Morgunblaðið - 23.01.2008, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008 9
FRÉTTIR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
ÓVISSA ríkir um að verktakafyr-
irtækið Arnarfell ehf. geti lokið gerð
umsaminna verkþátta við Jökulsár-
veitu Kárahnjúkavirkjunar vegna
fjárhagslegra þrenginga. Mögulega
verður annar verktaki fenginn til að
ljúka verkinu fyrir Landsvirkjun ef
mál Arnarfells skýrast ekki undir
helgina. Um er að ræða fjóra verk-
þætti virkjunarinnar sem tilheyra
Jökulsárveitu austan Snæfells, en
hún mun útvega um 25% vatns til
raforkuframleiðslu virkjunarinnar.
Sigurbergur Konráðsson, fram-
kvæmdastjóri og einn eigenda Arn-
arfells, segir ekki tímabært að tjá sig
opinberlega um stöðuna en að mál
muni skýrast í kringum næstu helgi.
Ljóst er að Arnarfell á í umtals-
verðum fjárhagserfiðleikum og hef-
ur lítið unnið á framkvæmdasvæðinu
frá því fyrir jól. Þá fóru um 100 út-
lenskir starfsmenn fyrirtækisins ut-
an í jólafrí og hefur endurkomu
þeirra til starfa ítrekað verið frestað.
Fjárhagserfiðleikar Arnarfells
komu fyrst upp á borðið sl. sumar,
en þá náði fyrirtækið samningum við
lánardrottna sína. Landsvirkjun
ábyrgðist fyrir nokkrum dögum
launagreiðslur til starfsmanna Arn-
arfells við Kárahnjúkavirkjun, inn-
lenda og erlenda, fyrir desember og
janúar. Landsbankinn er viðskipta-
banki Arnarfells og Lýsing leigir
fyrirtækinu tæki og sér um verk-
tryggingar þess og eru það þessir
tveir aðilar sem Arnarfell á nú í við-
ræðum við. Landsvirkjun fylgist
grannt með málum og undirbýr sig
ef skipta þyrfti um verktaka. Hún
vill fá niðurstöðu fyrir helgina svo
hægt sé að halda verkinu áfram. Sig-
urður Arnalds hjá Landsvirkjun
staðfestir að þeim möguleika hafi
verið velt upp að fá annan verktaka
til að taka framkvæmdir austan
Snæfells yfir. Jafnframt hafi verið
skoðað að Landsvirkjun hlypi undir
bagga með Arnarfelli á einhvern
hátt. „Við þurfum að skoða alla
möguleika meðan mál Arnarfells er í
biðstöðu til að spara tíma og vera til-
búnir,“ segir Sigurður og á von á að
línur skýrist um næstu helgi. „Næsti
verkáfangi var að tengja Jökulsár-
veituna næsta sumar, þ.e. Jökulsá í
Fljótsdal, inntaksmannvirki og loku-
búnað þannig að veitan verði þá
rekstrarhæf.“
Um þriðjungi verkþátta ólokið
Verkþættirnir sem Arnarfell er
með austan Snæfells eru fjórir: KAR
21 sem er gerð innsta hluta Jökuls-
árveituganga og er lokið utan frá-
gangs, KAR 22, sem felur í sér bygg-
ingu Ufsarstíflu ásamt botnrás og
yfirfalli og á að vera lokið í ágúst í ár.
Því verki er nánast lokið. KAR 23 er
stíflur í Kelduá, Grjótá og Innri-
Sauðá ásamt botnrásum og yfirföll-
um og á að ljúka næsta haust en 80%
verksins er ólokið. Loks er samning-
ur KAR 24 um holun Kelduárganga
og Grjótárganga, byggingu loku-
mannvirkja og gröft aðliggjandi
skurða. Framkvæmdir við Grjótár-
göng eru rétt hafnar en við Kelduár-
göng eru þær langt komnar. Báðum
hlutum á að vera lokið á næsta ári.
Tæplega þriðjungi allrar vinnu Arn-
arfells á svæðinu er ólokið.
Nú vinna hátt í 270 manns á veg-
um Impregilo við Kárahnjúkavirkj-
un, eitthvað um 30 manns frá öðrum
verktökum og um 40 starfsmenn eru
þar á vegum Arnarfells. Þeir halda í
horfinu og undirbúa framhald vinnu
á svæðinu.
Vilja lausn fyrir helgi
Arnarfell á í samningaviðræðum við lánardrottna vegna fjárhagsörðugleika
Landsvirkjun vill fá niðurstöðu og skoðar aðra verktaka í verkefni austan Snæfells
Árvakur/Steinunn Ásmundsdóttir
Gangavinna Hægt hefur verulega á framkvæmdum austan Snæfells.
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
40-70% afsláttur Dagskrákl. 13:30 Setning skattadags KPMG
Jón S. Helgason, stjórnarformaður KPMG
Helstu skattalagabreytingar og umfjöllun um áhugaverða dóma og úrskurði
Jónas Rafn Tómasson, sérfræðingur á skattasviði KPMG
Reikningsskil í erlendum gjaldmiðlum
Reikningshaldsleg og skattaleg álitamál
Alexander G. Eðvardsson, forstöðumaður skattasviðs KPMG
Milliverðlagning
Kristján Gunnar Valdimarsson, skattasérfræðingur hjá Landsbankanum
kl. 15:20 Kaffihlé
kl. 15:40 Söluhagnaður hlutabréfa – álitamál í nýju lagafrumvarpi
Sigurjón Högnason, sérfræðingur á skattasviði KPMG
Beinir skattar fyrirtækja í alþjóðlegu samhengi
Wilbert H A Kannekens, Head of Global International Corporate Tax KPMG
Staða Íslands í skattamálum
Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra
kl. 17:10 Fyrirspurnir og umræður
kl. 17:30 Léttar veitingar
Ráðstefnustjóri : Símon Þór Jónsson, sérfræðingur á skattasviði KPMG
© 2008 KPMG hf., íslenski aðilinn að KPMG International, svissnesku samvinnufélagi. Öll réttindi áskilin.
Aðalfyrirlesari að þessu sinni er Wilbert H A Kannekens sem
er Head of Global International Corporate Tax hjá KPMG.
Skattadagurinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvupósti á tax@kpmg.is
Ráðstefnan veitir 4 einingar í skatta- og félagarétti
skv. reglugerð um endurmenntun endurskoðenda.
Skattadagur KPMG
24. janúar á Grand Hótel
Við erum að flytja og því höfum við til sölu notuð
skrifstofuhúsgögn, þ.e. skrifborð, skápa,
skrifstofustóla ofl.
Einnig ísskápa, borð, stóla o.fl. í eldhúsið.
Selst ódýrt.
Upplýsingar á skrifstofutíma gefur
Hanna Dóra Haraldsdóttir í síma 530-8400
eða hdh@1912.is
www.nathan. i s
Notuð
skrifstofuhúsgögn
til sölu
BÖÐVAR Jónsson aðstoðarmaður
Árna M. Mathiesen fjármálaráð-
herra segir fjármögnun á rann-
sókn jarðganga til Eyja til skoð-
unar í ráðuneytinu.
Ekki sé þó hægt að tala um
nein loforð í því sambandi, heldur
að fullur vilji sé til þess að finna
fjármagn til að ljúka rannsókn-
um.
Tímasetningar liggja þó ekki
fyrir í þeim efnum. Nefndar hafa
verið tölur upp á 50-60 milljónir
króna í þessu samhengi og segir
Böðvar að skoða þurfi fjárþörfina.
Fjármálaráðherra sat nýlega
fund með Vestmannaeyingum
ásamt fleiri sjálfstæðismönnum
þar sem þessi mál voru rædd
meðal annarra mála.
Vilji til að finna rann-
sóknafé vegna ganga
DAGUR B. Eggertsson borgarstjóri
og Björn Ingi Hrafnsson formaður
íþrótta- og tómstundaráðs (ÍTR) hafa
undirritað þjónustu- og rekstrar-
samninga við 25 íþróttafélög og
æskulýðssamtök í Reykjavík. Samn-
ingarnir eru til þriggja ára og metnir
á 6,5 milljarða króna, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu.
Í samningunum er kveðið á um
stuðning Reykjavíkurborgar vegna
þjónustu félaganna við borgarbúa,
húsaleigu- og æfingastyrkja, styrkja
vegna íþróttafulltrúa og starfsmanna,
styrki vegna fasteignaskatta, bygg-
ingastyrkja og sumarnámskeiða.
Félögin sem samið er við eru: ÍBR,
Ármann, Þróttur, KR, Fram, Víking-
ur, Fylkir, ÍR, Fjölnir, Leiknir,
Skautafélagið Björninn, Hesta-
mannafélagið Fákur, Golfklúbbur
Reykjavíkur, Íþróttafélag fatlaðra,
Júdófélag Reykjavíkur, Karatefélag
Reykjavíkur, Skautafélag Reykjavík-
ur, Skylmingafélag Reykjavíkur,
TBR, Þórshamar, Klifurfélag
Reykjavíkur, Valur, Sundfélagið Æg-
ir, Skátasamband Reykjavíkur og
KFUM og K.
Þá er sérstakur samningur í gildi
við ÍBR, sem er aðili að öllum samn-
ingunum við íþróttafélögin ásamt
ÍTR.
Á samningstímanum nemur stuðn-
ingur Reykjavíkurborgar vegna
þessara samninga til ofangreindra fé-
laga alls 4,8 milljörðum króna og í
þeim eru einnig sérstök ákvæði er
snúa að frístundakortinu en á samn-
ingstímanum mun Reykjavíkurborg
verja 1,7 milljörðum króna til stuðn-
ings við börn og foreldra til þátttöku í
íþrótta-, æskulýðs- og tómstunda-
starfi.
6,5 milljarð-
ar í íþróttir