Morgunblaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2007 7
íþróttir
Eftir Davíð Sveinsson og
Einar Sigtryggsson
Það sem einkenndi leik Fjölnis og
Snæfells til að byrja með var að
boltinn vildi ekki ofan í körfuna,
kom þar bæði til góður varnarleikur
beggja liða og þar af leiðandi ekki
gott skotval leikmanna. Auðveldu
skotin hjá Snæfelli geiguðu einnig.
Seinni hluta leikhlutans skiptust lið-
in á að skora enda staðan 17:17 að
honum loknum.
Heldur meira gekk á í sókninni í
öðrum leikhluta þar sem aldrei
munaði miklu á liðunum Magni
minkaði muninn á lokasek. með
glæsilegri þriggja stiga körfu og
staðan 34:37 í hálfleik.
Seinni hálfleik vilja Snæfellingar
gleyma sem fyrst því ekkert gekk
upp í sókninni meðan Fjölnismenn
spiluðu góða vörn og skorðu jafnt
og þétt með Karlton Mims sem
besta mann.
Hjá Snæfelli var Hlynur sá eini
sem lék vel, barðist um alla bolta og
var með 10 stig og 14 fráköst, And-
ers Kotholm komst ágætlega frá
sínu. Aðrir í liðinu voru alls ekki
með í leiknum. Sendingar fóru
margar forgörðum, hittni með ein-
dæmum léleg og þurfa Snæfellingar
að taka sig á ef þeir ætla að vinna
fleiri leiki.
Hjá Fjölni var Karlton Mims
mjög góður auk þess að skora 21
stig jafnt og þétt allan leikinn
stoppaði hann Justin Shouse algjör-
lega af með góðum varnarleik.
Terrance Herbert var einnig traust-
ur. Fjölnismenn unnu þennan leik á
baráttu heildarinnar í vörninni og
öguðum sóknarleik.
Bárður Eyþórsson, þjálfari Fjöln-
is og fyrrum þjálfari Snæfells, sagði
eftir leikinn að hann hefði spilast al-
veg eins og hann hefði lagt hann
upp.
Skallagrímur að komast á flug
Þór fékk Skallagrím í heimsókn í
gærkvöldi. Bæði lið voru nýbúin að
merja sigur á erkifjendum sínum í
leikjum síðustu umferðar og því ef-
laust með sjálfstraustið í botni.
Skallarnir voru mun betri lengstum
í leiknum, náðu strax góðri forustu
og þrátt fyrir mikla baráttu heima-
manna í síðasta leikfjórðungnum
náði Þór aldrei að brúa bilið. Á end-
anum skildu þrettán stig. Lokatölur
91:104 en dómararnir gáfu Skalla-
grími stig þegar þeir fóru yfir leik-
skýrsluna og því stendur 91:105 í
henni.
Það var fyrst og fremst öflug
vörn í fyrri hálfleik og frábær hittni
úr þriggja stiga skotum sem skiluðu
Skallagrími fljótlega sextán stiga
forustu. Höfðu þá níu þristar ratað
rétta leið. Þeir voru einnig mun
sterkari undir körfunni og hirtu því
miklu fleiri fráköst. Snemma í
þriðja leikhlutanum bættu Skalla-
grímsmenn tveimur þristum í safnið
og munurinn varð við það 22 stig.
Eftir það áttu Þórsarar góðar risp-
ur og smám saman minnkaði mun-
urinn. Minnstur varð hann átta stig
um miðjan lokaleikhlutann er gest-
irnir héldu haus og lönduðu að lok-
um öruggum sigri.
Axel Kárason var mjög sáttur í
leikslok „Þetta var alls ekki auð-
veldur leikur en varnarleikurinn og
góð hittni bjó til góða forustu fyrir
okkur í fyrri hálfleiknum. Svo átt-
um við alltaf góða spretti inni á milli
þannig að munurinn hélst lengstum.
Það er gott að vera búnir að taka
tvo sigurleiki á þremur dögum. Við
erum með tvo nýja útlendinga og
nýjan þjálfara svo þetta er nánast
nýtt lið. Í augnablikinu stefnum við
á að gera betur en í fyrra. Það er
betra að fara varlega í yfirlýsing-
arnar,“ sagði Skagfirðingurinn geð-
þekki að lokum. Já, Skallagrímur
gæti svo sannarlega komið á óvart í
vetur og velgt stóru liðunum undir
uggum. Byrjunarliðið er feikisterkt
en lítið má út af bregða þar sem
breiddin virðist ekki mikil. Darrel
Flake var mjög sterkur í vörn og
sókn og Miloca Zehovic fór hamför-
um í sókninni, hitti mjög vel allan
tímann og skilaði 32 stigum. Þórs-
arar voru varla með í fyrri hálfleik
en svo fóru menn að stíga upp og
sýna takta. Varnarleikur þeirra var
hins vegar slakur og fráköstin allt
of fá. „Það er bara ekki hægt að
vinna ef varnarleikurinn er ekki í
lagi,“ sagði Hrafn Kristjánsson,
þjálfari Þórs, og þar hitti hann
naglann á höfuðið.
Óvæntur sigur Fjölnis
FJÖLNIR úr Grafarvogi gerði sér
lítið fyrir í gærkvöldi og lagði Snæ-
fell að velli í Stykkishólmi, 73:59.
Keflvíkingar halda uppteknum
hætti og unnu Hamar 67:56 og er
langt síðan svo lágt skor hefur sést
í Keflavík. Grindavík vann ÍR í
Seljaskóla og Skallagrímur er kom-
inn á fulla ferð og vann Þór á Ak-
ureyri.
Ljósmynd/Víkurfréttir
Bestir Keflvíkingar eru á toppnum. Gunnar Einarsson skorar hér á móti Hamri í gæköldi.
Allt í hnút um miðja deild þar sem fimm lið eru með sex stig Keflvíkingar
ósigraðir á toppnum en skoruðu lítið gegn Hamri Góður sigur Skallagríms
Martin Laursen, sóknarmaður ídanska landsliðinu í knatt-
spyrnu, verður ekki með landsliðinu
á móti Íslendingum á Parken á mið-
vikudaginn. Morten Olsen, lands-
liðsþjálfari, féllst á að leyfa honum
að fara til Englands og æfa með sínu
liði, Aston Villa.
Morten Ol-sen, lands-
liðsþjálfari Dana,
vill að lið sitt leiki
skemmtilega
knattspyrnu og
undir hans stjórn
leikur danska lið-
ið leikaðferðina 4-
3-3. Olsen vill
ekki láta lið sitt leika eins og önnur
landslið á Norðurlöndunum, 4-4-2,
og treysta á langspyrnur fram völl-
inn. Það er ekki knattspyrna sem Ol-
sen er hrifinn af, en eftir tap Dana
fyrir Norður-Írum í Belfast, var
deilt á leikfyrirkomulag Dana.
Jon Dahl Tomasson, sókn-arleikmaður danska landsliðs-
ins, stendur með Olsen og segir að
danska landsliðið sé með það góða
leikmenn að það geti hæglega leikið
leikaðferðina 4-3-3. Jon Dahl lék
ekki með Dönum í Belfast, en hann
segist klár í slaginn gegn Íslend-
ingum í Kaupmannahöfn á miðviku-
daginn.
Luis Arago-nes, lands-
liðsþjálfari Spán-
verja, sagði eftir
3:0 sigur Spán-
verja á Svíum á
laugardaginn að
hann ætlaði að
hætta eftir EM
næsta sumar.
„Það er kominn tími á mig. Þetta er
eins og með mjólkina. Hún hefur
ákveðna dagsetningu og eftir það
drekkur maður hana ekki,“ sagði
Aragones, sem hefur ekki verið í
náðinni hjá spænskum fjölmiðlum.
Alan Shearer, fyrrverandimarkahrókur Newcastle og
enska landsliðsins, sem er 37 ára, er
tilbúinn að taka við starfi landsliðs-
þjálfara Englands.
Tveir menn hafa verið sterklega
orðaðir við enska landsliðið að und-
anförnu – Jürgen Klinsmann, fyrr-
verandi landsliðsþjálfari Þýska-
lands, og Marco van Basten,
landsliðsþjálfari Hollands, sem
sagði um helgina að lið sitt hefði
getu til að vinna til verðlauna á EM
næsta sumar.
Steve McClaren, landsliðsþjálfariEnglands, hefur verið umdeild-
ur að undanförnu, en hann tók gleði
sína á ný þegar fréttir bárust frá
Ísrael – að heimamenn hefðu lagt
Rússa að velli í undankeppni EM.
Englendingar eiga nú góða mögu-
leika á að komast í lokakeppnina í
Austurríki og Sviss næsta sumar.
Þeir þurfa að leggja Króata að velli
á Wembley á miðvikudaginn, til að
tryggja sér farseðilinn á EM.
Jens Leh-mann, lands-
liðsmarkvörður
Þýskalands,
þvertekur fyrir
að hafa sýnt
áhorfendum fing-
ur í leik Þýska-
lands og Kýpur í
Hannover á laug-
ardaginn, sem Þjóðverjar unnu, 4:0.
Sagan segir að hann hafi lyft fingri á
loft þegar áhorfendur fóru að hrópa
og óska eftir að skipta varamark-
verðinum Robert Enke inn á fyrir
Lehmann. Þess má geta að Enke
leikur með Hannover 96 og er vin-
sæll hjá heimamönnum.
Fólk sport@mbl.is
NÝLIÐAR KR í Iceland Express-
deild kvenna gerðu sér lítið fyrir og
skelltu meisturum Hauka þegar lið-
in mættust í DHL-höll KR-inga á
laugardaginn. Talsverðar sveiflur
voru í leiknum en með frábærum
endaspretti tókst KR að sigra,
88:81. KR komst þar með að hlið
Hauka með 10 stig í öðru sæti.
KR gerði fyrstu sex stigin en
Haukar komust yfir áður en KR
skoraði átta síðustu stigin í fyrsta
leikhluta, 18:13. Haukar unnu
næsta leikhluta, 25:21, þannig að
eitt stig skildi liðin að í hálf-
leiknum. Meistararnir gerðu 31 stig
í þriðja leikhluta en KR 22 og voru
Haukar því yfir, 69:61, fyrir síðasta
leikhluta. Haukar juku forystu sína,
75:64, en þá fannst KR-ingum nóg
komið og Monique Martin tók til
sinna ráða í sókninni og allt liðið
einbeitti sér að vörninni.
Martin átti stórleik, skoraði 45
stig og þar af 17 í síðasta leikhlut-
anum, og tók auk þess 18 fráköst.
Hildur Sigurðardóttir lék mjög vel
sem og Sigrún Ámundadóttir. Hjá
Haukum voru þær Telma Fjal-
arsdóttir og Kristrún Sigurjóns-
dóttir bestar.
KR skellti
Haukum
HANN var jafn leikur ÍR og
Grindavíkur í Seljaskólanum í
gærkvöldi, allt fram á lokasek-
úndur leiksins. ÍR var þremur stig-
um yfir eftir fyrsta leikhluta,
25:22. Grindvíkingar unnu næsta
hluta, 22:20, sá þriðji var jafn,
20:20, en Grindavík hafði betur í
síðasta leikhlutanum, 29:23, og
sigraði, 93:88. Sex leikmenn
Grindavíkur sáu um að skora stig-
in í gærkvöldi og allir náðu þeir
tveggja stafa tölu nema Darboe
sem var með 9 stig. Hjá ÍR voru
líka fimm leikmenn sem náðu
tveggja stafa tölu. Ray Cunn-
ingham var með tvöfalda tvennu,
skoraði 15 stig og tók 11 fráköst.
Hann átti flottan leik eins og
Sveinbjörn Claessen en hjá Grinda-
vík voru nafnarnir Páll Kristinsson
og Páll Axel Vilbergsson sterkir.
Jafnt í
Seljaskóla