Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2008, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2008, Blaðsíða 10
Eftir Þorvald Þorsteinsson kennsla@kennsla.is E inu sinni ákváðum við Pétur að finna alls konar verðmæti í görðunum og með- fram götunum. Það var skrýtið hvað leitin gekk vel. Við fundum fullan síg- arettupakka, kveikjara, smápeninga og sjálfsagt eitthvað fleira. Seinna datt mér í hug að Pétur hefði komið hlutunum fyrir og stungið svo upp á leiknum. En það var líklega ég sem stakk upp á leiknum. Þetta minningabrot skrifaði ég í Nýlistadeild MHÍ árið 1986 og birti í bókinni Hundrað fyrirburðir, sem kom út sem hluti útskriftarverkefnis vorið 1987. Það leið drjúgur tími þar til ég átt- aði mig á að í þessari einföldu frásögn birtist það skapandi verkfæri sem mig mátti síst af öllu vanta. Það leyndist í ákvörðuninni um að finna – í stað þess að láta sér duga ákvörð- unina um að leita. Ég mæli með því að lesendur geri sambærilegar tilraunir með eigin skynjun; ákveði að finna /taka eftir/ upplifa/uppgötva eitthvað sem þeim þykir þess virði að kanna. Mér þykir líklegt að einhverjum þyki „skrýtið hvað það gekk vel“. Mín reynsla er sú að það gengur eiginlega alltaf vel þegar kennari fær tækifæri til að beita skapandi aðferð- um með sínum nemendum, hver svo sem námsgreinin er. Kannski er það vegna þess að skapandi skólastarf gerir ráð fyrir að hver einasta kennslustund sé hið eig- inlega markmið og opnar þar með raunverulegt rými fyrir nærveru og upplifun manneskjunnar. Nemand- inn verður mikilvægasta þróun- arverkefnið. Og námsefnið. Slíkt skólastarf dregur óhjákvæmi- lega dám af ferli daglegs lífs. Deigl- unni sem hver einasti maður upplifir í mannlegum samskiptum og hvers- dagslegu atferli, án þess kannski að taka eftir því sér til gagns. Í skapandi skólastarfi kemst hins vegar enginn hjá því að taka eftir því sem hann annars væri sofandi gagn- vart utan skólans. Samskipti taka þar sífellt nýja stefnu, áætlunum er breytt í ljósi nýrra aðstæðna, það er hætt við, byrjað, frestað, klárað og byrjað aftur. Markleysa og glundroði ásamt hefðbundnum sofandahætti eru mun stærri þættir í mannfélaginu en samkomulag er um að viðurkenna, enda mikið kapp lagt á að láta sem skipulagið haldi, framtíðin sé í okkar höndum og markmiðin skýr. Við þessar aðstæður hefur hlut- verk skapandi kennsluaðferða aldrei verið mikilvægara. Við þráum að kynnast því sem innra með okkur er að finna og síðast en ekki síst, – sýna öðrum þetta sem í okkur býr.Við þráum öll að tala með eigin rödd, miðla lífssýn sem við vit- um í hjarta okkar að er okkar eigin. Sönn og sjálfsögð. Þess vegna eigum við ævintýrin til dæmis. Eða hélt einhver að þau væru eitthvað sem tilheyrðu liðnum tíma? Einhverjum tíma yfirleitt? Hvað ætli gerist ef ævintýrið er skoðað sem skapandi verkfæri? Ævintýrin fjalla um það sem við vitum nú þegar, sem er ekkert lítið þegar haft er í huga að við vitum nokkurn veginn allt sem vita þarf í einu lífi. Þau ganga út frá því sem er okkur sameiginlegt og þar með eig- inlegt – þó okkur hafi ekki endilega tekist að koma því í orð. Ævintýrin gera ráð fyrir því að við vitum hvað verið er að tala um, þeirra hlutverk er bara að raða því upp í sögu til að gera það aðgengilegra. Til að hjálpa okkur að grípa til þess þeg- ar við þurfum að minna okkur á að til- finningarnar okkar, óttinn okkar, gleði og umhyggja, er okkur öllum sameiginlegt. Ævintýrin eru þess vegna enginn tilviljanakenndur tilbúningur í, þegar allt kemur til alls. Miklu fremur skilj- anleg og skemmtileg leið til að koma einhverri reiðu á raunveruleikann. Ævintýrin eiga rætur í þrá okkar eftir sambandi milli okkar innri og ytri heims. Milli þess sem er og þess sem við höldum vera. Þess sem við skynjum og þess sem við skiljum. Þau minna okkur sífellt á hvað við eigum sameiginlegt, hvað það er sem gerir okkur að manneskjum. Það er þess vegna sem sem þau tala til okkar í gegnum aldirnar og hafa jafn mikið gildi í öllum menningarheimum. Þess vegna er sama ævintýrið til í öllum trúarbrögðum á öllum tímum í öllum samfélögum. Ævintýrin eru svo innbyggð í okk- ur sem teljumst fullorðin að við hætt- um að taka eftir þeim, rétt eins og mörgum öðrum eðlislægum þáttum og förum að halda að þau séu sér- merkt einhverjum einum þjóðfélags- hópi. En þegar við lendum í að- stæðum sem valda okkur hugarróti eða ótta og öll skynsamleg rök veita enga huggun, þá leitum við í dæmi- söguna, ævintýrið, okkar eigin inn- byggða goðsagnabanka, okkar með- fæddu sköpunargáfu og oftar en ekki þetta óútskýranlega og undurfagra innsæi sem við upplifum stundum sem milda rödd inni í okkur. Það er á slíkum stundum sem við komum með lausnir sem við getum engan veginn útskýrt hvar eiga upptök sín. Þær eru svo snjallar eða augljósar eða óvænt- ar... en þó svo gamalreyndar og sigld- ar á sagnahafinu. Það er athyglisvert að upplifa sam- tímis tímaleysið og víddina í ævintýr- unum. Þau eru í raun sígild áminning um fánýtið sem fylgir því að hengja lífshamingju sína á ártöl, hraðamaæl- ingar, tímasetningar eða annað sem skiptir álíka miklu máli í lífi okkar og maturinn sem við borðuðum ekki í gær. Samt er skólinn, sem ætti að vera fyrirmynd okkar allra í umgengni sinni og virðingu við núið, einhver þekktasti vettvangur angistar og orkusóunar á altari sekúndubrotsins. Sé talað í jarðsögulegum tíma. Það er enginn í fjórða bekk til að vera í fjórða bekk. Börn fara í fjórða bekk til að kom- ast í fimmta bekk. Við lærum núna en nýtum seinna. Við getum ekki gert þetta hérna nema kunna fyrst þetta þarna. Við byrjum fremst og endum aft- ast. Nema þegar við byrjum aftast. Þá endum við fremst. Fyrst þetta – svo þetta. Ef þetta – þá þetta. Nær hvert sem litið er innan hefð- bundinna námsgreina virðist þess vandlega gætt að eitt leiði af öðru á meðan aðrir sjá til. Þar birtist náms- skrá og kennsluefni iðulega í svo ein- kennilega rökréttri orsakakeðju að lítið virðist fyrir okkur að gera annað en hvessa augun fram á veginn, mest af gömlum vana, og jafna bilin. Það er samt aldrei of seint að árétta hið fornkveðna; Manneskja sem lærir að einblína í sífellu fram á veginn í leit að því sem vantar upp á til að hún verði „eitt- hvað“ og fær ekki að kynnast sjálfri sér sem mesta ævintýrinu, hún verð- ur aldrei nógu góð. Hún verður ein- faldlega aldrei nóg – og þess vegna á hún heldur aldrei eftir að fá nóg. Þess vegna eins gott að halda áfram leit- inni í þeirri trú að framundan sé það sem geri gæfumuninn. Barninu á ekki að finnast það þurfa að flýta sér að verða fullorðið. Barnið á rétt á virðingu fyrir það sem það er áður en við förum að spyrja hvað það ætlar að verða. Barnið á skilyrðislausan rétt á að upplifa sig sem nóg, hér og nú. Þannig lærir það að líta á sjálft sig og aðra sem ófyrirsjáanlegt ævintýri, hlaðið góðum gjöfum. Barn sem fær að vera barn lærir af reynslunni að það veit miklu meira en það man. Að það getur meira og fleira en nokkur einkunnaskali getur nokkru sinni mælt. Barn sem fær að vera barn veit að það er allt í lagi að vera utan við sig og að „einbeitingarskortur“ getur einfaldlega þýtt að það er að taka eft- ir einhverju öðru en hentar yfrvald- inu þá stundina. Barn sem fær að vera barn er upp- teknara af því hvað það er heldur en hvað það ætlar að verða. Ég leyfi mér að segja að það að halda heilum þjóðum að botnlausri skuldasöfnun og augljósri ofneyslu á kostnað sjálfsþekkingar og skapandi lífsstefnu, sé lúmskasta og jafnframt víðtækasta skerðing á mannrétt- indum sem þekkst hefur í veröldinni á síðari tímum. Með réttu má segja að hér sé ekki aðeins verið að brjóta á rétti hvers manns til að kynnast dýr- mætustu eiginleikum sínum og til- gangi eigin tilveru, heldur felst brotið ekki síður í því sem lýsa mætti sem stjórnskipaðri skerðingu á mann- inum. Hvað heldurðu að þú sért? Það er athyglisvert að upplifa samtímis tímaleysið og víddina í ævintýrunum. Þau eru í raun sígild áminning um fánýtið sem fylgir því að hengja lífshamingju sína á ártöl, hraðamaælingar, tímasetningar eða annað sem skiptir álíka miklu máli í lífi okk- ar og maturinn sem við borðuðum ekki í gær. » Barn sem fær að vera barn veit að það er allt í lagi að vera utan við sig og að „einbeiting- arskortur“ getur ein- faldlega þýtt að það er að taka eftir einhverju öðru en hentar yfrvald- inu þá stundina. Höfundur er myndlistamaður. 10 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók|tækifærið manneskjan Grófarhús · Tryggvagötu 15 · 101 Reykjavík · Sími 563 1790 · www.ljosmyndasafnreykjavikur.is Opið mánudaga til föstudaga frá 12–19 · helgar frá 13–17 · AÐGANGUR ÓKEYPIS 31. maí – 31. ágúst 2008

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.