Vikublaðið - 24.02.1997, Blaðsíða 8
[BilíMMQ
24. febrúar 1997
ég til dæmis upplifað fleiri veðra-
brigði en á mörgum mánuðum heima
í New York. Þegar ég kom í haust
upplifði ég mikið af dökkgrænum og
dökkbláum litum í náttúrunni en þessi
bleika birta í morgun var hreint ótrú-
leg”.
Ætlar Barbara að halda áfram að
mála íslenskt landslag?
„Já, alveg örugglega þvf ég á nóg
eftir. Mig langar að koma aftur og þá
helst að sumri til. Vestmannaeyjar
heilla mig mjög, ég hef aðeins séð
myndir af þeim, en vegna þess að ég
heiti nánast sama nafni og eyjamar þá
bara verð ég að heimsækja þær”, seg-
ir Barbara og brosir. „Ég kann vel við
mig héma. Islendingar koma mér
skemmtilega á óvart, mig grunaði
ekki þeir væm svo hreinir og beinir í
samskiptum sínum við fólk. I mínum
huga er ísland töfrastaður og ég vona
bara að myndimar mínar séu landi og
þjóð samboðnar”, sagði Barbara að
lokum. aþ
LISTINN
Um þessar mundir
stendur yfir á
Kjarvalsstöðum sýn-
ing bandarísku
myndlistarkonunnar
Barböru Westman.
Hún hefur fyrir löngu
skapað sér sérstöðu í
bandarískri samtíma-
list með persónlegum
stíl og myndefni sem
oftar en ekki hefur
fjallað um lífið og til-
veruna í New York og
Boston. Þá hefur Bar-
bara málað yfir 20
forsíður fyrir hið
virta tímarit The New
Yorker.
Blaðamaður Vikublaðsins hitti
listamanninn á Kjarvalsstöðum þegar
verið var að leggja síðustu hönd á
uppsetningu sýningarinnar.
Það vekur athygli að allar myndir
Barböm em af íslensku landslagi. Af
hverju valdi Barbara ísland sem
myndefni?
ÁBENDING
Spænskir madrigalar
Annað kvöld heldur sænskur
tónlistarhópur, Ensemble Vill-
ancio, tónleika í Norræna hús-
inu. Ensemble Villancico er
skipað ungu tónlistarfólki frá
Svíþjóð og á efnisskránni em
spænskir madrigalar (villanci-
os) frá 16. öld.
Madrigalamir era sjaldan fluttir
utan spænskutalandi málsvæða
en það var tónlistarmaðurinn
Peter Pontvik sem ákvað fyrir
nokkrum ámm að endurvekja
þennan menningarfjársjóð. f
kjölfarið stofnaði hann Ensem-
ble Villancico en hópurinn hef-
ur hlotið góðar móttökur meðal
gagnrýnenda og einkum verið
hrósað fyrir einlægan, tónhrein-
an og léttan flutning.
Tónleikamir verða endurteknir
í Hafnarfjarðarkirkju miðviku-
daginn 26. febrúar kl. 20.30.
Mikið um að vera í
Hafnarborg
Hátt í fjömtíu listamenn sýna
nú verk sín í Hafnarborg og átti
sýningunni að vera lokið en
vegna mikillar aðsóknar hefur
hún verið framlengd til 9. mars.
Það sem sameinar listamenn-
ina, sem em flestir landskunnir,
er að þeir em hafnfirskir eða
hafa leitað eftir innblæstri til
Hafnarfjarðar.
Einnig stendur yfir sýning á
nýjum verkum eftir Kjartan
Olason í Sverrissal Hafnarborg-
ar. Myndir Kjartans em unnar
með blandaðri tækni og við-
fangsefni listamannsins em
sjónræn minni sem íslendingar
þekkja vel, bæði úr samtíð og
fortíð. Sýning Kjartans stendur
til 10. mars.
Það var mikil rígning og
hvassviðrí og það sá vart út
um uggana fyrir vatnsgangi
en bílstjórinn, sem var um
áttrætt lét sér hvergi bregða
og ók rólegur áleiðis. Mér
fannst þetta eins og að vera
um borð í skipi”.
„Það var í raun tilviljun. Ég hef
ferðast mikið um ævina og Island var
alltaf inní myndinni en það hafði þó
aldrei orðið úr að ég kæmi hingað til
lands. Svo var það síðastliðið haust að
eiginmanni mínum [Arthur Danto
heimspekingi] var boðið að halda íyr-
irlestur í Háskóla Islands og ég ákvað
að slást í förina. íslandsferðin varð
mér mikil ógnvekjandi reynsla. Ég
hef aðeins séð lítinn hluta af landinu,
svæðin í kringum Keflavík og
Reykjavrk. Ég hafði á tilfinningunni
þegar við keyrðum frá Keflavík að ég
væri lent á tunglinu, svo framandi var
landslagið.
Þegar Barbara kom til íslands síð-
astliðið haust segir hún á móti þeim
hafi tekið frábær leigubflstjóri sem
hafi meira að segja verið bflstjóri
Kjarvals á sínum tíma.
„Bflferðin frá Keflavík til Reykja-
víkur var engu lík. Ég hélt ég hefði
séð margt á ferðalögum mínum í
gegnum tíðina en þetta var einstök
upplifun. Það var mikil rigning og
hvassviðri og það sá vart út um bfl-
gluggana fyrir vatnsgangi en bflstjór-
inn, sem var um áttrætt lét sér hvergi
bregða og ók rólegur áleiðis. Mér
fannst þetta eins og að vera um borð í
skipi”.
Fann nýjan kraft
Myndimar sem Barbara hefur með-
ferðis em íslenskar landslagsstemmn-
ingar málaðar í anda þeirra hughrifa
sem hún varð fyrir hér á landi. Á þeim
má sjá íslenskt hraun, goshveri og
einnig málar hún lítil sjávarpláss og
bóndabæi, en Barbara segir að auk
magnaðrar litadýrðar íslenskrar nátt-
úm séu litir íslenskra húsa engu öðm
lfldr.
Var öðmvísi að mála þessar mynd-
ir en aðrar sem hún hefur gert?
„Þegar ég dvaldi hér í haust þá var
dagskráin svo þétt að ég tók ekld einu
sinni upp blýant. En þegar ég kom
heim til New York þá fann ég innra
með mér nýjan kraft sem ég hafði
ekki fundið áður. Mér fannst eins og
ég hefði fundið eitthvað sem ég hafði
alla tíð verið að leita að. Áður þurfti
ég að hafa mikið fyrir því að túlka
raunvemlega upplifun mína, til dæm-
is þegar ég málaði borgarmyndir í
Boston og New York. En þegar ég
kom hingað þá var þetta eins og
sprenging, það myndaðist strax innra
samband með mér og ljósinu og nátt-
úmnni hér á landi. Það var eins og ég
fyndi þann kjama sem ég hafði svo
lengi reynt að ná tangarhaldi á heima í
New York.
Það rann á mig æði og málaði af
miklum móð, myndimar komu sjálf-
krafa og ég held ég hafi lokið við ein-
ar sextán myndir á þremur dögum.”
Barbara lýsir með tilþrifum hvemig
hún sá sjóndeildarhringinn almenni-
lega í fyrsta sinn og hvemig víðáttu-
mikið landslagið hafði djúpstæð áhrif
á hana.
Aldrei fyrr
séð bleika birtu
Á ámm áður þurfti Barbara að
stunda aðra vinnu með listinni til þess
að lifa. Það var ekki fyrr en hún fór að
teikna forsíður fyrir The New Yorker
sem hún gat farið að lifa af listinni.
„Ég hef gert margt yfir ævina, en ég
hef alltaf gætt þess að hafa tíma fyrir
myndlistina. Aldrei minna en þrjá
daga á viku. Ég var vissulega heppin
að fá að starfa fyrir The New Yorker á
sínum tíma. Það em í raun forréttindi
að sjá verk sín fjölfölduð í hundmð-
um þúsunda eintaka. Með tímanum
þreyttist ég á hinum þrönga ramma
forsíðuteikningarinnar og smám sam-
an fann ég að ég vildi meira fijálsræði
við myndsköpun mína.
í gegnum tíðina hef ég farið í gegn-
um í gegnum nokkur skeið myndlega
og kannski hafa hlutimir ekki alltaf
gengið eins hratt og ég hélt í fyrstu að
þeir myndu gera. Móðir mín, sem var
píanóleikari, brýndi þó alltaf fyrir mér
að góðir hlutir gerast hægt og maður
verður að láta hjartað ráða ferðinni.
Þessa speki hef ég tamið mér og hún
hefur fært mig á þann stað sem ég er á
í dag. Yfir því er bæði stolt og afar
hamingjusöm.”
Barbara spyr blaðamann hvort hann
hafi tekið eftir bleikri birtunni fyrr um
morguninn. Blaðamaður hristir haus-
inn. „Mig hefði aldrei órað fyrir jafn
mörgum blæbrigðum í birtu á einum
stað á jafn skömmum tíma. í dag hef
Híbýli vindanna kvikmynduð
tfíl>ýJí víndanna
V::i
Híbýli vindanna eftir
Böðvar Guðmundsson
kom út árið 1995 og hlaut
fádæma undirtektir hér á
landi. Framhald þeirrar
bókar, Lífsins tré, kom út
um síðustu jól. Bækurnar
eru af mörgum taldar með
því allra besta sem skrifað
hefur verið hér á landi á mörg herrans ár,
en í þeim er rakin örlagasaga Ólafs fí-
ólíns, sem var með þeim fyrstu sem fóru
vestur um haf, og afkomenda hans. Því er
jafnvel haldið fram að í kjölfar bókanna
hafi orðið nokkurs konar „vestur-íslensk
vakning”.
Undanfarið hafa heyrst fregnir af ásókn kvikmyndagerð-
armanna eftir kvikmyndarétti á bókum Böðvars Guðmunds-
sonar, Híbýlum vindanna og Lífsins tré. Kunnugir telja að
fimm til sex aðilar hafi leitað hófanna hjá höfundi og for-
leggjara.
Kvikmyndarétturinn er hins vegar kominn í hendur Kvik-
myndafélagsins Umba, sem hefur meðal annars gert kvik-
myndimar Kristnihald undir Jökli, Stellu í orlofi og Karla-
kórinn Heklu.
Vikublaðið hafði á dögunum samband við Halldór Þor-
geirsson hjá Umba sem sagði samning við Böðvar Guð-
mundsson á lokastigi og að þegar væri byrjað að kynna
verkefnið í Kanada og fyrstu viðbrögð lofuðu góðu. Halldór
sagði ennfremur að þegar væri ákveðið að gera 150 mínútna
sjónvarpsmynd og ekki væri loku fyrir það skotið að mögu-
leiki á styttri útgáfu fyrir kvikmyndahús yrði tekinn til skoð-
unar. Halldór sagði gerð kvikmyndahandrits verða í hönd-
um þeirra Guðnýjar Halldórsdóttur og Sveinbjöms I. Bald-
virissonar, og að eins hefði Jóna Finnsdóttir, sem framleiddi
Tár úr steini, verið kölluð til starfa. Ekki fékkst uppgefinn
framleiðslukostnaður en ætla má að hann verði í hægri kant-
inum.
Halldór sagði mikla vinnu framundan því félagið hyggst
samhliða undirbúningi á Híbýlum vindanna taka upp kvik-
myndina Ungfrúin góða og húsið, sem byggð er á sam-
nefndri sögu Halldórs Laxness. Tökur þeirrar kvikmyndar
eru fyrirhugaðar í haust en meðframleiðendur eru ENÁfilm
í Köln og Nordisk Film, sem er eitt stærsta kvikmyndafyrir-
tæki á Norðurlöndum og hefur m.a. framleitt Gestaboð Ba-
bettu, Hamsun og hina góðkunnu þætti Matador. aþ
Hér á eftir er listi yfir
nokkrar frægar persónur
mannkynssögunnar og
hvað þær óttuðust mest
á lífsleiðinni.
1. Ágústus keisari þjáðist af myrk-
fælni.
2. Howard Hughes (einn nkasti
maður sögunnar) þjáðist af ótta við
opinbera staði.
3. Elísabet I varð ofsahrædd í hvert
sinn sem hún sá eða fann ilminn af
rósum.
4. Sigmund Freud var yfir sig
hræddur við jámbrautalestir.
5. Richie Valens var flughræddur.
Hann dó í flugslysi.
6. Marilyn Monroe var líkt og
landi hennar Hughes ofsahrædd við
opinbera staði.
7. Ilinrik IH Frakkakonungur ótt-
aðist ketti meira en allt annað.
8. Graham Greene óttaðist tvennt
meira en annað; blóð og fugla.
9. Arnold Shönberg tónskáld ótt-
aðist töluna þrettán. Fyrir kald-
hæðni örlaganna lét Shönberg lífið
föstudaginn 13. aðeins 13 mínútum
fyrir miðnætti.
10. Nataiie Wood var alla tíð afar
vatnshrædd. Hún drukknaði er hún
var á siglingu ásamt fjölskyldu
sinni.
Island
töfrastaður