Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 B 23
Raðauglýsingar 569 1100
Fréttir á SMS
Í SÍÐUSTU viku var sam-
þykkt í atkvæðagreiðslu fé-
lagsmanna að sameina Vöku
á Siglufirði, Einingu-Iðju á
Akureyri (SGS), Félag
byggingamanna Eyjafirði,
Félag málmiðnaðarmanna
Akureyri, Félag verslunar-
og skrifstofufólks Akureyri
og nágrennis og Sjómanna-
félag Eyjafjarðar. Samein-
ingin mun taka gildi 1. jan-
úar nk.
Þetta kemur fram í frétta-
tilkynningu á vefsíðu Starfs-
greinasambandsins.
Þessa dagana stendur yfir
póstatkvæðagreiðsla fé-
lagsmanna SGS-félaga á
Snæfellsnesi, Vlf. Snæfells-
bæjar, Stjörnunnar í Grund-
arfirði og Vlf. Stykkishólms
um sameiningu þeirra félaga
í eitt félag. Úrslit atkvæða-
greiðslunnar mun liggja fyr-
ir um miðja næstu viku.
Björn Snæbjörnsson, for-
maður Einingar-Iðju, segir á
vefsíðu félagsins að hann sé
ánægður með niðurstöðuna
fyrir norðan. „Þessi samein-
ing er einungis til bóta fyrir
félagsmenn, stærri og öfl-
ugri félög eru til dæmis bet-
ur í stakk búin til að þjón-
usta félagsmenn sína. Hver
veit, kannski verður þetta
fyrsta skrefið í enn stærri
sameiningu á Eyjafjarðar-
svæðinu síðar meir?
Sameining félaga á
Snæfellsnesi og við
Siglu- og Eyjafjörð
HUNDRAÐASTA kerið í álveri Alcoa Fjarðaáls var gang-
sett á hádegi síðastliðinn miðvikudag að því er fram kemur í
fréttatilkynningu á vefsíðu fyrirtækisins. Tvö ker til viðbót-
ar voru gangsett síðar sama dag.
Gangsetningarhraðinn eykst
Gangsetning álversins hefur farið mjög vel af stað að mati
Alcoa Fjarðaáls. Þegar orkan kom frá Kárahnjúkum á
fyrstu dögunum í nóvember var búið að gangsetja 53 ker.
Fimmta nóvember hófst annar áfangi gangsetningarinnar
þegar gangsett voru tvö ker. Um miðjan nóvember var hrað-
inn í gangsetningunni komin upp í fjögur ker á dag. Hundr-
aðasta kerið var gangsett á miðvikudag og þar með hefur
næstum þriðjungur keranna verið gangsettur. Haldin var
pitsuveisla í kerskálanum til að fagna gangsetningu hundr-
aðasta kersins.
16.000 tonn þegar flutt út
Samkvæmt vefsíðu Alcoa Fjarðaáls segir Ingólfur Krist-
jánsson, framkvæmdastjóri málmframleiðslu, að góður
undirbúningur valdi mestu um hversu vel gengur og dugn-
aður og bjartsýni starfsmanna sem vinni vel saman að þessu
verkefni. Raforkan til álversins berst eftir raflínum frá
Fljótsdalsstöð, sem eru 53 kílómetrar á lengd. Kerin í ál-
verinu eru 336. Í hverju keri verða framleidd tæp þrjú tonn
af áli á dag. Um 90 deiglum verður ekið úr kerskálanum nið-
ur í steypuskála dag hvern þegar allt verður komið í fullan
gang. Þar hefur málmurinn verið steyptur í hleifa og skín-
andi barra síðustu mánuði og Alcoa Fjarðaál hefur þegar
flutt út meira en 16.000 tonn af áli. Verið er að undirbúa
vírasteypuvélina þannig að hægt sé að byrja framleiðslu víra
upp úr áramótunum.
Flutningar um öll heimshöf
Þegar gangsetningu lýkur og framleiðslan kemst í fullan
gang munum verða flutt út um 340 þúsund tonn af áli, eða
jafnvel meira þar sem framleiðslugeta álversins er um 346
þúsund tonn. Verðmæti þessa útflutnings verður breytilegt
miðað við álverð og gengi dollars hverju sinni, en eins og
staðan er nú væri verðmætið á bilinu 50-60 milljarðar króna.
Álið er að megninu flutt til Evrópu. Samskip annast þá
flutninga, en Eimskip flytur rafskaut til álversins frá Mosjo-
en í Noregi. Súrálið kemur frá Alcoa í Ástralíu. Mjóeyrar-
höfn verður önnur stærsta höfn landsins ef miðað er við
magn flutninga, einungis Sundahöfn í Reykjavík verður
stærri.
Morgunblaðið/ÞÖK
Gangsetning Yfir hundrað ker hafa verið gangsett.
Hundraðasta
kerið gangsett
á Reyðarfirði