Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2008, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2008, Page 1
Laugardagur 23. 2. 2008 81. árg. VERNDUN OG UPPBYGGING HUGARFAR GRÆÐGI GETUR ALDREI SKAPAÐ FALLEGA BORG, SEGIR PÉTUR H. ÁRMANNSSON, HELDUR ÖRLÆTI OG VIRÐING » 8 Hvaða máli skiptir að jafna hlut kynjanna í stjórnum fyrirtækja á Íslandi? » 2 lesbók Árvakur/Golli Náttúrutalent „...sóló- dæmið blundar í mér, það er nokkuð víst ..." segir Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari og tónskáld í Lesbókarviðtali í dag. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Eyþór Gunnarsson fer mik-inn í Lesbók í dag í feikna-skemmtilegu spjalli viðArnar Eggert Thorodd- sen. Blygðunarlaust spyr sá síð- arnefndi: „Hver ertu, Eyþór?“ eins og þessi þjóð viti það nú ekki, Eyþór var farinn að koma fram rétt upp úr fermingu – en Eyþór svarar hispurs- laust, fer vítt og breitt um sviðið, tal- ar um áhrifavald- ana, fyrirmyndirnar, tónlistina, púsl og samspil á níunda áratugnum, Mezzoforte Kalla Sighvats, en í kvöld vermir Ey- þór hljómborðs- stól Kalla á tón- leikum Þursaflokksins í Laugardalshöll. Eyþór leiðréttir þann misskilning sem hann segir marga haldna, að hann sé hámenntaður í tónlist. Játn- ing hans um að hann hafi ekkert fyrir þessu er því stórskemmtileg. Þetta kallar maður sennilega hæfileika frá náttúrunnar hendi. Ég hef lengi spáð í hvernig hann hafi farið að í útsetn- ingum fyrir Borgardætur, Mezzó- forte og fleiri bönd – þær eru flóknar og knúsaðar. Hann lýsir því hvernig svoleiðis vinna fer fram: „Tónlistin var flókin en hún var ekki skrifuð. Þetta var bara æft í tætlur og nýjum og nýjum smáatriðum bætt við til að gera þetta pínulítið flóknara; skreyta þetta aðeins. Það er botnlaus vinna á bak við svona hluti.“ Það er líka botnlaus vinna á bak við endurgerð gamalla húsa, svo segja að minnsta kosti þeir sem reynt hafa. Pétur Ármannsson arkitekt fer yfir húsverndarmál og uppbyggingu í Reykjavík í grein á miðopnu Les- bókar þar sem hann segir: „Vandi húsverndar á Íslandi er vandi hug- arfars.“ Soffía Auður Birgisdóttir kynnir til leiks skáldin sem tilnefnd eru til Bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs. Það verður spennandi að fylgjast með hver hreppir hnossið, þarna eru nokkrar mjög óvenjulegar bækur, held ég, eins og ævisaga Fredriku Charlottu, eiginkonu Runebergs, þjóðskálds Finna, en Soffía segir sög- una í senn fræðilega og skáldlega. Bíó-, bóka- og tónlistarsíður Les- bókar eru smekkfullar af fróðleik að vanda, og gleymið ekki síðu tvö, með fjölmiðlapistli og beittri upphrópun. Þetta var bara æft í tætlur Æft fyrir Þursatónleika með Caput.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.