Morgunblaðið - 23.01.2008, Síða 15

Morgunblaðið - 23.01.2008, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008 15 SIR Edmund Hillary var borinn til grafar á Nýja-Sjálandi í fyrrakvöld, rúmri hálfri öld eftir að hann varð fyrstur manna til að klífa hæsta tind heims ásamt sjerpanum Norgay Tenzing. Þúsundir manna fylgdust með út- förinni og líkfylgdinni í Auckland á Nýja-Sjálandi. Útförin var sýnd í beinni sjónvarpsútsendingu víða um heim, meðal annars á Suður- skautslandinu þar sem Hillary fór fyrir fyrsta leiðangrinum á vél- knúnum farartækjum landleiðina á suðurpólinn 1957-58. Við útförina lögðu fulltrúar sjerpa sorgarklúta yfir líkkistuna sem var sveipuð fána Nýja-Sjálands og á henni var ísöxin sem Hillary notaði þegar hann kleif tind Eve- rest árið 1953. Meðal viðstaddra var Helen Clark, forsætisráðherra Nýja- Sjálands, sem lýsti Hillary sem þjóðhetju og „þekktasta Nýsjálend- ingi okkar tíma“. Sir Edmund Hillary borinn til grafar Reuters Hetjan kvödd Kista sir Edmunds Hillary borinn út úr kirkju í Auckland á Nýja-Sjálandi. Fjallgöngumenn stóðu þar heiðursvörð með ísstingi. ÍRASKA þingið samþykkti í gær að breyta þjóðfána landsins (sá neðri) og er hugmyndin að þeim nýja mjög lík þeim gamla. Stjörnurnar þrjár sem táknuðu Baath-flokkinn, flokk Saddams Husseins, fyrrverandi Íraksforseta, hafa verið fjarlægðar, sem og trúarlegur texti sem talinn er hafa verið með rithönd hans. Hluti ástæðunnar fyrir breyting- unni er sá að Kúrdar hafa ekki vilj- að flagga fána sem minni á leiðtoga sem kúgaði þjóð þeirra, en sá nýi verður tímabundinn þjóðfáni Íraks. Nýr þjóðfáni FRED Thomp- son, einn fram- bjóðenda í for- kosningum repúblikana fyr- ir forsetakosn- ingarnar í Bandaríkjunum í ár, skýrði frá því í gær að hann hefði dregið framboð sitt til baka. Batt hann vonir við að kosn- ingarnar í Suður-Karólínu á laug- ardag myndu koma framboði sínu á réttan kjöl. Annað kom á daginn og er ákvörðunin talin munu kunna styrkja framboð Mike Huckabee. Thompson dregur sig í hlé Fred Thompson HENRIETTE Kjær, talsmaður danska Íhaldsflokksins, sagði í gær að hugsanlega yrði boðað til nýrra kosninga í Danmörku eftir að óháð- ur þingmaður tók afstöðu með stjórnarandstöðunni og olli því að stjórnin getur ekki komið fram frumvarpi um innflytjendamál. Kjósa Danir aftur? STJÓRNIN í Serbíu samþykkti í gær drög að samningi við rúss- neska gasrisann Gazprom, sem mun taka þátt í uppbyggingu olíu- og gasiðnaðar landsins. Aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá stórum orkusamningum Rússa í Búlgaríu. Semja við Rússa INDVERSKUR embættismaður varaði í gær við stóráföllum vegna mikils fuglaflensu- faraldurs í Ind- landi en þar hafa fimm mann- eskjur verið sett- ar í sóttkví vegna gruns um sýkingu. Fuglaflensa geisar nú í átta hér- uðum í Vestur-Bengal en dauðir fuglar hafa verið seldir almenningi á niðursettu verði. Þá eru fréttir um að fuglaflensan í Bangladess sé miklu útbreiddari en opinberlega er gefið upp. „Hún er bókstaflega úti um allt,“ sagði M.M. Khan, tals- maður kjúklingaræktenda. Fuglaflensa „úti um allt“ Fuglinum slátrað. STUTT Höfuðstólstryggðir reikningar E N N E M M / S ÍA / N M 3 17 10 ÖRUGG FJÁRFESTING — TRYGGÐUR HÖFUÐSTÓLL Sölutímab il 17.-24. ja n. Kynntu þér málið á kaupþing.is, í síma 444 7000, eða komdu við í næsta útibúi. ICEin 0708 • Lágmarksupphæð er 500.000 kr. • Reikningurinn er bundinn í sex mánuði • Ávöxtun að hámarki 11% á tímabilinu sem jafngildir 23% á ársgrundvelli • Fylgir OMXI15 vísitölunni • Höfuðstóll er tryggður í ISK • Upphafsgengi ákvarðast við lok dags 25. janúar • Sölutímabilið er frá 17. - 24. janúar EURin 0708 • Lágmarksupphæð er 500.000 kr. • Reikningurinn er bundinn í sex mánuði • Ávöxtun að hámarki 15% á tímabilinu sem jafngildir 32% á ársgrundvelli • Fylgir gengi evrunnar • Höfuðstóll er tryggður í ISK • Upphafsgengi ákvarðast við lok dags 25. janúar • Sölutímabilið er frá 17. - 24. janúar Nú getur þú tekið þátt í að fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum eða í gengi mynta án þess að eiga á hættu að tapa höfuðstól og átt möguleika á góðri ávöxtun. Sala er hafin á tveimur nýjum reikningum, ICEin 0708 og EURin 0708, sem eru höfuðstólstryggðir reikningar. ICEin fylgir gengi íslenska hlutabréfamarkaðarins, OMXI15. EURin fylgir gengi evrunnar. Nýjung Bundið í 6 mánuð i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.