Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2008, Blaðsíða 8
Eftir Laufeyju Helgadóttur
laufey@noos.fr
Þ
að hefur ekki farið fram
hjá Parísarbúum að verið
er að halda upp á fertugs-
afmæli 68-kynslóðarinnar
eða Maí ’68, eins og
Frakkar segja. Strax í
janúar fóru að birtast í
gluggum bókabúðanna og
á útstillingarborðum vörumarkaða nýút-
komnar bækur þar sem þetta róstusama
tímabil er rannsakað. Bókatitlarnir, sem eru
oft stuttir og storkandi, gefa tóninn um inni-
haldið eins og t.d. Eigum við að fría okkur
frá Maí ’68? sem minnir óhjákvæmilega á
það sem núverandi forseti Frakka sagði
þegar kosningabaráttan stóð sem hæst; „að
nú væri kominn tími til að losa sig við arf-
leifð Maí ’68“; ögrandi áskorun sem fór fyrir
brjóstið á mörgum og var ástæðan fyrir því
að Glucksmann-feðgar skrifuðu bókina, Maí
’68 útskýrður fyrir Nicolas Sarkozy.
Þessar byltingarkenndu viðhorfsbreyt-
ingar, sem áttu sér stað í kringum stúd-
entaóeirðirnar í maí 1968, voru ekki ein-
göngu pólitískar heldur líka menningarlegar
og komu fram með afgerandi hætti í lífsstíl
fólksins; tísku, myndlist, bókmenntum, kvik-
myndum og tónlist. Þess vegna er ekki ein-
göngu verið að halda upp á fertugsafmælið
með bókaútgáfu, það eru líka sýndar heim-
ildarmyndir í sjónvarpinu, skipulagðar
hringborðsumræður, myndlistasýningar og
alls konar uppákomur sem tengjast þessu
tímabili á einn eða annan hátt.
La Figuration Narrative
Mikilvægasti myndlistaviðburðurinn í
tengslum við fertugsafmælið er án nokkurs
efa sýningin La Figuration Narrative eða
Frásagnarfígúrasjónin sem var opnuð í
Grand Palais-sýningarhöllinni 16. apríl.
Þetta er veigamesta yfirlitssýning og úttekt
sem hefur verið gerð á þessu merkilega
tímabili í franskri listasögu og kemur í
framhaldi af sýningunni um nýja realismann
sem fór fram á sama stað fyrir um það bil
ári og tók til umfjöllunar listastefnu sem
listfræðingurinn Pierre Restany stofnaði ár-
ið 1960 og nefndi Les Nouveaux Realistes
eða Nýju realistana. Báðir þessir lista-
mannahópar þróuðust samhliða á sjöunda
áratugnum í Frakklandi, stundum eins og í
mótvægi eða uppbót hvor við annan, en þeir
áttu sammerkt gagnrýnið viðhorf til Par-
ísarskólans svonefnda og voru í andstöðu við
hið ríkjandi abstrakt málverk, sem hafði yf-
irtekið alla helstu sýningarsali borgarinnar.
Pierre Restany gagnrýndi reyndar harka-
lega frásagnarfígúrasjónina og hefur þessi
gagnrýni eflaust átt sinn þátt í að lista-
mennirnir fengu ekki eins mikla alþjóðlega
athygli og starfsbræður þeirra sem til-
heyrðu nýju realistunum, og þurftu þess
vegna að bíða lengur síns tíma, sem er nú
loksins kominn,
Upphafið
Það er oftast talað um að sýningin Mytholo-
gies quotidiennes (Hversdagslegar goðsagn-
ir) sem opnuð var í júlí 1964 í Nútíma-
listasafninu í París, sé upphafsár
frásagnarfígúrasjónarinnar, sem er kannski
ekki alveg rétt. Frásagnarfígúrasjónin var
ekki hreyfing í hefðbundnum skilningi með
stefnuskrá og ákveðinn fæðingardag eins og
nýju realistarnir, heldur vina- og kunn-
ingjahópar sjálfstæðra einstaklinga, fæddir
fyrir seinni heimsstyrjöldina, sem áttu sam-
eiginleg áhugamál, höfðu bjargfasta trú á
málverkinu og gagnrýnið viðhorf til veru-
leikans. Hin mikla óvissa og tvíræðni sem
hefur alltaf hvílt yfir upphafi frásagnarfíg-
úrasjónarinnar kemur einmitt fram á sýn-
ingunni í Grand Palais og hafa sýning-
arstjórarnir Jean-Paul Ameline og
Bénédicte Ajac undirstrikað í blaðaviðtölum
að þetta sé fyrst og fremst tilraun til að
varpa ljósi á tilurð hreyfingarinnar.
Með því að skipta fyrsta sal sýning-
arinnar með opnu skilrúmi í tvennt, þar sem
annars vegar eru sýnd málverk undir heit-
inu Upphaf og hins vegar Mythologies quo-
tidiennes tekst þeim að sýna samhliða verk
eftir listamenn sem voru í lok sjötta og blá-
byrjun sjöunda áratugarins byrjaðir að
vinna fígúratíf verk (Erró, Fahlström, Ran-
cillac, Recalcati, Télémaque, Voss) og verk
eftir nokkra þátttakendur sem mynduðu
kjarna sýningarinnar Mythologies quotidi-
ennes (Arroyo, Bertholo, Bertini, Klasen,
Rancillac, Recalcati, Saul, Télémaque, Voss).
Það voru Rancillac og Télémaque sem fengu
hugmyndina að Mythologies quotidiennes
(tilvísun í bók Roland Barthes Mythologies
sem kom út árið 1957) og tókst að sannfæra
safnstjóra Nútímalistasafnsins Marie-
Claude Dane, sem tók vel í hugmyndina og
ráðlagði þeim að fá listfræðing til liðs við
sig. Þá var ákveðið að hafa samband við
Gérard Cassiot Talabot sem skrifaði síðan
formála í sýningarskrána og aðstoðaði við að
velja þá 34 listamenn sem áttu verk á sýn-
ingunni. Markmiðið var ekki að stofna
hreyfingu heldur safna saman og sýna verk
eftir listamenn sem voru fyrir löngu búnir
að fá nóg af óhlutbundna málverkinu og
áttu erfitt með að umbera þá lægð sem ríkti
í listaheimi Parísarborgar og vildu allir end-
urnýja fígúratífa málverkið.
Fyrst í stað var talað um nýfrásögn þegar
verk þessara listamanna bar á góma, en síð-
an tók nafngiftin la figuration narrative eða
frásagnarfígúrasjónin smám saman yf-
irhöndina, þegar Gassiot Talabot áttar sig á
því að stór hluti þessara listamanna var
ekki bara að endurreisa fígúruna heldur
tjáðu þeir líka eins konar flæði eða tímans
rás í gegnum pensilskriftina og notuðu jafn-
vel titil verksins sem viðbót við myndfrá-
sögnina.
Franskir gagnrýnendur voru ekki á eitt
sáttir og fóru sumir hörðum orðum um sýn-
inguna og töldu þetta vera stælingu á amer-
ísku popplistinni. Stuttu áður hafði Robert
Rauschenberg hneppt gullljónið á Fen-
eyjatvíæringnum og þar með ýtt undir sig-
urför popplistarinnar um Evrópu og yf-
irtöku bandaríska listaheimsins sem náði nú
hinum listrænu völdum í sínar hendur. Þess
vegna drógu gagnrýnendur þá ályktun að
sýningin Mythologies quotidiennes væri evr-
ópskt svar við amerísku popplistinni og
fannst samanburðurinn ekki vera þeim í
hag.
En tíminn getur bæði unnið með og á
móti listinni eins og við vitum og þegar
horft er á verk þessara litaglöðu frásagn-
armanna í dag sjáum við að þó margt sé
skylt með popplistinni, er hér alls ekki um
neinar eftirlíkingar að ræða. Þótt þeir vinni
með veruleika og birtingarmyndir neyslu-
samfélagsins og nýti sér myndir úr listiðn-
aði lágmenningar er viðhorf þeirra allt ann-
að til myndefnisins. Þeir eru
byltingarkenndari, koma aldrei með gagn-
rýnislausa aðdáun á neysluþjóðfélagið og
pólitíski broddurinn leynir sér aldrei í
margbrotnum myndum þeirra.
Hörmuleg endalok Marcel Duchamp
Árið eftir Mythologies quotidiennes, skipu-
lagði Gérard Cassiot Talabot sýningu í Ga-
lerie Creuze í París sem hann kallaði La fig-
uration narrative dans ĺart contemporain (
frásagnarfígúrasjónin í nútímalistinni) þar
sem hann sýndi verk eftir nokkra listamenn
sem voru á sýningunni árið áður og bætti
Hinir litaglöðu bylting
Frásagnarfígúrasjónin
í París 1960-1972
Myndlistarsýningin La Figuration Narrative eða Frásagnarfígúrasjónin var opnuð í Grand
Palais-sýningarhöllinni í París 16. apríl. Þetta er veigamesta yfirlitssýning og úttekt sem hefur
verið gerð á þessu merkilega tímabili í franskri listasögu og kemur í framhaldi af sýningunni
um nýja realismann sem fór fram á sama stað fyrir um það bil ári. Á sýningunni er Erró fyr-
irferðarmikill en hún tengist einnig maí ’68. Hér er fjallað um sýninguna.
8 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók