Morgunblaðið - 23.01.2008, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Í HNOTSKURN
»Listri Frjálslynda flokksins og óháðra fékkeinn mann kjörinn í kosningunum 2006,
Ólaf F. Magnússon.
»Flestir sem skipuðu listann sögðu sig úrflokknum á síðasta ári eftir átök innan
flokksins.
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
MARGRÉT Sverrisdóttir og Guðrún Ásmunds-
dóttir, sem skipuðu 2. og 3. sæti F-listans fyrir síð-
ustu borgarstjórnarkosningar, ætla að starfa með
gamla meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur.
Fram kemur í tilkynningu að á fundi borgar-
stjórnarflokks Samfylkingar, Vinstri grænna og
Framsóknarflokks ásamt Margréti og Guðrúnu
hafi verið ákveðið að starfa áfram saman af fullum
heilindum og hafa nána samvinnu um málflutning
og tillögugerð, hér eftir sem hingað til. Haldnir
verði sameiginlegir fundir borgarstjórnarflokk-
anna og efnt til samstarfs um kosningar í nefndir
og ráð.
Er að bregðast stefnumálum og kjósendum
Ólafur F. Magnússon, verðandi borgarstjóri,
segist telja að Margrét Sverrisdóttir sé að bregð-
ast stefnumálum F-listans og kjósendum listans
með því að ganga ekki til liðs við nýjan meirihluta í
borgarstjórn Reykjavíkur. F-listinn hafi náð fram
öllum sínum meginbaráttumálum í málefnasamn-
ingi við Sjálfstæðisflokkinn og því ekki rökrétt að
hafna þessu nýja samstarfi.
Ólafur og samstarfsmenn hans unnu að því í
gær að stilla upp fólki í nefndir. Hann sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að þeirri vinnu væri ekki
lokið. Það hefði tafið þessa vinnu að hann hefði
vonast eftir að Margrét myndi starfa með nýja
meirihlutanum í nefndum, en hún hefur verið for-
maður menningarmálanefndar og setið í sam-
göngu- og umhverfisnefnd.
Efstu tíu menn á framboðslista F-listans hafa
myndað borgarstjórnarflokk listans. Ólafur sagði
að einungis Margrét og Guðrún Ásmundsdóttir,
sem skipuðu 2. og 3. sæti listans, hefðu lýst yfir
andstöðu við nýjan meirihluta. Þau sem skipuðu 7.
og 8. sætið hefðu lítið starfað með flokknum að
undanförnu, en aðrir í þessum hópi styddu nýja
meirihlutann og málefnasamning flokkanna.
Margrét og Guðrún starfa
með gamla meirihlutanum
Árvakur/Árni Sæberg
Samstarf Margrét ætlar að starfa með Degi.
Ólafur F. Magnússon segir Margréti Sverrisdóttur svíkja kjósendur F-listans
JÚLÍUS Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi kom fram sem
söngvari ásamt félaga sínum Arnþóri Helgasyni sem
lék með á píanó á menningardagskrá Blindrafélagsins í
gær. Fluttu þeir nokkur lög eftir Sigvalda Kaldalóns.
Guðrún Ásmundsdóttir leikkona annast reglubundna
dagskrá hjá félaginu og var afar ánægð með atriðin.
Árvakur/Frikki
Sönglög Kaldalóns í hávegum höfð
EIGINFJÁRSTAÐA Exista er í
raun aðeins 35 milljarðar króna, að
mati greiningardeildar sænska
bankans SEB Enskilda. Í sept-
emberlok nam bókfært eigið fé fé-
lagsins um 260 milljörðum. Eig-
infjárhlutfallið var þá 32%.
Í nýrri skýrslu frá greining-
ardeild SEB Enskilda kemst bank-
inn að þeirri niðurstöðu að Exista
hafi hleypt upp eiginfjárstöðu sinni
á fyrsta ársfjórðungi 2007 með því
að færa hlutdeild í söluhagnaði af
eignum sem Sampo seldi.
Bent er á að óráðstafað eigið fé
Exista hafi verið aukið um meira
en 500 milljónir evra (48,5 milljarða
króna) á fyrsta ársfjórðungi 2007.
Sú tala innhaldi nærri 15% hlut-
deild í 3 milljarða evra söluhagnaði
sem Sampo hafði af sölu Sampo
Bank til Danske Bank. Þannig hafi
eiginfjárstaða Exista verið styrkt. Í
skýrslunni segir að líklegast hafi
Exista þó aldrei fengið krónu af
þessum hagnaði.
SEB Enskilda segir að þegar
eigið fé Exista hefur verið leiðrétt
fyrir þessari hlutdeild í söluhagnaði
hafi eiginfjárstaða Exista í lok
þriðja ársfjórðungs verið nær 2,3
milljörðum evra (223 milljörðum
króna) en þeim 2,7 milljörðum evra
(262 milljörðum króna) sem reikn-
ingar félagsins segja til um.
Að auki reiknast greiningardeild
bankans til að verðmæti stærstu
eigna Exista hafi fallið í verði um
1,9 milljarða evra (183 milljarða
króna) frá hæsta virði þeirra í sum-
ar. Þegar tekið er tillit til þessa
þverrandi virðis eigna félagsins þá
megi gera ráð fyrir að eftir standi
einungis um 365 milljónir evra
(35,4 milljarðar króna) í raunveru-
legu eigin fé.
Exista er stærsti hluthafi Sampo
með 19,98% hlutafjár. Exista á
einnig 8,7% í Storebrand, 23% í
Kaupþingi, 39,6% í Bakkavör og
43,6% í Skiptum sem rekur Sím-
ann.
SEB Enskilda telur að verðmæti
eigna Exista nemi nú um 5 millj-
örðum evra (485 milljörðum króna)
en skuldir félagsins í haust námu
5,5 milljörðum evra (534 milljörðum
króna). Miðað við eignastöðuna
segir bankinn að ekki þurfi nema
7,5% verðfall á eignum Exista til að
eigið fé félagsins verði uppurið og
það neyðist til að selja eignir sínar
í Sampo og Storebrand.
Bankinn bendir jafnframt á að
komi til þess að Exista neyðist til
að selja þá hafi Sampo fjárhagslega
burði til þess að eignast eigin
hlutabréf.
SEB Enskilda birti leiðrétta eiginfjárstöðu Exista með tilliti til söluhagnaðar af
eignum Sampo og þverrandi verðmætis eigna Exista frá í sumar
„Exista gæti þurft að selja“
HINN nýi meirihluti í borgarstjórn
Reykjavíkurborgar beið þess ekki að
taka formlega við völdum næstkom-
andi fimmtudag heldur hófst þegar í
gær handa við að tryggja að stefnu-
mál hans gætu komist til fram-
kvæmdar. Lét meirihlutinn í gær
kalla til baka pöntun um prentun
álagningarseðla fasteignagjalda.
Voru þeir tilbúnir til prentunar í sam-
ræmi við ákvarðanir fyrri meirihluta.
„Við höfum lýst því yfir að við ætl-
um að lækka þessi gjöld um 5% og til-
laga okkar um það verður afgreidd á
[borgarstjórnarfundi nú á fimmtu-
daginn]. Síðan ætlum við líka í fram-
haldinu að láta athuga hvort hægt sé
að hækka viðmiðunartekjur þeirra
elli- og örorkulífeyrisþega sem eiga
að fá afslátt af fasteignagjöldum. Við
stöðvuðum því prentunina í tvo daga
til að þetta geti legið hreint fyrir strax
í upphafi,“ sagði Vilhjálmur við Morg-
unblaðið í gær.
Ekki var búið að senda neina álagn-
ingarseðla út til borgarbúa. „Við vild-
um bara gera þetta strax þannig að
okkur væri ekkert að vanbúnaði að
lækka þessi gjöld. Við erum bara
byrjuð að framkvæma okkar stefnu-
skrá og það verður ekkert lát á því,“
sagði Vilhjálmur.
Álagningar-
seðlar aftur-
kallaðir
ÞRÍR borgarstjórar verða á laun-
um hjá Reykjavíkurborg fram í
apríl. Ástæðan fyrir þessu eru tíð
borgarstjóra-
skipti í borginni.
Dagur B. Egg-
ertsson, fráfar-
andi borgar-
stjóri, á rétt á
þremur mánuð-
um í biðlaun, en
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson á
rétt á sex mán-
aða biðlaunum.
Laun og
launakjör borg-
arstjóra taka
mið af launum
forsætisráð-
herra, en laun
hans eru ákveðin
af kjararáði.
Borgarstjóri er í
dag með
1.077.908 krónur
í mánaðarlaun.
Borgarstjóri
sem hefur gegnt
því embætti í
eitt ár eða leng-
ur á rétt á sex
mánaða biðlaun-
um, en ef hann
hefur verið
skemur í emb-
ætti á hann rétt
á þriggja mán-
aða biðlaunum.
Vilhjálmur Þ.
var borgarstjóri í rúmt ár og Dag-
ur var borgarstjóri í rúmlega þrjá
mánuði.
Nýr meirihluti í borgarstjórn
hefur gert með sér samkomulag
um að skipt verði um borgarstjóra
eftir rúmt ár. Ef það verða svo aft-
ur borgarstjórnarskipti eftir
næstu kosningar greiðir borgin
borgarstjórum biðlaun í samtals 21
mánuð á tímabilinu október 2007
til nóvember 2010.
Þrír borg-
arstjórar
á launum
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Dagur B.
Eggertsson
Ólafur F.
Magnússon
BÍLVELTA varð í Ögurhvarfi í
Vatnsendahverfi í gær en ekki urðu
slys á fólki. Mikil hálka var á höf-
uðborgarsvæðinu síðdegis í gær og
urðu á þriðja tug umferðaróhappa,
án þess þó að slys hlytust af sam-
kvæmt upplýsingum lögreglunnar.
Vonskuveður og nokkur hlákutíð
setti einnig sinn svip á daglegt líf
fólks í gær.
Bílvelta í
Vatnsenda
♦♦♦
ÞÓRDÍS Tinna
Aðalsteinsdóttir
sem barðist við
lungnakrabba-
mein lést á
mánudag. Þórdís
Tinna fæddist
10. desember
1968. Vakti hún
mikla athygli
fyrir skrif á
bloggvef sínum
þar sem hún fjallaði af einlægni
um veikindi sín. Þórdís Tinna læt-
ur eftir sig eina dóttur.
Í september á síðasta ári barst
félagsmálaráðherra og heilbrigðis-
ráðherra fjöldi tölvubréfa frá les-
endum Þórdísar Tinnu þar sem
skorað var á ráðherrana tvo að
bæta kjör öryrkja og aldraðra í
kjölfar umfjöllunar Þórdísar
Tinnu.
Landsþekktur bloggari
Lést úr
krabbameini
Þórdís Tinna
Aðalsteinsdóttir
♦♦♦