Vikublaðið - 24.02.1997, Blaðsíða 11
24. febrúar 1997
[DQMÐQíD
EFTIRSPRETTIR
Röskva sigrar
í sjöunda sinn
Röskva samtök félagshyggju-
fólks við HÍ vann sigur í kosning-
um til Stúdentaráðs og Háskólaráðs
sem fóru fram í síðustu viku.
Kosið var um níu sæti til Stúd-
entaráðs og hlaut Röskva 1449 at-
kvæði eða 54.8% og fimm fulltrúa,
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúd-
enta hlaut 815 atkvæði eða 30.8%
og 3 fulltrúa. Haki, félag öfgasinn-
aðra stúdenta hlaut 286 atkvæði eða
10.8% og einn fulltrúa. Staðan í
Stúdentaráði er því sú að Röskva
hefur tólf fulltrúa, Vaka átta og
Haki einn. Röskva og Vaka fengu
hvor um sig einn mann kjörinn í
Háskólaráð.
Dagskrá um flóttafólk
í kvöld efnir íslandsdeild Am-
nesty Intemational til dagskrár um
flóttafólk í samvinnu við Lista-
klúbb Leikhúskjallarans.
Um þessar mundir er að koma út
bók á vegum Amnesty Intemation-
al sem fjallar um flóttafólk. Lesið
verður úr bókinni og sýndar verða
litskyggnur. Jóhanna K. Eyjólfs-
dóttir, framkvæmdastjóri íslands-
deildarinnar mun flytja tölu um
stöðu flóttamanna í dag. Þá verða
lesin ljóð frá öllum tímaskeiðum
sem tengjast flóttamönnum á einn
eða annan hátt eða em ort af skáld-
um á flótta.
Sigurður A. Magnússon rithöf-
undur les frásögn sína af flótta-
mannabúðum í Grikklandi og Sif
Ragnhildardóttir syngur lög eftir
Theodorakis. Meðal annarra lista-
manna sem koma fram em leikar-
amir Amar Jónsson, Steinunn
Ólína Þorsteinsdóttir, Hilmir Snær
Guðnason og píanóleikarinn Þóra
Fnða Sæmundsdóttir. Allur ágóði
dagskrárinnar rennur til Amnesty
Intemational.
SÓL í Hvalfirði álykta
SÓL (Samtökin óspillt land í
Hvalfírði) leggjast eindregið gegn
því að álver verði byggt á Grundar-
tanga.
I ályktun samtakanna segir að
gróðurhúsalofttegundir muni auk-
ast um 14%, sem er langt umfram
þann mengunarkvóta sem íslend-
ingar hafa skuldbundið sig til að
fylgja til ársins 2000. Þá segja
SÓLarmenn að fullyrðingar iðnað-
arráðherra séu alrangar um að fyrir-
huguð álverksmiðja muni nota
bestu fáanlegu tækni við hreinsun á
útblæstri. Samtökin minna á að vot-
hreinsun sé víða viðhöfð { ná-
grannalöndum okkar án skaða fyrir
líffíki hafsins og víða sé frárennslið
hreinsað áður en það rennur í sjó-
inn.
Að lokum varpa samtökin fram
þeirri spurningu hvort ekki sé kom-
inn tími til að íslendingar
nýti sjálfir eigin orkulindir til mat-
vælaframleiðslu og smáiðnaðar,
sem muni færa okkur margfalt fleiri
störf en stóriðja geti nokkum tíma
gert.
Námskeið um hjóna-
bandið og sambúðina
Frá því í október á liðnu hausti
hafa verið haldin námskeið um
hjónabandið og sambúðina í Hafn-
arfjarðarkirkju. Nú eru aðeins tvö
námskeið eftir, það fyrra verður
haldið 25. febrúar og hið síðara 1
mars nk. Hvert námskeið stendur
eitt kvöld og fá aðeins tólf pör að-
gang í hvert skipti.
Á námskeiðunum er leitast við
að skoða stöðu sambúðarinnar og
benda á leiðir fram á við til úrbóta
þar sem slíkt þarf og til að gera gott
betra hjá þeim sem stendur þannig
á fyrir.
Leiðbeinendur em sr. Þórhallur
Heimisson, prestur við Hafnar-
fjarðarkirkju og Halla Jónsdóttir.
fræðslufulltrúi á Biskupsstofu.
Námskeiðin eru ókeypis.
Eg vil gerast
áskrifandi
að
Vikublaðinu!
Frá 10. febrúar til 10. mars stendur öllum þeim, sem gerast
áskrifendur á tímabilinu, til boða áskriftartilboð: Frí áskrift í
febrúar og áskrift á hálfvirði næstu tvo mánuði (mars og
apríl) eða 500 krónur fyrir hvorn mánuð, en full áskrift eftir
það (1.000 kr. almennt, 900 krónur ef greitt er með korti, en
800 krónur fyrir elli- og örorkulífeyrisþega).
Fyllið út eftirfarandi og sendið til Vikublaðsins, Laugavegi
3,101 Reykjavík eða faxið í númerið 551-7599.
Nafn:_____________________________________________________
Kennitala:___________________________________
Heimilisfang:
Póstnúmer og staður:
Sími:_____________
Ég óska eftir áskrift að Vikublaðinu og vil greiða með:
Korti VISA/EURO____________________________________
____Beingreiðsla í banka #_
____A-gíró
____Fá rukkara heim til mín
Dagsetning:______________
reikn. #
Staðfesti undirritaður
VINNINGASKRA I
JÓLAHAPPDRÆTTI
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
vinningur:
vinningur:
vinningur:
vinningur:
vinningur:
vinningur:
vinningur:
vinningur:
vinningur:
10. vinningur:
11. vinningur:
12. vinningur:
13. vinningur:
14. vinningur:
15. vinningur:
16. vinningur.
17. vinningur:
18. vinningur:
19. vinningur:
20. vinningur:
21. vinningur:
22. vinningur:
23. vinningur
24. vinningur:
25. vinningur:
26. vinningur:
13249
15851
2924
5161
11831
4617
16217
6950
19912
18898
25486
14489
1279
2461
17334
16698
5743
26853
4456
28298
20028
26850
12761
7528
295
10415
Vinningar aðeins gildir á miða sem greiddir voru
fyrir 22. febrúar 1997 og verða ekki afhentir eftir
22. febrúar 1998.
Framkvæmdastj óri
H3—
M enníngarhcmdbók
Vikublaðsins!
Næstkomandi mánudag fyigir Vikubladinu ser-
stök menningarhandbók, þar sem fjaliað verður
um viðburði á sviði menningar og lista I mars-
mánuði.
» ✓ '' hBi ''i ■
í menningarhandbókinni verður að finna greinar og
viðtöl, en einnig staðgóðár upplýsingar um hvaða
menningarviðburðir séu helstir á dagskrá í mánuð-
inum.
Vikublaðið beinir því til forráðamanna á sviði menn-
ingar og lista að koma upplýsingum til blaðsins sem
allra fyrst í síma 552-8655 (Arndís eða Helena) eða
í bréfsíma (fax) 551-7599. Mjög æskilegt er að all-
ar upplýsingar sem áhugi er að komið sé á framfæri
berist Vikublaðinu eigi síðar en á miðvikudag
næstkomandi.
Vikublaðið
L AND SPITALINN
þágu mannúðarog vfsinda...
Geðdeild Landspítalans
Félagsráðgjafi óskast
á endurhæfingarskor í 80% starf. Áskilin er menntun félagsráð-
gjafa og reynsla er æskileg. í starfinu felst almenn félagsráðgjöf
í skorinni og vinna á dagdeild.
Upplýsingar veitir Margrét Jónsdóttir, félagsráðgjafi í síma 560
2600. Umsóknir berist til Sigurrósar Sigurðardóttur yfirfélags-
ráðgjafa fyrir 15. mars nk.
Meðferðarstjóri óskast
á áfengis- og vímuefnaskor, deild 16, að Teigi. Teigur er göngu-
dagdeild fyrir alkólhólista og vímuefnaneytendur og fíkla með
geðtruflanir. Meðferðin fylgir þeirri stefnu að vímuefnaneysla sé
fjölskyldusjúkdómur og áhersla lögð á fjölskylduna sem heild.
Starfið felur í sér umsjón með meðferðinni og stjórnun. Æski
legt er að umsækjandi hafi háskólamenntun í sálarfræði, fé
lagsfræði eða sambærilegum greinum og stjórnunarreynslu.
Meðferðarfulltrúi óskast
einnig að Teigi. Starfið felur í sér einstaklingsvinnu með fíklum
og aðstandendum þeirra, hópstjórn, fjölskylduviðtöl og fyrir
lestra. Einhver reynsla af 12 spora meðferðarkerfi æskileg.
Skriflegar umsóknir um bæði störfin að Teigi berist til Óttars
Guðmundssonar læknis, geðdeild Lanspítalans, sem veitir nán-
ari upplýsingar í síma 560 2890.
Umsóknarfrestur ertii 10. mars nk.
Laun skv. gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og
fjáramálaráðherra.
Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi Ríkisspítala,
Þverholti 18 og í upplýsingum Landspítala.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðn-
ingu hefur verið tekin.
Lúrirðu á fréttl
Vikublaðið sími 552 8655