Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 B 3
HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN
Starfsmaður óskast
Hafrannsóknastofnunin óskar eftir að ráða
starfsmann til starfa á Veiðiráðgjafarsviði.
Starfið felst í vinnu við móttöku og innslátt
gagna, sýnatöku á sjó og landi auk ýmissa
smærri tilfallandi verkefna. Um er að ræða fullt
starf með starfsaðstöðu í Reykjavík.
Laun samkvæmt kjarasamningi fjármálaráð-
herra og viðkomandi stéttarfélags.
Hafrannsóknastofnunin stuðlar að jafnrétti
kynjanna og hvetur konur jafnt sem karla til
að sækja um laus störf hjá stofnuninni
Umsóknir, með upplýsingum um menntun,
aldur og fyrri störf, ásamt nöfnum tveggja
meðmælenda, sendist Hafrannsókna-
stofnuninni fyrir 10. desember nk. Æskilegt er
að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veita Sigfús Jóhannesson
(sigfus@hafro.is) og Björn Ævarr Steinarsson
(bjorn@hafro.is) í síma 575 2000 / 691 8297.
Hafrannsóknastofnunin er stærsta rannsókna-
stofnun landsins á sviði haf- og fiskirannsókna
og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi
skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda
hafsins. Mikill hluti starfseminnar tengist
alþjóðlegu samstarfi við erlendar hafrann-
sóknastofnanir og háskóla. Stofnunin rekur
fimm útibú, tilraunaeldisstöð í eldi sjávar-
lífvera, tvö rannsóknaskip og hefur að jafnaði
160 starfsmenn í þjónustu sinni.
Hafrannsóknastofnunin,
Skúlagötu 4,
101 Reykjavík.
Sími 575 2000.
Norðurþing
Sálfræðingur
óskast til starfa hjá
Fjölskylduþjónustu Þingeyinga
Starfið felur í sér greiningar og ráðgjöf hjá
skóla- og félagsþjónustu. Starfshlutfall er
samningsatriði. Hjá Fjölskylduþjónustu
Þingeyinga starfar metnaðarfullur og
samhentur, þverfaglegur hópur með hags-
muni þjónustuþega að leiðarljósi.
Fjölskylduþjónusta Þingeyinga sinnir
samþættri velferðarþjónustu sveitarfélaga í
Þingeyjarsýslum. Aðsetur er á Húsavík.
Á Húsavík er öflugt félags- og menningarlíf og
aðstæður til uppeldis barna hinar ákjósan-
legustu. Í bænum er öflugt þekkingar- og
háskólasetur auk leik-, grunn-, tónlistar- og
framhaldsskóla. Góð aðstaða er til líkams-
ræktar og útivistar og öll nauðsynleg þjónusta
er á staðnum. Ferðaþjónusta er með blóma og
skammt í nokkrar af helstu náttúruperlum
landsins, s.s. Ásbyrgi, Mývatn, Goðafoss og
Dimmuborgir.
Umsóknarfrestur er til 10. desember 2007.
Upplýsingar um starfið veita Freydís Jóna
Freysteinsdóttir félagsmálastjóri í síma
464 6100, netfang freydis@nordurthing.is,
og Erla Sigurðardóttir, menningar- og
fræðslufulltrúi, í síma 464 6100, netfang
erla@nordurthing.is.
Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja
um starfið.
Norðurþing er öflugt sveitarfélag sem
einkennist af fjölbreyttu mannlífi og miklum
sköpunarkrafti manns og náttúru.
Sölumaður óskast
Rótgróin fasteignamiðlun í Reykjavík leitar að
öflugum sölumanni til starfa sem fyrst.
Árangurstengd laun. Viðkomandi þarf að vera
vel skipulagður og geta unnið sjálfstætt.
Reynsla af sölumennsku æskileg. Fullum
trúnaði heitið. Áhugasamir vinsamlega sendið
inn umsóknir á auglýsingadeild Mbl. merktar:
,,Sölumaður - 247”.