Morgunblaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Eftir Sigursvein Þórðarson HAUKAR komust á topp N1- deildarinnar með fyrirhafnarlitlum sigri í Vestmannaeyjum á laug- ardaginn, 37:23. Eftir fimm mín- útna leik mátti sjá á andlitum Eyja- manna að þeir voru búnir að gefast upp og það kann ekki góðri lukku að stýra. Gestirnir skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins og virtust ekk- ert þurfa að hafa fyrir því að skora. Í stöðunni 5:13 gerði Sigurður Bragason, leikreyndasti leikmaður ÍBV, sig sekan um ótrúlegt dóm- greindarleysi þegar hann réðst að Halldóri Ingólfssyni eftir að sá síð- arnefndi hafði brotið á honum. Uppskar hann réttilega rautt spjald og við það veiktist lið ÍBV til muna. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, gat leyft sér að hvíla lykilmenn og skipta út mannskapnum að vild, ekkert sló þá út af laginu á meðan sóknarleikur ÍBV var tilvilj- anakenndur og skotin oft ótímabær og illa hugsuð. Ljóst er að leikmenn ÍBV þurfa heldur betur að girða sig í brók ef þeir ætla sér ekki að fara stigalausir í gegnum Íslandsmótið í vetur. Leikur liðsins er hreinasta hörmung og leikmenn sem áttu fyr- ir mót að gegna lykilhlutverki hafa algjörlega brugðist. Agaleysið er algjört, sem sést best á því að fimm leikmenn ÍBV hafa nú verið dæmd- ir í leikbann það sem af er mótinu, þar af einn tvívegis. Haukar hafa líklega aldrei haft eins lítið fyrir því að tylla sér á topp deildarinnar. Leikur liðsins var afslappaður og voru hornamennirnir Freyr Brynj- arsson og Jón Karl Björnsson í góðu formi í leiknum, Freyr sér- staklega í hraðaupphlaupum og Jón Karl af vítalínunni, en hann skoraði úr jafnmörgum vítaköstum og ÍBV brenndi af. Leikur kattarins að músinni FRAMARAR áttu ekki í erfiðleikum með Akureyringa í Safamýrinni í gær, þar sem liðin áttust við í N1- deild karla í handknattleik. Heimamenn tóku leikinn strax í sínar hendur og voru með fjögurra marka forskot í leikhléi, 12:8. Mun- urinn varð mestur tíu mörk í seinni hálfleik, en lokastaðan var 30:22 fyrir Fram. Eins og áður var Jóhann Gunnar Einarsson atkvæðamesti leikmaður Framliðsins og skoraði sjö mörk. Gamli keppnismaðurinn frá Ung- verjalandi, Zoltán Belányi, skoraði fimm mörk fyrir Framara og þá vörðu markverðirnir Björgvin Páll Gústafsson og Magnús Erlendsson vel. Magnús Stefánsson og Goran Gu- sic voru grimmastir Akureyringa við að skora, þeir gerðu báðir sjö mörk. Jöfn barátta Haukar eru á toppi N1-deildarinn- ar með 14 stig eftir níu leiki, en síðan koma HK og Fram með 13 stig. Stjörnumenn eru með 11 stig eftir 8 leiki og Valsmenn eru með 8 stig eftir átta leiki. Það er ljóst að baráttan um Ís- landsmeistaratitilinn verður jöfn og spennandi. Auðvelt hjá Fram Logi Gunn-arsson er að komast á skrið eftir meiðsli og var í byrjunarliði Gijon þegar það tók á móti Cai Huesca Cosarsa í spænsku LEB- platínudeildinni. Leikurinn endaði með 99:94-sigri Gijon eftir framlengingu. Logi lék í 12 mínútur og gerði 2 stig.    Jón Arnór Stefánsson gerði 17stig og var stigahæstur Róm- verja þegar þeir unnu Armani Mil- ano, 80:74, á útivelli í ítölsku deild- inni.    Pavel Ermolinskij er enn meidd-ur og var því ekki með Huelva þegar liðið tók á móti Alerta Can- tabria í LEB-gulldeildinni á Spáni. Damon Johnson var hins vegar með og gerði tvö stig í þær rúmu átta mínútur sem hann lék.    Helgi Freyr Magnússon og fé-lagar hans í danska liðinu Randers Cimbria unnu um helgina Åbyhöj í Árósum, 85:76, og hafa nú unnið þrjá leiki í röð. Helgi Freyr lék í 25 mínútur, gerði 8 stig, tók 3 fráköst og stal boltanum þrívegis af mótherjum sínum.    Halldór Karlsson og félagar íHorsens heimsóttu Skovbak- ken í dönsku 3. deildinni og unnu sannfærandi sigur, 91:57. Þeir eru enn ósigraðir í deildinni.    Helena Sverr-isdóttir átti fínan leik með TCU þegar liðið lagði Delware, 66:36. Helena lék í 22 mínútur og gerði 11 stig auk þess sem hún átti 6 stoðsendingar.    María Ben Erlingsdóttir lékekki með UTPA-skólanum þegar hann tapaði fyrir Houston- Tillotson, 86:48. María brákaði bein í ristinni í leiknum á undan þessum, gegn Baylor, sem tapaðist stórt, 76:39, en þar gerði hún 4 stig.    Íslensku körfuknattleiksdóm-urunum Kristni Óskarssyni og Sigmundi Má Herbertssyni var á dögunum úthlutað verkefnum er- lendis. Kristinn mun dæma leik franska liðsins Dunkerque og KK Zagreb í Frakklandi þann 27. nóv- ember en þetta er leikur í EuroCup, sömu keppni og KR tekur þátt í. Daginn eftir dæmir hann síðan leik USO Basket og Dynamo frá Moskvu í Evrópukeppni kvenna. Sigmundur dæmir leik Rhonda Re- bels og Hondarriba-Irum frá Spáni þann 5. desember og verður leikið í Wales. Fólk sport@mbl.is Valsmenn hófu leikinn af miklum krafti og komust í 3:1. „Já, við byrj- uðum með látum og vorum bara virkilega sprækir. Við keyrðum upp hraðann, tókum miðju hratt og allt var í fínu lagi. Ernir [Hrafn Arnar- son] byrjaði inni á og það kom betri taktur í sóknina hjá okkur við það,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálf- ari Valsmanna, í samtali við Morg- unblaðið eftir leikinn í gær. „Eftir þessa byrjun var eins og all- ur vindur væri úr okkur og sannast sagna virtust menn hálfþreyttir eftir fyrsta korterið. Þó svo að við höfum tapað hinum leikjunum þá fannst mér þetta öðruvísi. Það vantaði sömu lætin og baráttuna sem hefur ein- kennt okkur. Þetta er í fyrsta sinn sem ég finn eins og vott af andleysi hjá okkur. Vörnin komst aldrei í almenni- legan gír. Hún hrökk í gang í tveim- ur, þremur sóknum en síðan gekk ekkert. Ég var aldrei fullkomlega sáttur, hvorki með sóknina hjá okkur né vörnina,“ sagði þjálfarinn. Arnór átti góðan leik Arnór Gunnarsson var marka- hæstur hjá Val með sjö mörk úr sjö skotum og var þjálfarinn ánægður með hans frammistöðu. „Hann átti frábæran leik og svo stóð Hjalti Pálmason sig ágætlega er á leið leik- inn. Aðrir fannst mér eiga að geta betur en þeir sýndu í dag. Pálmar byrjaði í markinu og Ólafur Gíslason kom síðan inn á og varði ágætlega, ég hefði kannski átt að setja hann fyrr inn,“ sagði Óskar Bjarni. Hann var ekki sáttur við leikinn. „Þetta var daprasti leikurinn okkar í keppninni, en svona er þetta víst bara.“ Sverre sterkur í vörninni Óskar Bjarni sagði að Gummers- bach hefði leikið ágætlega. „Norð- maðurinn Kenneth Klev átti góðan leik. Róbert [Gunnarsson] var með sex mörk úr átta skotum og Sverre [Jakobsson] stóð sig frábærlega í vörninni, en hann lék þar eiginlega allan tímann og er sterkur þar ásamt Klev. Momir Ilic hefur oft leikið þar líka en gerði ekki mikið af því í dag. Annars var Króatinn Vledran Zrnic okkur erfiður. Hann er eld- fljótur og sterkur leikmaður, hann skoraði níu mörk úr þrettán tilraun- um, en hann tekur vítaköstin fyrir þá líka. Þegar við spiluðum við þá heima þá keyrðu þeir rosalega á okkur og ég held að þeir hafi skorað ellefu af fyrstu nítján mörkum sínum úr hraðri miðju eða hraðaupphlaupum. Okkur tókst að stöðva það núna en þá skoruðu þeir bara hjá okkur þeg- ar við stilltum upp. Við gerðum ekki svo mikið af tæknilegum villum í dag heldur áttum við hreinlega í erfið- leikum með að finna glufu í vörn þeirra og vorum því að taka erfið skot á Ungverjann í markinu.“ Verðum að vera ferskari „Leikmenn Gummersbach voru ferskari en við í dag og það gengur ekki því við verðum að vera ferskari og gera betur en mótherjarnir í hverjum leik ef við ætlum að ná ár- angri. Það er ekkert flóknara en það. En það var virkilega gaman og lærdómsríkt að taka þátt í þessu. Höllin hér í Köln er stór og mikil og þótt það hafi ekki verið nema um 3.000 áhorfendur þá var mikil stemn- ing og gaman í höllinni,“ sagði Óskar Bjarni. Þess má geta að Rússinn Oleg Ku- leshov var meiddur og lék ekki með og Slóveninn Roman Pungartnik var í banni. Morgunblaðið/Sverrir Vörnin Valsmenn töpuðu fyrir Gummersbach í Köln í gær. Vörn Vals náði ekki eins vel saman og oft áður í vetur og hafði það sitt að segja. Góð byrjun Vals dugði lítt gegn Gummersbach VALSMENN töpuðu fyrir Gum- mersbach í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í gær. Leikið var í Köln og lauk leiknum með 34:22- sigri Alfreðs Gíslasonar og læri- sveina hans. Á sama tíma vann Celje Lasko lið Veszprém, 28:23. Gummersbach er efst í riðlinum, hefur aðeins tapað einu stigi, en Valsliðið er neðst með einn unnin leik og fær tækifæri til að komast upp að hlið Veszprém á fimmtudag- inn þegar liðin mætast á Hlíð- arenda. Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is  Óskar Bjarni , þjálfari Valsmanna, var ekki sáttur og sagði þetta daprasta leik liðsins í Meistaradeildinni  Arnór með sjö mörk úr sjö tilraunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.