Morgunblaðið - 23.01.2008, Page 2

Morgunblaðið - 23.01.2008, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKIÐ Vísir hf. hefur ákveðið að loka starfsstöðvum sínum á Þingeyri og Húsavík í fimm mánuði í sumar. Þessi ákvörðun leiðir til þess að allt að 80 manns verða án atvinnu frá því í byrjun maí í vor og til fyrsta október í haust. Á hinum tveim- ur stöðunum, Djúpavogi og Grindavík, verður sumarfríið aðeins sex vikur eins og verið hefur. Einnig verður einu af skipum félagsins lagt í haust. „Ástæðan er öllum kunn. Við erum að fást við þann vanda sem fylgir því að vera skornir niður um 2.500 til 2.700 tonn af þorski á fiskveiði- árinu. Það þýðir að í heildina minnkar veiðin um allt að 4.000 tonn, því ljóst er að að minnsta kosti 1.500 tonn verða óveidd af ýsukvótanum hjá okkur. Okkur vantar meiri þorskveiðiheim- ildir til að ná henni,“ segir Pétur H. Pálsson, forstjóri Vísis. Tekur sjö mánuði að veiða þorskinn „Valmöguleikarnir hjá okkur voru að loka bara einni vinnslustöð og vinna áfram á hinum. En vegna þess hvað við erum búnir að sérhæfa okkur mikið er allur búnaður til söltunar á Djúpavogi og í Grindavík. Tvo mánuði fyrir sumarfrí og tvo mánuði eftir það munum við beita bátunum á keilu og löngu og það er eng- inn tækjabúnaður á Þingeyri og Húsavík til að vinna saltfisk úr þessum tegundum. Því verður heilsársvinnsla á Djúpavogi og Grindavík að frátöldu sex vikna hefðbundnu sumarfríi. Við reiknum með að það taki sjö mánuði af þessu fiskveiðiári að veiða þorskinn og munum fækka um eitt skip í haust. Þegar bezt lét voru þorsk- veiðiheimildir okkar 1.700 til 1.800 tonn á hvert skipanna fimm. Í upphafi næsta kvótaárs för- um við af stað með fjögur skip með 1.250 tonn á hvert þeirra. Við gerum svo ráð fyrir að geta veitt 7.000 tonn af öðrum tegundum með þorsk- inum, eða 12.000 tonn alls. Við viljum láta reyna á það að við getum farið í gegnum þetta með þessum hætti. Það felst í því að við fáum fólk til starfa þessa sjö mánuði og höldum því. Svo fylgir því töluverður kostn- aður að halda húsunum við og gangandi þó við lokum ekki alveg,“ segir Pétur. Til þessa hefur verið tekið sex vikna sumarfrí á öllum vinnslustöðvunum fjórum, en nú verður stoppað fyrsta maí og byrjað aftur fyrsta októ- ber á Húsavík og Þingeyri. Því bætast í raun um þrír og hálfur mánuður við sumarfríið hjá fólkinu. Stöðugildin eru 30 á Þingeyri og 50 á Húsavík. Svo bætist við áhöfn af einum bát í haust. „Það er alltaf einhver hreyfing á sjó- mönnunum og við vonumst til að ekki komi til þess að neinn missi vinnuna, þó við leggjum einum bát, en það á eftir að koma í ljós.“ Vona að þetta nægi Hann segist ekki vilja tjá sig um það hvort þorskkvótinn hafi verið skorinn of mikið niður, en það sé staðreynd að hlutföllin milli heimilda í þorski og ýsu gangi alls ekki upp. Engin leið sé að ná öllum heimildum í ýsunni. Auk þess kalli breytt sóknarstýring vegna niðurskurðarins á mikla veiði af smáfiski. „Þetta er erfið ákvörðun en ég er sáttur að þurfa ekki að ganga lengra í bili en þetta og vona bara að það nægi,“ segir Pétur H. Páls- son. Allt að 80 manns í langt sumarfrí  Starfsstöðvar Vísis á Húsavík og Þingeyri verða lokaðar í fimm mánuði í sumar  Starfsfólkið á rétt á atvinnuleysisbótum en lækkar verulega í launum  Hundruð manna munu missa vinnu sína í fiski Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Vinnslan Niðurskurður þorskkvótans kemur mjög harkalega niður á fiskverkafólki. Í HNOTSKURN »Niðurskurður þorskkvótans um 2.700tonn leiðir til allt að 4.000 tonna afla- samdráttar, þar sem fyrirsjáanlegt er að ýsukvótinn næst ekki. »Þetta er erfið ákvörðun en ég er sátturað þurfa ekki að ganga lengra í bili en þetta og vona bara að það nægi. „Þetta er slæmt mál, sem ekki sér fyrir end- ann á og ég spái fleiri uppsögnum á næstu vikum. En þetta teljast reyndar ekki vera uppsagnir hér. Heldur nýtir Vísir sér ákvæði í kjarasamningum sem er á þá leið að með fjögurra vikna fyrirvara geta fyrirtæki í fisk- vinnslu boðað lokun tímabundið vegna hrá- efnisskorts. Það eru því allir starfsmenn áfram í ráðningarsambandi, en þurfa hins vegar að skrá sig atvinnulausa og fara á at- vinnuleysisbætur. Það þýðir náttúrulega verulega tekjuskerðingu fyrir fólkið,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðs- félags Húsavíkur. Aðalsteinn bendir ennfremur á að víða um landið undanfarið hafi verið uppsagnir og eða boðaður samdráttur. Þau störf sem séu að tapast skipti hundruðum. „Við hjá Starfs- greinasambandinu vöruðum við þessu á sín- um tíma. Við vildum ekki að þorskkvótinn yrði skertur eins mikið og gert var og jafn- framt horft til þeirra staða, sem verst kæmu út. Það var ekki gert. Þetta er mjög alvarlegt mál og ég er búinn að óska eftir því að Starfs- greinasambandið taki það upp. Ég sé fyrir mér að við höfum samband við stjórnvöld og vekjum enn og aftur athygli á þessum mikla vanda sem blasir við því fólki, sem er að missa vinnuna þessa dagana. Þetta er eitt það versta sem hefur komið fyrir landsbyggð- ina,“ segir Aðalsteinn Baldursson. Spáir fleiri uppsögnum LÆGSTA tilboð í gerð Bolung- arvíkurganga er rúmlega hálfum milljarði undir áætluðum verktaka- kostnaði. Íslenskir aðalverktakar hf. og Marti Contractors Ltd. í Sviss bjóðast til að grafa göngin og ljúka tilheyrandi framkvæmdum fyrir tæpa 3,5 milljarða króna. Tilboð í Bolungarvíkurgöng voru opnuð hjá Vegagerðinni í gær og var Kristján Möller samgönguráð- herra viðstaddur. „Í fljótu bragði líst mér ágætlega á þetta,“ sagði Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri um tilboðin, þegar þau lágu fyrir. Hann tók þó fram að eftir væri að fara yfir tilboðin, endurreikna þau og athuga hvort einhverjir fyrir- varar væru gerðir. Bolungarvíkurgöng liggja milli Bolungarvíkur og Hnífsdals og auk þess að grafa göngin mun verktak- inn byggja forskála og leggja vegi að þeim. Göngin eru 5,1 km löng og 8,7 metra breið. Þau munu leysa af hólmi erfiðan veg um Ós- hlíð. Tilboð á bilinu 3,5 til 6 milljarðar kr. Fimm verktakar sýndu áhuga á að taka þátt í útboði um göngin og var fjórum boðið að taka þátt. Tilboðin voru á bilinu 3,5 til 6 milljarðar króna. Íslenskir aðal- verktakar hf. og samstarfsfyrir- tæki þeirra, Marti Contractors Ltd. í Sviss, áttu lægsta tilboð, 3.479 milljónir kr. Eru það 87,9% af áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarmanna. Næstlægsta til- boð er frá Leonhard Nilsen & Sön- ner As. í Noregi og Héraðsverki ehf. á Egilsstöðum, 3.667 milljónir kr. Ístak hf. bauðst til að taka verkið að sér fyrir 3.988 milljónir kr. og hæsta tilboð var frá Metros- tav a.s. í Tékklandi og Háfelli ehf., 5.994 milljónir kr. sem er liðlega 50% yfir áætluðum verktakakostn- aði. Að lokinni yfirferð Vegagerðar- innar verða væntanlega teknar upp viðræður við lægstbjóðanda. Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri sagði ekki hægt að segja til um hvenær gengið yrði frá samning- um. Verði samið við ÍAV um gerð ganganna verður þetta með allra stærstu verkum fyrirtækisins, að sögn Eyjólfs Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra sölu- og markaðs- sviðs, sem kvaðst ánægður með að vera með lægsta tilboð. Reiknar hann með að hægt verði að hefjast handa við gangagerðina með vor- inu. Göngin verða opnuð fyrir um- ferð á árinu 2010. Lægsta tilboð hálfum milljarði undir áætlun Árvakur/Ómar Tilboð opnuð Kristján Möller, Jón Rögnvaldsson, Rögnvaldur Gunnarsson og Einar Már Magnússon. HÆGUR gangur er í viðræðum að- ila vinnumarkaðarins. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Flóa- bandalagsins funduðu með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins (SA) á mánu- dag og var gert ráð fyrir að þeim fundarhöldum yrði haldið áfram í dag. Funduðu fulltrúar SA með fulltrúum verslunarmanna í gær. Gengur hvorki né rekur Vilhjálmur Egilsson, formaður SA, segir að viðræðurnar gangi hægt og beinist ekki að neinum ákveðnum þáttum kjarasamning- anna. „Það er allt undir í sjálfu sér. Menn eru að ræða samningstímann, útfærslu á opnunarmöguleikum samninga, hvernig launahækkanir munu koma til með að verða og samningskostnaðinn,“ sagði Vil- hjálmur í gær. „Þessu miðar afar hægt áfram en því miðar heldur ekki aftur á bak,“ bætti hann við. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, tók í sama streng og Vilhjálmur og sagði að umræður gærdagsins hefðu verið afar almennar og engir sérstakir hlutar samninganna hefðu verið ræddir fram yfir aðra. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins segir ekk- ert nýtt hafa komið fram á fundinum á mánudaginn. SA byggi enn á sömu tillögum og lagðar voru fram fyrir áramót og staðan sé því sú sama og þá. Samningaviðræður eru í hægagangi Árvakur/Golli Fundahöld Samningsaðilar þreifa hverjir á öðrum þessa dagana. LANDSBANKINN leitar nú að nýj- um meðfjárfesti til að gera yfirtöku- tilboð í fjármálafyrirtækið Close Brothers Group, eftir að Cenkos Securites ákvað að hætta viðræðum um að taka yfir verðbréfa- og fjár- málastarfsemi fyrirtækisins. Hugmyndin er sú að Landsbank- inn kaupi þann hlut starfseminnar er lýtur að bankastarfsemi. Hljóðaði upphaflegt yfirtökutilboð félaganna tveggja upp á 950 pens á hlut, sem svarar 173 milljörðum ísl. króna. Það var svo hækkað í 1.025 pens. Viðræður milli Landsbankans og stjórnenda Cenkos Securites höfðu staðið yfir um hríð, en eitt af höfuð- markmiðum Landsbankans með kaupunum var að renna fleiri stoðum undir alþjóðlega starfsemi bankans, með því að auka landfræðilega dreif- ingu lánasafns, fjármögnunar og tekjumyndunar hans. Áður en stjórnendur Cenkos Sec- urites ákváðu að draga sig út úr til- boðsferlinu höfðu farið fram ítarleg- ar viðræður sem hefur nú verið hætt eftir að samningar náðust ekki. Landsbankinn leitar nýs meðfjárfestis í Close

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.