Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.2008, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.2008, Síða 3
Eftir Gunnar J. Árnason gunnarja@gmail.com C arnegie-myndlist- arsýningarnar ættu að vera myndlist- aráhugafólki hér á landi að góðu kunnar, enda hafa þær verið reglulegur viðburður síðan árið 1998 og er ætlað að sýna það besta í nor- rænni málaralist samtímans. Það sem einkum vekur athygli við sýn- inguna að þessu sinni er hin mikla breidd sem einkennir hana, ekki að- eins í viðfangsefnum og efnistökum listamannanna, heldur einnig í aldri þeirra. Sá sem hlýtur fyrstu verðlaun að þessu sinni, sænski listmálarinn Torsten Andersson, er rúmlega átt- ræður, fæddur 1926. Yngsti listamað- urinn er meira en hálfri öld yngri. Annað sem vekur athygli við sýn- inguna er að sá sem hlýtur önnur verðlaun er kvikmyndagerðarmaður, þrátt fyrir að sýningunni sé einkum ætlað að sýna það sem er efst á baugi í málaralist. Að öðru leyti er sýningin enn ein staðfesting á því, eins og fyrri sýningar hafa leitt í ljós, að viðfangs- efni myndlistarmanna eru afskaplega fjölbreytt og erfitt að sýna fram á að einhver tiltekin stefna sé leiðandi. Það er ekki nokkur leið að gera öllum listamönnunum skil, enda eru þeir 26 talsins og hafa aldrei verið fleiri, en hér verður farið nokkrum orðum um verðlaunahafa og íslenska þátttak- endur. Anderson: Ekki flókinn en margslunginn Það mætti ætla að með því að verð- launa sænska málarann Torsten Andersson, sem er á áttugasta og öðru aldursári, væri verið að veita öldnum meistara nokkurs konar heiðursviðurkenningu. En því fer fjarri. Staðreyndin er sú að Anderson hefur verið valinn á Carnegie- sýningar áður, og ekki af virðingu fyrir afrek fortíðar, heldur einfald- lega vegna þess að hann þykir enn ferskur og leitandi listamaður og að málverk hans standa alveg fyrir sínu í samhengi samtímalistar. Það er athyglisvert fyrir okkur Ís- lendinga, sem þekkjum lítið til verka Andersons, að skoða þau án þess að vita neitt um aldur listamannsins eða bakgrunn, því maður fær alls ekki á tilfinninguna að hér fari gamall lista- maður sem hangir á fornri frægð. Málverk Andersons eru aldurslaus, greinilega eftir þroskaðan og sjálfs- öruggan listamann sem er enn að uppgötva nýja möguleika í málverk- inu. Stíll hans er ekki fábrotinn en einfaldur, ekki flókinn en margslung- inn, sem hljómar þversagnakennt en hið viðkvæma jafnvægi milli hins ein- falda og margslungna gengur full- komlega upp í verkum hans. Anderson kenndi við listaakadem- íuna í Stokkhólmi á sjöunda áratugn- um og var í fararbroddi þeirra sem vildu stokka upp kennsluhætti og breyta stefnu stofnunarinnar í átt til nútímalegri viðhorfa. En hann var líka óvæginn í sjálfsgagnrýni og dró sig í hlé frá akademísku amstri á átt- unda áratugnum og hefur alla tíð síð- an verið óþreytandi í stöðugri endur- skoðun á eigin myndlist og möguleikum málaralistarinnar, og þessi óvægna sjálfsgagnrýni er kannski skýringin á því hversu hrjúf og ber málverk hans eru. Það sem er líka merkilegt við And- erson er að hann virkar sem brú sem tengir þá miklu siðferðilegu alvöru sem var á bak við málaralist um mið- bik síðustu aldar við fjölhyggju sam- tímans, sem yngstu kynslóðir lista- manna eru aldir upp við. Fyrir Anderson er málaralist einmanalegt starf, en sem býr yfir almennun sannleika sem vert er að ströggla fyr- ir. Just: Horfir á kvikmyndir með augum málarans Hvað á það að þýða að veita kvik- myndagerðarmanni myndlist- arverðlaun fyrir málaralist? Dönsk- um gagnrýnanda fannst fráleitt að veita Jesper Just önnur verðlaun, sér í lagi þar sem myndmál hans tengist miklu fremur sögu kvikmyndalist- arinnar heldur en málaralistarinnar. Það má fallast á þessa gagnrýni upp að vissu marki – Just er ekki málari, og já, myndmálið og stíllinn dregur dám af meisturum kvikmyndalist- arinnar á tuttugustu öld. En það er ekki eins langsótt að sýna verk hans eða veita þeim verðlaun í þessu sam- hengi eins og virðist í fyrstu. Til útskýringar má byrja á því að nefna að dómnefnd velur aðeins úr þeim verkum sem hafa verið tilnefnd frá hverju landi, og í raun eiga allir þeir sem eru tilnefndir og valdir á sýninguna jafna möguleika á að hljóta verðlaun. Jesper Just lítur á sig sem mynd- listarmann miklu frekar en kvik- myndagerðarmann og verk hans hafa víða verið sýnd í sýningarsölum og söfnum. Stuttmyndir hans hafa á skömmum tíma vakið mikla og verð- skuldaða athygli í Evrópu og Banda- ríkjunum, enda búa þær yfir ómót- stæðilegu aðdráttarafli. A Vicious Undertow, sem mætti þýða sem Vægðarlaus undiralda, er 16 mínútna löng, svart/hvít breiðtjaldsmynd sem sýnir samskipti nokkurra ein- staklinga á seiðandi og dularfullan hátt, með því að gefa ýmislegt í skyn án þess að neitt sé sagt berum orðum – undiraldan kemur aldrei upp á yf- irborðið. Myndin er byggð upp á augnablikum og sjónarhornum og bundin saman af hreyfingum lins- unnar og dáleiðandi tónlist. Það sem gerir kvikmyndir Justs áhugaverðar í þessu samhengi er ekki að þær búa yfir eiginleikum mál- verka, heldur er það sérstök sýn Justs á myndmál kvikmyndarinnar. Það má segja að hann horfi á kvik- myndir með augum málarans. Og meðferð hans á miðlinum, hvernig hann endurskapar kunnugleg augna- blik úr klassískum svart/hvítum kvik- myndum, býður okkur upp á að horfa á kvikmynd með sama hætti og þegar við stöndum frammi fyrir málverki. Sagan er ekki í forgrunni í verkum Justs heldur myndin sem er „máluð“ á kvikmyndatjaldið. Að þessu leyti til hafa verk Justs ekki aðeins gildi sem kvikmynda- eða myndbandsverk heldur opna nýja vídd í fagurfræði málverksins, auk þess að vera þörf áminning um að málaralist og kvik- myndalist tilheyra ekki tveimur plán- etum heldur eigi sér sameiginlega sögu. Djurberg: trúðslegar ýkjur og hárfín alvara Myndbandsverk sænsku listakon- unnar Natalie Djurberg, sem hlaut sérstakan styrk sem veittur er ungu listafólki, er af allt öðru tagi. New Movements in Fashion, eða Nýjar tískustefnur, er 10 mínútna löng leik- brúðumynd, gerð með leirfígúrum og máluðum sviðsmyndum sem minna á barnamyndir fyrir daga tölvutækn- innar. Húmorinn er beittur og ímyndunaraflið ærslafengið, en eftir nokkra stund áttar maður sig á því að á bak við barnslegan leikaraskapinn er skörp ádeila á kvenímyndir og kynjahlutverk þar sem saklaus leikur leysist upp í ofbeldisfull átök. Danir eru áberandi á Carnegie- sýningunni að þessu sinni, og það eru ekki aðeins tveir danskir listamenn meðal verðlaunahafa heldur eru þeir fjölmennir meðal yngri kynslóðar, og má þar nefna t.d. Ferdinand Ahm Krag, Fie Norsker og Allan Otte sem öll þrjú útskrifuðust úr sama árgangi Konunglegu dönsku listaakademí- unnar fyrir nokkrum árum. Þriðju verðlaun hlaut danski listmálarinn John Körner sem er rísandi stjarna í danskri myndlist og hefur verið að vekja mikla athygli utan Danmerkur, enda hafa Danir unnið markvisst að því að styðja upprennandi myndlist- arfólk við að ná fótfestu á al- þjóðavettvangi myndlistarinnar. Körner málar á stórum skala og með miklum tilburðum, litrík og laus- beisluð, expressjónísk verk. Það er kannski engin tilviljun að hann hefur unnið í leikhúsi og málað sviðs- myndir, því það er einhver leikræn dramatík sem liggur að baki, bæði trúðslegar ýkjur og hárfín alvara. Það er erfitt að verjast þeirri til- hugsun að það sé einhver innilega danskur andi í verkum Körners, sem maður finnur ekki í sama mæli í ex- pressjónískum verkum annarra no- rænna landa, einhver galsafengin súrrealísk tilþrif og lífsgleði. Þór og Þórdís Að þessu sinni eiga tveir íslenskir myndlistarmenn verk á sýningunni, en þau eru Þórdís Aðalsteinsdóttir og Þór Vigfússon. Þórdís Aðalsteins- dóttir býr í New York og sýnir reglu- lega í sýningarsölum þar í borg, en komst í sviðsljósið hér á landi með einkasýningu á Kjarvalsstöðum fyrir tveimur árum sem vakti verðskuld- aða athygli. Hún málar fígúratív mál- verk sem sameina fínlegar línuteikn- ingar og stóra einlita fleti. Þórdís spinnur draumkenndar óramyndir upp úr textabrotum eða orðum með leitandi brothættum línum sem teygja sig yfir grámuskulegar eyður þar sem hálfnaktar og varnarlausar fígúrur breiða úr sér. Þór Vigfússon er af annarri kyn- slóð, í hópi íslenskra listamanna sem komu fram á áttunda áratugnum. Þór lítur á sjálfan sig sem skúlptúrista frekar en málara, en það er í sjálfu sér bara skilgreiningaratriði því verk hans búa yfir sterkum formlegum eiginleikum sem gætu tilheyrt hvort sem er málverki eða skúlptúr. Það sem hann leggur þó ávallt mikið upp úr er að láta verkin ríma við umhverf- ið. Þess er skemmst að minnast að hann var með eftirminnilega sýningu einmitt í Gerðarsafni þar sem hann sýndi gríðarstór verk sem nýttu sér spegileiginleika litaðs glers til að hafa áhrif á rýmisskynjun áhorfandans. Hinir ýmsu fletir málverksins Carnegie-myndlistarsýningin verð- ur opnuð á miðvikudaginn í Gerð- arsafni í Kópavogi en henni er ætl- að að sýna það besta í norrænni málaralist. Mikil breidd einkennir sýninguna að þessu sinni, það er jafnvel spurning hvort sumir þátt- takendur séu málarar yfirleitt. Hér er fjallað um verðlaunahafann að þessu sinni og fleiri sýnendur. » Það er athyglisvert fyrir okkur Íslend- inga, sem þekkjum lítið til verka Andersons, að skoða þau án þess að vita neitt um aldur lista- mannsins eða bakgrunn, því maður fær alls ekki á tilfinninguna að hér fari gamall listamaður sem hangir á fornri frægð. Höfundur situr í dómnefnd Carnegie-verðlauna. Torsten Andersson „Málverk Andersons eru aldurslaus, greinilega eftir þroskaðan og sjálfsöruggan listamann sem er enn að uppgötva nýja möguleika í málverkinu.“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 3 17. júní er framundan: Hver var maður dagsins? Jón Sigurðsson lifir í þjóðarsálinni. Kenningarnafn hans, forseti, var spásögn. Hann var raunverulega forseti íslensku þjóðarinnar löngu fyrir daga lýðveldisins. En hvað vitum við um þennan vestfirska útnesjamann, sem skyggði á hvaða konung sem var? Litla sögubókin um Jón Sigurðsson forseta segir frá lífi hans og persónu á skorinorðan og aðgengilegan hátt fyrir alla. Afar og ömmur, pabbar og mömmur, frændur og frænkur: Ungdómurinn þarf að eignast þessa litlu bók, lesa hana og læra utanað helstu æviatriði Jóns forseta. Svo er það ykkar að hlýða þeim yfir. Sumt af því sem menn lærðu í æsku muna margir ævilangt. Þá þarf ekkert að fletta því upp í tölvu! Auk þess hafa allir gott af því að læra eitthvað utanbókar. Ungur nemur, gamall temur! Fæst í bókaverslunum um land allt. Verð 390,- kr.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.