Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Menntasvið Laus störf í Víkurskóla Vakin er athygli á stefnu Reykjavikurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endur- spegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkur- borgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11 færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Vegna forfalla eru eftirtaldar stöður lausar við Víkurskóla. • Námsráðgjafi, 100% starf. • Stærðfræðikennari í 8-10 bekk, 80% starf, möguleiki á 100% starfi. • Þroskaþjálfi, 100% starf. Upplýsingar veita Árný Inga Pálsdóttir, skólastjóri, netfang arnyinga@vikurskoli.is og Ásta Bjarney Elíasdóttir aðstoðarskólastjóri, netfang, astabj@vikurskoli.is í síma 545 2700. Í Víkurskóla er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám, samkennslu árganga og fjölbreytta kennsluhætti. Mikil áhersla er á list- og verkgreinar og þær samþættar öðrum námsgreinum í gegn um þemavinnu. Í skólanum er lögð áhersla á að styrkja jákvæða hegðun og heilbrigða lífs- hætti. Skólinn hefur skýra umhverfisstefnu og hefur hlotið Grænfána Landverndar. Öflugt þróunarstarf er í gangi í skólanum m.a. í markmiðstengdu námsmati. Góður starfsandi og vinnuaðstaða er í Víkurskóla. Við bjóðum nýtt fólk velkomið í hópinn. Fjör um jólin? Emmessís hf. óskar eftir fólki í líflegt og skemmtilegt starf við vörukynningar í verslunum um jólin. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og verið opinn og ófeiminn. Reynsla æskileg en alls ekki nauðsynleg. Góð laun í boði fyrir rétta aðila. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Atla Hergeirsson á atli@sol.is eða í síma: 520 4200. Aðstoðarleikskólastjóri í Völvuborg Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11 færð þú allar upplýs- ingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Laus er staða aðstoðarleikskólastjóra í leikskólanum Völvuborg, Völvufelli 7. Völvuborg er þriggja deilda leikskóli í norsku, vinalegu timburhúsi. Áhersla er lögð á umhverfismennt og einkunnar- orðin eru vinátta, virðing og samskipti. Menntunar- og færnikröfur: • Leikskólakennaramenntun áskilin. • Hæfni í stjórnun skilyrði. • Reynsla í stjórnun æskileg. • Sjálfstæð vinnubrögð. • Góð tölvukunnátta. • Færni í mannlegum samskiptum. • Skipulagshæfileikar, frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi. Staðan er laus 1. janúar 2008. Upplýsingar veitir Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir, leik- skólastjóri í síma 693-9882 og 557-3040 og Auður Jóns- dóttir, mannauðsráðgjafi í síma 411-7000. Umsóknum fylgi yfirlit yfir nám og störf. Umsóknir skulu berast til Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 1, 101 Reykjavík eða starfsumsoknir.leikskolar@leik- skolar.is Umsóknarfrestur er til 3. des. 2007. Nánari upplýsingar um laus störf á Leikskólasviði er að finna á www.leikskolar.is Leikskólasvið Matreiðslumaður og matreiðslunemi Viljum ráða matreiðslumann sem allra fyrst á nýja veitingastaðinn minn “Gullfoss restaurant & lounge”sem opnar um miðjan desember á Radisson SAS hótel. Einnig viljum við ráða matreiðslunema og morgunverðarkokk sem allra fyrst. Upplýsingar í síma 89 28583 eða á apotek@veitingar.is Guðvarður “Guffi” Gíslason. Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú getur unnið fyrir öllu sem þig langar að eignast? Það eina sem þú þarft að gera er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag. Besta aukavinna sem þú getur fundið og góð hreyfing í þokkabót! Hringdu núna og sæktu um í síma 569 1440 eða á mbl.is! Sæktu um blaðberastarf – alvörupeningar í boði! Atvinnuauglýsingar sími 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.