Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2008, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2008, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 7 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Neil Diamond, söngvaskáldiðknáa, sá sér leik á borði ár- ið 2005 og vann plötu með Rick Rubin, hinum goðumlíka upp- tökustjóra. Þetta útspil reyndist happadrjúgt en ein af sérgreinum Rubins hefur einmitt verið að taka góða og gegna tónlist- armenn, sem hafa séð bjartari daga, og setja þá í Rubin– yfirhalningu sem í tilfelli Johnnys Cash snerist um að kveikja á ein- um hljóðnema, setja kassagítar í hendurnar á þeim gamla og labba í burtu. Ekki þarf að fjölyrða um útkomu þeirra æfinga og á líkan hátt naut þetta samstarf Rubins og Diamonds, sem skilaði sér í plötunni 12 Songs, nokkurrar hylli og fékk tvo þumla upp frá málsmetandi rýnum. Þeir félagar hafa nú endurtekið leik en nýút- komin er platan Home Before Dark. Skipti engum togum að platan fór rakleitt í fyrsta sæti hins nafntogaða Billboardlista í Bandaríkjunum, með sölu upp á nærfellt 150.000 eintök í fyrstu útgáfuvikunni, sem er met fyrir Diamond, en hann hefur aldrei á ferlinum náð toppnum. Sló hann jafnframt met með því að vera elsti listamaðurinn í sögunni til að ná þessum árangri, en Dia- mond er 67 ára. Fyrra metið átti sjálfur Bob Dylan, sem sigldi á toppinn fyrir tveimur árum með plötu sinni Modern Times. Platan fór þá líka á toppinn í Bretlandi. Að sögn Diamonds hófu hann og Rubin vinnu við plötuna nokkrum vikum eftir þá síðustu og kom „aldrei annað til greina en að vinna saman aftur“.    Courtney Love er í þeirri mið-ur skemmtilegu stöðu að vera þekktari fyrir alls kyns ærslagang og fíflalæti fremur en tónlist, en það á víst að heita hennar aðal (eða hvað?). Þessi ekkja eins áhrifamesta rokkara heims, Kurts Cobains, hefur átt sér- staklega erfitt uppdráttar hvað lífsins list varðar síðustu árin en hefur þó, góðu heilli, náð að skrapa saman orku til að vinna að nýrri sólóplötu og ber hún vinnuheitið Nobody’s Daughter. Kæmi hún út í kjölfar plötunnar America’s Sweetheart sem er fyrsta sólóplata söngkon- unnar (2004). Orðrómur var á kreiki fyrir stuttu um að Love hefði tekið sig til og hent öllu því efni sem var komið á band til þessa. Hún hefur nú þvertekið fyrir slíkt og setti tilkynningu þar um á myspace-síðu sína. Eitt- hvað af efni plötunnar, sem hefur verið nokkuð drjúgan tíma í vinnslu, hefur lekið út á netið og m.a. þess vegna hafa sum lögin verið endurunnin og spánný hafa og verið að bætast við. Platan, sem er í upptökuumsjá Lindu Perry, kemur að öllum líkindum út í júlí þó að ekkert sé hægt að staðfesta í tilfelli ólíkindatólsins Love. Þá hefur Billy Corgan, leiðtogi Smashing Pumpkins, lagt hönd á plóg. Perry er bjartsýn á væntanlega plötu og segir Love besta textasmið dægurtónlist- arinnar frá upphafi, að und- anskildum Bob Dylan. Einmitt það já … TÓNLIST Courtney Love Neil Diamond Eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson olafurgudsteinn@gmail.com Ein af þekktari sveitum bandarískujaðarsenunnar í gegnum tíðina erTexas-hljómsveitin Butthole Surfers.Og eitt magnaðasta og frumlegasta verk (þau voru mörg hver ansi frumleg) þeirrar sveitar er Locust Abortion Technician, sem leit dagsins ljós árið 1987 hjá Touch & Go. Enn þann dag í dag er einhver ótrúlega ferskur og áhrifaríkur tónblær sem það verk gefur frá sér. Hafði platan til að mynda ómæld áhrif á fyrstu útgáfu hljómsveitar sem undirritaður var með- limur í og fékk mann til að sjá rokkhefðina í nýju ljósi; að vert væri að snúa upp á hana og afbaka til að ramba hugsanlega á eitthvað ferskt, en ekki bara að apa eftir henni. Butthole Surfers á rætur að rekja til pönks- ins, þótt aldrei hafi hún spilað það sem kalla mætti hreinræktað pönk. Andi pönksins og virðingarleysi fyrir hinu gamla svífur þó ætíð yfir vötnum. Sveitin varð svo reyndar svo fræg að fyrsta plata hennar, Brown Reason, kom út á vegum útgáfufyrirtækis Dead Kennedys- goðsins Jello Biafra, Alternative Tentacles. Tónlist Butthole Surfers hefir löngum haft það orð á sér að vera helst til rugluð og kaótísk (allavega eldri verkin), en jafnframt frumleg og skemmtileg. Slíkt á einnig við um téða plötu. Og ef maður tekur upp skilgreiningarhanskann mætti hugsanlega notast við eitthvað líkt og geðveikisleg-póst-pönk-rokktónlist. Það er nefnilega ekki svo auðvelt að ætla sér að skil- greina þessa tónlist. Hægast væri reyndar að kalla hana rokktónlist, sem þó væri fullmikil einföldun. Tónlistin er þó, að segja má, hefð- bundin í grunninn; rokk í anda sveita líkt og Led Zeppelin og Black Sabbath og er margar tengingar við slíka tónlist að finna. Til dæmis „pródúseraði“ John Paul Jones plötu þeirra In- dependent Worm Saloon frá 1991 og fyrsta lag Locust Abortion Technician heitir „Sweet Lo- af", sem er vísun í Black Sabbath lagið „Sweet Leaf" af Master of Reality (1971). Raunar er grunnstefi þess lags stolið í „Sweet Loaf.“ Inni- halda Butthole Surfers lög oft fjöldann allan af slíkum vísunum. Sjálfir hafa meðlimir sveit- arinnar kallað lög sín „ljóta stjúpsystur týp- ískra rokklaga.“ Ofan á það sem kalla mætti í hefðbundnari kantinum er skeytt stórundarlegum gít- arsólóum, afturábak óhljóðagjörningum og ein- hvers konar absúrd metal (hvað sem það nú er). Sem dæmi um undarlegheit má nefna lagið „22 going on 23“. Þar er tekin rödd konu einnar úr útvarpinu, þar sem hún rekur margvíslegar raunir sínar. Ofan á það er bætt einhverju sem best væri að lýsa sem satanískum hávaðavegg ... Það er líka annað sem einkennir plötuna, það er að segja tilkomumiklir hávaðaveggir, sem færir eru um að nísta merg og bein. Það skrýtna er þó að þrátt fyrir allan þann hávaða og furðutónaflóð sem vissulega auðkennir verk- ið er það engu að síður mjög melódískt og jafn- vel á köflum til þess fallið að syngja með. Á Locust Abortion Technician er sem sagt leitast eftir því að smíða eitthvað nýtt á göml- um meiði; rokkhefðum. Og útkoman er vægast sagt snilldarleg og frumleg tónsmíð. POPPKLASSÍK Ljót stjúpsystir hinna týpísku rokkplatna Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is C OSTELLO hefur alltaf gert ná- kvæmlega það sem honum sýnist og væmnar ballöður eins og „She“, sem finna má í vellíð- unarmyndinni Notting Hill, sitja eins og ekkert sé við hlið organdi fenjablúsrokkssýru eins og finna má í opn- unarlagi síðustu Impostersplötu, „Button my Lip“. Costello virðist einfaldlega hugfanginn af tónlist og þarf greinilega að prófa allt, þörf sem hefur ágerst með árunum en á síðustu tíu árum hefur hann snarað út djassplötum (bæði venju- legum og sýrðum), plötum með klassísku efni og kokkteiltónlist og meðfram því lagst í einslags rannsóknir á tónlistararfleifð Bandaríkjanna en síðasta „vinnuskýrsla“ var platan The River in Reverse, plata sem hann vann með New Orleans- búanum Allen Toussaint, og innihaldið rytma- og blústónlist frá því svæði. Menn hafa bókstaflega aldrei hugmynd um hverju Costello tekur upp á næst. Hraði Eins og til að undirstrika þennan frjálsa anda kom Momofuku fyrst út 22. apríl og það eingöngu á vínylformi. Með plötunni fylgdi spjald með nið- urhalslykli sem var hægt að ræsa 1. maí en geisladiskurinn rak svo lestina viku síðar. Um- búðirnar eru ef satt skal segja fremur hrörlegar, eins og þær séu viljandi ódýrar og lagalistinn aft- an á er tvískiptur, talað er um „side one“ og „side two“, líkt og geisladiskurinn sé illnauðsynlegt af- rit af vínylplötu, eingöngu framleiddur til að fylla upp í þarfir kaupenda (og reyndar átti platan aldrei að koma út þannig). Endurreisn vínylsins er kannski eftir allt saman annað og meira en óraunhæfar vonir og þrár hjá unnendum „forms- ins fullkomna“. Costello segir að lítið hafi verið um kynningar eða fjölmiðlaupphitun, einfaldlega þar sem að vinnsluhraði plötunnar var svo mikill. Tildrög Momofuku eru þau að Costello var að vinna að væntanlegri sólóplötu Jenny Lewis sem er söng- kona nýrokksveitarinnar Rilo Kiley. Sú sveit átti eina af betri plötum síðasta árs, Under the Black- light og árið þar á undan gerði Lewis hina frá- bæru Rabbit Fur Coat ásamt The Watson Twins. En það er ekki bara Costello sem er með puttana í næstu sólóplötu Lewis heldur og félagar hans úr Imposters, þeir Davey Faragher og Pete Thomas (fjórði Imposterinn eða svikahrappurinn er Steve Nieve). Sú vinna gat síðan af sér Momofuku, nán- ast til hliðar við þá plötu, og ljær Lewis nokkrum lögum rödd sína. Fleiri stjörnur úr amerískri neðanjarðartónlist koma þá að plötunni, eins og Jonathan Rice, unnusti Lewis, og Dave Scher, úr Beachwood Sparks og All Night Radio. Núðlur Af þessu má sjá að Costello nýtur óskoraðrar virðingar hjá sér miklu yngra fólki, enda nóg af broddi og listrænni vigt eftir í sálarkvikunni. Við fyrstu hlustun er Momofuku enda víruð og hrá og stutt meðgangan endurspeglast í knýjandi og áleitnum hljómi. Lögunum er ruslað út, það er ekkert verið að hanga yfir þeim. Það er því eitt- hvað hreint og tært við plötuna, þar sem enginn tími gafst til að hugsa sig um tvisvar, en um leið er eitthvað skítugt og gruggugt við hana, því að fínpússningar og yfirhalningar eru engar. Platan spratt einfaldlega fram líkt og nýfætt barn, út- atað í slími og viðbjóði en auðvitað „hreint og ósnortið“ líka. Costello hóf vinnu við plötuna með því að bóka hljóðver í Los Angeles í sex daga, síðasta febr- úar. Þá voru tíu lög tekin upp og eitt þeirra, „Par- don Me Madam, My Name Is Eve“, er frá þeim tíma er Costello var að skrifa lög með kántrí- drottningunni Lorettu Lynn á síðasta ári. Platan er þá skírð í höfuðið á Momofuku Ando, þeim er fann upp skyndinúðlurnar eða „Cup Noodle“. Costello segir það vel við hæfi, enda hafi platan orðið til í skyndingu. „Það eina sem við þurftum að gera var að bæta við smávatni.“ Bara smávatn út í Eftir dufl og daður við hinar ólíkustu stefnur undanfarin ár er Elvis Costello loksins tilbúinn til að skella sér aftur í sveitt og hrátt rokkið. Á Momofuku, plötunni sem er vettvangur fyrir þær æfingar, hóaði hann saman sveit sinni The Imposters en síðasta verk hans með henni var The Delivery Man (2004), sem er ein lofaðasta plata Costellos fyrr og síðar. Vonir og væntingar okkar dauðlegu eru því eðlilega í hæstu hæðum. Broddur Costello nýtur óskoraðrar virðingar hjá sér miklu yngra fólki, enda nóg af broddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.