Morgunblaðið - 23.01.2008, Side 14

Morgunblaðið - 23.01.2008, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ROMANO Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, lagði stjórn sína að veði í gær þegar hann óskaði eftir traustsyfir- lýsingu frá þinginu eftir að stjórnin missti meirihluta sinn í öldunga- deildinni. Stjórn Prodis virðist riða til falls eftir að smáflokkurinn UDEUR til- kynnti að hann myndi ekki verja stjórnina vantrausti á þinginu. Leið- togi flokksins, Clemente Mastella, hafði sagt af sér embætti dóms- málaráðherra eftir að skýrt var frá því að hann og eiginkona hans sættu rannsókn vegna meintrar spillingar. Stjórnin missti eins sætis meiri- hluta sinn í öld- ungadeildinni en er enn með öruggan meiri- hluta í neðri deildinni. Traustsyfirlýs- ingin verður bor- in undir atkvæði í neðri deildinni í dag og líklega á morgun í öldungadeildinni. Vilja ný kosningalög Til að halda velli í öldungadeild- inni án stuðning UDEUR þarf Prodi að reiða sig á atkvæði sjö ókjörinna þingmanna sem hafa ver- ið skipaðir ævilangt í öldungadeild- ina. Stjórnmálaskýrendur segja að UDEUR hafi hætt að styðja stjórn- ina vegna hugsanlegra breytinga á kosningalöggjöfinni sem verða bornar undir þjóðaratkvæði síðar á árinu. Verði breytingarnar sam- þykktar hverfa smáflokkar á borð við UDEUR af þinginu. Flokkurinn fékk aðeins 1,4% atkvæða í síðustu kosningum. Ítölsk dagblöð töldu í gær ólíklegt að stjórn Prodis héldi velli. Falli stjórnin er hugsanlegt að forsetinn rjúfi þing og boði til kosninga eða skipi bráðabirgðastjórn til að knýja fram breytingar á kosningalöggjöf- inni. Margir stjórnmálamenn Ítalíu eru þeirrar skoðunar að breyting- arnar séu nauðsynlegar til að hægt verði að mynda sterkar ríkisstjórnir án stuðnings smáflokka. Lagði stjórnina að veði Romano Prodi Prodi óskar eftir stuðningsyfirlýs- ingu frá þinginu Álitsgjafa úr röðum demókrata greindi á um hvor frambjóðendanna hefði haft betur í kappræðunum sem stóðu í tvær klukkustundir. Nokkrir þeirra sögðu að Obama hefði tapað á Myrtle Beach. AP, Washington Post. | Til snarpra orðaskipta kom milli öld- ungadeildarþingmannanna Hillary Clinton og Barack Obama í sjón- varpskappræðum sem fram fóru í Suður-Karólínu í fyrrakvöld. Clinton og Obama, sigurstranglegustu fram- bjóðendurnir í forkosningum demó- krata, sökuðu meðal annars hvort annað um að fara frjálslega með staðreyndir. Kappræðunum var lýst sem hvössustu og áköfustu orðaskiptun- um til þessa í baráttu Clinton og Obama. Þau skiptust á ásökunum, persónulegum árásum og gripu hvað eftir annað fram í hvort fyrir öðru. því að vera í varnarstöðu og eyða of miklum tíma í að útskýra afstöðu sína í ýmsum málum. Aðrir töldu að Clinton hefði verið svo ágeng og hvöss að það kynni að kosta hana mörg atkvæði. Stuðningsmenn Johns Edwards vona að hann njóti góðs af því að Clinton og Obama fæli kjósendur frá sér með orðaskakinu. Obama sakaði Hillary Clinton og eiginmann hennar, Bill, um að fara frjálslega með staðreyndir og svífast einskis til að sigra. Stuðningsmenn Obama hafa gagnrýnt forsetann fyrrverandi fyrir að hafa farið yfir strikið í stuðningi sínum við framboð eiginkonunnar. Farið að hitna í kolunum Hillary Clinton Barack Obama Í AMMAN í Jórdaníu vaknaði fólk við það í gærmorgun, að nokkuð hafði snjóað um nóttina. Var því tekið fagnandi enda hefur mikill þurrkur verið í vetur og gróður far- inn að líða fyrir. Þótt snjór sé frem- ur sjaldséður getur stundum kafsnjóað í þessu eyðimerkurlandi. AP Undir snjóþungu limi ÖNDVERT við það, sem flestir telja, hefur hitastigið á jörðinni ekk- ert hækkað í áratug. Það bendir til þess, segir danskur prófessor, að áhrif koltvísýrings í loftslagslíkön- um vísindamanna séu ofmetin. Um það er ekki deilt að meðalhiti á jörðinni hefur hækkað á síðustu áratugum en Ole Humlum, danskur prófessor í jarðeðlisfræði við há- skólann í Ósló, segir að síðustu tíu árin hafi hann staðið í stað. Telur hann raunar að það muni heldur kólna á næstunni. „Í tíu ár hefur hitastigið ekkert hækkað þótt koltvísýringur í and- rúmsloftinu hafi á sama tíma aukist mikið. Samkvæmt loftslagslíkönun- um hefði meðalhitinn átt að hækka um 0,3 gráður á þessum tíma en svo var ekki. Það vekur grunsemdir um að áhrif koltvísýrings í andrúmsloft- inu séu ofmetin. Það kæmi mér ekki á óvart þótt meðalhitinn hefði lækk- að lítillega eftir 10 eða 20 ár,“ segir Humlum að því er fram kemur í Jyllands-Posten. Jørgen Peder Steffensen, for- stöðumaður Stofnunar Niels Bohr við Kaup- mannahafnarhá- skóla, segist enn trúa því að hita- stigið eigi eftir að hækka mikið vegna svokallaðra gróðurhúsa- áhrifa. „Það er hins vegar rétt hjá Ole Humlum að hitastigið hefur ekkert hækkað í áratug. Það er líka rétt hjá honum að það er margt í þessum málum sem við skiljum ekki til hlítar. Við hér á stofnuninni höf- um rætt um skýringar á því að hita- stigið hefur ekki hækkað í tíu ár en gleymum því ekki að einn áratugur er ekki langur tími og segir því kannski ekki mikið um þróunina,“ segir Steffensen. Engin hitaaukning á jörðinni í áratug Ole Humlum TALIÐ er, að allt að tíu menn hafi tekið þátt í að ræna póstmiðstöðina í Gautaborg í gærdag, en um kvöldið hafði lögreglan handtekið þrjá menn grunaða um aðild. Er ráninu lýst sem eins konar hernaðaraðgerð, sem hafi ekki aðeins beinst að póst- miðstöðinni, heldur einnig gegn lög- reglunni og raunar öllum almenn- ingi. Búist er við, að það eigi eftir að hafa áhrif á viðbúnað og starfs- aðferðir sænsku lögreglunnar. Á sama tíma og póstmiðstöðin var rænd var kveikt í bílum á þremur stöðum ekki mjög fjarri, tveimur á hverjum stað, og skildir voru eftir pakkar hér og hvar, meðal annars við eina lögreglustöð, sem óttast var, að væru sprengjur. Flóttabíllinn, sem ræningjarnir notuðu, fannst í gær. Per Ljungberg, talsmaður sænsku póstþjónustunnar, sagði í gær, að póstmiðstöðin í Gautaborg væri ein sú stærsta í landinu, um hana færu um tvær milljónir póst- sendinga daglega. Sagði hann, að samt kæmi ránið dálítið á óvart. Vafalaust væru einhver verðmæti í einhverjum allra þessara sendinga en að hitta á þau væri nú kannski þrautin þyngri. Ekki virtist það al- veg ljóst í gær hvað ræningjarnir hefðu haft á brott með sér. Bíræfið rán í póst- miðstöð Gautaborgar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.