Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2008, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2008, Blaðsíða 5
» Þegar við komum Birtingi á fót hér heima 1955 þá töluðu Svíar mikið um að það væri ekki til skáld og rithöfundur heldur bara „kulturarbetare“. Og þeim var líka illa við hugar- flug og töluðu um „fantasiför- bjud“. Það mátti ekkert standa í bók sem lesandinn vissi ekki fyrir. Það gæti farið í fínu taugarnar. Þeir höfundar voru bestir sem sögðu manni strax í upphafi hvert þeir ætluðu í bókinni. Ég hitti tvo unga pilta í World Class um daginn sem fóru að tala við mig um pólitík. Ég sagði þeim að ég hefði aldrei verið í stjórnmálaflokki og hefði alltaf þótt brýnast að vera ekki háður boðum og bönnum. Í Há- skólanum var ég reyndar í fimm manna leyndarráði Félags vinstrisinnaðra stúdenta sem stjórnaði öllu bak við tjöldin. Og í París hélt ég mig löngum á vinstri bakkanum. Einu sinni sem oftar var mér boðið yfir á hægri bakkann af Pétri Benediktssyni, þá sendi- herra í París, og eiginkonu hans, Mörtu, dótt- ur móðurbróður míns, Ólafs Thors. Sendi- ráðsbústaðurinn var á Vatnsstíg eða Avenue de l’eau en þar var hæggengasta lyfta í París. Þau voru sérstaklega skemmtileg hjón, Pétur var stríðinn og fundvís á akkilesarhæla. Þetta kvöld hitti hann á minn, og þá svaraði ég: Þessi orð þín Pétur Benediktsson verðskulda svar sem ég vil ekki hafa yfir í þínu húsi. Síð- an rauk ég á dyr. Á eftir mér kom Marta og settist hjá mér á tröppu til að sefa þennan ólma frænda sinn. Þetta var mitt Sturm und Drang. Seinna um kvöldið varð ég samferða þaðan Kristjáni Albertssyni frænda mínum. Hann sagði ekkert í lyftunni sem silaðist nið- ur en þegar við stigum út úr henni þá skammar hann mig: Þið þessir helvítis fellow travelers, þið eruð ekkert skárri en hinir. Og þegar út á götuna var komið hélt hann áfram: Á milli okkar er víglína! Og svo hljóp hann yfir á gangstéttina hinum megin. Kristján var afskaplega skemmtilegur maður, svona salonskáld.“ Að spinna vefinn Það var líka mikið að gerast í íslenskum bók- menntum á sjöunda áratugnum. Þú skrifaðir bækur sem teljast marka tímamót. Þær hafa verið kenndar við módernisma. Hvernig sérð þú þessi skrif? „Það var eitthvað innra með mér sem ég vildi koma í orð. Ég vildi spinna þráðinn þannig að mín skáldbygging stæði. Þarna voru ýmsar víddir sem ég vildi láta ríma, vildi binda þær saman. Mér finnst það hafa lánast í þessum bók- um, Fljótt fljótt sagði fuglinn, Ópi bjöllunnar og Mánasigð. Og að búa til hugmyndatengsl, stef. Ég gæli við þá von að menn geti bara opnað þessar bækur, tekið sneið úr þeim og haldið áfram. Menn segja að þetta séu erfiðar bókmenntir en ég held að fyrirstaðan sé til einhvers, það er til einhvers að vinna held ég. Ég sigldi einhvern tímann frá Haugasundi með skipstjóra sem sagði að gömlu bækurnar dygðu sér best. Honum var ekkert vel við að fá svona farþega. Hann var kvikur í hug- anum. Hann sagði mér sögur af vitrum dýr- um alla leiðina til Íslands. Og bauð mér vodka. Og einn daginn kom til mín vélstjórinn á skipinu og sagði: Heyrðu, ég var að reyna að lesa bók eftir þig einu sinni, Komdu komdu fugl. Ég sagðist vona að hann hefði ekki hent henni í hausinn á einhverjum und- irmanninum. Nei nei, svaraði hann, en áttu ekki eitthvað léttara. Og þá var Folda að koma út og Fuglaskottís sem ég benti honum á.“ Tál getur notast til góðs Tuttugasta öldin trúði á stórar afstrakt hug- myndir um heiminn. Þú nefndir „fólkið“ áðan. „Já, þetta voru svona alhæfingar.“ En á sjöunda áratugnum vildu menn hætta við þessar alhæfingar. „Já, en alhæfingar geta verið tál og tál get- ur notast til góðs, sérstaklega í öngþveiti. Þá getur það verið byrjun á einhverju. Þegar allt er komið í þrot.“ Varstu uppreisnarmaður sjálfur? Manni skilst það á skrifum um bækur þínar? „Ég vona að það sjáist í bókum mínum og skrifum hvort ég er uppreisnarmaður. Ég held ég hafi ekki gert uppreisn uppreisnar- innar vegna heldur vegna þess að mér fannst við þurfa eitthvað nýtt. En það varð að vera byggt á því sem hafði verið gert áður, hefð- inni.“ Hvernig finnst þér annars sambúð þín og gagnrýnenda hafa verið í gegnum tíðina? „Ég vænti þess að þeir vinni sína vinnu eins og ég reyni að vinna mína og virði þá þess.“ Bókmenntir til ævinota Voru viðtökur Grámosans að þínu mati ólíkar þeim sem önnur verk þín hafa fengið? „Ég hef ekki stundað slíkan samanburð en einn franskur gagnrýnandi sagði að þetta væri bókmenntir til ævinota – écrivain pour la vie.“ En hvað með skáldskapinn?Það er augljós samfella í verkum þínum en hvernig finnst þér hann hafa þróast? „Vona í rétta átt að svara kalli tímans hverju sinni, og þá til frambúðar.“ lpa fólki að dreyma Morgunblaðið/Kristinn Thor Vilhjálmsson „En þegar ég er alveg tómur þá reynist mér vel að hlusta á Bach. Hann er mikill sáluhjálpari. Þá er líka gott að berjast við berserki í Júdófélaginu.“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 5 Grámosinn glóir kom nýlega út íspænskri þýðingu og hafa umsagn-ir verið afar jákvæðar. Hér birtast brot úr nokkrum þeirra: ,,Sumir halda því fram að rithöfundar geti ekki skrifað bókmenntagagnrýni vegna þess að þeir hafi tilhneigingu til að draga taum þeirra verka sem þeir telja að innihaldi bókmenntalega kosti og galla eigin verka. Aðrir vilja aftur á móti meina að einungis rithöfundar búi yfir nægu næmi til að skynja umhleypinga sköp- unarstarfsins. Með bókum eins og Grá- mosinn glóir missa slíkar deilur marks, gagnrýninn lesandi bókarinnar skilur raunverulega merkingu hugtaksins hug- hrif og gagnrýninn rithöfundur fyllist öf- und. Að minnsta kosti hef ég fundið fyrir öfundarsting milli augnanna: þetta er bók sem ég hefði viljað skrifa, í heild hennar og einbeitni, í ásetningi, hrynjandi, litum, málfari öllu, hverja eina og einustu síðu.“ Marta Sanz/ La tormenta en un vaso Þróttmiklar og yfirvegaðar bók- menntir ,,Grámosinn glóir eftir Íslendinginn Thor Vilhjálmsson er dæmi um þróttmiklar og yfirvegaðar bókmenntir ... sannarlega hægt að mæla með henni. ... Í sögu Thors Vilhjálssonar end- urspeglast tilfinning Íslendingsins fyrir landinu umhverfis hann sem stundum er honum ógn, stundum fyrirheit. Og hér er vert að minnast á stórfenglega þýðingu Enrique Bernárdez.“ Sra. Castro/ Solodelibros Fagur og stormasamur heimur Alfonso Vázquez hjá La opinión de Málaga lýkur lofi á yfirvegaðan styrk bók- arinnar og segir hana minna á kvikmyndir Dreyers og Bergmans. Hann lofar einnig framúrskarandi þýðingu Enriques Bern- árdez og endar greinina á þessum orðum: ,,Thor Vilhjálmsson notar íhugulan en um leið ljóðrænan prósa með fjölmörgum tilvitnunum í Íslendingasögurnar. ... Les- andinn stendur frammi fyrir sama vanda og í sálfræðidrama Bergmans: ef hann kýs að halda inn í þennan fagra og storma- sama heim verður hann að taka öllum þeim afleiðingum sem því fylgja. Það gæti verið þess virði.“ Alfonso Vázquez /La opinión de Málaga Maður og nafn til að minnast ,,Thor Vilhjálsson er sannur listamaður og bók hans sýnir framúrskarandi starf rit- smiðs sem af seiglu og staðfestu leitar uppi viðeigandi orð, lýsingarorð við hæfi, sníður setninguna þannig að hún segi ekki meira en það sem henni ber, byggir hægt og ákveðið upp frásögn sem heltekur hjarta lesandans, af sömu gaumgæfni og íslensku sjómennirnir, með staðfestu þess sem trúir umfram allt á starf sitt og nær því takmarki sem hann hafði að leið- arljósi: að segja skelfilega sögu – rekja frásögn um ást milli systkina á nítjándu öld ... Grámosinn glóir: orð sem tíminn hefur fangað. Gjöf til góðs lesanda. Thor Vilhjálmsson: maður og nafn til að minnast.“ Maria Aixa Sanz /Literaturas.com Seglbátur Estibaliz Ezkerra hjá baskneska dag- blaðinu Gara notaði tækifærið til að rifja upp sín fyrstu kynni af Thor en það var á upplestri með Thor og Ted Hughes í London 1996. Hún lýsir aðdáun breska skáldsins á verkum Thors og tekur undir með honum þegar hann segir að verk Thors séu eins og seglbátur sem siglir milli stranda goðsagna – brota eða rústa siðmenningar okkar – og samtímans. Spænskar umsagnir um Grámosann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.