Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.2008, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 7
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Það virðist hálfgerð gúrkutíð ítónlistarheimum um þessar
mundir, flestar hljómsveitir eru í
óðaönn að æfa og undirbúa sig fyr-
ir tónlistarhátíðir sumarsins og
hafa lítinn tíma til að undirbúa nýj-
ar plötur, gefa viðtöl og hvað þá að
gera einhverja skandala. Coldplay,
sem lagði í enn eina atrennu að titl-
inum „stærsta hljómsveit heims“
nú á fimmtudaginn, en þá kom út
fjórða breiðskífa hennar Viva la
Vida or Death and All His Friends,
ætlar sér greinilega stóra hluti á
tónleikasviðinu í sumar en tónleika-
ferðalagi hennar um Norður-
Ameríku hefur verið frestað um
tvær vikur vegna „framleiðsluerf-
iðleika“. Chris Martin og co. eru
kannski að smíða risastórar mel-
ónur sem fljúga þeim inn á sviðið í
stíl við helstu keppinautana, U2?
Hipphoppdrottningin Missy El-liott er ekkert að láta sum-
arhýruna tefja sig við störf en hún
snarar út nýrri plötu í ágúst. Kall-
ast hún Block Party og er verið að
leggja lokahönd
á gripinn í þess-
um töluðu orð-
um. Platan hefur
þó tafist nokkuð
og átti upp-
runalega að
koma út í maí. Á
meðal samverka-
manna hennar
eru Souldiggaz,
Danjahandz,
Pharrell, T-Pain, Pointguard og
Timbaland. Elliott lýsir plötunni
sem afar dansvænni en um leið sé
hún melódískari, hipphoppið sé
ekki jafn framarlega og oft áður.
Samstarf Missy Elliott við hinn eft-
irsótta Timbaland hefur verið far-
sælt í gegnum tíðina en það hófst
nokkru áður en hann sprakk út og
varð að helsta upptökustjóra hipp-
hoppsins og framsækins sam-
tímapopps ef út í það er farið. El-
liott segir að samstarf þeirra risti
djúpt, hann sé henni sem bróðir og
hann muni alltaf verða innviklaður í
hennar störf, svo lengi sem hún
verði að.
Kevin Barnes, leiðtogi Of Mont-real, sem átti hina ógurlegu
Hissing Fauna, Are You the
Destroyer? í fyrra, segir í nýlegri
myspace-bloggfærslu að næsta
plata sé klár og komi út í október
næstkomandi.
Skeletal Lamp-
ing er nafnið á
plötunni og seg-
ist Barnes afar
sáttur um leið og
hann sé smeykur
um það að sum-
um eigi ekki eftir
að líka alls kost-
ar við hana.
Hann klykkir út
með því að segja að hann hafi „orð-
ið“ að gera plötuna, fremur en
hann væri að fylla upp í eftirvænt-
ingar annarra. Platan fari nokkuð
frá popplagamódeli síðustu platna
en sé þó um leið nokkuð poppuð og
grípandi!? Á einum tíma sagði Bar-
nes að platan yrði samsett úr
hundruðum parta sem væru frá 30
upp í 50 sekúndur að lengd. Í til-
felli þessarar merku sveitar má
a.m.k. búast við hverju sem er en
lög sem hafa heyrst á tónleikum ku
draga áhrif frá brimbrettatónlist og
fönki.
TÓNLIST
Coldplay
Missy Elliott
Kevin Barnes
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
FYRIR ríflega tuttugu árum plataði Ási íFaco mig til að kaupa mína fyrstu plötumeð Anthony Braxton. Ég var þá tog-arasjómaður og í leit að einhverju al-
mennilegu til að hlusta á, einhverju sem vekja
myndi smáheilabrot. Platan sú var New York,
Fall 1974 og víst var hún vel til þess fallin að vekja
heilabrot – myndin á framhlið plötunnar úr fókus,
engin lagaheiti, bara óskiljanlegar skýring-
armyndir, og tónlistin síðan ein allsherjar steypa,
eða svo fannst mér í það minnsta til að byrja með.
Eftir á að hyggja var ekkert betur til þess fallið
að komast aðeins inn í hugarheim Anthonys Brax-
tons en að vera staddur úti á ballarhafi með ekk-
ert til að skemmta sér við nema slor og saxófón-
blástur á snældu. Á endanum fór svo að mig
langaði í meiri Braxton, meiri pínu, og festi kaup á
eldri skífu hans, Saxophone Improvisations, Ser-
ies F, sem hér er gerð að umtalsefni.
Anthony Braxton er títt nefndur sem einn höf-
uðsnillingur djassins og sumir ganga svo langt að
hann sé síðasti snillingurinn, síðasti risinn, enda
hafi ekkert stórbrotið komið fram síðan hann
sendi frá sér fyrstu skífurnar 1968; 3 Composi-
tions of New Jazz og Listen Now!. Delmark gaf
plöturnar út og til að spara fé voru skífurnar tekn-
ar upp á kassettutæki. Þegar kom að því að hljóð-
rita Saxophone Improvisations, Series F lögðu
menn aðeins meira í upptökurnar, en í minning-
unni var hálfgert skítasánd á plötunni. Á disk-
sútgáfu hennar er hljómur þokkalegur, en þó alls
ekki góður – Eugene Chadbourne hélt því fram að
platan hefði verið tekin upp inni á klósetti sem
getur svosem vel staðist.
Segja má að djasstónlistarmenn hafi yfirgefið
hjartað uppúr miðjum tíunda áratugnum og kom-
ið sér fyrir í heilanum; yfirgefið almenna hlust-
endur og tekið að spila fyrir innvígða. Braxton var
einn af þeim listamönnum sem komu sér fyrir á
berangri, kastaði frá sér hækjum laglínu og klass-
ísks rytma og fór að blása samkvæmt reglum og
formúlum sem hann einn gat skilið. Það segir sitt
að lagaheiti hjá honum voru stafa- og talnarunur,
skammstafanir sem enginn vissi deili á og Brax-
ton hefur sjálfur sagst vera að reyna að skilja.
Hann gaf til að mynda út fyrstu djassskífuna þar
sem einn maður blæs á saxófón í gegnum heila
plötu og ekki heyrist í öðru hljóðfæri og svo er því
farið með Saxophone Improvisations, Series F; á
plötunni er tvíradda einræða snillings sem blæs í
alt- og sópransaxófóna.
Braxton hljóðritaði skífuna, sem heitir einnig
NBH – 7C K7 eftir sjötta lagi hennar (reyndar
eru tveir listar yfir lagaheiti; ég man því miður
ekki hvernig því var háttað á vínylskífunni
gömlu), í París, en þar dvaldi hann um hríð sum-
arið 1972 og tók upp tvær skífur í tveimur lotum
með viku millibili. Fyrri platan kom út undir nafn-
inu Donna Lee, en sú síðari, sem er tvöfold, fékk
heitið Saxophone Improvisations Series F. Hún
kom út hjá franskri útgáfu, America, en var síðan
gefin út af Delmark vestan hafs.
Það er ekkert grín að komast inn í þann tón-
heim sem birtist á plötunni, en tekst með smá-
vinnu og þá ljúkast upp fyrir manni magnaðir
sprettir, en lögin eru öll með tileinkun, hvert fyrir
sig. Þannig tileinkar hann eitt lag Bobby Fisher
og annað síðan bassaleikaranum Dave Holland og
fjölskyldu hans, eitt lag er tileinkað tónskáldinu
og tónlistarmanninum Kalaparusha Maurice
McIntyre, arkítektinn Buckminster Fuller fær
eitt lag og Phillip Glass eitt.
Með tímanum varð Braxton stilltari og músíkin
varð að sama skapi eilítið aðgengilegri. Þannig er
New York, Fall 1974 mun þægilegri áheyrnar en
sú skífa sem hér er tekin til kosta, en samt lang-
tífrá léttmeti. Innblásturinn og tónhugsunin er þó
hvergi meiri en þar sem hann blæs einn og
óstuddur, emjar og vælir, rymur og stynur og tog-
ar í alla strengi hjartans með ótrúlegri fimi.
Smellirnir í lyklunum verða meira að segja sem
djúpvitrar tónsetningar í höndum hans. Meist-
aralega spilað.
Slor og saxófónsnælda
POPPKLASSÍK
Eftir Atla Bollason
bollason@gmail.com
N
o Age er frá Los Angeles og var
stofnuð síðla árs 2005 úr rústum
pönksveitarinnar Wives. Gít-
arleikarinn Randy Randall (sem
er eftir því sem ég kemst næst
alvöru nafn) og trommuleik-
arinn Dean Spunt (líka raunverulegt) komust að
því að þrátt fyrir að hafa spilað saman í Wives
höfðu þeir aldrei talað almennilega saman um
músík. Það kom í ljós að þeir voru sammála um
hitt og þetta og því ákváðu þeir að halda áfram
undir nýju nafni. Dean hafði kynnst safnspólu frá
1987 sem Greg Ginn, leiðtogi pönksveitarinnar
Black Flag, hafði tekið saman og gefið út og
nefndist No Age. Þeim þótti nafnið hæfa þeirri
tónlist og þeirri hugmyndafræði sem þeir lögðu
upp með.
Hugmyndafræðin mikilvæg
Randall og Spunt héldu báðir mikið upp á Black
Flag sem var leiðandi hljómsveit í harðkjarna-
pönksenu Los Angeles á níunda áratugnum.
Hljómsveitin sú er jafnvel þekktari fyrir að vera í
fararbroddi svonefndrar „DIY“ eða „do-it-
yourself“-aðferðafræði heldur en fyrir tónlist
sína. „Gerðu það sjálfur“ gengur eins og nafnið
gefur til kynna út á að gera hlutina sjálfur og er
þannig nátengt hugmyndafræði pönksins í víðara
samhengi. Ekki aðeins áttu að gera tónlistina
sjálfur – taka upp gítar og slá þá hljóma sem þig
lystir – heldur gefurðu plöturnar þínar sjálfur út,
hannar umslögin, bókar tónleika og selur plötur
og boli upp á eigin spýtur. „Gerðu það sjálfur“
sýnir fram á mátt venjulegra einstaklinga í heimi
þar sem stórfyrirtæki og fjölmiðlar í eigu stórfyr-
irtækja ráða öllu og allt er fyrir vikið steypt í
sama mót.
Hugmyndafræði spilar stóran þátt í tilveru No
Age. Þeir eru t.a.m. báðir „vegan“ sem merkir að
þeir neyta engra dýraafurða. „Það er mikilvægt
að taka ákvarðanir eins og að vera „vegan“ eða að
keyra ekki bíl, eða hvað sem er, því það verður
hluti af lífi þínu og fer að merkja eitthvað. And-
stætt því að vera kjósandi: Við getum öll kosið
Obama eða öll kosið Hillary, en það segir ekkert
um hver við erum í raun og veru,“ segir Randy í
samtali við Pitchfork Media.
Hljómsveitir eru svalar
Hljómsveitin No Age leggur hugmyndafræðilega
og í veruleikanum mjög upp úr samfélagi og virk-
um samskiptum. Sveitin er iðulega tengd við
klúbb í miðborg Los Angeles sem nefnist The
Smell og er eins konar félags- eða listamiðstöð
sem er opin öllum aldurshópum. Þar er bókasafn,
svið, grænmetissnakkbar, skreytingar eru allar
unnar af þeim sem staðinn sækja og allir leggjast
á eitt við að halda staðnum við; Randall hefur
t.a.m. verið sveittur upp á síðkastið við að brjóta
upp gólf svo hægt sé að koma fyrir lögnum og
nýju klósetti. Af lýsingum að dæma er staðurinn
og hugmyndin sem býr að baki í raun ekki ósvipuð
Tónlistarþróunarmiðstöðinni úti á Granda og tón-
leikasalnum Hellinum, enda hefur fjöldi „gerðu
það sjálfur“-harðkjarnasveita þrifist þar og gert
það gott fjarri kastljósi fjölmiðlanna.
No Age sér tónlist sem sameinandi afl og segir
að hljómsveitir skipti miklu máli í því samhengi.
„Ef ég er spenntur fyrir hljómsveit, þá vil ég
virkilega sjá hana, ég vil kynnast henni. Þú vilt
næstum snerta meðlimina. Þú vilt vera hluti af því
sem hún er að gera. Hljómsveitir eru svo svalar,“
segir Spunt. Hann segir að það sé spennandi að
hundruð eða þúsundir manna komi saman í þeim
eina tilgangi að skemmta sér eða upplifa eitthvað
saman – þar verði til samfélag sem er mikilvægt
að rækta, ekki bara á tónleikum heldur líka að
tónleikum loknum og á netinu, svo dæmi sé tekið.
„Það er nóg af hindrunum og veggjum í lífi okkar.
Tónlist á að vera frjáls og opin.“
Tónlist No Age er kannski ekki sú aðgengileg-
asta en í henni býr einhver frumkraftur, einhver
sköpunarneisti og óbeisluð gleði sem er áhugavert
að verða vitni að, þótt ekki sé nema á plötu. Þegar
flest sem hljómar í útvarpinu er glansbónað og
lýtalaust, framleitt af markaðsfræðingum eða for-
stjórum, þá skilur maður vel að sveit eins og No
Age höfði til þeirra sem þrá merkingu og sam-
félag í stað tómhyggju og einstaklingsdýrkunar.
Gerðu það sjálfur
Eins og ég hef áður minnst á í þessum dálki þá er
hávaði að koma sterkur inn í indírokki. Ýmsar
nýglápssveitir (new-gaze) hafa farið mikinn að
undanförnu svo sem Asobi Seksu, The Twilight
Sad, Serena-Maneesh og M83. Draumkenndar
hljóðmyndir og stór hljómur eru aðalsmerki
þessara sveita, en nú er komin fram á sjón-
arsviðið hljómsveit sem er einungis tveggja
manna og splæsir ómskúlptúrum saman við
pönkað rokk á ferskan og upplífgandi máta. Ég
kynni til leiks hljómsveitina No Age.
Óbeisluð Tónlist No Age er kannski ekki sú aðgengilegasta en í henni býr einhver frumkraftur, ein-
hver sköpunarneisti og óbeisluð gleði sem er áhugavert að verða vitni að, þótt ekki sé nema á plötu.