Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2008, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Guðrúnu Egilson
gudrun@verslo.is
!
,,Ætli ég geti ekki fengið svona
sjötíu milljónir fyrir húsið mitt
en það nægir ekki fyrir lúx-
usíbúð í hundrað og einum.
,,Svipur konunnar bar vott um
hátíðlega hneykslun og sem
snöggvast kom mér í hug að hún
teldi okkur ekki í sama gæða-
flokki. Húsið sem ég seldi fyrir tveimur ár-
um hefði aldrei verið metið svona hátt og
konan vissi sem var að íbúðin mín og póst-
númerið voru ekki samkvæmt fínustu
stöðlum.
Ég hef aldrei almennilega skilið hvað er
svona merkilegt við póstnúmerið 101 sem
var ekki til þegar amma mín bjó fyrir ofan
gólfhlera í Kvosinni miðri og húsnæði þar í
grennd var langt undir þeim gæðastaðli
sem ríkti í Norðurmýrinni. Það hverfi, sem
í minningunni skartar iðjagrænum görð-
um og stelpum í hálfsokkum, má víst muna
sinn fífil fegri og póstnúmerið þar langt
fyrir neðan virðingu þeirra sem einhvers
mega sín.
Hvort var það Hallgrímur Helgason
sem með bók sinni 101 Reykjavík varpaði
þessum ljóma á gamla Miðbæinn eða
byggingaverktakar sem bjuggu þar til
sóknarfæri, svo að gripið sé til leiðinlegrar
klissju úr nútímamáli? En þangað er nú
sótt úr öllum áttum og skiptir litlu hvort
húsin kúra við gamalgrónar götur eða
mynda háreista varnargarða við sjávarsíð-
una. Glæsiíbúðir skulu það vera. Þær
gömlu hafa verið flysjaðar að innan og
dubbaðar svo vel upp að þær geti með
réttu kallast stöðutákn. Þær nýju eru
hannaðar og útbúnar þannig að þægilegt
sé að fara með gesti í skoðunarferðir og
gera rækilega grein fyrir uppruna þeirra
tegunda sem fyrir augu ber.
Þeir sem hafa nýtt sér sóknarfærin nið-
ur í 101 tala gjarnan um að þarna sé mað-
ur afskaplega miðsvæðis. Ég leyfi mér að
efast um það. Þá sjaldan sem ég bregð
mér í bæinn, eins og maður tekur enn til
orða, sé ég varla nokkurn á ferli nema nið-
urrignda eða frostbitna útlendinga. Þær
fáu verslanir sem eftir eru á þessum slóð-
um teljast varla nógu fínar til að þjóna
duttlungum fólksins inni í lúxusíbúðunum.
Ætli það aki bara ekki út úr bílakjöll-
urunum að morgni og inn í þá aftur að
kvöldi? Það er skiljanlegt. Enn fer um mig
hrollur ef ég minnist járnkuldans sem stóð
af Esjunni þegar ég keifaði niður Skugga-
sundið til vinnu fyrir margt löngu.
En hvað sem öllum póstnúmerum og
sóknarfærum líður þykir mér vænt um
gömlu Reykjavík, þar sem áður skörtuðu
hlýlegar verslanir á hornum og götur ið-
uðu af mannlífi. Þar voru ritstjórn-
arskrifstofur dagblaðanna, sjoppur og bíó,
menningarvitar í hrókasamræðum og fín-
ar frúr sem gengu í takt. Ef maður rangl-
aði þangað í fúlu skapi var alltaf hægt að
hitta einhvern til að létta sér lund. Sjálf-
sagt hefur myndin fríkkað inni í lang-
tímaminninu eins og leikirnir í Norð-
urmýrinni enda áratugir liðnir frá því að
Miðbærinn fór smám saman að fella fjaðr-
irnar og æðasláttur hans færðist út í önnur
póstnúmer.
Með nýjustu sviptingum á fjár-
málamörkuðum og annars konar sókn-
arfærum gæti farið svo að lúxusíbúðirnar í
101 lækkuðu í verði svo að konan, sem
vitnað var í hér að framan, sæi hag sínum
betur borgið. En líka er hugsanlegt að
breyttir tímar hafi í för með sér nýja tísku
eða gæðastaðla. Í stað þess að slá met í
eyðslu og íburði fari fólk að temja sér hóf-
semd og lítillæti. Sá tónn hefur raunar
þegar verið sleginn og ekki seinna vænna.
Með slíkar dyggðir í farteskinu verður for-
vitnilegt að sjá hvaða póstnúmer verður
ofan á hjá þeim sem telja mikilsvert að
halda sig réttu megin við tíðarandann.
Í réttu
póst-
númeri
Eftir Sigtrygg Magnason
sigtryggur@islenska.is
H
var á að byrja? Jú, byrjum á
Kjarvalsstöðum þar sem nýr
meirihluti í borgarstjórn var
kynntur fyrir tæpum þremur
vikum. Nei, byrjum um
kvöldið þegar borgarfulltrúi
Samfylkingar lýsti efasemdum um að Ólafur F.
gæti haldið meirihlutanum með Sjálfstæð-
isflokki vegna þess að hann hefði ekki eirð í sér
til að sitja fundi og væri nýkominn úr löngu
veikindaleyfi. Borgarfulltrúinn, Björk Vilhelms-
dóttir, tók ekki fram hvað hafði amað að Ólafi F.
Magnússyni. Það gerði Ólafur F. Magnússon
ekki heldur. Hann vildi ekki svara spurningum
þar að lútandi fyrr en tæpri viku síðar þegar
hann sagðist hafa orðið fyrir andlegu mótlæti og
farið langt niður. Fleiri stigu fram á völlinn og
lýstu áhyggjum varðandi veikan meirihluta. Og
auðvitað var hann veikur, Ólafur stóð einn eftir
af F-listanum, hans næstu varamenn voru ekki
með í geiminu, þeir urðu eftir í Tjarnarkvartett-
inum sem liðaðist í sundur eins og öll fjögurra
manna bönd, Yoko var komin heim.
Tæpri viku síðar féll sprengja. Spaugstofan
steig fram á sjónarsviðið með umdeildan þátt
þar sem Ólafur F. Magnússon var sýndur sem
geðsjúklingur. Kúkú. Sömuleiðis. Þjóðin hló.
Nema örfáir sem þustu út á bloggsíðurnar og
fordæmdu Spaugstofuna fyrir óviðurkvæmilegt
spaug. Karl Ágúst Úlfsson varðist fimlega
spjótum Ólínu Þorvarðardóttur í Kastljósinu.
Við verðum að gera grín, sagði hann, til að opna
umræðuna. Við vorum að gera grín, sagði hann,
að umræðunni sjálfri. Á næstu dögum tók málið
nýja vendingu sem fólst aðallega í því að álykta
sem svo að Ólafur F. Magnússon væri sjálfur
með fordóma gagnvart eigin veikindum. Hann
hefði kallað grínið yfir sig með því, A) að vera í
pólitík, B) með því að sprengja gamla meirihlut-
ann og mynda nýjan, C) með því að tala ekki op-
inskátt um að hann hefði verið í veikindaleyfi
vegna þunglyndis sem er velþekktur og ótrú-
lega algengur geðsjúkdómur.
Á kaffistofum og bloggi hefur því verið haldið
fram að Ólafur F. Magnússon sé með fordóma
gagnvart þunglyndi og geðsjúkdómum. Það hafi
hann sýnt með því að tala ekki um ástæðu veik-
indaleyfis síns með afgerandi læknisfræðilegum
heitum heldur með því að tala um andlegt mót-
læti og að hafa farið langt niður. Maður hefur
líka heyrt og séð að með því hafi hann brugðist
borgarbúum, því hann verði að vera hreinskil-
inn með veikindi sín. Það virðist sterk krafa um
að hann segi frá veikindum sínum eins og kom
meðal annars fram á fundinum á Kjarvals-
stöðum.
Á fyrstu dögum nýs meirihluta uppgötvaði
heil þjóð að hún væri með fordóma gagnvart
þunglyndi og geðsjúkdómum. Í umræðunni þar
á eftir sá hún að líklega væri borgarstjóri sjálf-
ur með fordóma gagnvart þunglyndi og geð-
sjúkdómum og þá tók þjóðin sig til og (svo mað-
ur noti Freud) yfirfærði alla sína fordóma á
borgarstjórann og sagði: við erum ekki for-
dómafull, það er bara hann sem er fordóma-
fullur. Þjóðin var aftur hvítþvegin og glöð,
meira að segja komin með afsökun fyrir því að
hlæja að geðsjúkdómum og þeim sem þjást af
þeim.
Við megum gera grín að öllu, sagði velþekkt-
ur grínari, Þorsteinn Guðmundsson, í Frétta-
blaðinu. Jú, mikið rétt, það er hluti af tjáning-
arfrelsinu og hefur í gegnum tíðina verið
mikilvægur þáttur í lýðræðinu og nauðsynlegur
ventill fyrir kúgaða alþýðuna eins og Kristján
B. Jónasson skrifaði svo skemmtilega um í síð-
asta pistli sínum í Lesbók. Og grínið hefur svo
sannarlega opnað þessa umræðu. Núna verður
hins vegar alvaran að taka við ef eitthvað á að
koma út úr þessu fyrir geðumræðuna í heild og
til lengri tíma.
Fordómar eru merkilegt fyrirbæri. Og að
klína þeim öllum á einn mann er óhugsandi. Ég
hugsa að flestir þeir sem þjáðst hafa af þung-
lyndi líti ekki á það sem stökkpall, heldur miklu
frekar eitthvað sem geti, með réttu eða röngu,
orðið þeim fjötur um fót. Það snýst ekki um for-
dóma heldur ótta við fordóma. Og í umræðunni
sem skapaðist fyrstu dagana eftir borgarstjórn-
arskiptin var ekki ástæða til annars, fyrir Ólaf
F. Magnússon og aðra þá sem þjáðst hafa af
þunglyndi, en að óttast að það myndi draga úr
áreiðanleika þeirra og trausti. Áðuráminnstur
borgarfulltrúi Samfylkingarinnar talaði ekki
opinskátt um hvað hefði þjakað félaga hennar í
borgarstjórn, það talaði enginn, enginn, um
þunglyndi heldur gaf bara í skyn og gaf bara í
skyn. Ber það vott um fordómaleysi?
Það neikvæðasta við umræðuna er að ekki
skuli vera talað um þunglyndi sem sjúkdóm
heldur sem ástand og jafnvel lyndiseinkunn.
Það væri til dæmis ekki hægt að setja orðið
krabbamein inn í staðinn fyrir þunglyndi í um-
ræðu síðustu vikna, það kæmi út eins og della
aftan úr fornöld.
En ef fólk hefur svona miklar áhyggjur af
einkalífi stjórnmálamanna væri kannski best að
víkka út umræðuna fyrir næstu kosningar: hef-
urðu fengið krabbamein? hefurðu þjáðst af
þunglyndi? hefurðu átt við einhverja geð-
sjúkdóma að stríða? hefurðu skilið við maka
þinn? er eitthvað í einkalífi þínu sem getur vald-
ið þér streitu? hefurðu verið undir áhrifum
áfengis þegar þú hefur verið í opinberum er-
indagjörðum? áttu erfitt með að hafa stjórn á
áfengisneyslu þinni?
Stjórnmálamenn eru þjónar fólksins. Milli
þeirra og þjóðarinnar verður að ríkja gagn-
kvæm virðing. Ég legg til að báðir aðilar leggi
höfuðið í bleyti og finni leiðir að því markmiði.
Kúkú. Sömuleiðis
Morgunblaðið/ÞÖK
Þunglyndi „Ég hugsa að flestir þeir sem þjáðst hafa af þunglyndi líti ekki á það sem stökkpall,“ segir Sigtryggur Magnason í pistlinum.
FJÖLMIÐLAR »Það neikvæðasta við um-
ræðuna er að ekki skuli vera
talað um þunglyndi sem sjúk-
dóm heldur sem ástand og jafn-
vel lyndiseinkunn. Það væri til
dæmis ekki hægt að setja orðið
krabbamein inn í staðinn fyrir
þunglyndi í umræðu síðustu
vikna, það kæmi út eins og della
aftan úr fornöld.
Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs-
ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins