Morgunblaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2007 5 Alexander Petersson gerði þrjúmörk þegar Flensburg heim- sótti Melsungen á laugardaginn í þýsku deildinni í handbolta. Þetta var mikill markaleikur og höfðu gestirnir betur, 47:40. Já, 87 mörk, eða 1,45 að meðaltali á mín.    Gylfi Gylfason gerði tvö mörkfyrir Wilhelmshafener í jafn- teflisleik gegn Wetzlar úti, 28:28.    Heiðmar Felixsson gerði tvömörk þegar lið hans, Burg- dorf, burstaði Spenge 46:30 í þýsku annarri deildinni á föstudaginn.    Það dugði ekki Nimes að RagnarÓskarsson gerði 12 mörk þegar liðið heimsótti Crétile í frönsku deildinni á föstudagskvöldið. Crétile vann 29:25 og Nimes því enn í tíunda sæti deildarinnar.    Snorri Steinn Guðjónsson gerði 4mörk fyrir GOG þegar liðið vann Mors 37:25 á útivelli í dönsku deildinni. Ásgeir Örn Hallgrímsson gerði þrjú mörk fyrir GOG.    Tryggvi Haraldsson gerði 7 mörkfyrir Ribe og Hafsteinn Inga- son 2 þegar liðið gerði sér lítið fyrir og gerði 26:26 jafntefli við Lemvig í dönsku annarri deildinni. Vil- hjálmur Halldórsson skoraði ekki fyrir Lemvig.    Vignir Svavarsson var marka-hæstur hjá Skjern, átta mörk, þegar liðið vann Ringsted, 33:24.    Í sænsku deildinni gerði ValdimarFannar Þórsson fimm mörk fyr- ir Malmö sem tók á móti Hamm- arby. Liðin skildu jöfn, 24:24.    Elías Már Halldórsson gerði fjög-ur mörk fyrir Empor Rostock í þýsku annarri deildinni þegar liðið tók á móti TSV H. Anderten og tap- aði 31:24.    Heiðar Leví Guðmundsson áttistórleik í marki Sävehof þegar liðið tapaði 22:18 fyrir Metalurg Skopje í EHF-bikarnum. Heiðar Leví varði yfir 20 skot í leiknum.    Sigfús Sigurðsson lék ekki meðAdemar Leon gegn Zagreb í Meistaradeild Evrópu í Zagreb, þar sem liðið vann, 26:25.    Árni Þór Sigtryggsson var ekki ámeðal markaskorarara Granol- les, sem vann stórsigur á Lokomo- tive í EHF-keppninni, 36:21.    Ólafur Stefánsson skoraði 4/1mark fyrir Ciudad Real, sem vann Pilotes Posada á útivelli í 1. deildarkeppninni á Spáni, 36:24. Fólk folk@mbl.is Það var hreint skelfilegt að horfa upp á leikmenn HK fyrsta stundar- fjórðunginn í leiknum í gær. Þeir voru sem byrjendur og báru alltof mikla virðingu fyrir leikmönnum FCK. Eftir 13 mínútur var staðan 9:1, FCK í vil og allt stefndi í stór- sigur. Það uppgjör efstu liða deild- anna í Danmörku og á Íslandi virtist ætla að snúast upp í hreina martröð fyrir HK-liðið. Sóknarleikur liðsins var slakur þar sem sótt var linnu- laust inn á miðja vörn danska liðsins, skotin að markinu voru máttlaust og „sænsku“ 6/0 vörn FCK reyndist létt að verjast Kópavogsbúum. Af fyrstu níu mörkum FCK komu sex úr hraðaupphlaupum. Allt stefndi í stórsigur FCK. Leikmenn og þjálf- arar HK tóku leikhlé og fóru yfir stöðuna og reyndu að berja í brest- ina. Það tókst þeim svo um munaði. Sóknarleikurinn batnaði til muna þar sem Ólafur Bjarki Ragnarsson og Augustas Strazdas fóru mikinn auk Sergeis Petraytis á línunni sem reyndist leikmönnum FCK afar erf- iður. Loks þegar leikmönnum HK tókst að skora úr sóknum sínum dró úr hraðaupphlaupum danska og það hóf að stilla upp á teig. Þannig tókst HK að verjast leikmönnum FCK vel, ekki hvað síst eftir að Strazdas hóf að „klippa“ út miðjumann FCK í stað þess að taka Martin Boqvist, vinstri skyttu danska liðsins úr um- ferð. Leikmenn HK tóku að saxa á forskot FCK smátt og smátt og var það komið niður í fjögur mörk í lok fyrri hálfleiks. Petraytis var mikilvægur HK hóf síðari hálfleik af miklum krafti og hélt áfram að saxa á forskot andstæðingsins. Allur annar bragur var á leik HK-liðsins sem bar enga virðingu fyrir leikmönnum danska liðsins, líkt og vottaði fyrir í byrjun fyrri hálfleiks. Þeir tóku fast á Dön- unum í vörninni og léku á tíðum skemmtilega í sókninni. Tveimur mörkum undir, 20:22, og manni færri upp úr miðjum síðari hálfleik tókst HK að jafna leikinn í fyrsta skipti. Petraytis vann boltann í tvígang í vörninni og í framhaldinu gafst kost- ur á hraðaupphlaupum sem voru nýtt til þess að skora. Með örlítilli yf- irvegun og heppni hefði HK átt að ná forystunni en úr því varð ekki. Óvandaður sóknarleikur þar sem Kópavogsliðinu lánaðist aðeins að skora tvö mörk í síðustu tíu upp- hlaupunum varð þess valdandi að leikmenn FCK sluppu með skrekk- inn og tveggja marka sigur í fartesk- inu heim til Kaupmannahafnar. Petkevisus var frábær Leikmenn HK verðskulduðu að fá meira út úr leiknum en þeir fengu úr því sem komið var. Þeim tókst með mikill baráttu og dugnaði að snúa vonlítilli stöðu upp í vongóða stöðu. En segja má að þá hafi þrotið örend- ið á lokakaflanum sem sást glöggt á sóknarleiknum. Egidijus Petkevi- sius var frábær í markinu og hélt lið- inu á floti á köflum. Petraytis lék vel á línunni og var drjúgur í vörninni. Ólafur Bjarki stóð sig afar vel í sókn sem vörn en því miður var Augustas Strazdas alltof mistækur, einkum á lokakaflanum. Lið FCK leikur mjög sænskan handknattleik undir stjórn Magnusar Andersson og skyldi eng- an undra þar sem um er að ræða einn skæðasta leikmanna sænska landsliðsins á síðasta áratug, á gull- öld sænska landsliðsins. Sterk 6/0 vörn með hávöxnum leikmönnum, góður markvörður, Steinar Ege, landsliðsmarkvörður Norðmanna. Sóknarleikurinn er einfaldur með mikið af „klippingum“ milli tveggja manna. Þegar horft var á leik liðsins í síðari hálfleik hafði maður á tilfinn- ingunni að leikmenn væru ekki á fullri ferð og talsvert var um mistök og einbeitingarleysi. Vafasamt verð- ur að telja að HK takist að snúa blaðinu við og vinna ytra eftir viku. Lékum á 75% getu „Sennilega var góð byrjun okkar þess valdandi að við lentum í vand- ræðum með HK liðið þegar á leið. Menn mínir urðu kærulausir og gerðu sig seka um alltof mörg mis- tök sem gerði að verkum að HK-liðið komst upp að hlið okkar,“ sagði Magnus Andersson, þjálfari FCK, í samtali við Morgunblaðið eftir leik- inn. „Við urðum kærulausir, lékum ekki nema af 75% getu og gerðum alltof mikið af mistökum í sóknar- leiknum. Ég er ánægður með úrslit- in en óánægður með leikinn í heild- ina af okkar hálfu. Sigur skipti mestu máli þegar upp var staðið,“ sagði Andersson ennfremur og bætti við að leikur FCK hafi e.t.v. ein- kennst af þeim vanda sem liðið á við að etja yfirhöfuð, ekki aðeins í þess- um leik. Á milli getur það leikið afar vel en fellur síðan niður lægra plan þess á milli og gerir sig sekt um mörg mistök. Andersson segir að þótt staða FCK sé vænleg fyrir síðari leikinn sé ekkert öruggt. „Ég vonast til þess að við lærum sitthvað af þessum leik og komum reynslunni ríkari til leiks í Kaupmannahöfn á sunnudag. Við verðum að gera færri mistök í þeirri viðureign en við gerðum núna. Við munum ekki hafa efni á öðru en leika af fullum krafti gegn HK í síðari leiknum, annars getur illa farið,“ sagi hinn geðþekki þjálfari FCK, Svíinn Magnus Andersson. Slæm byrjun reyndist HK-liðinu dýrkeypt Morgunblaðið/Ómar Sókn Hér sækir Tomas Eitutis að marki danska liðsins FCK í Digranesi í gær. Hann skoraði tvö mörk fyrir HK. ÞEGAR upp var staðið frá leik HK og FCK Håndbold í gær geta leik- menn HK nagað sig í handarbökin fyrir að leika hreint eins og byrj- endur fyrsta stundarfjórðunginn. Orkan sem fór í að vinna upp níu marka forskot sem leikmenn HK færðu Dönunum á upphafskafl- anum hefði komið sér vel undir lok- in þegar HK-liðinu hafði með mik- illi baráttu og þrautseigju tekist að jafna metin, 23:23. Leikmenn FCK voru klókari og útsjónarsamari á endasprettinum og tókst að knýja fram tveggja marka sigur, 26:24, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11. Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is „ÉG veit bara ekki hvaða skrekkur þetta var í mönnum í byrjun leiks. Það var alveg ljóst að við lögðum ekki upp með að allar sóknaraðgerðir gengju út á sækja inn á miðjuna. Það gerðum við fyrstu tíu til 15 mínúturnar með þeim afleiðingum að við komust ekkert í vörn þar sem við fengum hvert hraðaupphlaupið á okkur á fætur öðru,“ sagði Gunnar Magnússon, annar þjálfara HK- liðsins, eftir tveggja marka tap, 26:24, fyrri FCK Håndbold í EHF-keppninni í handknattleik í Digranesi. „Ég bara skil ekki hvað gerðist hjá okkur á þessum upphafs- kafla. Framganga okkar var ekkert lík því sem liðið er vant að leika. Þegar okkur tókst loks að hrista úr okkur skrekkinn og leika eins menn og líkt og lagt var upp með þá sýndum við allt aðrar og betri hliðar, vorum líkari sjálfum okkur. Segja má að við höfum leikið frábærlega síðustu 40 mínúturnar en því miður dugði það ekki til. Í fjörutíu mínútur vorum við síst lakari aðilinn,“ sagði Gunnar ennfremur og tók undir þá skoðun blaðamanns að HK- liðið hefði verðskuldað jafntefli eftir þá vinnu sem liðið lagði á sig við að vinna upp níu marka forskot FCK. „Við vorum klaufar í lokin að ná ekki jafntefli. Það var eins og menn mínir hefðu ekki haft trú á því innst inni í sínu hjarta að þeir gætu haldið fengnum hlut þegar þeir höfðu jafnað leikinn. Síðan má segja að kappið hafi einnig farið með okkur, forsjána vantaði. Menn fóru að breyta út af leikkerfum síðustu mínúturnar og því skoruðum við fá mörk á lokakaflanum. Menn ætluðu að bjarga heiminum í stað þess að halda sig við það sem hafði reynst okkur vel og hjálpað okkur við að jafna metin. Engu að síður er ég stolt- ur af piltunum. Þeir gáfust aldrei upp þrátt fyrir erfiða stöðu,“ sagði Gunnar Magnússon, annar tveggja þjálfara HK. Gunnar: „Upphafskaflinn óskiljanlegur“ ÍSLANDSMEISTARAR Stjörnunnar í handknattleik kvenna fengu heldur óvæntan skell á heimavelli á laugardaginn – þeir máttu þola tap fyrir FH í Mýrinni, 26:25. Fyrir leikinn hafði FH fengið tvö stig úr átta leikjum, en Stjarnan var á toppi deildarinnar með 15 stig. Framarar skutust upp að hlið Stjörn- unnar með því að gera jafntefli við Hauka að Ásvöllum í gær- kvöldi, 24:24. Framstúlkur eru taplausar í deildinni. Ragnhildur Guðmundsdóttir skoraði sjö mörk fyrir FH og Dröfn Sæmundsdóttir gerði sex mörk. Sólveig Lára Kjærne- sted skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna.  Valsstúlkur fögnuðu öruggum sigri á Akureyri, 25:12. Nora Valavic skoraði sex mörk fyrir Val og Kristín Guðmunds- dóttir og Eva Barna fimm hvor.  Grótta vann stórsigur er liðið lagði HK í Digranesi, 36:21. Karólína Gunnarsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Gróttu, Arndís María Erlingsdóttir og Palva Plalarninkova sex hvor. » 6 FH skellti Stjörnunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.