Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.2008, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.2008, Síða 13
Eftir Magnús Sigurðsson mas8@hi.is V ið höfðum kveikt á raf- magnsofninum og skriðið undir sæng. Nokkra stund lágum við þögul, flæktum saman fótleggi okkar og hendur og bið- um þess að heitur blást- ur ofnsins dreifðist um herbergið. Bæði höfðum við dregið sokka á fætur, þykka ullarleista sem ég hafði fengið senda að heiman hingað suðureftir. Hvin- urinn í ofninum drundi óþægilega í eyrum og mér tókst ekki að útiloka hann, fór að hugsa um næsta rafmagnsreikning í þessum kulda. Myrkur umlukti okkur. Dúfurnar á þakinu kurruðu og hófu sig reglulega til flugs, andvaka og órólegar af einhverjum ástæðum. Þegar hlýtt var orðið undir sænginni sá ég að unnusta mín var við það að festa svefn. Ég hnippti í hana, klöngraðist heldur klunnalega yfir hálfsofandi líkama hennar og slökkti á ofninum á steingólfinu, ávarpaði hana með nafni þegar hún sneri sér á hina hliðina og svipti af mér sænginni. „Un beso,“ bað hún um. Unnusta mín hef- ur ólæknanlega unun af því að vera kysst í tíma og ótíma. Ég laut yfir andlit hennar og vonaðist til að vekja hana af yfirvofandi svefni með stuttum kossi. „Meira,“ umlaði hún vonsvikin þegar ég sleit mig úr örmum hennar. Hún hafði enn ekki opnað augun og virtist í raun sofa, rödd hennar svefndrukkin. Ég minntist fyrstu nótta okkar saman, eftir að ég kom hingað til fundar við hana síðasta sumar í svellandi hita, nýútskrifaður og með fyr- irheit um vel borgaða þýðingarvinnu. Þá leigðum við herbergi utar í borginni og sváfum á einbreiðri dýnu, tvær ókunnar manneskjur að kalla eftir stutt kynni. Þriðju nóttina á dýnunni settist hún ofan á mig, dró svefnskyrtuna yfir höfuðið og beindi geirvörtum sínum upp í munninn á mér, í fastasvefni. Ég saug þær, hvorki sofandi né vakandi. Velti henni svo ofan af mér, settist sjálfur klofvega yfir funheit brjóst hennar og stýrði mér upp í munninn á henni, nokk- uð þjösnalega. Þegar svefninn rjátlaði af okkur stuttu síðar og við sáum hvað gerst hafði dró ég mig skömmustulegur út úr henni og kyssti löðrandi varir hennar í afsökunarskyni. Dí- sætur keimur var af kossinum, ekki hið beiska bragð sem ég hefði ætlað. Í kjölfar þessara ástaratlota elskuðumst við, en ég vogaði mér ekki aftur upp í hana. Þó þráði ég að sjá varir hennar og kinnar belgjast út á ný. Nú sný ég henni á magann og byrja að nudda holdmiklar axlir hennar og bak í myrkrinu. Unnusta mín hefur fitnað síðan ég kom. Hún stynur af ánægju, andlit henn- ar grafið í svæfilinn. „Ég get ekki sofið,“ hvísla ég í eyra henn- ar og beygi mig yfir hana, kyssi háls hennar og axlir, fikra mig niður eftir hryggjarsúl- unni og dreg náttbuxurnar gætilega niður á mið læri. Lágvært uml hennar er vísast í mótmælaskyni. Nærbuxunum leyfi ég að vera en tosa þær lítið eitt inn í skoru rass- kinnanna stóru, dreg nærbuxur sjálfs mín niður um mig. „Nú banka ég á bakdyrnar,“ hvísla ég stríðnisfullur í eyra hennar, þrýsti mér upp að dúnmjúkum rasskinnum hennar og sé að munnkrókarnir taka örlítinn kipp upp á við, þrátt fyrir allt. Ég færist í aukana, bít gæti- lega í holdmiklar rasskinnarnar, svefnvolg- ar, og hnusa af henni rétt í svip svo lítið ber á. Ég hef ekki farið í grafgötur með löngun mína til „bakdyramaka“ í samlífi okkar. Hef þó aldrei farið fram á slíkt berum orðum, af eindrægni þess sem heimtar og fær að lok- um. Veit sem er að hún myndi ekki taka slíkt í mál. Þess konar aðfarir að líkama kvenmannsins kallar hún „contra natura“ og slær um sig, kemur mér á óvart. Þá er ekki laust við að sjálfum þyki mér hneigð mín nokkuð skammarleg, að sjálfur sé ég örlítið „contra natura“ að hafa til slíks samlífis löngun. Afbrigðilegur. Fullur ónáttúru. Reyndar þykist ég vita að unnusta mín njóti ástaratlota okkar að sífellt takmark- aðra leyti. Þó þráir hún líkamlega nánd við mig og sækist eftir henni, einkum eftir því að vera kysst. Þá kemur fyrir að ég njóti þess að fela andlit mitt í brjóstum hennar, hvíla þar þreytt höfuð og láta gæla við hár mitt. En nú leggur hún blátt bann við fingr- um og tungu milli fótleggja sinna. Ég get ekki sagt að ég sakni þess mjög að grafa andlit mitt í löðrandi sköp hennar. En gjarnan vildi ég fá að reyna mig betur með fingurinn. Augu mín hafa vanist myrkrinu og ég fer enn blíðum höndum um þjóhnappa unnustu minnar. Þetta gríðarmikla tungl ofan á bleikmunstruðu sængurfötunum okkar sem minna mig alltaf á kápuna utan um klám- sögur Vitu Andersen. Ég renni tungunni eftir smáhrufóttu yfirborði þessa hnattar og nudda sjálfum mér upp við rasskinnarnar stóru. Hætti mér þó ekki inn á milli þeirra, í holið. Stæði ásetningur minn til slíkra myrkra- verka ætti mér þó að reynast slíkt leikur einn, og leiði nú hugann að smásögum Vitu sem ég stalst til að lesa sem unglingur, bak- við luktar dyr herbergis míns og faldi bók- ina djúpt ofan í skrifborðsskúffu. Það kem- ur mér á óvart hversu glöggt ég man enn sumar lýsingar bókarinnar. „Ég get ekki sofið,“ endurtek ég þegar hugur minn hvarflar á ný frá forboðnum bókum. En þegar ég sé að unnusta mín hef- ur steinsofnað við atlotin fýkur í mig. Ég hysja upp um okkur bæði og fleygi mér nið- ur við hlið hennar. Hún snýr sér á hina hlið- ina, reið yfir brussuganginum, en sofnar jafnharðan. Mér er á hinn bóginn fyrirmunað að festa svefn. Hlusta eftir vængjaþyt og kurri á þökunum mér til samneytis í andvökunni, en þar er allt fallið í ljúfa löð. Hrollköld íbúðin letur mig frá því að varpa af mér sænginni. En mér leiðist og er skyndilega ásóttur ljótum hugrenningum, nokkuð sem ég ræð illa við í þögn og til- breytingarleysi myrkursins. Hugsunin er ágeng og sér mig ekki í friði svo ég stíg loks fram úr, læt dyrnar að svefnherberginu ofurgætilega aftur. Því nú skal elskan mín, dúfan mín, sem ég mun aldrei gera nokkuð illt, fá að sofa. Sest við eldhúsborðið, vafinn náttslopp og angan unnustu minnar, og sting úr ódýrri rauðvínsflösku allt þar til hugsunin drukknar í göróttum leginum. Bíð þess að morgni á strætum þessarar skítugu borgar. Andvaka Teikning/Godur » „Ég get ekki sofið,“ endurtek ég þegar hugur minn hvarflar á ný frá forboðnum bókum. En þegar ég sé að unnusta mín hefur steinsofnað við atlotin fýkur í mig. Ég hysja upp um okkur bæði og fleygi mér niður við hlið hennar. Hún snýr sér á hina hliðina, reið yfir brussuganginum, en sofnar jafnharðan. Höfundur er rithöfundur og þýðandi. Hann er þýðandi Söngvanna frá Pisa eftir Ezra Pound sem komu út á síðasta ári. SMÁSAGA Eftir Þorvald Þorsteinsson kennsla@kennsla.is Það upplýsist hér með að myndin sem birtist með greininni„Hvað heldurðu að þú sért?“ í Lesbók Morgunblaðsins 24. maísl. var aðeins hluti myndverks eftir undirritaðan. Þar sást að- eins andlitsmynd án viðeigandi texta. Verkið er nú birt hér í heild sinni. Umrædd grein var sú fjórða sem birtist í greinaröð undirritaðs um þátt skapandi hugsunar í skólakerfinu og þá ómetanlegu eiginleika sem skólar okkar búa að í hverjum nemanda og kennara og öðrum sem starfi þeirra tengjast í smáu sem stóru. Fyrri greinarnar birtust 12. apríl, 26. apríl og 10. maí í kjölfar opnuviðtals 5. apríl undir fyrirsögninni „Tækifærið manneskjan“, sem jafnframt varð yfirskrift greinaflokksins. Ég hafði áætlað, samkvæmt minni innprentuðu excelhugsun, að ljúka þessum áfanga í sköpunarferli „Tækifærisins“ með nokkurs konar samantekt í 5. og síðustu greininni og átti hún að birtast hér í dag. Viðbrögð lesenda hafa hins vegar reynst svo óvænt og gjöful og tækifærið svo afgerandi að ég hef ákveðið, í samráði við umsjón- armann Lesbókar, að fresta lokagreininni til hausts og gefa efni hennar frekara andrými í ljósi þeirrar deiglu sem hér hefur skapast. Hér birtist þannig í reynd ánægjulegt dæmi um hið skapandi og jafnframt raunhæfa vinnuferli sem hvað ákafast er haldið á lofti í um- ræddum greinum. Um leið og ég þakka lesendum Lesbókar kröftugt og skapandi inn- legg hvet ég hina sem enn standa tvístígandi á þröskuldinum til að láta í sér heyra. Þökk þeim sem ... bíddu! MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 13 Einar Már Jónsson Maí 68 – Frásögn „Fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér það sem gerðist vorið ’68 er bókin mikill fengur, hún fer allítarlega yfir söguna og lýsir vel þeirri ringulreið sem ríkti í París þetta vor, bæði á götum úti og í pólitíkinni.“ Þröstur Helgason – Lesbók Morgunblaðs- ins, 24. maí 2008. „… skyldulesning fyrir öll ungmenni sem hafa áhuga á að bæta veröldina.“ Þráinn Bertelsson – Fréttablaðið, 31. maí 2008 „Síðasta bók Einars, Bréf til Maríu, kom út í fyrra og hlaut mikið umtal. Vefritið hvetur lesendur sína til að kynna sér þessa bók.“ – Vefritið, 6. júní 2008 Vandaðar bækur fyrir vandláta lesendur sími 561 0055 • www.ormstunga.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.