Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.2008, Síða 2
Eftir Önnu Kristínu Jónsdóttur
annakj@ruv.is
L
ífið snýst um fótbolta
þessa dagana. Sum-
ir gleðjast yfir því
að hægt er að liggja
allan eftirmiðdaginn
og langt fram á
kvöld horfandi á leiki Evrópumóts-
ins í knattspyrnu. Staðsetningin er
hagstæð, Austurríki og Sviss. Allur
munur að leikirnir eru það nálægir
í tíma og rúmi að ekki þarf að
vaka fram í rauðan dauðann.
Það eru bara áhugamenn um
bandarískan körfubolta sem þurfa
að mæta rauðeygðir og fölir á
vangann í vinnuna á vorin, eftir að
hafa beðið fram á morgun til að sjá
hvernig slánalegum íþróttamönn-
um vestanhafs vegnar í úr-
slitakeppninni í NBA.
En því er ekki að neita að dag-
skrá ríkissjónvarpsins er heldur fá-
breytileg þegar litið er yfir vikuna.
Dag hvern eru fimm dagskrárliðir
helgaðir upphitun, leikjum og upp-
gjöri dagsins. Menn keppast við að
koma sér upp liði til að halda með
og suma hrjáir söknuður eftir
Englendingum. Á mörgum vinnu-
stöðum er kveikt á sjónvarps-
tækjum seinnipartinn og starfs-
menn sameinast við glápið
meðfram vinnunni. Svona fjöl-
miðlaviðburðir geta ábyggilega
aukið framlegðina, því verkum
verður helst að ljúka fyrir fjögur,
en þetta er nú líka búið á skikk-
anlegum tíma, um ellefu geta
menn verið komnir í háttinn.
Spurning hvort þeim verður svefn-
samt eftir hugaræsing dagsins en
samt rænir keppnin vonandi fáa
svefni.
Fólk verður ekkert uppiskroppa
með umræðuefni, alltaf hægt að
spyrja hvort menn hafi horft á
leikinn. Ólíklegasta fólk segir
manni í óspurðum fréttum að það
sé nú alltaf gaman að horfa á og
fylgjast með stórmótum. Og hafi
menn ekki horft á leikinn þá má
velta því fyrir sér hvort það sé
nokkur hemja að rústa dagskrá
ríkissjónvarpsins með fánýti á borð
við fótbolta og eyða í það ómæld-
um fjármunum. Allir fá eitthvað
fyrir snúð sinn, því það að tuða
getur líka gefið fró. En í fyllstu al-
vöru þá er það auðvitað umhugs-
unarefni hvort eigi að ryðja frétta-
tímum og stórsápum sem ramma
inn tilveru fólks frá fyrir knatt-
spyrnuleiki.
Aldrei hefur undirrituð lagt sig
fram um að horfa á fótbolta,
hvorki heima í stofu né með ferð-
um á völlinn. Aðrir fjölskyldu-
meðlimir hafa séð um það en ný-
lega varð slík ferð ekki umflúin.
Yngsta barnið á heimilinu er í
sumarbúðum á vegum íþróttafélags
í bænum. Börnin höfðu æft sig
daglangt í baráttusöngvum og
bumbuslætti og ekki dregið úr
mikilvægi þess að mæta og styðja
sitt lið. Fjölskyldufaðirinn, sem
hefur að mestu séð um hvatning-
arópin, ekki heima. Algerlega ljóst
að átta ára stúlka varð að fara á
völlinn til að vera gjaldgeng í hóp-
inn, búin að fá sér derhúfu í rétt-
um rauðum lit og börnin sannfærð
um að án þeirra fulltingis í stúk-
unni væri leikurinn tapaður. Vin-
irnir sammæltust um að fylgjast að
og þar sem talið var að Valshjartað
slægi ákafast á mínu heimili fór
það svo að ég fór á völlinn á mið-
vikudagskvöld í sól og blíðu, með
fjóra átta ára Valsara og tvo held-
ur eldri.
Framundan slagur risanna í
deildinni, kvennalið Vals og KR
öttu kappi á Hlíðarenda. Ég bjóst
nú ekki við mikilli skemmtun, tak-
markaður áhugi og skilningur fyrir
hendi. En þarna sat ég í tvo tíma,
sólin skein og það sem mér fannst
skrítnast, þrátt fyrir að ég kunni
hvorki hvatningarópin né leikinn
og finnist fótbolti frekar tíðindalít-
ill almennt, þá var eins og inn í
mig síaðist eftirtekt hópsins. Ekk-
ert gerðist að mér fannst, ég glápti
bara út í loftið og sólaði mig á
milli, en allt í einu fann maður að
eittvað var að fara að gerast. Ég
rétti úr mér í sætinu og viti menn
það var skorað. Þrisvar sinnum og
ég missti ekki af einu einasta
marki. Blessunarlega fyrir börnin
þá unnu heimamenn leikinn og við
fórum heim sæl og glöð. Börnin
nenntu nú reyndar ekki að horfa
allan tímann. Þau voru frekar að
velta fyrir sér fúkyrðum mannanna
fyrir aftan okkur, sem yfirleitt
beindust að dómurunum. Ég er
reyndar ekki enn sannfærð um
gæði fótbolta sem sjónvarpsefnis
en það er nokkuð merkilegt að
finna fyrir því hve stutt er í hóp-
sálina í manni. Eiginlega bara
gaman að renna inn í þá lífrænu
heild, sem þvaga áhorfenda er.
Einhverjir naskari en aðrir á leik-
inn og eins og taugaboð berst eft-
irvæntingin í gegnum þvöguna til
konu sem situr og passar úlpurnar
krakkanna. Hún er fyrr en varir
staðin á fætur, farin að hrópa og
kalla. Áfram og koma svo! Farið á
völlinn.
Áfram og koma svo!
Reuters
Stutt í hópsálina „Ég er reyndar ekki enn sannfærð um gæði fótbolta sem
sjónvarpsefnis en það er nokkuð merkilegt að finna fyrir því hve stutt er í
hópsálina í manni,“ segir greinarhöfundur sem hefur vafalítið verið ánægð
með þrennu Spánverjans Davids Villa á móti Rússum.
FJÖLMIÐLAR
» Allir fá eitthvað fyrir snúð sinn, því það að
tuða getur líka gefið fró. En í fyllstu alvöru
þá er það auðvitað umhugsunarefni hvort eigi
að ryðja fréttatímum og stórsápum sem ramma
inn tilveru fólks frá fyrir knattspyrnuleiki.
2 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Dauðafæri
og orðfæri
Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur
sith@mbl.is
!
Íþróttalýsingar ganga út á að lýsa því sem allir sjá sem á
annað borð eru að horfa á. Þetta getur verið sérlega
óþarft, út í það að vera tilgangslaust. Á móti kemur að
fagmannlegar skýringar (Auðun og Pétur Hafliði, flottir)
geta bætt miklu við upplifun þess sem horfir, hafi hann á
því áhuga. Það er því ekki sama hvernig þetta er gert.
Íþróttafréttamönnum er oft legið á hálsi fyrir flatneskju
og innantómar upphrópanir, það á stundum við, ekki alltaf.
Sumir fara á kostum. Fáeinir hafa jafnvel komið sér upp persónu-
legum stíl; mér flýgur í hug Kristinn R. Ólafsson í Madríd sem
ávann sér nafn fyrir kjarnyrtar frásagnir af Börsungum og öðrum
hetjum suðrænum. Þá hefur félagi Orri Páll Ormarsson oftsinnis
farið á kostum hér í Morgunblaðinu í fréttaljósum sem varða
„sparkundur sem flengjast um flatir með dúnmjúkt snertiskyn og
óborganlega yfirsýn á velli“. Einnig eru minnisstæð skrif Gísla út-
og-suður Einarssonar og vina hans á stuðningsvef Halifax um árið,
hvar mannlýsingar jöfnuðust á við litríkustu Íslendinga sögur og
nöfn leikmanna voru hiklaust staðfærð. (Þessir þrír eru þó ekki
sportfréttamenn, heldur annars konar miðlamenn að fjalla um
íþróttir – hvað sem það nú segir.)
Íþróttalýsendur, og ekki síst iðkendur, eru annars fljótir að til-
einka sér og breiða út ýmsar ambögur og letimál, sem kunnugt er.
Það var ekki síst á vellinum sem menn tóku upp á því „að vera að
gera góða hluti“ eða „vera ekki að standa í lappirnar“ – ennfremur
stóðu þeir sig misjafnlega „sóknarlega séð“ og „voru heldur ekki að
gera sig varnarlega séð“. Hvort tveggja er orðið að málvenju, þvert
á fegurðarstaðla. Þá er það líka í boltanum sem leikmenn „taka
menn á“ sem hét einu sinni bara að sóla. Þeir henda líka „inn hand-
klæðinu“ sem er orðalag upp úr ensku pressunni um að gefast upp,
segja upp eða pakka saman. Þannig er stíll íþróttafréttamanna
vissulega til, hann er margvíslegur, hann er oft ansi flottur en jafn
óþolandi þegar hann er flatur því endurtekningarnar eru miklar.
Ég er ekki frá því að orðfæri íþróttalýsinga sé smám saman að
taka breytingum. Ég veit ekki hvort þar fara í fylkingarbrjósti
„nýju“ andlitin á RÚV, Þorsteinn J. og Valtýr Björn, – þá meina ég
ekki að þeir séu sjálfir að taka upp nýjan talsmáta, heldur kunna
þeir að eiga þátt í að gera hann að meginstraumi. Þannig er „dóm-
gæslan á pari“ hjá Valtý Birni ef hún er góð og glæsileg auka-
spyrna er „beint upp úr minningabókinni“ hjá Þorsteini J. Þeir, og
fleiri lýsendur, sækja líkingamál sitt víðar en áður, búa til mynd-
hverfingar á staðnum og eru einhvern veginn gasalega yfirvegaðir
á meðan. Svaka svalir. Sumum þykir þetta tilgerð, öðrum hressandi
tilbreyting.
EM 2008, sem er veisla fyrir augað, gæti þannig orðið partí fyrir
eyrað. Hver veit. Snorri Sturluson sagði í vikunni að boltastrákur
einn væri svo góður knattspyrnumaður að það væri „eiginlega bara
kjánalegt“. Þannig er ýmsum stílbrögðum beitt, úrdrætti, ýkjum,
þversögnum, nýgervingum, nykruðum líkingum og vísunum og úr
verður hin besta skemmtun.
Það hlýtur a.m.k. að vera kostur að umfjöllunin sé ekki fyr-
irsjáanleg – ekki frekar en úrslitin. Að það bæti einhverju við að
hafa hljóðrásina á. Passa bara að fara ekki yfir strikið. Línuna,
meina ég, mark(a)línuna, því það eru mörk hér, eins og víðar. Og
orðið mark er ekki hið eina með margvíslega merkingu. Íslenskir
sparklýsendur eru í reynd öfundsverðir að hafa úr svona mögnuðu
stöffi að spila; orðum sem þýða eitt og margt. Draumaviðureign.
Endalaus sóknarfæri.
Plús drama, náttúrlega – eða með orðfæri Orra Páls: „Sviti mun
boga, blóð renna og hjörtu bresta áður en yfir lýkur. Þannig er fót-
boltinn.“
Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur
Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins