Morgunblaðið - 23.01.2008, Qupperneq 11
Árvakur/Kristinn Ingvarsson
Girnilegt Talið f.v. huga þeir Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri, Hrólfur
Jónsson, framkvæmdastjóri eignasjóðs Reykjavíkurborgar, Kristján Möll-
er samgönguráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að veiting-
unum í húsakynnum framkvæmdasviðs í Skúlatúni: umferðarljósatertum.
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
NÝLEGA var lokið úttekt á fyrsta
áfanga miðlægs stýrikerfis umferð-
arljósa við alls 39 gatnamót í Reykja-
vík og Hafnarfirði. Kerfið lagar um-
ferðarljósin að umferðinni á hverjum
tíma, nemar í malbikinu veita stöð-
ugt upplýsingar um umferðarþung-
ann. Framleiðandi tölvubúnaðarins,
Siemens í Þýskalandi, afhenti hann
með formlegum hætti í gær að við-
stöddum borgarstjóra og samgöngu-
ráðherra en um er að ræða sam-
starfsverkefni Reykjavíkurborgar
og Vegagerðarinnar.
Áætlað er að kerfi af þessu tagi
muni skila sér í 2-10% styttingu
aksturstíma og sparnaður bíleigenda
gæti orðið samanlagt 125-900 millj-
ónir á ári. Kostnaður við verkefnið
2006-2007 var 280 milljónir króna.
Umferðarljós eru nú við 116
gatnamót í Reykjavík. Kerfið velur
ávallt það stýriforrit fyrir ljósin sem
er hagkvæmast og lágmarkar bið-
tíma vegfarenda. Miðlæg stjórntölva
reiknar út flæðið á hverjum tíma og
sendir boð út um ljósleiðara í stjórn-
kassa við hver gatnamót.
Ljósin á gatnamótum Sæbrautar
og Kringlumýrarbrautar voru biluð í
rúma viku og þar varð harður
árekstur á sunnudag. Dagbjartur
Sigurbrandsson, yfirmaður umferð-
arljósa hjá Reykjavíkurborg, segir
að komið hafi í ljós með síumæling-
um að ástæðan hafi ekki verið bilun í
tölvubúnaðinum frá Siemens heldur
sveiflur í spennu á rafmagni.
„Þetta tengist því að það kemur
truflun inn á rafmagnskerfið,“ segir
Dagbjartur. „Ég hef beðið Orkuveit-
una að mæla fyrir mig í einn eða tvo
sólarhringa með sírita sem settur er
á heimtaugina við ljósin, framan við
búnaðinn okkar, hvað berist til okk-
ar. Þá eigum við að geta lesið út úr
því hvað er að gerast.“ Dagbjartur
segir að þegar bilun verði í spennum
í orkuverum komi geysimikið,
snöggt högg. Flest tæki þoli þetta en
búnaðurinn frá Simens virðist stund-
um vera næmur fyrir slíkum trufl-
unum. „Þegar höggið er afstaðið
annaðhvort slokknar á ljósunum eða
þau blikka. Þá endursetjum við for-
ritið í kassanum en þurfum þá að
senda mann á staðinn.“
Fyrsti áfangi stýri-
kerfis umferðarljósa
Miðlægt kerfi gæti sparað bíleigendum allt að 900 millj. á ári
Í HNOTSKURN
»Sjálfvirkt vöktunarkerfi tryggir að vaktmenn fá samstundis tilkynn-ingu um bilun og við hvaða gatnamót hún sé.
»Umferðarljósin eru tengd við stjórntölvuna frá Siemens með ljósleið-ara sem ekki hefur verið gert áður í heiminum.
»Talið er að eknir séu um 1.260 milljón km á höfuðborgarsvæðinu áári, þar af um 150 millj. km á svæðinu sem fyrsti áfangi stýrikerfis-
ins nær yfir.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008 11
FRÉTTIR
Í GÆR var veittur vinningur fyrir leikinn „Skjóttu á úrslitin“ en þar gafst
notendum mbl.is kostur á að giska á röð efstu manna í Formúlu 1-
kappakstrinum. Vinningurinn að þessu sinni var HP Pavilion-fartölva með
2gb vinnsluminni, 250 GB hörðum diski, DVD o.fl.
Árvakur/Kristinn Ingvarsson
Verðlaun Arna María Gunnarsdóttir frá Opnum kerfum afhendir hér
Sveini Sigurjónssyni fartölvuna í sigurlaun. Finnur Orri Thorlacius, for-
stöðumaður áskriftardeildar Morgunblaðsins, fylgist með.
Vinningur veittur í leik mbl.is
Á MORGUN, fimmtudag stendur
UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu
þjóðanna, fyrir opnum hádegis-
fundi með dr. Minkailu Bah,
menntamálaráðherra Síerra Leóne
og Geert Cappelaere, yfirmanni
UNICEF í Síerra Leóne. Munu þau
bæði halda erindi um málefni barna
og fjalla um reynslu sína í hinu
stríðshrjáða landi Síerra Leóne.
Hádegisfundurinn verður haldinn í
Miðstöð Sameinuðu þjóðanna,
Laugavegi 42, 2. hæð. Fundurinn
stendur frá kl. 12 til 13.
Síerra Leóne er næstfátækasta
ríki heims. Blóðug borgarastyrjöld
geisaði þar frá 1991 til 2002 sem
hafði skelfilegar afleiðingar fyrir
íbúa landsins og þá ekki síst fyrir
börnin. Fátækt landsins veldur því
að barnadauði er þar hvergi meiri,
skortur á skólum, kennurum, skóla-
gögnum með þeim afleiðingum að
30% barna fá enga menntun.
Reuters
UNICEF Meðal barna sem David
Beckham, góðgerðarsendiherra
UNICEF, hitti í Sierre Leone í síð-
ustu viku var þessi 5 ára telpa.
UNICEF
heldur fund
STJÓRN Samtaka eigenda sjávar-
jarða vekur athygli á fram komnum
úrskurði Mannréttindanefndar Sam-
einuðu þjóðanna, í máli tveggja sjó-
manna gegn íslenska ríkinu.
„Úrskurðurinn gengur m.a. út á
að jafnræðis borgaranna um at-
vinnurétt til fiskveiða sé ekki gætt,
ásamt því að greiða beri sjómönn-
unum fullar bætur og koma á fisk-
veiðistjórnunarkerfi sem uppfyllir
kröfur alþjóðalaga.
Stjórn Samtaka eigenda sjávarjarða vekur ennfremur athygli á því að
sjávarjarðir á Íslandi eiga bæði þinglýstan eignarrétt til sjávarins – netlög
– og óskipta hlutdeild í sjávarauðlindinni í heild vegna sjávarins og lífrík-
isins og atvinnurétt á eigninni. Jafnframt vísa Samtök eigenda sjávarjarða
til þess, að íslensk stjórnvöld hafa hvorki virt þinglýstan eignarrétt eig-
enda sjávarjarða né atvinnurétt til útræðis. Samningur Sameinuðu þjóð-
anna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, 26. grein samningsins um
almennu jafnræðisregluna, hefur því verið brotinn á eigendum sjáv-
arjarða, bæði hvað varðar eignarrétt og atvinnurétt.
Í þeirri baráttu að ná fram rétti sínum, sem eigendur sjávarjarða hafa
ólöglega verið sviptir, munu samtökin taka mið af þessum úrskurði Sam-
einuðu þjóðanna,“ segir í frétt frá samtökunum.
Heimasíða samtakanna er á slóðinni www.ses.is
Segja úrskurð Mannréttinda-
nefndar einnig ná til sjávarjarða
Árvakur/RAX
FASTANEFND Fjórðungssam-
bands Vestfirðinga um samgöngu-
mál hefur sent samgönguráðherra
ályktun þar sem lýst er yfir fullum
stuðningi við fyrirhugaða byggingu
samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri í
Reykjavík. „Enda mun hún valda
straumhvörfum í þjónustu við þá
gesti höfuðborgarinnar sem ferðast
með flugi eða áætlunarbifreiðum,“
segir í ályktuninni.
Ljóst er að með tilkomu slíkrar
samgöngumiðstöðvar muni tengsl
landsbyggðar og höfuðborgar efl-
ast. Löngu sé orðið tímabært að við
flugvöllinn í höfuðborg Íslands rísi
nútímaleg samgöngumiðstöð.
Nútímaleg sam-
göngumiðstöð
FUNDUR sem hugsaður er sem
skref í þá átt að vekja umræður um
líðan barns þegar foreldri þess
greinist með krabbamein verður
haldinn í kvöld, miðvikudags-
kvöldið 23. janúar, kl. 20 í húsnæði
Ráðgjafarþjónustu Krabbameins-
félagsins, Skógarhlíð 8, 1. hæð.
Fjallað verður um hvernig fólk get-
ur styrkt hvað annað sem foreldrar
til þess að eiga samræður við börn
sín og mæta þörfum þeirra á ein-
lægan hátt við slíkar aðstæður.
Hugmyndin er að velta fyrir sér
samræðum við börn þegar krabba-
mein kemur upp í fjölskyldunni.
Eva Yngvadóttir, Anna Ingólfs-
dóttir og Margrét Friðriksdóttir
verða með framsögu á fundinum en
þær hafa allar upplifað það að maki
þeirra greindist með krabbamein.
Að framsöguerindunum loknum
verða umræður. Fundarstjóri er
Gunnjóna Una Guðmundsdóttir fé-
lagsráðgjafi.
Fundurinn fer fram í húsnæði
Ráðgjafarþjónustu Krabbameins-
félagsins, Skógarhlíð 8, Reykjavík.
Líðan barns og
veikindi foreldra
STUTT
MÉR einfaldlega ofbauð þegar sá
þessa auglýsingu og eiginlega bara
krossbrá,“ segir Árni Jónsson um
auglýsingu íslensks fyrirtækis á
snjóbrettum. Á auglýsingunni má sjá
snjóbrettamann komast undan snjó-
flóði. „Sennilega á myndin að gefa til
kynna að það sé ekkert mál að
„sörfa“ snjóflóð og sleppa frá þeim
lifandi,“ skrifar Árni á heimasíðu sína
www.snjoflod.is.
Árni sem er verkfræðingur að
mennt og sérfróður um snjóflóð segir
70% þeirra sem fórust í snjóflóðum í
aðildarríkjum Alþjóðlega fjallabjörg-
unarráðsins hafa verið á skíðum eða
snjóbrettum utan merktra skíða-
leiða. „Menn eiga alls ekki að leika
sér að því að skíða á svæðum þar sem
hætta er á snjóflóðum eða auglýsa
svona eins og verið er að gera þarna.“
Það sé í algjörum undantekningartil-
fellum að mönnum takist að sleppa úr
snjóflóðum með þessum hætti. Yfir-
leitt sé um að ræða atvinnumenn í
auglýsingaiðnaði sem komi flóðunum
þá af stað og hanni atburðarásina ná-
kvæmlega. Almennt verði menn að
hafa þekkingu eða þjálfun á snjóflóð-
um áður en þeir fari inn á fjallasvæði
þar sem snjór er.
Spurður hvort Íslendingar séu
værukærir gagnvart snjóflóðahætt-
unni segir Árni að eftir snjóflóðin á
tíunda áratugnum hafi menn vaknað
við að snjóflóð væru eitthvað sem
yrði verulega að varast. „Eftir því
sem líður frá alvarlegum atvikum
taka menn minna mark á þeim. Það
þarf alltaf að minna menn á að snjó-
flóð geta fallið og grandað lífi ef
menn lenda í þeim,“ segir Árni. Snjó-
flóð séu ekki fyrirbæri sem menn eigi
að sækjast eftir að vera í námunda
við.
„Staðreyndin er sú að við þurfum
ekki að fara langt til að koma inn á
hættusvæði. Menn hafa lent í snjó-
flóði í Esjunni, í Kistufellinu og í
sjálfu sér líka í Bláfjöllum.“
Segir snjóbrettaauglýsing-
ar mæra áhættuhegðun
Engin ástæða til að gera lítið úr snjóflóðahættunni