Morgunblaðið - 23.01.2008, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
BREYTTIR TÍMAR
Tímarnir eru að breytast á Ís-landi. Í gær var frá því skýrthér í Morgunblaðinu að HB
Grandi áformi að hætta landvinnslu
bolfisks á Akranesi og segja upp öllu
starfsfólki með fjögurra mánaða upp-
sagnarfresti. Við þessa vinnslu á
Akranesi starfa nú 59 manns í 44
stöðugildum. Gert er ráð fyrir að 20
manns verði endurráðnir til tiltekinna
starfa.
Í Morgunblaðinu í dag er skýrt frá
því að 80 manns missi vinnu hjá út-
gerðarfélaginu Vísi á Þingeyri og á
Húsavík frá vori og fram á haust.
Nú liggur fyrir að umtalsverður
samdráttur er að verða í sölu fast-
eigna og fyrirsjáanlegt að samdráttur
verður í byggingariðnaði á þessu ári.
Sum verktakafyrirtæki hafa lagt í
miklar fjárfestingar við undirbúning
framkvæmda, sem nú er ljóst, að sleg-
ið verður á frest.
Fjármálageirinn stendur frammi
fyrir alvarlegum vanda og telja má
víst að á næstu mánuðum komi til
uppsagna í fjármálafyrirtækjum og
að þrýstingur verði á að há launakjör
færist niður á við.
Það væri mikill misskilningur að
halda að þetta sé bölsýni ein. Þetta er
raunsæi og þá vaknar sú spurning,
hvort stjórnvöld eigi að bíða og halda
að sér höndum þangað til þessi dökka
mynd er orðin að veruleika eða hvort
tilefni sé til að grípa fljótlega til að-
gerða, sem geti komið í veg fyrir, að
efnahags- og atvinnulíf okkar sígi nið-
ur í djúpan öldudal.
Þessi staða kallar á umræður. Enn
er næg atvinna í landinu. Hér er
margt fólk af erlendum uppruna, sem
flytur á milli landa eftir því hvar upp-
gripin eru mest. Um leið og vinna
minnkar hér má gera ráð fyrir að tölu-
vert stór hópur af þessu fólki flytji sig
um set og leiti á ný mið. Það er eðlilegt
og ekkert við því að segja.
En líkurnar á því að verulega verði
farið að harðna á dalnum, þegar kem-
ur fram á haustið, eru miklar.
Þegar netbólan var sem stærst töl-
uðu margir af nokkurri fyrirlitningu
um framkvæmdir á borð við virkjanir
og álbræðslur og töldu að þær fram-
kvæmdir heyrðu til liðnum tíma.
Framtíðin fælist í uppbyggingu þekk-
ingariðnaðar. Þegar netbólan sprakk
jókst stuðningur meðal landsmanna
við Kárahnjúkavirkjun og álver á
Austurlandi.
Nú er spurning hvað gerist ef og
þegar kreppir að. Á undanförnum ár-
um hafa ungir menn talað um að fjár-
málageirinn mundi standa undir hag-
vexti á Íslandi í framtíðinni. Talar
einhver um það í dag? Er einhver að
halda því fram, að á næstu misserum
muni fjármálastarfsemi standa undir
lífskjarabótum?
Um þessa stöðu mála þurfa að fara
fram umræður á meðal fólks. Hvernig
eigum við að bregðast við þeim sam-
drætti í efnahags- og atvinnumálum,
sem nokkuð víst er að er á næsta leiti?
Hvað er það í atvinnulífi okkar, sem á
að standa undir þeim kjarabótum,
sem verkalýðshreyfingin sækist eftir?
HORFUR Á FRIÐI Í KONGÓ
Nú vantar aðeins herslumuninn tilþess að samið verði um frið í
Kongó þar sem nánast án þess að eft-
ir því hafi verið tekið hafa farið fram
blóðugustu átök frá því að heims-
styrjöldinni síðari lauk. Talið er að
allt að 5,4 milljónir manna hafi látið
lífið í átökunum eða vegna þeirra.
Það eru 12 hundruð manns á dag og
rúmlega helmingurinn er börn. En
fórnarlömb átakanna eru mun fleiri.
Börn hafa verið hneppt í þrældóm í
demantanámum, þvinguð til að berj-
ast í átökunum. Ofbeldið hefur verið
gegndarlaust, konum hefur mark-
visst verið nauðgað og þær hnepptar í
kynlífsþrældóm. Hröð útbreiðsla al-
næmis hefur verið rakin til átakanna.
Efnahagslíf landsins er í rúst
vegna átakanna. Í stórum hlutum
landsins hefur ekki verið hægt að
stunda landbúnað og auðlindir í jörðu
á borð við demanta og kopar hafa
ekki nýst íbúum landsins. Í raun má
segja að demantarnir hafi bætt á
ógæfu Kongó. Talið er að ein milljón
manna vinni í námunum og þéni 60
krónur á dag. Átökin hafa meðal ann-
ars snúist um aðganginn að demönt-
unum, en hvorki námamennirnir – né
börnin, sem send eru niður í námurn-
ar – njóta góðs af þeim auðæfum.
Saga Kongó er blóði drifin. Á ný-
lendutímanum féll Kongó í hendur
Belgíukonungs. Leopold II réð þar
ríkjum af ósegjanlegri grimmd og er
talið að fórnarlömb hans nemi millj-
ónum. Belgíska ríkið yfirtók nýlend-
una vegna þrýstings frá Bandaríkja-
mönnum og Bretum þegar í ljós kom
hvernig farið hafði verið með íbúa
Kongó í gúmmíiðnaðinum. Kongó var
nýlenda Belga til 1960. Þegar þeir yf-
irgáfu landið upphófst valdabarátta
og bar Mobutu Sese Seko sigur úr
býtum. Mobutu var grimmur harð-
stjóri, sem fyrst og fremst hugsaði
um að auðga sjálfan sig og fjölskyldu
sína. Hann var við völd í 32 ár. Árið
1997 steypti Laurent Kabila honum
af stóli. Árið síðar hófst uppreisn í
landinu og síðan hefur blóðið runnið í
stríðum straumum. Átökin hafa ekki
verið einangruð við Kongó og nægir
að nefna að landið liggur að Rúanda
þar sem 800 þúsund manns létu lífið
þegar hútúar reyndu að þurrka út
tútsa og þeirra stuðningsmenn.
Fjöldi flóttamanna hefur streymt til
Kongó frá Rúanda og einn helsti upp-
reisnarforinginn sakar stjórnarher-
inn um að beita fyrir sig útlagaher-
mönnum úr röðum hútúa til að fara
með ofbeldisverk á hendur uppreisn-
armönnum og saklausum borgurum.
Friðarviðræður hafa nú staðið yfir
í rúmar tvær vikur. Margir telja að
nú sé sögulegt samkomulag í vænd-
um. Íbúar Kongó eiga skilið að sam-
komulagið takist. Þeir hafa nógu
lengi verið leiksoppar gráðugra ný-
lenduherra, einræðisherra og upp-
reisnarmanna, sem ávallt meta sinn
hag meira en almennings.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
Myndun nýs meirihluta íborgarstjórn Reykja-víkur mun ekki hafaáhrif á ríkisstjórnar-
samstarfið, að sögn Geirs H.
Haarde, forsætisráðherra og for-
manns Sjálfstæðisflokksins. Þau
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utan-
ríkisráðherra og formaður Samfylk-
ingarinnar, hafa rætt það sérstak-
lega, að því er fram kom á
blaðamannafundi Geirs í Stjórnar-
ráðshúsinu að loknum ríkisstjórnar-
fundi í gær.
Geir sagði að umskiptin í meiri-
hlutasamstarfinu í borgarstjórn nú
mundu ekki frekar hafa áhrif á rík-
isstjórnina en breytingin sem varð í
borgarstjórn á liðnu hausti.
„Við höldum áfram okkar vinnu
og okkar verkefnum,“ sagði Geir um
ríkisstjórnina. „Það er margt á döf-
inni sem skiptir miklu máli að öflug
og sterk ríkisstjórn komi að. Það er
mikil óvissa á fjármálamörkuðun-
um, óvissa varðandi kjarasamninga
og fleiri þættir í gangi sem við erum
að glíma við. Við ætlum að halda því
áfram ótrauð.“
Gleðilegar sættir
Geir kvaðst ekki hafa verið
ánægður með breytinguna sem varð
á stjórn Reykjavíkurborgar í októ-
ber s.l. Hann kvaðst hafa talið þá að
samstarf fjögurra flokka myndi að
líkindum ekki standa lengi og sú
hefði orðið raunin. Að sama skapi
kvaðst hann vera ánægður með að
sjálfstæðismenn í borgarstjórn
Reykjavíkur hefðu nú komist aftur
til þeirra áhrifa sem kjörfylgi þeirra
gæfi tilefni til.
„Ég sé ekki annað en að þessi
meirihluti eigi eftir að geta látið
margt gott af sér leiða, eins og sjá
má í málefnasamningi þeim sem
birtur var,“ sagði Geir.
Aðspurður kvaðst Geir ekki
þekkja í smáatriðum til atburða í lok
maí 2006 þegar sjálfstæðismenn
slitu viðræðum við Ólaf F. Magn-
ússon og sömdu um meirihlutasam-
Geir sagði mat borgar
Reykjavík hafa ráðið því a
F. Magnússon verður bor
Hann kvaðst þekkja Ólaf
tíð og telja að honum v
treystandi til að takast á
verkefni.
„Ef Ólafur F. Magnús
ekki traustur samferða
þessu [samstarfi] þá var h
auðvitað ekki í fyrra sam
Þeir sem halda því fram nú
ust við sama mann í sínu
hluta þangað til í gær [m
Þessi rök falla um sjálf s
verða að horfa á þetta má
það blasir við. Hverjir er
arstjórninni, hvaða flokkar
málefni eru sett á oddinn. Þ
mér vera aðalmunurinn á n
samstarfi og því sem er að
nú liggur fyrir málefnasam
sagði Geir. Hann taldi mör
isverð atriði vera í mále
ingnum, t.d. lækkun ála
hlutfalls fasteignagjalda.
var enginn málefnasam
starf við Framsóknarflokkinn.
Hann hafi heldur ekki viljað skipta
sér af því hvernig borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins unnu úr sinni
stöðu, hvorki þá né nú. Það sé þeirra
mál líkt og í öllum öðrum sveitar-
stjórnum. „En það sem er gleðilegt
er að það hafa náðst fullar sættir á
milli Vilhjálms [Þ. Vilhjálmssonar]
og sjálfstæðismannanna annars
vegar og Ólafs Magnússonar hins
vegar. Það má ekki gleyma því að
hann er gamall félagi okkar úr Sjálf-
stæðisflokknum. Okkur þótti það
leitt þegar hann ákvað að yfirgefa
flokkinn,“ sagði Geir
Trúverðugur meirihluti
Geir kvaðst telja að nýi meirihlut-
inn væri trúverðugur. Þetta væri
átta manna meirihluti líkt og þyrfti
til að stjórna borginni. Geir vakti at-
hygli á því að nýi meirihlutinn væri
nákvæmlega jafn stór og sá sem nú
fer frá. Hann kvaðst treysta því,
miðað við málflutning Ólafs F.
Magnússonar og borgarfulltrúa
sjálfstæðismanna, að þau mundu
starfa saman til loka kjörtímabils-
ins. Hins vegar væru tíðar breyting-
ar í borgarstjórn Reykjavíkur um-
hugsunarefni og eins hvort þær
væru heppilegar fyrir borgina þeg-
ar til lengdar léti. Geir benti á að
margir hefðu gegnt starfi borgar-
stjóra frá 2003 og flestir setið stutt.
Það væri í sjálfu sér ekki mjög
heppilegt.
Nýi meirihlutinn hefu
áhrif á samstarfið í rí
Umskipti Geir H. Haarde
stjórn nú muni ekki frekar
Sviptingar í borgarstjórn Reykjavíkur
Geir H. Haarde fagnar nýjum borg-
arstjórnarmeirihluta í Reykjavík
Í HNOTSKURN
»Slit urðu á samstarfi Sjálf-stæðisflokks og Framsókn-
arflokks í borgarstjórn Reykja-
víkur í október síðastliðnum.
»Nýr meirihluti Samfylk-ingar, vinstri grænna,
Framsóknarflokks og F-lista
tók við og Dagur B. Eggertsson
varð borgarstjóri.
»Á mánudaginn var tilkynntuborgarfulltrúar Sjálfstæð-
isflokks og oddviti F-lista að
þeir mynduðu nýjan meirihluta.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,utanríkisráðherra og formað-ur Samfylkingarinnar, telurað mikið óheillaspor hafi ver-
ið stigið í borgarstjórn Reykjavíkur
á mánudaginn var, bæði fyrir borg-
arbúa og fyrir stjórnmálin í landinu.
„Það kemur manni alltaf jafn
óþægilega á óvart að sjá hvað menn
eru tilbúnir að leggjast lágt í valda-
sókn sinni,“ sagði Ingibjörg í sam-
tali við fréttavefinn mbl.is.
Ingibjörg kvaðst ekki hafa trú á
hinu nýja samstarfi Sjálfstæðis-
flokks og F-lista. „Ég bara þekki
það fólk sem þarna er um að ræða.
Ég er sannfærð um það að þessi
meirihluti er óstarfhæfur.“
Ingibjörg sagði að þessar svipt-
ingar í borgarstjórn mundu engu
breyta um ríkisstjórnarsamstarfið.
Ríkisstjórnin mundi áfram vinna að
sínum verkefnum eins og um var
fulltrúi Vinstri grænna, he
ingar um að samstarf félag
fólks í Reykjavík ætti eftir
sér ávöxt og það jafnvel
samið og mörg stór verkefni væru
framundan.
Í Morgunblaðinu í gær kom fram
að Svandís Svavarsdóttir, borgar-
Mikið óheillaspor fyr
borgarbúa og stjórnm
Áfram Ingibjörg Sólrún G
vinna að sínum verkefnum
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur ekki
trú á nýjum meirihluta í borgarstjórn
Í HNOTSKURN
»Ingibjörg Sólrún Gísladótt-ir, utanríkisráðherra og for-
maður Samfylkingarinnar, var
borgarstjóri Reykjavíkur 1994-
2003. Hún var einnig borg-
arfulltrúi í Reykjavík á árunum
1982-1988.
» Ingibjörg Sólrún Gísladóttirvar oddviti Reykjavíkurlist-
ans eða R-listans, sem var sam-
eiginlegur framboðslisti fé-
lagshyggjuflokka í
borgarstjórnarkosningum 1994,
1998 og 2002.