Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2008, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2008, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Stefán F. Hjartarson as-gudmu@online.no N orðmenn hafa tekið að sér þátttöku í vörnum Íslands. Svæðið sem þeir gæta var stórt fyrir og ekki minnkar það þegar íslensk landhelgi og landið allt hefur bæst við. Norsk blöð kynna ekki öll blæbrigði sam- komulags um varnar- og öryggissamstarf Ís- lands og Noregs. Má minna á að Smugudeilan olli því að íslenska ríkisstjórnin ákvað að senda óvopnað varðskip á fjarlæg mið sumarið 1995 til að veita íslenskum sjómönnum öryggi ef til slyss kæmi. Norskar hafnir hótuðu að loka fyrir þjónustu við fiskveiðiskip sem hefðu verið á hinu umdeilda svæði. Birtu norsk blöð for- síðumyndir af varðskipinu vopnuðu og létu þess ekki getið að búið hefði verið að taka fallbyss- urnar burtu áður en til siglingar úr höfn kom. Norska ríkisútvarpið básúnaði hlutdræga frá- sögn af atburðarásinni og var erfitt fyrir mig að umbera svo laka fréttamiðlun. Norðmenn hafa áður haldið úti liði á Íslandi í mestu friðsemd og þjálfað sig og aðra í þeim til- gangi að geta varist og barist. Sumir atburðir eiga ekki að verða einungis skráðir í neðanmáls- grein. Per Flaaten Fyrir um tveimur árum mætti ég í versl- unarmiðstöðinni í bænum Sandvika, skammt frá Osló, sprækum norskum öldungi, tæplega níræðum að aldri, fæddum um Jónsmessu 1917. Hann heitir Per Flaaten og var þar með eig- inkonu sinni Silvíu, breskri að uppruna. Tjáði hann mér með leiftrandi ákefð að hann hefði gegnt herþjónustu á Íslandi á stríðsárunum seinni, nánar tiltekið við Eyjafjallajökul, og hefði þar þjálfað bandaríska hermenn í skíða- tækni. Þessi staður hefði verið eitt lifandi helvíti og hann rétt náð að komast lifandi frá því. Verst var þó eftirá að allir héldu að hann hefði haft það rólegt því bein stríðsátök voru fjarri og staðurinn óþekktur öðrum en Íslendingum. Per Flaaten varð yfir sig glaður þegar ég sagðist þekkja staðinn og hafa einnig ferðast yfir Eyja- fjallajökul – að vísu að vori til og á fararskjóta! Eiginkonan virtist glöð að sjá gleði hans yfir því að fá ytri staðfestingu og vera endanlega trúað. Nýverið heimsótti ég þau hjón og hlýddi á reynslusögu hans frá Íslandi. Fögnuður hans við að rifja þetta upp kominn á tíræðisaldur skein úr brosi hans í ágúst 2007. Valinn í landsliðið á skíðum Einn hæsti tindur Noregs er Gallhopiggen, um 2469 metrar á hæð. Um páskana 1940 brunar Per Flaaten niður bratta hlíð þessa tinds. Hann er sérlega fær í svigi og hefur unnið fleiri skíða- mót. Tilhlökkun hans var mikil og stolt yfir að hafa stuttu áður verið valinn í landsliðið sem taka átti þátt í heimsmeistaramóti á skíðum. Ekkert varð af slíku, styrjöldin kollvarpaði öllu. Eftir hernám Þjóðverja 9. apríl 1940 flúði Per Flaaten og bróðir hans, Hans Petter, yfir til Svíþjóðar. Þeir fengu m.a. fund með Alek- söndru Kollontay sendiherra Sovétríkjanna í Svíþjóð (og áður í Noregi). Hans Petter hélt áfram og komst klakklaust til Kanada þar sem hann lærði flug og haslaði sér seinna völl sem flugstjóri. Í sjóherinn Per Flaaten hafði hlotið ágætismenntun, tekið verslunarpróf, og talaði góða þýsku. Brátt var hann kominn í sjóherinn, „en þá vantaði hæft fólk í hleranir og ég gat það. Ég varð vitni að hryllingi stríðsins á hafinu, m.a. horfði ég á er þýsku fylgdarherskipi var sökkt undan strönd- um Ermarsunds og yfir 300 hermenn fórust í logandi hafinu.“ Norski klúbburinn í London og þjálfun Það barst til eyrna Norðmannsins Carl Stener- sens yfirliðþjálfa (obersteløytnant) að Per Flaa- ten væri staddur í London í ársbyrjun 1943. Carl var á höttunum eftir skíðakunnáttumönn- um er þjálfað gætu bandaríska hermenn. Boð- aði hann Per á fund í norska Sjóherráðinu (Ad- mirality). Skyldi Per fara hið fyrsta frá Glasgow til Íslands og sinna þjálfun bandarískra her- manna. Veður var hið versta í febrúar 1943, skipið lélegt og „ég sá ekkert til lands þó komið væri að landi“. Eftir stutta dvöl í bragga var haldið á bíl til herbúða skammt frá Eyja- fjallajökli. Víða voru engar brýr og farið yfir vöð. Hestar voru leigðir til að komast í um 1200 metra hæð. „Þar grófum við djúpt niður í fönn- ina venjulegt tjald og mynduðum tjaldbúðir.“ Veturinn áður höfðu fimm breskir hermenn dá- ið af súrefnisskorti þegar fennti yfir loftinntakið á sama stað og allir sofandi illu heilli. Ekki var vinnandi vegur að fá nokkuð til að þorna öðru- vísi en að taka vot fötin inn í svefnpokann og reyna að láta þau þorna. „Við fengum ítrekað storm á okkur. Prímus máttum við ekki nota til upphitunar, því þá gat myndast sót og gengið á súrefnið í tjaldinu. Matartjaldið aftur á móti veitti okkur hlýju og þurftu menn mikils með.“ 70-80 bandarískir hermenn læra svig Dvölin uppi í búðum var mörgum það erfið að þeir neituðu að fara þangað aftur. Fyrir það hlutu þeir refsingu. Hver hópur Ameríkana af öðrum kom upp á jökul. Per Flaaten kenndi þeim eins og hann gat. Veðrið var oft ofsafengið og birta af skornum skammti. Veðrið versnaði og feykti burt tjöldunum. „Við vöknum við að tjöldin eru horfin. Skyndilega finn ég til mikils sársauka, rétt eins og hnífi væri stungið í bakið á mér.“ Einn af hermönnunum var nemi í lækn- isfræði og sá strax að senda yrði Per til búða niðri á flatlendinu. Liggjandi á hestbaki tókst að koma Per 6-7 kílómetra leið til búða niðri. Þar tók við tveggja daga bið eftir sjúkrabíl. „Það reyndist bara vera vörubílspallur og bif- reiðin með litlar eða engar fjaðrir og fann ég fyrir hverri misfellu á leiðinni.“ Blóð spýttist út úr Per. „Ég hélt að ég lifði þetta ekki af.“ Þegar til Reykjavíkur kom var ákveðið að senda hann með Northrop flugvél með norskum flug- mönnum til Skotlands. Per bað um að komast á hin betur búnu bandarísku sjúkrahús – því ætti hann rétt á þar sem hann vann í raun fyrir þá – og kom læknaneminn honum aftur til hjálpar. Sökum þess hve alvarlega lungnabólgu Per var með, m.a. töluvert vatn í lungum, fékk hann herbergi út af fyrir sig á sjúkrahúsinu. Um fjór- ir lítrar af vökva voru tappaðir úr Per. Eftir þriggja vikna legu fór hann að braggast. „Mér er minnistæð hin umhyggjusama hjúkr- unarkona, kölluð Skippy, en hún var amerískur gyðingur,“ bætir Per við. „Ég vó um 43 kíló þegar verst var.“ Per þurfti á endurhæfingu að halda og fékk að fara í hvíld og sækja innblástur á Þingvöllum og Geysi á vordögum. Síðar tengdist hann Jan Ma- yen-hópnum, norskum hermönnum á Íslandi er héldu uppi eftirlitsflugi á hafsvæðinu milli Ís- lands og Jan Mayen, og gættu bækistöðvar á eyjunni. Per Flaaten fór til Aberdeen til áframhald- andi endurhæfingar. Hann var fluttur úr sjó- hernum í landherinn og þurfti þá að byrja frá grunni til að komast í metorð hjá hernum. Hver getur raunverulega skilið hvað það var að hafa verið uppi á einhverjum jökli og þjálfað aðra hermenn í svigtækni og vetrarúthaldi? Innan tíðar var Per orðinn sergeant, liðþjálfi. „Mér var falið að annast rekstur sjúkrahúss!“ Á einni ljósmynd í myndasafni Per Flaatens getur að líta texta frá læknanemanum sem sendi mynd af sér „til minningar um dvölina í helvíti!“ Þau orð segja margt um hvernig minningin um hina sérstæðu dvöl unga mannsins á Íslandi hefur sett sitt mark á hann. Hamingjan átti eft- ir að koma og verða honum hliðholl. Rúmu ári eftir vítisdvölina á Eyjafjallajökli hitti Per verð- andi eiginkonu sína, Silvíu. Hún var einnig í hernum. „Fundur okkar var mitt besta happa- skot.“ Íslensku hestarnir Per Flaaten tók ástfóstri við íslenska hestinn. Styrkur þeirra og lipurð rann honum aldrei úr minni „sérstaklega í samanburði við sjúkra- flutninginn á vörupallinum“. Svo fór að hann keypti tvo íslenska hesta og flutti þá til Valdres og síðar til Guðbrandsdalsins. „Þetta voru fyrstu íslensku hestarnir sem komu til Noregs,“ segir Per, „og þeir voru ekki geldir.“ Norðmenn Þess er sjaldan getið í norskum blöðum að árlega gefa Norðmenn Reykjavíkurborg jólagrenitré í þakklætisskyni fyrir stuðning á erfiðum tímum í sögu þjóðarinnar. Norðmenn eru afar hlýlegir í garð Íslendinga. Þeir hafa komið til Íslands og viljað leggja sitt af mörkum til að fjandmenn þeirra og okkar verði sem fjærst okkur. Ef til vill liggur mikið í orðum Thor Heyerdahls um að hafið sameini þessar þjóðir en skilji þær ekki að. Það gerir einnig menningin. Báðar þjóðirnar hafa alltaf litið í vestur um öryggismál. Búast má við að svo verði áfram þrátt fyrir rýrar vinsældir ennverandi forseta Bandaríkjanna – angló- saxískur menningararfur rífur mikið í þótt Kjöl- urinn í Skandinavíu geti samtengt löndin eitt- hvað. Kannski erum við bræður og ekki bara frændur! Per Flaaten sinnti kalli tímans á litlum af- mörkuðum bletti upp á jökli. Hann er eitt dæmi um einstakling sem varð að gefa nánast allt sem hann átti á erlendri grundu í þágu sinnar þjóðar og málstaðar. Óbyggðirnar og kuldinn tóku sinn toll. Fórnin færði honum hamingju á end- anum. Hvort allur heimurinn þurfi að vita það er annað mál. „Ég hef lifað litskrúðugu lífi og verið heppinn.“ Af brosi Per Flaatens að dæma er framtíðin björt. Í lifandi helvíti Per og Silvía nýgift Rúmu ári eftir vítisdvölina á Eyjafjallajökli hitti Per verðandi eiginkonu sína, Silvíu. Hún var einnig í hernum. Norski skíðasnillingurinn Per Flaaten gegndi herskyldu á Eyjafjallajökli í febrúar 1943. Þó að óvinurinn hafi verið víðsfjarri telur Flaten sig hafa verið heppinn að sleppa lifandi úr vistinni. Höfundur er sagnfræðingur frá Uppsalaháskóla. Eyjafjallajökull í febrúar 1943

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.