Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 B 11 Læknaritari Skemmtilegt starf Sjálfstætt starfandi læknir sem starfar við læknisfræðilega ráðgjöf og viðskipti óskar eftir að ráða starfsmann. Viðkomandi þarf að vera reyndur læknaritari og hafa þekkingu og reynslu í notkun Microsoft Office forrita. Bókhaldsþekking er kostur. Samhliða starfinu er um að ræða almenna skrifstofustjórn, eftirlit með gangi verkefna, símsvörun, bókanir, gag- naöflun og vörslu skjala. Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt, haft sveigjanlegan vinnutíma og haft bíl til umráða. Um er að ræða u.þ.b. 50% starfshlutfall í verktöku og þarf að viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Góð vinnuaðstaða er fyrir hendi, en starfið mætti vinna a.m.k að hluta til frá heimili. Meðmæla er óskað frá tveimur aðilum. Vinsamlegast leggið umsóknir inn á augldeild Morgunblaðsins eða sendið á box@mbl.is fyrir fimmtudaginn 29. nóvember n.k. merktar: “Traust - umsjón”. Organisti og kórstjóri Laus er staða organista og kórstjóra við Grundar- fjarðarkirkju frá og með næstu áramótum. Í Grundarfirði búa um 1000 manns og þar er hefð fyrir miklu og góðu tónlistarlífi. Í Grundarfjarðarkirkju er 13 radda pípuorgel smíðað af þýska orgelsmiðnum Reinhart Tzschöckel. Áhugasamir hafi samband við sóknarprest í síma 438 6640 sem veitir nánari upplýsingar um starfið. Einnig má hafa samband við formann sóknarnefndar Runólf Guðmundsson í síma 892 0735. Sóknarnefnd. Ríkislögreglustjórinn Ríkislögreglustjórinn auglýsir laust starf löglærðs fulltrúa hjá saksóknara efnahagsbrota Saksóknari efnahagsbrota annast, f.h. ríkis- lögreglustjórans, rannsókn og saksókn allra stærri brota tengdra atvinnurekstri. Undir verk- svið hans falla rannsóknir mála vegna allra stærri auðgunarbrota, brota gegn sérrefsi- lögum, s.s. skattalögum, tollalögum, lögum um verðbréfaviðskipti, samkeppnislögum, fiskveiðilöggjöfinni, umhverfislöggjöfinni, auk þess sem hann annast rannsókn peninga- þvættis- og spillingarmála. Saksóknari efnahagsbrota leitar nú að áhuga- sömum lögfræðingi til að starfa að rann- sóknum og saksókn þeirra brota sem hann annast meðferð á, auk þess að sinna öðrum lögfræðilegum verkefnum sem koma til kasta hans. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal skilað til ríkislögreglustjórans, Skúlagötu 21, 150 Reykjavík, en umsóknar- frestur rennur út þann 15. desember 2007. Björn Þorvaldsson, settur saksóknari, veitir nánari upplýsingar um stöðurnar, í síma 570 2500. Athygli er vakin á því, að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, nr. 464/1996, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármála- ráðherra f.h. ríkissjóðs og Stéttarfélags lög- fræðinga. Starfshlutfall er 100%. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Reykjavík, 22. nóvember 2007, ríkislögreglustjórinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.