðabliki á úti- velli. Brynjar ætlar sér að ná ár- angri með hið unga liðs Fsu. „Það eru gerðar miklar kröfur til okkar leikmanna. Þeir þurfa að standa sig í skólanum. Agareglurn- ar eru mjög strangar á æfingum og utan þeirra. Í raun eru þeir að tak- ast á við allt það sem þeir þurfa síð- an að glíma við í lífinu. Sú hug- mynd sem við lögðum upp með í upphafi hefur ekki alveg gengið upp. Við lögðum upp með að fá til okkar bestu ungu leikmennina úr öðrum liðum á fyrstu menntaskóla árum þeirra og gera vensla samn- ing við liðinn til að tryggja að end- urkomu þeirra í sín gömlu félög. Í stað þess að gefast upp breytt- um við um áherslur og við ætlum að byggja félagið upp frá grunni með yngri flokkum og öllu því sem fylgir. Það var ekki ætlunin að fara þessa leið en við sáum að það var erfiðara en við héldum að fá unga og efnilega leikmenn frá öðrum lið- um til okkar. Yngri flokka starfið gengur vel og við notum alla þá tækni sem við höfum yfir að ráða í því starfi,“ segir Brynjar Karl Sig- urðsson. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Lærimeistarinn Brynjar Karl Sigurðsson stjórnar sínum mönnum í FSu í leik gegn Breiðabliki í 1. deildarleik á dögunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.