Morgunblaðið - 23.01.2008, Side 24

Morgunblaðið - 23.01.2008, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þorbjörg Þor-steinsdóttir fæddist í Reykholti í Garðahreppi 25. september 1928. Hún andaðist á líknardeild L5 Landakotsspítala 11. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Þorsteinn Jónsson, verksmiðjustjóri Reykdalsverk- smiðju, f. í Hörgs- holti í Miklaholts- hreppi í Snæfellsnessýslu 22. maí 1890, d. 31. ágúst 1934, og Vil- borg Guðmundsdóttir, f. í Urr- iðakoti í Garðahreppi 24. apríl 1894, d. 22. október 1988. Systir Þorbjargar er Steinþóra Þor- steinsdóttir Arndal, f. 29. júlí 1934, gift Sigurði Þ. Arndal, f. 28. apríl 1932. Hinn 12. mars 1949 giftist Þor- björg Jóni Frímanni Jónssyni, húsasmíðameistara, verkstjóra hjá ÍAV – Íslenskum að- alverktökum, f. á Kaldbak í Reykjahreppi í Suður-Þingeyj- arsýslu 9. febrúar 1924, d. 15. janúar 2004. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jónsson frá Brekkna- koti, bóndi á Kaldbak, kennari og f. 9.1. 2004. b) Sigurður Þor- steinn, f. 3.6. 1979. 2) Þorsteinn, f. 6.7. 1949, d. 6.11. 1949. 3) Vil- berg Þór, f. 8.3. 1951, kvæntur Margréti Emilsdóttur, f. 16.10. 1953. Synir þeirra eru: a) Emil Árni, f. 14.11. 1976, kvæntur Berglindi Jónsdóttur, f. 25.7. 1978. Dóttir þeirra er Eik, f. 11.8. 2006. b) Jón Þorri, f. 25.1. 1979. Sonur hans og Aðalbjargar Stefánsdóttur, f. 3.10. 1980, er Anton Máni, f. 5.12. 2004. 4) Jón Snævar, f. 24.8. 1962, kvæntur Salbjörgu Björnsdóttur, f. 14.11. 1961. Dætur þeirra eru: a) Vil- borg, f. 26.10. 1982, sambýlis- maður Halldór Antonsson, f. 11. 11. 1973, börn hans Theodór Guðni, Helga Sóley og Anton. b) Linda Björg, f. 6.6. 1988. c) Snjó- laug Ösp, f. 18.9. 1998. Þorbjörg ólst upp í Reykholti í Garðahreppi, síðar í Hafnarfirði. Eftir að hún lauk almennu skóla- námi vann hún við versl- unarstörf, en lengst af gegndi hún húsmóðurstarfi. Hún var virk í félagsstarfi, var m.a. félagi í Kvenfélagi Garðabæjar, Dal- íuklúbbnum og Sálarrannsókn- arfélagi Hafnarfjarðar. Þorbjörg var gerð að heiðursfélaga Kven- félags Garðabæjar á 50 ára af- mælisári félagsins eftir áratuga starf í þágu þess. Garðrækt var hennar aðaláhugamál og fengu þau hjónin viðurkenningar fyrir garð sinn. Útför Þorbjargar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. organisti, f. 10. ágúst 1888, d. 15. desember 1976, og Snjólaug Guðrún Egilsdóttir frá Laxa- mýri í Aðaldal, hús- móðir á Kaldbak, f. 9. júlí 1894, d. 18. maí 1954. Börn þeirra eru: 1) María Eydís, f. 14.12. 1947. Hún giftist Karli Harrý Sveinssyni, f. 14.4. 1945, d. 27.2. 1995. Þau skildu. Sonur þeirra er Stefán Bachmann, f. 13.6. 1966. Dætur hans og Conny H. Larsen, f. 24.2. 1965, eru Eydís Anna, f. 1.12. 1991, og Fanndís Klara, f. 24.7. 1993. Eiginkona Stefáns er Kristjana Erlingsdóttir, f. 16.7. 1969. Börn þeirra eru Hekla María, f. 27.4. 2004, og Karl Harrý, f. 20.10. 2006. Fyrir átti hún Helga Stein, f. 25.11. 1986, Jóhönnu Guðrúnu, f. 18.9. 1989, Egil Trausta, f. 29.5. 1993, og Ottó Jón, f. 26.3. 1995. Eig- inmaður Maríu er Guðmundur Kr. Aðalsteinsson, f. 25.1. 1946. Börn þeirra eru: a) Eva Vilborg, f. 2.2. 1975. Sonur hennar og Þorsteins S. Guðjónssonar, f. 24.3. 1970, er Sigursteinn Máni, Nú er elskan hún fallega, góða mamma mín fallin frá. Það var orðið auðséð hvert stefndi en ótrú- lega er samt sárt að missa hana frá sér, en henni var orðin þörf á hvíldinni eftir erfið veikindi síð- ustu mánaða. Okkar 60 ára samband var ekki síður vináttusamband en mæðgna, því við nutum samverunnar löngum stundum. Enda áttum við lík áhugamál. Ferðalögin sem við höfum farið í saman um ævina eru óteljandi, allt frá ferðum á vöru- bílnum hans pabba á Þingvelli, þar sem við krakkarnir vorum í boddíi aftan á palli og upplifðum fyrstu útileguna. Fyrstu rútuferðalögin með Kvenfélaginu þar sem öll fjöl- skyldan fór með og rúturnar fest- ust í ám og þröngum beygjum í malarvegaumhverfinu okkar allra. Og svo var sungið og trallað í rút- unni og farið í leiki, t.d. Hlaupið í skarðið og fleira þar sem stoppað var, að ógleymdri bílveikinni. Þetta voru mikil ævintýri. Göngu- túrar og berjaferðir í hraununum og náttúrunni hér í kring, sem ylja um hjartarætur. Æðislega góða ferðin með Dalíuklúbbnum árið ’77 um Skotland þar sem við mamma stungum af eina kvöldstund og fórum í heimsókn til Stellu frænku og Hermanns og áttum indælis- kvöld með þeim. Fórum einnig um Vatnahéruðin og Wales á Englandi þar sem skoðað var mikið af dalí- um og svo margt annað skemmti- legt sem aldrei gleymist. Margar aðrar lengri og skemmri ferðir og fundir sem ég átti með mömmu í þeim hópi sem ég hefði ekki notið án hennar. Frábæra ferðin á sex- tugsafmæli mömmu sem við Eva Vilborg dóttir mín fórum með henni og pabba til Flórída og Colo- rado til að heimsækja Sifu, systur hans, og Lee, áttum meiriháttar tíma þar með þeim. Allar ferðirnar sem við fórum til Danmerkur, skírn Eydísar Önnu og fermingar hennar og Fanndísar Klöru systur hennar. Heimsóknirnar til Stefáns og Kristjönu, allt svo skemmtilegt og hún svo góður ferðafélagi. Síðast en ekki síst verð ég að nefna ferðina á ættarmótið fyrir norðan hjá fjölskyldunni hans pabba síðasta sumarið sem hann lifði, við gerðum okkur öll grein fyrir að þetta voru kveðjustundir hans við æskuslóðirnar en samt voru þetta svo yndislega góðar og fallegar stundir sem við áttum þarna og samveran svo skemmti- leg við fjölskylduna fyrir norðan sem við höfum séð svo lítið í gegn- um tíðina. Einstakar voru móttök- urnar á Laxamýri þar sem Atli Vigfússon fór með okkur niður að Æðarfossum og bauð okkur síðan heim þar sem við fengum að skoða gamla húsið og þáðum hressingu hjá þeim hjónum í sólinni úti í garðinum. Einnig fóru þau pabbi og mamma í góðar ferðir til Ítalíu, Kanada og Karíbahafsins. Minningarnar streyma fram þegar litið er til baka og ekki minnkar það þegar skoðuð verða þau ógrynni af myndum sem til eru og alls staðar er hún mamma í miðpunkti, svo falleg kona, snyrti- leg og klædd í stíl við tilefnið. Mig langar að kveðja móður mína með erindum úr ljóði frænda míns sem hann orti til móður sinnar: Móðir kær, jeg minnist jafnan þín, meðan blærinn leikur hugnæm kvæði, meðan tærir lækir líða’ að græði, lilja grær og fögur stjarna skín. Hjá þjer, móðir, ungur fjekk jeg fæði, fyrstu ljóðin þýðu’ og valin klæði. Elsku góða besta móðir mín! Kæra móðir, hugur hjá þjer er, helga’ jeg ljóðin smáu blíðu þinni, meðan blóð mitt hraðar hringferðinni, hjartkær móðir, jafnan ann jeg þjer, faðir góði, gefðu’ að allir finni góða móður yfir vöggu sinni, meðan rjóða geisla röðull ber. (Jóhann Sigurjónsson) Ástarþakkir fyrir allt og allt, elsku mamma, þú varst einstök. Þín dóttir María Eydís. Meira: mbl.is/minningar Um miðja síðustu öld þóttu þeir hálfskrítnir sem lágu á fjórum fót- um í garðinum sínum. Þeir sem rækta garðinn sinn eru ekki af annarri veröld en þeirri sem við Þorbjörg Þorsteinsdóttir ✝ Okkar elskulegi eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, RICHARD SVENDSEN (RIKKI), Suðurhólum 24, Reykjavík, lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 17. janúar. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 24. janúar kl. 15.00. Úlfheiður Kaðlín Ingvarsdóttir, Ingvar Hinrik Svendsen, Iðunn Vaka Reynisdóttir, Hermann Markús Svendsen, Elísabet Alma Svendsen og barnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar og tengdafaðir, JÓN ÁRNASON bifreiðastjóri, Laugabrekku 3, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga mánudaginn 21. janúar. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 26. janúar kl. 11.00. Sigurgeir Jónsson, Guðrún S. Óskarsdóttir, Björg Jónsdóttir, Pálmi Pálmason, Guðmundur A. Jónsson, Sigríður Ingvarsdóttir, Ásdís Jónsdóttir, Sigurgeir Á. Stefánsson og fjölskyldur. ✝ Kær bróðir okkar, EIRÍKUR JÓNSSON, fyrrum bóndi á Svertingsstöðum, Húnaþingi vestra, til heimilis að Smáragrund 3, Laugabakka, lést á Landspítalanum, Fossvogi, laugardaginn 19. janúar. Guðfinna Jónsdóttir, Þorgerður Jónsdóttir, Bjarni Jónsson, Guðlaug Jónsdóttir, Snorri Jónsson, Stefán Jónsson, Ólafur Jónsson, Gunnlaugur Jónsson, Ragnheiður Jónsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGMUNDUR SIGURGEIRSSON húsasmíðameistari, Þorragötu 9, lést þriðjudaginn 15. janúar. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 25. janúar kl. 15.00. Ásdís Sigurðardóttir, Sigurgeir Ó. Sigmundsson, Ingunn Mai Friðleifsdóttir, Margrét Sigmundsdóttir, Bjarni Ólafur Ólafsson og barnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNÞÓR GUÐMUNDSSON, rithöfundur og fyrrverandi bóndi frá Dæli, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga þriðjudaginn 22. janúar. Helga Gunnþórsdóttir, Guðmundur Leifsson, Sæmundur Gunnþórsson, Nanna Ólafsdóttir, Róberta Gunnþórsdóttir, Garðar Guðmundsson, Víglundur Gunnþórsson, Sigrún Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞÓREY JÓNSDÓTTIR, Dalbæ, Dalvík, áður Gilsbakka á Hauganesi, lést á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík mánudaginn 21. janúar. Útförin fer fram frá Stærra-Árskógskirkju laugar- daginn 26. janúar kl. 14:00. Margrét Soffía Kristjánsdóttir, Gunnar Jakobsson, Jón Stefán Kristjánsson, Kolbrún Kristjánsdóttir, Dagmar Kristjánsdóttir, Hallgrímur Hreiðarsson, Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson, Helena Ragna Frímannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartfólginn sonur minn, ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, ÓLAFUR MOGENSEN, Flagggatan 8b, 41316 Gautaborg, Svíþjóð, er látinn. Ólafur lést aðfaranótt sunnudagsins 20. janúar og verður hann jarðsettur í Gautaborg, Svíþjóð. Hans verður sárt saknað. Guð blessi minningu hans. Marsibil Mogensen, Maud Rämsell, Pétur Viðar Ólafsson, Birta Þrastardóttir, Þórhallur Magnússon, Mirra Þórhallsdóttir, Peter Lassen Mogensen, Matthías Mogensen, Kristina Marianna Wärd, Ingeborg Linda Mogensen, Erik Júlíus Mogensen, Aðalheiður Elva Jónsdóttir, Inga Kolbrún Mogensen, Sveinbjörn Gunnarsson, Birgir Mogensen, Ásta Ragnheiður Júlíusdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.