Vikublaðið - 24.02.1997, Blaðsíða 5
24. febrúar 1997
[DHjMJÍJíD
Sjöunda árið í röð hlaut
Röskva - samtök fé-
lagshyggjufólks við Há-
skóla Islands hreinan
meirihluta í kosningum til
Stúdentaráðs. Röskva
vann sinn stærsta sigur til
þessa og hlaut 54,8% á
meðan Vaka, félag lýð-
ræðissinna, galt afhroð
með einungis 31,8% sem
er það minnsta sem hreyf-
ingin hefur hlotið í kosn-
ingum frá stofnun hennar
árið 1935.
Andrúmsloftið á kosningavöku
Röskvu var spennuþrungið þegar úr-
slit kosninganna voru tilkynnt. Þegar
í ljós kom að um metsigur var að ræða
brutust út gríðarleg fagnaðarlæti sem
stóðu fram undir morgun. Vikublaðið
hafði tal af Vilhjálmi H. Vilhjálms-
syni formanni Stúdentaráðs og spurði
hann um helstu ástæður sigursins og
viðbrögð Röskvumanna við honum.
„Stemmningin eftir að úrslitin voru
kunn var frábær. Sjálfur fór ég að
gráta og þurfti huggunar við. Ég trúði
þessu varla. Það var lítil kjörsókn í
hjúkrunarfræði- og heimspekideild
sem eru okkar helstu vígi. Því voru
menn ekki ýkja bjartsýnir. Það er ein-
faldlega ljóst að Röskva er komin
með mjög almennt og gott fylgi í öll-
um deiidum. Sem dæmi má nefna að í
lagadeild sem Vökumenn hafa hingað
til talið sitt vígi þá var Röskva með
flest atkvæðin, Haki með næstflest og
lestina ráku þeir sjálfir.
Þetta eru ótvíræð skilaboð um að
það starf sem unnið hefur verið hafi
skilað árangri. Ekki hvað síst í þeirri
baráttu sem staðið hefur yfir um
breytingamar á lánasjóðnum. Raunar
er það greinilegt að stúdentar styðja
einarða stefnu Röskvu í því máli það
er um samtímagreiðslur og lækkaða
endurgreiðslubyrði. Hinsvegar vorum
við með afskaplega sterkan lista og
það verður aldrei ofmetið hvað það
skiptir miklu máli.”
Hverju veldur hin dræma kjör-
sókn? „Það er erfitt að segja. Sjálfsagt
margir samverkandi þættir en Röskva
býr við það vandamál að fólk er farið
að segja það skiptir ekki máli hvort
við kjósum eða ekki þið vinnið samt.
Það er orðið erfitt að drífa fólk á kjör-
stað vegna þessa.”
Draugagangur í
Vökuheimilinu
Vaka setti enn og aftur á oddinn
frjálsa aðild að Stúdentaráði. Voru
námsmenn að hafna því máli í eitt
skipti fyrir öll? „Ég trúi ekki öðru en
að það mál sé steindautt eftir þessi úr-
slit en hefði þó mátt vera dautt löngu
fyrr. Það að málið hafi verið tekið upp
núna má líkja við að verið sé að gera
því skóna að það sé draugagangur í
V ökuheimilinu.”
Er þessi frábæri árangur vinstri-
manna í Háskólanum ávísun á gott
gengi vinstrihreyfmgarinnar á lands-
vísu þegar það fólk sem stýrt hefur
Röskvu undanfarin ár kemur að full-
um krafti inn í stjómmálin? „Ef að
staðan verður áfram eins og hún er
núna þ.e. að vinstrimenn séu sundrað-
ir í marga smáflokka held ég að þetta
fólk skili sér ekkert inn í stjómmálin.
Það lætur ekki bjóða sér þá háðung að
vinstrimenn séu sundraðir í barátt-
unni. En ef við emm að horfa fram á
það að hér sé að rísa upp stór jafnað-
armannaflokkur er ég viss um að
þetta fólk skilar sér. Með þeim bar-
áttuaðferðum og þeim málefnaflutn-
ingi sem við höfum verið að present-
era hér í Háskólanum og þann góða
árangur sem það hefur borið, þá held
ég að það breytist ekki þegar komið
verður út fyrir háskólasamfélagið. Ég
sé ekki að þegar vinir mínir í Vöku
verða komnir í sinn ágæta flokk,
Sjálfstæðisflokkinn, að við fömm að
taka upp á því að lúffa fyrir þeim þar
frekar en í Háskólanum. Að lokum vil
ég þakka Háskólanemum fyrir þenn-
an glæsilega stuðning,” sagði Vil-
hjálmur. bgs
HEIMSHORN
Tékknesk og
pólsk
„einkavæðing”
Václav Klaus, forsætisráðherra
Tékklands, er einhver ötullasti tals-
maður einkavæðingar (markaðs-
væðingar) sem fyrirfinnst í veröld-
inni og svo sem aufúsugestur fleiri
á íslandi en Davíðs Oddssonar og
Hreins Loftssonar. Af öllum ríkjum
Austur-Evrópu hafa breytingamar
frá falli Múrsins gengið best upp í
Tékklandi. Hinu má ekki gleyma að
allar breytingamar hafa gerst með
samkomulagi við verkalýðsfélögin.
Það em þau sem hafa gert stjóm-
völdum í Tékklandi kleift að ná
nokkmm árangri, með því að
verkafólk hefur fært fómir.
Ólíkt og í Tékklandi hafa þjóðfé-
lagsbreytingar í Póllandi valdið
vonbrigðum. f báðum ríkjum hefur
mikil áhersla verið lögð á markaðs-
væðingu. í Tékklandi hefur margt
áunnist, en í Póllandi hefur flest
gengið á afturfótunum. Hver er
munurinn?
í Tékklandi náðu stjómvöld og
verkalýðshreyftng saman um
„þjóðarsátt”. Saman horfðu þessir
aðilar upp á ófarir kollegana í Pól-
landi. Stjómvöld óttuðust óðaverð-
bólgu og verkafólk óttaðist stórfellt
atvinnuleysi - menn mættust því á
miðri leið. Gengið var fellt, verka-
fólk féllst á lág raunlaun og gjald-
þrotalög vom gerð sveigjanleg.
Þetta þýddi að margir héldu vinnu
sinni og útflutningsfyrirtæki fengu
tækifæri. Og nýfijálshyggjumenn-
imir í ríkisstjóm Tékklands vom
svo „frjálslyndir” að halda uppi öfl-
ugu styrkjakerfi í þágu iðnfyrir-
tækja, einkum í stáliðnaðinum. Þá
má nefna að almennir borgarar í
Tékklandi fengu hlutabréfaseðla út-
hlutaða og um leið var tryggt að
starfsmenn fengju íhlutunarrétt inn-
an fyrirtækja.
f Póllandi hefur þróunin orðið allt
önnur - sem er undarlegt í sjálfu sér
miðað við þá stöðu sem verkalýðs-
hreyfingin kom sér í með Sam-
stöðu. Samstaða vann góðan kosn-
ingasigur 1989 og Lech Walesa var
kjörinn forseti árið eftir. Samstaða
varð síðan samábyrg í róttækum
markaðsvæðingaraðgerðum, sem
ólíkt því sem gerðist í Tékklandi,
leiddu af sér mikla erfiðleika fyrir
hinn almenna borgara; óðaverð-
bólgu, hran kaupmáttar, gjaldþrota-
hrinu og fjöldaatvinnuleysi. Sam-
staða er ekki lengur verkalýðsfélag
og er í tilvistarkreppu. Félags-
mönnum hefur fækkað úr 9,5 millj-
ónum árið 1981 í 1,3 milljónir og
félagið hefur klofnað. „Hægri”
armur Samstöðu, undir forystu
Zygmunt Wrzodak, er nánast fas-
ískur í áróðri. „Vinstri” armur Sam-
stöðu, undir forystu Marian
Krzaklewsky, leiðir hægrisinnað
kosningabandalag, þar sem áhersl-
an er lögð á kristna trú, þjóðemis-
stefnu, anti-kommúnisma og hörku
gegn lögbijótum. Úti fyrir ríkir um
leið 15% atvinnuleysi og „einka-
væðingirí’ felst einkum í einka-
vinavæðingu - þar sem ekki síst
blómstra menntamennimir sem á
sínum tíma skákuðu í skjóli Sam-
stöðu.
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir
framkvœmdastjóri Islands-
deiídar Amnesty
International
Hvaða bækur og rithöfundar hafa
haft mest áhrif á pólitískar skoðan-
ir þínar?
Það er erfitt að segja hvaða höfundar
hafa haft mest áhrif á mig en þó hafa
verk franska mannfræðingsins
Michael Leiris, skáldkonunnar Sim-
one de Beauvoir og guðfræðingsins
Martins Buber að einhverju leyti mót-
að afstöðu mína til samferðafólks og
þess samfélags sem við búum í.
Nefndu eina kvikmynd, bók, leik-
rit, ljóð, lag eða tónverk sem þú vilt
að allir lesi, sjái, heyri.
Kvikmyndina Smoke ætti enginn að
láta fara framhjá sér. „Ich und Du”
(Ég og þú) eftir Martin Buber er holl
lesning fyrir alla. Besta leikverkið á
íslensku sviði er að mínu mati Stór og
smár eftir þýska leikskáldið Bodo
Strauss. Eitt fallegasta smálag sem ég
þekki er tileinkað dóttur minni og
heitir Cansona eftir Áskel Másson.
Mér er ómögulegt að velja eitt tón-
verk öðm fremur því slíkt val er alltaf
háð stund og stað.
Hver hafði mest áhrif á þig í æsku?
Ég var mikill bókaormur £ æsku og
þær vom margar skáldsagnapersón-
umar sem höfðu áhrif á mig. Fyrir
utan foreldra mína vil ég nefna einn
kennara minn, Pálma Pétursson, sem
kenndi mér í Æfingadeildinni. Hann
var einn mesti mannvinur sem ég hef
kynnst á lífsleiðinni og hafði mikil og
góð áhrif á alla þá sem nutu leiðsagn-
ar hans.
Hvaða atburður í lífstíð þinni hefur
haft mest áhrif á skoðanir þínar?
Tvö morð framin af ógnarstjómum
gerðu það að verkum að ég hafna al-
farið valdbeitingu. Annars vegar er
það morðið á Alliende í Chile og hins
vegar morðið á Steve Biko í Suður-
Afríku. Þessir tveir atburðir hafa mót-
að skoðanir mínar og afstöðu til
valds.
Hvaða stjórnmálamanni lífs eða
liðnum hefur þú mest álit á?
f kringum árið 1570 tókst tveimur
merkilegum mönnum Dekanawida
og Hiawtha að sameina fimm ætt-
bálka í bandalag Iroquiese. Bandalag-
ið byggði á gagnkvæmri hjálp, full-
trúalýðræði og jafnrétti. Þessir menn
eru í mínum huga merkilegir stjóm-
málamenn. Af núlifandi stjómmála-
mönnurn hef ég miklar mætur á Gro
Harlem Brundtland.
Ef þú gætir farið á hvaða tíma sög-
unnar sem er og dvalið þar í 24
tíma. Hvert færirðu og hvers
vegna?
Það em margir staðir og atburðir sem
hefði verið gaman að vera fluga á
vegg og fylgjast með, en ég held að
hefði viljað vera á stofnfundi Am-
nesty Intemational í Lundúnum árið
1961.
Ef þú mættir setja ein lög, hver
yrðu þau?
Þessari spurningu er auðsvarað, ég
myndi lögfesta alla mannréttindasátt-
mála Sameinuðu þjóðanna og setja
lög í framhaldi af því sem tryggðu að
þeim yrði framfylgt.