Morgunblaðið - 23.01.2008, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
UM það ættu menn að vera sam-
mála að verðleikar ráði stöðuveit-
ingum hjá því opinbera. Því þarf
bara að svara einni spurningu:
Hvaða aðferð er best til að tryggja
að hæfasti umsækj-
andi sé alltaf ráðinn?
Útgangspunkturinn er
að velja beri þann
hæfasta hverju sinni,
ekki bara einhvern
sem er hæfur að form-
inu til.
Þekktar aðferðir
Ég tel að hægt sé að
reglubinda gott vinnu-
lag sem leiðir til sáttar
í framtíðinni. Í háskól-
um, einkarekstri og
stjórnsýslu reyna
menn að jafnaði að fá þann hæfasta
og hafa til þess þróaðar leiðir. Þeg-
ar ég var formaður tveggja ráða
Reykjavíkur settum við skýra for-
sögn um hvernig ætti að ráða for-
stöðumenn, var það í samræmi við
venjur víðar hjá borginni þar sem
ég þekki til, m.a. sem formaður
borgarráðs.
Reglubinda má ferli í líkingu við
þetta:
1) Starfsauglýsing skilgreinir
formlegar kröfur og hvaða hlutverki
viðkomandi gegnir, sem og hvaða
kostum leitað er eftir. Auglýsing er
stefnumótandi og verður að vanda.
2) Fá má ráðningarþjónustu,
samkvæmt skriflegum samningi og
forsögn. Hún vinsi úr þá sem ekki
uppfylla formlegar kröfur, og velur
þá sem koma helst til greina.
3) Síðan fari sérstök matsnefnd
yfir tillögur. Stundum starfa mats-
nefndir samkvæmt lögum eða
reglum, en þær ætti alltaf að nota
um mikilvægar stöður. Matsnefnd
fái skriflega forsögn áður en starf
er auglýst. Hún sé skipuð a.m.k.
þremur einstaklingum með ólíkan
bakgrunn, og úrskurði ekki aðeins
um hæfi, heldur hver sé hæfastur. Í
undantekningartilfellum fái hún vik-
ist undan að gera upp á milli.
Nefndin skili skriflegri greinargerð
með samanburði þeirra hæfustu,
sem er opinbert gagn sé eftir leitað.
4) Stjórnvald hafi ráðningarvald.
Gangi ákvörðun gegn einróma áliti
matsnefndar þurfi að birta rök-
stuðning um leið og val er kynnt.
Þar sé ekki bara upptalning á kost-
um þess sem er ráðinn heldur sam-
anburður á þeim sem komu til álita.
5) Umsækjandi sem telur á sér
brotið geti vísað málinu til t.d. um-
boðsmanns Alþingis.
Telji hann að verðleik-
areglan hafi verið brot-
in komi bótaréttur.
,,Pólitísk ábyrgð“ felist
í því að stjórnvaldi
svíði skömmin heift-
arlega.
Ruglað með
álitamál
Oft er ruglað með
álitamál sem alltaf eru
við val á hæfasta um-
sækjanda. Taka þarf á
þeim fyrirfram:
a) Það er bannað að mismuna eft-
ir kynferði. Sumir segja að sé ,,kona
í boði“ eigi að velja hana. Nei. Velja
má eftir kynferði, en aðeins sem
síðasta úrræði, þegar hæfustu um-
sækjendur teljast að öllu öðru leyti
jafnvígir. Verðleikareglan mun
gagnast konum best í jafnréttisbar-
áttu.
b) Menntunarkröfur eru oft óljós-
ar, til dæmis ,,háskólapróf“. Þau eru
mismerkileg. Skýra þarf mennt-
unarkröfur vel því þær geta ekki
verið algildar, eins og oft má ætla
þegar prófgráða eða námsbraut er
sögð eiga að ráða. Koma þarf fram í
auglýsingu hvaða aðrir þættir vega
jafnþungt.
c) Það að hafa unnið lengi hjá
sömu stofnun og auglýsir eftir for-
stjóra jafngildir ekki ráðningarrétti.
Utanaðkomandi sýn getur skipt
meiru en innanbúðardvöl. Auk þess
er algengt að fólk sé skipað ,,að-
stoðar“ eða ,,staðgengill“ um tíma
án auglýsingar til að tryggja
,,reynslu“ sem ekki megi ,,ganga
framhjá“. Það er svindl.
d) Aldur er úrelt matstæki.
e) Óefnislegir kostir. Nauðsyn-
legt er að skoða óefnislega kosti:
frumkvæði, sköpunargáfu, for-
ystuhæfileika, framtíðarsýn, hæfni í
mannlegum samskiptum. Það er
ekki einfalt að leiða í ljós kosti ein-
staklings á þessum sviðum, en að-
ferðir til þess eru þróaðar. Vönduð
ráðningarviðtöl eru ein leið, próf
önnur.
f) Fagleg ráðning. Þetta hugtak
er ofnotað og á að skiljast sem rök
gegn ,,pólitík“. Til er fagkúgun sem
felst í þröngu sjónarhorni og hags-
munagæslu. Því þarf stjórnvald að
leggja skýrar línur fyrirfram um
eftir hverju er leitað í fari forstöðu-
manns; jafnvel gefin færi á at-
hugasemdum hagsmunaaðilja áður
en auglýst er.
g) ,,Pólitísk“ ráðning. Hún er
vond ef merkingin er sú að síður
hæfur einstaklingur sé ráðinn frem-
ur en sá hæfasti vegna vensla eða
tengsla. Stefnumótandi ráðning á
hins vegar rétt á sér, og er þar af
leiðandi pólitísk, að því er varðar
störf og framtíðarsýn. Hér ber
stjórnvald þá skyldu að kynna hvert
sé stefnt með ráðningu. Slík sýn
skal birtast í auglýsingu og forsögn
matsnefndar fyrirfram, en ekki
fundin upp til að bera af sér spjót
síðar. Það er hlutverk kjörinna full-
trúa og embættismanna að skil-
greina þarfir við mannaráðningar út
frá stefnumótun og framtíðarsýn og
sjá til þess að þær séu uppfylltar.
Um dómara gildir að sjálfsögðu sú
heilbrigða sýn að skilja beri að
framkvæmdavald og dómstóla og
undirstrika sjálfstæði dómara í veit-
ingaferlinu.
Verðleikar setja valdi skorður
Almenningur á rétt á því að verð-
leikareglan gildi því hún setur vald-
beitingu skorður. Verið getur að
einstakir valdamenn vilji ekki una
slíku. Það getur þó ekki gilt um þá
,,frjálslyndu umbótastjórn“ sem nú
situr. Allir eiga skilið að verðleikar
ráði: Almennir borgarar, og ekkert
síður þeir sem eru svo óheppnir að
eiga vini í æðstu stöðum.
Verðleikar ráði
Stefán Jón Hafstein fjallar
um stöðuveitingar » Almenningur á rétt áþví að verðleika-
reglan gildi, en ekkert
síður þeir sem eru svo
óheppnir að eiga vini í
æðstu stöðum.
Stefán Jón Hafstein
Höfundur er borgarfulltrúi Samfylk-
ingarinnar, í leyfi vegna starfa er-
lendis.
Þ
etta fólk er mjög skrýt-
ið, það skiptir um yf-
irættbálkahöfðingja
eins og við skiptum um
nærbuxur. Mjög erfitt
er að fylgja atburðarrásinni, hver
stingur hvern í bakið og hver er
vinur hvers.“
Ungi íslenski fjölmiðlamaðurinn
skrifaði einbeittur í dagbókina
sína. Hann var staddur í fjarlægu
landi, við miðbaug, þar sem forseti
Íslands var í opinberri heimsókn.
„Vesen að vera alltaf að þvælast
þetta og tala um jarðhita sí og æ,“
muldraði okkar maður og langaði í
pulsu og kók – langaði heim. Þetta
undarlega land hafði allt aðra siði
en hann átti að venjast, hér slóst
fólk yfir leikföngum, tapaði sér yfir
undarlegri hæfileikakeppni: Afróv-
isjón, og hélt að það sjálft byggi í
nafla alheimsins. Blaðamaðurinn
var líka kominn með nóg af því að
reyna að botna í ítrekuðum stjórn-
arskiptum. Íslenski forsetinn hafði
ekki valið sérlega góðan tíma til
heimsóknar. Fimm mínútur eftir
lendingu hafði enn ein byltingin
orðið í landinu og nú var maður af
óháðum ættbálki kominn til valda.
Vestrænir kosningaeftirlitsmenn
sem enn voru staddir í landinu eft-
ir kosningarnar 2006 langaði sömu-
leiðis heim. Samningur þeirra hafði
verið framlengdur þrisvar. Var
ekki nóg komið af því góða?
„Hvernig er hægt að lama svona
stjórnkerfið í heilu landi?“ heyrðist
hvíslað í skúmaskotum. „Nýr mað-
ur er rétt búinn að koma sér inn í
starfið þegar hann þarf að pakka
saman! Og stofnanir stjórnsýsl-
unnar, nefndir og ráð eru öll í ein-
hverju undarlegu limbói!“
Vestrænir stjórnmálaskýrendur
voru komnir til landsins eftir nýj-
ustu byltinguna. Hinn norski Olaf
T. Hardarson reyndi að létta fjöl-
miðlakreðsunni lífið og útskýra
fyrir henni einkennilegt mál: NEI-
málið, sem þótti hið allra undarleg-
asta. Áheyrendur sofnuðu hins
vegar ýmist yfir fyrirlestri Olafs
eða ruku út í reiðikasti yfir jafn-
órökrænni atburðarrás. Svona
undarlegheit yrði aldrei hægt að
skýra út fyrir lesendum heima í
Evrópu.
Fyrir utan fyrirlestrarsalinn sat
fréttamaður frá RÚV með blað og
penna í hönd, ranghvolfdi í sér
augunum og teiknaði graf yfir hver
var vinur hvers. Eftir kosning-
arnar 2006 höfðu Álfstæðis-
ættbálkurinn og Frjálsi og óháði
ættbálkurinn verið vinir en síðan
ekki vinir og þá höfðu Álfstæðis-
fólk og Framfara-ættbálkurinn
orðið félagar.
En þótt ættbálkahöfðinginn
Björn I. Mkaki hefði fengið gull og
góðar stöður ákvað hann að hætta
að leika því Græni-ættbálkurinn,
Framfylkingarfólk og Frjálsi og
óháði ættbálkurinn höfðu boðið
honum að hitta sig við vatn nokk-
urt. Þau höfðu leikið sér við tjörn-
ina og haft það svo skemmtilegt að
þau ákváðu skellihlæjandi að bola
Vil Hjálmi Kobuto og hans slekti af
Álfstæðisættbálkinum frá. Mál-
efnin kæmu síðar, fyrst var að ná
völdum.
Kobuto og hans fólk urðu við
þetta ævareið og sögðu titrandi
röddu að þau sæi sko ekki vitund
eftir ættbálkahöfðingjanum honum
Mkaki. Sá svikari gat átt sig, já og
sína tárvotu hvarma sömuleiðis.
„Þetta er eins og sápuópera,“
hvíslaði vestræna fjölmiðlafólkið.
Einn úr hópnum hafði lengi verið
aðdáandi sjónvarpsþáttanna Að-
þrengdar eiginkonur og fundist at-
hyglisvert hvernig handritshöf-
undar gátu sífellt fundið upp á
nýjum launráðum og leynd-
armálum. Aðþrengdu ættbálka-
höfðingjarnir slógu aðþrengdu eig-
inkonunum hins vegar fullkomlega
við. Eða það fannst taugaveiklaða
blaðamanninum allavega daginn
sem vara-ættbálkahöfðinginn Mar
Grét Muboko sagði að yfirhöfðing-
inn í sínum ættbálki, Óla Fur Ke-
bawi, hlyti nú allavega að senda
sér boð áður en hann myndaði nýja
stjórn. Sjálfur sté hann hins vegar
óvænt fram og sagðist vera orðinn
landsstjóri. Álfstæðisfólk hafði
boðið honum gull og græn leikföng
ef hann myndi bara koma og leika
við það.
Þetta land var nú engu lagi líkt!
Breska pressan sparaði ekki stóru
orðin. „Kobuto kaupir liðsstyrk
ættbálkahöfðingja! Hversu mikið
kostar einn höfðingi?“
Franska pressan var sömuleiðis
frökk: „Upprisan mikla! Pólitískur
ferill Kobutos jarðaður fyrir 100
dögum en landsstjórastaða í seil-
ingarfjarlægð!“ Franska pressan
gerði sömuleiðis að umtali fjaðra-
fok sem orðið hafði í sjónvarps-
þættinum Egilsgull út af kaupum á
nokkrum kökufötum fyrir áramóta-
partý ættbálkahöfðingjanna. Á
göngum og í skúmaskotum var þó
mest rætt um það sem einna und-
arlegast þótti: Að guðfaðir meiri-
hlutans sem hafði verið steypt væri
líka guðfaðir hins nýja meirihluta!
„Hvaða steypa er þetta eig-
inlega?“ heyrðist í fjölmiðlafólkinu.
„Þetta er alveg í samræmi við lög,“
heyrðist í heimafólki. Mar Grét
Muboko var hins vegar reið. Hún
ætlaði ekki að styðja stjórnina sem
Kebawi hafði myndað.
Íslenska fjölmiðlafólkið leit í
augu hvers annars. Abbababb,
hvað myndi gerast ef Kebawi
kæmist ekki á fund! Svo hló það
góðlátlega að þessu undarlega,
frumstæða og eilítið barnalega
fólki í landinu langt í burtu sem
kunni ekki alveg á lýðræðið bless-
aða.
Einhverjar raddir heyrðust inn-
an hópsins að í gegnum tíðina hefði
fólki í landinu verið sæmilega vel
til vina, allavega hefðu ólíkar fylk-
ingar alveg getað unnið saman.
Raddirnar voru hins vegar yf-
irgnæfðar af fréttalestri CNN sem
barst inn í herbergið:
„Erjur ættbálkahöfðingja sem
farið hafa fram með ófriði hver
gegn öðrum frá örófi alda og aldrei
getað lifað saman í sátt og sam-
lyndi, magnast nú með degi hverj-
um. Mikið er rætt um örvar og ým-
iss konar vopn - þannig tala menn
um að setja örvar í bak hvers ann-
ars og jafnvel að í herðakambinum
á ættbálkahöfðingjum séu heilu
örvasettin.“
Andartaki síðar bárust fréttir af
því að sendifulltrúi Sameinuðu
þjóðanna væri á leið til landsins til
að reyna að leysa stjórnarkrepp-
una. Hér gat allt gerst og enn ein
byltingin gat allt eins verið í burð-
arliðnum.
Aðþrengdir
ættbálkar
» Franska pressan var sömuleiðis frökk: „Upp-risan mikla! Pólitískur ferill Vil Hjálms Kobu-
tos jarðaður fyrir 100 dögum en landsstjórastaða í
seilingarfjarlægð!“
sigridurv@mbl.is
VIÐHORF
Sigríður Víðis Jónsdóttir
RITAÐ eftir að hafa lesið
fundargerð fundar Lögreglu-
félags Reykjavíkur sem haldinn
var hinn 28.12. 2007
og fjöldi lögreglu-
manna sótti. Lesa má
fundargerðina á
heimasíðunni, http://
www.logreglufelag.is/
Sorglegt þegar
menn í yfirstjórn
halda því fram að
óánægja og ergelsi í
starfsliðinu sé ekki til
staðar eða stórlega
ýkt og fara svo eins
og pólitíkusar að slá
um sig með prósentu-
tölum og öðru sem
ruglar andstæðinginn
og slær hann út af laginu þannig
að umræðan fer út um þúfur.
Formaðurinn hélt því fram að
lögreglumenn væru með laun í
hærri kantinum? Miðað við hvað?
Jú, aðrar stéttir í BSRB.
Eigum við þá ekki að leggja
allt á borðið?! Hvað vinna aðrar
stéttir í BSRB margar klukku-
stundir á mánuði í yfirvinnu,
skyldugir, nauðugir til að geta
haft betri laun?
Hvernig væri að taka út úr við-
miðinu alla sem eru nær ein-
göngu í skrifstofuvinnu eða sinna
mest skipulagsvinnu?
Nú má ekki skilja mig svo að
ég sé að gera lítið úr skrifstofu-
vinnunni, alls ekki,
hún er nauðsynleg.
Ég er að benda á
að þeir sem eru með
hæstu launin í lög-
reglu eru þeir sem
vinna í vernduðu
umhverfi, inni á
skrifstofu, með rit-
ara, afgreiðslufólk og
aðra sem geta hlaup-
ið stutta vegalengd
til að veita aðstoð
sem óskað er.
Lögreglumenn
sem starfa úti á vett-
vangi, til að mynda
úti á landi, þurfa að fara fyr-
irvaralaust í verkefni, jafnvel um
langan veg þar sem fjarskipta-
samband er stopult. Verkefni
sem ekki er vitað hvernig er vax-
ið þegar af stað er farið. Síðan
standa menn andspænis því að
taka ákvörðun á augnabliki
hvernig tækla á verkefnið.
Tökum laun þessara lögreglu-
manna og berum þau saman við
aðrar stéttir sambærilegar. Þá
komum við að því, hvaða stéttir
eru sambærilegar lögreglustarfi?
Ég get ekki hugsað mér neitt
starf sem er sambærilegt innan
BSRB, og þó víðar væri leitað.
Þær stéttir sem lögreglumenn
eru helst bornir saman við eru
þær stéttir sem kalla eftir lög-
reglu þegar þær lenda í krísum
sem ekk verður við ráðið nema
aðilar með valdbeitingarheimild
og
valdbeitingarbúnað komi að. Er
sanngjarnt að bera okkur lög-
reglumenn saman við aðrar stétt-
ir? Það er engin önnur stétt sam-
bærileg, við erum mjög sérstök
stétt. Við þurfum að efla fagvit-
undina, það líðst ekki innan stétta
faglærðra iðnaðarmanna að fúsk-
arar gangi í þeirra störf og ef við-
Lögreglumenn og sam-
félagsleg staða þeirra
Samanburður við aðrar stéttir
er óraunhæfur segir
Kristján Örn Kristjánsson
» Launaþátturinnætti að vera
hvetjandi til að fá
fólk í okkar
raðir með aðra
menntun sem því
nýtist í lögreglu.
Kristján Örn
Kristjánsson