Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2008, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 11 lesbók JPV útgáfa gefur nú út áttunduljóðabók Jónasar Þorbjarn- arsonar, Tímabundið ástand. Jónas er fædd- ur 18. apríl 1960 á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk sjötta stigs prófi í klassískum gít- arleik frá Nýja tónlistarskól- anum 1982, BS- prófi í sjúkra- þjálfun frá Há- skóla Íslands 1985 og lærði heimspeki við H.Í. 1988–1990. Hann hefur starfað sem landvörður, blaðamaður, þjónn og sjúkraþjálfari en notið starfslauna rithöfunda og fengist að mestu við ritstörf frá 1989.    Frá Sýrlandi til Íslands: ArfurTómasar postula nefnist bók eftir Jón Ma. Ásgeirsson og Þórð Inga Guðjónsson sem komin er út hjá Háskóla- útgáfunni. Tómasarguð- spjall, Tóm- asarkver og Tómas saga postula eru rit tileinkuð heil- ögum Tómasi postula. Upphaflega er talið að guðspjallið, kverið og frumgerð Tómas sögu (Acta Thomae) hafi myndað fornan meið í frumkristni. Tvö fyrstu ritin hurfu af sjón- arsviðinu eftir aldamótin 400 og voru óþekkt þar til þau fundust meðal Nag Hammadi-handritanna árið 1945. Íslenskir textar Tómas sögu postula hafa verið þekktir frá því á 12. öld og latnesk fyrirmynd þeirra frá því á fjórðu öld. Hér eru þessi þrjú rit kennd við Tómas postula gefin út á einni bók, en öll eru þau talin eiga uppruna sinn í Sýrlandi, guðspjallið frá fyrstu öld, kverið á annarri öld og frumgerð sögunnar á þriðju öld. Bókin skiptist í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er að finna þrjá yf- irlitskafla um Tómasarkristni. Í öðrum hluta eru formálar að út- gáfum ritanna þriggja. Í þriðja og síðasta hluta eru ritin sjálf með les- brigðaskrám og skýringum.    Hellahandbókin eftir Björn Hró-arsson, sem nú kemur út hjá Máli og menningu, hefur að geyma leiðsögn í máli og myndum um 77 hraunhella sem telja má aðgengi- lega og hættu- litla fyrir ferða- fólk, þó að ávallt beri að fara með gát. Í bókinni eru uppdrættir af mörgum hell- anna og gerð grein fyrir stað- setningu þeirra. Rætt er um útbún- að og umgengni í hellaferðum og stuttlega fjallað um myndun hell- anna. Fjölmargar ljósmyndir eru í bókinni sem gæða efnið lífi. Höfundurinn, Björn Hróarsson, er jarð- og hellafræðingur og hefur stundað rannsóknir á hraunhellum í yfir aldarfjórðung. Hann hefur ritað fjölda bóka um íslenska nátt- úru, þar á meðal Íslenskir hellar sem er kjörin lesning fyrir þá sem vilja kynna sér nánar hella á Ís- landi.    Í síðustu Les-bók birtist röng mynd með frétt um endur- útgáfu Sama- staðs í tilverunni eftir Málfríði Einarsdóttur. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. BÆKUR Jónas Þorbjarnarson Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Málfríður Einarsdóttir Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is Hún er frá Íslandi, segir Pau vinurminn þar sem við stöndum í bókabúð-inni Espai Mallorca í kraumandihverfi í Barcelona, það er dagur bók- arinnar og á þeim degi gefa allir rós og bók sem er fallegur siður en það skiptir ekki höfuðmáli í þessari sögu, fram koma sumsé upplýsingar um uppruna minn og konan í búðinni, fíngerð kona í sandlitum strigaskóm, með passíuhár, hrukkótt af innlifun, opnast í andlitinu og segir: – Frá Íslandi! Ó, mig langar svo að vera ís- lensk! Fólk á Íslandi fer eins nálægt mannlegri fullkomnun og hægt er að fara! Auðvitað verð ég hissa, en hún segir þetta kon- an, ég er ekki að búa það neitt til, perfecciò hum- ana, segir hún á katalónskunni sinni því þetta er katalónsk kona og hún bætir við til þess að skýra út eðli allra hluta og fólksins á Íslandi fyrir Pau: – Það er í svo miklu jafnvægi, fólkið þar. – Já, segir Pau um hæl og ég veit ekki hvaðan hann hefur eftirfarandi fullyrðingu: – Þar er til dæmis horft til Ameríku í pólitík en Evrópu í menningu, það er visst jafnvægi, segir hann og konan kinkar kolli en virðist samt engan súper- áhuga hafa á stjórnmálum, hún er meira að hugsa um innri frið og eitthvað, ég sé fyrir mér að hún gæti unað hag sínum vel prílandi í sand- litu ferðaskónum upp grýtta mela og mosivaxnar hlíðar, æjandi við lækjarbakka og speglandi sig í stilltum hyljum þangað til hrukkurnar sléttust. Þetta er náttúrlega bölvuð vitleysa, að hana langi að vera íslensk, hún hlýtur að meina að hana langi til að búa á stað eins og Íslandi. – Ji, minn, hvílík forréttindi, ítrekar hún og Pau jánkar og þau mæna á mig og ég reyni að anda eðlilega og hrasa ekki á sléttu gólfinu eða fara á nokkurn annan hátt úr jafnvægi þótt ég sé á háum hælum og búin að þramma of lengi um á þessum degi bókarinnar þar sem allir skiptast á rósum og bókum sem ætti að vera siður sem við tækjum upp heima, í því er visst jafnvægi, nátt- úra og menning, fegurð og heimspeki, yin og yang, án nokkurs vafa, ég stend kyrr en þó alls ekki stíf og reyni að vera holdtekja jafnvægisins og brosi á þann hátt að andlitið nær algjörri symmetríu og ég reyni að fara ekki hjá mér og svo skipti ég um umræðuefni: – Eru allar bækurnar í þessari búð frá Mal- lorca? – Já, ýmist eftir höfunda frá Mallorca eða frá forlögum á Mallorca, segir Pau og ég skil hann þótt hann tali ekki ensku, ég tala heldur ekki katalónsku, en við skiljum það sem þarf, sér í lagi í bókabúðum og þetta er fallegasta bókabúð sem ég hef komið í – þarna eru skáldsögur og ljóð og ferðabækur og ljósmyndabækur og heim- speki og matreiðslubækur og smásögur og þýð- ingar, hvergi nokkurs staðar er minnst á túrista- hótel eða diskótek full af breskum, bleikum unglingum, eða hvaððanúer sem maður heldur að lýsi best Mallorca, nei, þetta er greinilega mikil menningarey þótt engan veginn hafi tekist að kynna það, túristabæklingar um Mallorca hafa ratað inn á mun fleiri heimili en bókmenntirnar frá Mallorca. En oft í viku eru upplestrar á fallega kaffihús- inu inn af bókabúðinni Espai Mallorca og þar eru haldnar spennandi samtímamyndlistarsýningar – með alvöru innsetningum, engu götumark- aðsdrasli – þar er líka hægt að fá gott kaffi og góðan mat og þjónarnir eru skemmtilegir og í hillum milli bóka og kaffihúss eru hágæðavín frá Mallorca og sólþurrkaðir tómatar og ólífuolíur og salt og fjallajurtalíkjörar og hangipylsur og hver veit hvað, allar mögulegar lúxusvörur í stíl- hreinum umbúðum, allt framleitt af yfirvegun undir eilífri sólinni innan um djúpt þenkjandi skáldin og pálmatrén á Mallorca og samt horfir þessi smágerða búðarkona á mig opinmynnt og öfundsjúk eins og ég sé sjálft jafnvægið. Ey í jafnvægi » – Frá Íslandi! Ó, mig langar svo að vera íslensk! Fólk á Ís- landi fer eins nálægt mannlegri fullkomnun og hægt er að fara! ERINDI Eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson olafurgudsteinn@gmail.com Á sjöunda áratug síðustu aldar var það móðins að stríða gegn gild- um borgarastéttarinnar og voru þær „stríðingar“ oftlega í sam- hengi við kynlíf og ný gildi hippakynslóðarinnar á þeim vettvangi. Þetta er svo sem enginn nýr sann- leikur, en þjónar hér þeim tilgangi að leiða okkur að þeirri bók sem hér er til umfjöllunar, Sex to Sexty, sem gefin var út af hinu einkar virta og stóra bókarforlagi Taschen í Köln (Taschen hefir að vísu aðsetur á fleiri stöðum í heiminum en er upphaflega frá Köln). Taschen hóf útgáfuferil sinn árið 1980 með útgáfu teiknimyndablaða (Comic) en vatt síðan upp á sig og hóf útgáfu stóra og veigamikilla listaverkabóka auk þess að gefa út kynlífs- tengdar bækur, líkt The big Book of Breasts, sem fjallað var um á síðum Lesbókarinnar ekki alls fyrir löngu og Butt Book, sem, líkt og nafnið gefur til kynna, sérhæfir sig í aftur- endum, og í þessu tilfelli karlkynsbossum. Er hún einkum ætluð samkynhneigðum, þótt lík- ast til geti stöku kvenpersóna haft gagn og gaman af. Hvað sem því líður þá sameinar Sex to Sexty alla þá þætti sem hér hefir verið tæpt á. Bókin sem sagt trampar á gildum, um er að ræða skopteiknimyndir sem margir myndu vilja flokka sem list og allar myndirnar eru tengdar kynlífi eða kynhneigð. Raunar er sú bók sem um ræðir ekki frum- samin, ef svo má að orði komast, heldur inni- heldur hún safn teikninga og brandara sem finna mátti í tímaritinu Sex to Sexty, er kom út á árunum 1965–1983 í Arlington, Texas, á vegum SRI Publishing. Náði tímaritið umtals- verðum vinsældum í Bandaríkjunum á sínum tíma. Að auki inniheldur svo bókin allar þær 198 forsíður sem tímaritið prýddi á þessum ár- um. Ekki pólitískur rétttrúnaður Forsaga málsins er sú að eigandi og stofnandi Taschen, Benedikt Taschen, uppgötvaði tíma- ritið í gegnum listaverkið Missing Time Color Exercise, eftir bandaríska myndlistarmanninn Mike Kelley, þar sem hann felldi teikningar úr Sex to Sexty inn í verkið. Verandi áhugamaður um teiknimyndir, kynlíf (eða slík tímarit) og listir fannst honum tilvalið að leita eftir því að gefa út bók með téðum efnivið. Fékk hann því hinn þekkta karlatímaritaritstjóra Dian Han- son til að koma verkefninu á koppinn og rit- stýra bókinni. Þess má svo geta að umræddur ritstjóri ritstýrði einnig The big Book of Breasts. Í inngangsorðum, sem Mike Kelley skrifar, segir hann að samkvæmt nútíma mælikvörðum fylgi Sex to Sexty alls ekki pólitískum rétt- trúnaði í gríni sínu og að það geri tímaritið áhugavert nútildags; hvernig brotið sé gegn nútíma mælikvörðum um að ekki megi gantast með kynferðislega áreitni, samkynhneigða eða minnihlutahópa svo eitthvað sé nefnt. Ekki hippismi Og vissulega er það svo að margt það grín sem í bókinni kemur fyrir yrði á okkar dögum út- hrópað af hollvinum kvenna og annarra hreyf- inga sem argasta níð um umrædda hópa. En málið er að allir fá sína sneið af kökunni, þann- ig að segja má að sú vanvirðing sem sýnd er leiði af sér, á undarlegan hátt, jafnrétti innan tímaritsins. En það sem meira er, þá voru það lesendur blaðsins sem að stórum hluta sáu tímaritinu fyrir efni. Og þeir sem sendu efni inn voru, að segja má, hinir bandarísku al- múgamenn. Húmor ritsins endurspeglar því um margt bandarísku þjóðarsálina eins og hún var (og er kannski enn í felum) eða öllu heldur eins og hún birtist meðal ómenntaðra bifvéla- virkja, sem við skellum upp sem staðalímynd hins ameríska hvunndagsmanns. Það er því einföldun að setja Sex to Sexty í flokk reykmettaðra uppreisnarmanna hippism- ans, enda uppreisn ritsins af öðrum toga. Fyrstu forsíður tímaritsins fylgdu þó tíðarand- anum; „sækadelískar“ og eftir því hippavænar. En gjörðist einn hárprúður svo kræfur að blaða í því varð honum óðara ljóst að mök við dýr og kynferðislegt grín um kvennahreyf- inguna að ógleymdum hippunum sjálfum pass- aði ekki beint við hugarheim þeirra hvað sem öllu frjálsræði líður. Að vísu var Sex to Sexty ekki fyrsta tímarit- ið þessarar tegundar, það fylgdi hefð sem skapaðist á eftirstríðsárunum en var svo að segja að deyja drottni sínum er Sex to Sexty var komið á laggirnar. Ritið var því spor- göngumaður, þótt margvíslegar nýjungar hafi fylgt því og það hafi verið óheflaðra en áður þekktist. Er ritið hóf göngu sína þótti það, til að mynda, tabú að teikna „tíu tær upp og tíu tær niður“. Því tabúi stríddi Sex to Sexty gegn. Brútal og groddalegt grín En hvers konar hefð var þetta? Líkt og gefur að skilja fól hún í sér neðanþindarhúmor, en þó þannig að ofurgrafískar myndir voru ekki til staðar. Kvenmannsbrjóst voru mikið til málið, enda markhópurinn fyrst og fremst karlkyns. Það mætti kannski segja að ímyndunaraflið hefðerið meira í hávegum haft ólíkt því sem síðar varð í klámbransanum sakir andlegrar leti neytendanna. Helsta teiknara ritsins Pierre Davis (rétt nafn Lowell Davis) var líkt við listamanninn Norman Rockwell, sem var þekktur alþýðu- listamaður; málaði myndir (ekkert klámtengd- ar) af fólki við leik og störf. Pierre var mikið til á svipuðum slóðum. Hann var sveitastrákur og sótti því mikið til efnivið sinn til sveitanna. En líkt og augljóst má þykja voru efnistökin eitthvað önnur. Norman hefði líkast til aldrei málað kúreka að brennimerkja konu sína líkt og belju. Sumt grínið er virkilega brútaltog grodda- legt og vart hæft til birtingar í þeim virðulega miðli sem Lesbókin er, þótt það komist reynd- ar vart með tærnar þar sem Hugleikur Dags- son hefir hælana. Engu að síður verður að segjast eins og er að pólitískum rétttrúnaði er langt í frá fylgt og þótt við köllum ekki allt ömmu okkar í grínefnum nú til dags er alveg óhætt að segja að ritið hafi strítt gegn gild- unum … Að stríða gegn gildunum Er í lagi að hlæja að framhjáhaldi, mislukkaðri brúðkaupsnótt (kynlífslega), frelsishreyfingu kvenna (á karlrembulegan og kynferðislegan hátt), minnihlutahópum (svartir, indíánar, hommar og lesbíur sýnd á afar staðlaðan hátt í kynlífsbundnu samhengi), kynlífi manna og dýra (oftast tengt sveitavarginum), vændi, kynferð- islegu áreiti, samförum við melónur, gömlum uppþornuðum pipruðum frænkum, kynlífsathæfi barna og svo framvegis? Þyki þér, lesandi góður, í lagi að hlæja að þessum atriðum er bókin Sex to Sexty: The Most Vulgar Magazine Ever Made líkast til rétta bókin fyrir þig. Sex to Sexty Fylgir alls ekki pólitískum rétt- trúnaði í gríni sínu. TENGLAR ............................................................... http://www.taschen.com

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.