Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2008, Blaðsíða 1
Laugardagur 24. 5. 2008
81. árg.
lesbók
UPPLIFANAMARAÞON
TILRAUNIR UM FRAMTÍÐ JARÐAR, ÁHRIF MANNSINS Á HEIMINN,
HEIMSMÁLIN, FRAMTÍÐARBORGINA, ORKU FRAMTÍÐAR » 12
Elvis Costello hefur aftur stungið sér í sveitt og hrátt rokkið » 7
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
Bréf til Maríu eftir Einar Má Jónssonvar ein eftirtektarverðasta bók síð-asta árs. Þrátt fyrir augljósar grill-ur höfundarins um póststrúktúral-
isma þá var bókin óvenjuleg og hressandi
yfirferð um hugmyndasögu síðustu fimmtíu
ára eða svo.
Og nú hefur Einar Már, sem kennir mið-
aldasögu við Svartaskóla í París, sent frá sér
aðra bók sem heitir Maí 68 – Frásögn. Bókin
inniheldur greinar sem Einar Már skrifaði í
Þjóðviljann um atburðina í París vorið ’68 og
að auki horfir Einar Már aftur til þessa af-
drifamikla tíma og setur þá í sögulegt og hug-
myndalegt samhengi.
Frásögn Einars Más er fróðleg, ekki síst
þeir kaflar sem segja frá hans eigin upplifun
af atburðum. Sumir kaflar eru unnir upp úr
blaðagreinum, eins og fram kemur í formála.
Einar Már er laminn í hausinn með lög-
reglukylfu, hann hrekst inn í skuggasund með
Daniel Cohn-Bendit sem var höfuðpaur upp-
reisnarmannanna og sjálfur var hann auðvitað
nemandi í því skólakerfi sem mótmælin sner-
ust að stórum hluta um.
Fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér það sem
gerðist vorið ’68 er bókin mikill fengur, hún
fer allítarlega yfir söguna og lýsir vel þeirri
ringulreið sem ríkti í París þetta vor, bæði á
götum úti og í pólitíkinni.
Túlkun Einars Más á atburðunum vorið ’68
er ekki mjög nýstárleg en hann leggur
áherslu á að þeir hafi verið „harla mikilvægur
og jákvæður áfangi í þróun menningar og sið-
ferðis í Frakklandi og víðar“ og tekur undir
þá skoðun, sem flestir hafa haldið fram síð-
ustu tuttugu ár, að maí ’68 hafi opnað franskt
þjóðfélag og losað um ýmis konar höft sem
voru börn síns tíma, bæði í siðferðilegum efn-
um, pólitískum, menningarlegum og mennt-
unarlegum. Og ekki er laust við að það gæti
svolítillar eftirsjár í orðum Einars Más í lok
bókar þegar hann horfir á heiminn eins og hann
er orðinn nú og segir: „Þá getur verið að ein-
hverjum fari eins og mér, að mitt í kæfandi
andrúmslofti nútímans, andrúmslofti fáránlegra
styrjalda og ógnana úr flestum áttum, sakni
hann þess hnjúkaþeys sem blés fyrir fjörutíu
árum.“
Að endingu er ekki úr vegi að benda á þýð-
ingu Ugga Jónssonar á nýjustu skáldsögu
breska rithöfundarins Ians McEwans, On
Chessil Beach, sem kom út í vikunni. Bókin
heitir á íslensku Brúðkaupsnóttin og kemur út í
hinum ágæta Neonklúbbi Bjarts en hún fjallar
einmitt öðrum þræði um þær breytingar sem
urðu í kjölfar uppreisna vestrænna ungmenna
árið 1968.
Hnjúkaþeyrinn vorið ’68
Morgunblaðið/G.Rúnar
Ferð á fyrirheits Jón Ólafsson og Sigurður Bjóla hafa samið ný lög við ljóð eftir Stein Steinarr. Þau verða flutt á tónleikum í vikunni auk þess að koma út á plötu. » 4