Vikublaðið - 24.02.1997, Qupperneq 1
4-
Sfii
bls. 6
Draumspakur
Hafnfirðingur
bls. 10 I
Málar íslenskt
landslag _
Barbara
Westman ™
bls. 8
Island hf. -
ráðstefna
um einka-
vœðingu
bls. 3
Sjálfurfór ég að
gráta 1»
bls.S f mhmÁ
Starfshópur um
stuðning við
leikskólabörn
„Ríkið hefur skorið niður í stuðn-
ingi við leikskólaböm á undanföm-
um ámm. Það hefur komið niður á
starfseminni í öllum sveitarfélögum,
en flest og erfiðustu tilfellin era að
finna í Reykjavík. Á síðasta ári áttu
sér stað viðræður milli Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga og ríkisins um
hvemig ætti að taka á þessum málum
og meðal annars rætt um tekjutil-
færslu, en það er enn óljóst með nið-
urstöðuna,” segir Ámi Þór Sigurðs-
son, borgarfulltrúi og formaður
stjómar Dagvistar bama.
{ sfðasta blaði kom fram að 200
leikskólaböm í Reykjavík, sem eiga
við félagsleg og tilfinningaleg
vandamál að stríða, hafa verið svipt
sérstökum stuðningi með einhliða
niðurskurði stjómvalda. f viðræðum
sveitarfélaga og ríkisins hefur verið
rætt um að ríkið taki við verkefnum
gegn því að sveitarfélögin fjármagni
umræddan stuðning við leikskóla-
böm, en ekkert hefur verið ákveðið.
„Á meðan era þessi mál í uppnámi
og mér er kunnugt um miklar
áhyggjur vegna þessa. Það er fullur
vilji fyrir því hjá Reykjavíkurborg að
þeir fjármunir sem fara í leikskólana
nýtist sem best. Ég get upplýst að
það verður settur á laggimar starfs-
hópur á vegum Dagvistar bama og er
ætlunin að hann geri fljótlega tillög-
ur um stefnumótun í málinu. Þessir
fyrirætlun kemur fram í tillögu sem
ég mun leggja fyrir á næsta fundi
stjómar Dagvistar bama,” segir Ámi
Þór.
Fráleit vinnubrögð Páls
Póstur og sími hf.:
Ráðgjafi Davíðs í
toppstöðu án auglýsingar
-segir Margrét Frímannsdóttir. Félagsmálaráðherra afgreiðir skýrslubeiðni um áhrif
langs vinnutíma á fjölskyldulíf, kjör og slysatíðni með því að segja að málið sé afstætt
og að upplýsingar vanti. Páll segir að ef Alþingi vilji betri svör þá þurfi það að borga!
„Hvort ástæða þess að
ekki fór fram almenni-
leg úttekt er sú, að það
hefði orðið vopn í bar-
áttu verkalýðshreyfing-
arinnar veit ég ekki. En
sú niðurstaða skýrsl-
unnar, að ef Alþingi vill
fá alvöru úttekt á áhrif-
um langs vinnutíma
verði það að leggja
fram fé til þess, er frá-
leit. Ég mun mótmæla
þessum hneykslanlegu
vinnubrögðum þar sem
framkvæmdavaldið fer
ekki að samþykktum
Alþingis í þessu til-
viki,” segir Margrét Frí-
mannsdottir, formaður
Alþýðubandalagsins.
Páll Pétursson félagsmálaráðherra
hefur lagt fram skýrslu að beiðni
þingflokks Alþýðubandalagsins og
óháðra þar sem til stóð að útlista áhrif
langs vinnutíma á kjör launafólks,
framleiðni fyrirtækja og afkomu
þeirra, slysa- og veikindatíðni og fjöl-
skyldulíf.
í skýrslunni era hins vegar lítið um
nýjar upplýsingar, en þess meir af
ýmiss konar fylgiskjölum sem legið
hafa fyrir. í raun er það megin niður-
staða skýrsluhöfunda að útilokað sé
að gefa fullnægjandi skýrslu um áhrif
langs vinnutíma: „... verður að vekja
athygli á því að upplýsingum um
raunverulegan vinnutíma hér á landi
er að ýmsu leyti áfátt,” segir í skýrsl-
unni. Þama er einnig gerð tilraun til
að hunsa beiðni þingflokksins með
því að vísa í eldri skýrslur, sem þó
gefa afar takmarkaðar upplýsingar og
miðast einkum við áhrif vinnutímatil-
skipunar ESB á afkomu fyrirtækja.
I skýrslunni kemur þó fram að
langur vinnutími leiði oft til þreytu
hjá starfsmönnum, en því bætt við að
„þreytan getur verið mismikil”!
Einnig kemur fram að hættan á vinnu-
slysum eykst eftir því sem vinnutím-
inn er lengri.
Undarlegasta og fráleitasta framlag
félagsmálaráðherra felst þó í lokaorð-
um skýrslunnar þar sem segir: „Itar-
legri og umfangsmeiri úttekt krefst
umtalsverðra fjármuna og mannafla.
Ef Alþingi telur brýnt að ráðast í slíka
úttekt er ekki óeðlilegt að hún verði
framkvæmd á grandvelli sérstakrar
þingsályktunar.”
„Þessi skýrsla er dæmi um fráleit
vinnubrögð,” segir Margrét Frí-
mannsdóttir. „Alþýðubandalagið
lagði fram beiðnina á fyrstu dögum
þingsins og við eram að fá svarið fyrst
núna. Það era fjórar síður sem era
raunveralega skýrslan og niðurstaða
nefndarinnar er sú að engar raunvera-
legar rannsóknir séu til. Engin vinna
hefur í raun verið lögð í að safna þeim
saman. Þetta er því alröng niðurstaða.
Til dæmis hafa ríkisspítalamir látið
taka slíkar upplýsingar saman um
áhrif langs vinnutíma á starfsfólk spít-
alanna. Þar kom mjög greinilega fram
að bæði er aukin hætta á slysum og
eins hafa veikindi og veikindaforföll
aukist, það má rekja það beint til auk-
ins vinnuálags. í skýrslunni er engin
tilraun gerð til að safna þeim upplýs-
ingum saman sem til era heldur af-
greiðir nefndin málið með þessum
skammarlega hætti. Eðlilegast hefði
verið að félagsmálaráðherra hefði
óskað eftir lengri tíma til að vinna
þetta, en að setja skýrsluna inn með
þessum hætti er óskiljanlegt,” segir
Margrét.
Hluti skýrslunnar fjallar um áhrif
langs vinnutíma vegna tilskipunar
Evrópusambandsins. Margrét: „Flest-
ar þjóðir sem við eram að bera okkur
saman við hafa framkvæmt þessar
rannsóknir. Allar þær þjóðir sem
vinnutímatilskipun ESB nær til era
annað hvort með styttri vinnutíma en
tilskipunin segir til um eða svipaðan.
Því hafði hún hvergi áhrif nema hjá
okkur. Rannsóknir þessara þjóða hafa
leitt í ljós að langur vinnutími veldur
slysahættu, hefur mjög afgerandi
áhrif á fjölskyldulíf og framleiðni fyr-
irtækja er minni fyrir vikið. Aðrar
þjóðir en fslendingar hafa gert sér
grein fyrir þessu og haga sér í sam-
ræmi við það,” segir Margrét.
Friðrik Friðriksson, fyrram
framkvæmdastjóri Almenna bóka-
félagsins og Pressunnar, hefur ver-
ið ráðinn forstöðumaður Breið-
bandsþjónustu Pósts og síma hf.
Friðrik var ráðinn í stöðuna án þess
að hún væri auglýst, eins og þó er
reglan í fyrirtækinu.
Friðrik var mikið í fréttum und-
anfarin misseri vegna gjaldþrots
Almenna bókafélagsins og útgáfu-
félags vikublaðsins Pressunnar,
auk þess sem hann var um tíma í
persónulegum gjaldþrotaskiptum.
Friðrik er auk þess kunnur sem einn
af helstu hugmyndafræðingum ný-
frjálshyggjunnar á íslandi og var
um skeið helsti ráðgjafi Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra og
kosningastjóri hans í formanns-
slagnum innan Sjálfstæðisflokks-
ins.
„Meginreglan er að auglýsa öll
störf, hitt er undantekning”, segir
Jón Þóroddur Jónsson yfirmaður
Þjónustusviðs fjarskipta en undir
hann heyrir Breiðbandsþjónustan
sem Friðrik Friðriksson hefur verið
ráðinn forstöðumaður yfir. Jón Þór-
oddur segir flesta yfirmenn deilda
sem heyra undir hann hafa verið
ráðna vegna þess að þeir vora í
þessum störfum áður. En ekki þó
Friðrik? „Nei, nei Friðrik er pikk-
aður út, ókei, ég man nú ekki í
fljótu bragði hvort þetta var svipað
héma í öðram deildum en Friðrik
var bara pikkaður út eftir samvinnu
við ráðningarstofur.”
Aðspurður hvort ráðning Frið-
riks hafi verið skipuð að ofan sagði
Jón Þóroddur: „Nei, af hveiju held-
urðu það? Okkur vantaði svona
mann inn sem gæti kennt okkur
verkfræðingunum svolítið um biss-
ness og markaðshugsunarháttinn
og annað í þeim dúr.”
Pólitík
simp-
ansa
bls.9