Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Flúðaskóli Verkmenntakennara vantar í Flúðaskóla, um er að ræða kennslu í smíðum og nýsköpun í 1. - 7. bekk, sem er 50% starf, en til greina kemur hærra starfshlutfall. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Flúðaskóli er einsetinn dreifbýlisskóli með rúmlega 190 nemendur í 1. - 10. bekk, þar er kröftugt, jákvætt og metnaðarfullt skólastarf. Skólinn er staðsettur í frábæru umhverfi í nánum tengslum við náttúruna og samfélagið. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Pétursdóttir skólastjóri í síma 480 6611 / 847 1359, netfang gudrunp@fludaskoli.is, eða Jóhanna Lilja Arn- ardóttir aðstoðarskólastjóri í síma 4806612, netfang johannalilja@fludaskoli.is Sölumenn óskast til starfa Óskum eftir að ráða til starfa öfluga, trausta og heiðarlega sölumenn til starfa á fasteignasölu Neseigna að Sólvallagötu 84 í Reykjavík. Um er að ræða framsækna og góða fasteignasölu með góða og spennandi verkefnastöðu fram- undan. Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og fínan félagsskap. Allar upplýsingar gefur Kristinn R Kjartansson í símum 535-0200 og 820-0762 kristinn@neseignir.is. Kaffibarinn, Bergsstaðastræti 1, auglýsir eftir yfirdyraverði og dyravörðum. Tökum einnig við umsóknum fyrir starfsfólk í sal og barþjóna, kvöld-, dag- og helgarvaktir. Reynsla æskileg. Upplýsingar og umsóknareyðublöð á staðnum. Einnig er hægt að senda umsóknir á Kaffibarinn@gmail.com. BÓKAFLÓÐIÐ fyrir jól er flestum til mikillar gleði og tilhlökk- unar en hvað svo um hina sem sjá um að allar bækurnar komist í réttar hendur á aðventunni? Inga Rún Sigrúnardóttir, aðstoð- arverslunarstjóri Máls og menningar á Laugaveginum, segir jólavertíðina vera skemmtilegasta tíma ársins, þó að hún sé líka annasamasti tími ársins. Þorláksmessa er hápunkturinn Einhvers staðar á milli 100 og 200 nýir íslenskir titlar hafa komið út fyrir jólin í ár. Þetta eru skáldsögur, ljóðabækur, fræði- rit, ævisögur og barnabækur. „Það hefur verið sérstaklega mikil gróska í barnbókunum og mér finnst mjög jákvætt að lesefni fyrir þá yngstu sé að eflast og aukast. Annars er staðan þannig í nóvember og desember að venjulegur vinnutími er hreinlega lagður til hliðar, alla vega fyrir mig. Ég sef næstum í bókabúðinni en það er ótrúlega skemmti- legt og spennandi. Það er eitthvað við bókabúðir sem aðrar búðir hafa ekki. Fólk kemur hingað af fúsum og frjálsum vilja, fer frá borði til borðs og hillu til hillu, skoðar og kíkir og nýtur þessa ótrúlega heims sem bækurnar eru. Fólk kemur hingað til þess að kaupa eitthvað sem það langar í enda Íslendingar meiri bóka- ormar en flestar aðrar þjóðir,“ segir Inga Rún. Þorláksmessa er toppurinn á tilverunni. Annasamasti dagur ársins en jafnframt sá skemmtilegasti að mati hennar. „Þorláksmessa er frábær. Allan liðlangan daginn kemur fólk á öllum aldri, skoðar bækur, ræðir sín á milli um gildi bóka og við okkur sem erum að vinna hérna. Þetta er einhvern veginn svo jólalegt, allir eru í góðu skapi og það skiptir miklu máli fyrir okk- ur sem vinnum við þetta. Reyndar kemur fyrir að við þurfum að hlaupa út í bæ til að ná í það sem beðið er um en einhvern veginn er það allt í lagi og við gerum það með glöðu geði. Allir þurfa að fá bók um jólin,“ segir Inga Rún. Uppákomur og vinna Uppi á annarri hæð í Máli og menningu er Kaffi Súfistinn sem iðulega er vettvangur alls konar uppákoma, ljóðalesturs, flutn- ings tónlistar og annarrar iðju sem tengist heimi bókanna. „Við erum í samstarfi við Súfistann og þar fer fram alls konar menningarstarfsemi sem okkur þykir bæði vænt um og hagur að. Það dregur fólk að búðinni og auk þess fá viðskiptavinir okkar eitthvað óvænt fyrir snúð sinn þegar þeir koma hingað. Það er svo séríslenskt að vera með kaffistofu, „lestrarsal“ og skemmti- atriði í venjulegri bókabúð að erlendir ferðamenn eru oft dol- fallnir af undrun þegar þeir verða vitni að þessu,“ segir Inga Rún. Sjálft jólabókaflóðið og allt sem með því fylgir er samt vinna og aftur vinna. Það er mikið að gera en verkefnin og dagarnir eru skemmtilegir að sög Ingu Rúnar. „Það gefur auga leið að þegar svo margar nýjar bækur koma á markaðinn og svo margt fólk kemur til að skoða og kaupa bækur eykst vinnuálagið margfalt. En við erum búin undir þetta, vitum að það er að koma, og okkur finnst bara gaman að því þegar álag- ið vex. Jólabókaflóðið er eins konar hápunktur hverrar bóka- verslunar og við gerum okkar besta til að viðskiptavinirnir fari héðan ánægðir.“ Forlögin eru frábær Á hinum endanum eru rithöfundar og forlög sem láta prenta og gefa út jólabækurnar og þeim er annt um að bókabúðirnar sinni starfsemi sinni vel sem milliliður milli framleiðanda og kaupanda. „Rithöfundarnir koma reglulega og lesa upp úr verkum sínum og svo eru starfsmennirnir boðnir á bókakynningar þar sem for- lögin segja frá nýjum bókum. Forlögin halda vel utan um okkur starfsfólk bókabúðanna og segja má að vinna og skemmtun skipt- ist á á þessu tímabili. Við þurfum auðvitað að vita hvað við erum að selja þó að enginn geti lesið allar bækur sem koma út, það er einfaldlega hluti af starfinu að geta ráðlagt og leiðbeint kúnn- anum í þessum efnum,“ segir Inga Rún. Hún er ekki menntaður bókmenntafræðingur en eftir þriggja ára starf í bókabúð skellti hún sér í íslenskunám í háskóla, enda hefur hún verið bókaormur alla ævi, eins og hún segir sjálf. „Bestu bækurnar að mínu mati eru Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman og Hnífur Abrahams eftir Óttar M. Norðfjörð. Fyrir þá sem lesa lítið get ég bent á annað bindi ævisögu Hannesar Hólmsteins eftir sama höfund, létt að lesa og fyndin. En allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, fólk hefur svo mis- jafnan smekk þegar að bókum kemur. En það er bara að koma niður í Mál og menningu og kíkja í hillur og á borð, hér er allt sem hugurinn girnist,“ segir Inga Rún. Morgunblaðið/Golli Jólaskap Ingu Rún Sigrúnardóttur finnst gaman að vinna í Mál og Menningu - sérstaklega í jólaösinni. Drukknar ekki í bókaflóðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.