Morgunblaðið - 23.01.2008, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
HÆFILEIKARÍKI táningurinn
Magnus Carlsen heldur áfram að
hrífa skákheiminn með óviðjafnan-
legri frammistöðu sinni á stórmót-
um. Hann leiðir nú Corus-ofurskák-
mótið í Wijk Aan Zee í Hollandi
þegar átta umferðir af 13 eru búnar
með 5½ vinning en í humátt á eftir
koma þeir Vladimir Kramnik (2.799)
frá Rússlandi og Levon Aronjan
(2.739) frá Armeníu. Carlsen hefur
unnið þrjár skákir og gert jafntefli í
fimm. Hann hefur teflt af öryggi en
óvíst er hvort að það dugi í innbyrðis
viðureignum hans við Kramnik og
heimsmeistarann Viswanathan An-
and (2.799) sem hristi af sér slyðru-
orðið loksins í sjöundu umferð þegar
hann lagði Judit Polgar að velli. An-
and mætti svo í áttundu umferð
heimsmeistaranum fyrrverandi Ve-
selin Topalov (2.780) í athyglisverðri
skák:
Hvítt: Viswanathan Anand (2.799)
Svart: Veselin Topalov (2.780)
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rb3
Be6 8. f3 h5 9. Rd5 Bxd5 10. exd5
Rbd7 11. Dd2 g6
Þessu hefur ekki verið leikið áður
en hugmyndin er að skipta á svar-
treita biskupnum og öðlast mögu-
leika á að nú undirtökunum á svörtu
reitunum með riddurunum tveim.
Gallinn við þessa áætlun er að hún
tekur langan tíma og benda hinir
eðlilegu leikir Anands í framhaldinu
til að hvítur þurfi ekki að óttast
þessa nýjung í framtíðinni.
12. 0–0–0 Rb6 13. Da5!? Bh6 14.
Bxh6 Hxh6 15. Kb1 Hc8
16. Db4!
Snjall leikur sem undirbýr c2–c4
framrásina er styrkir d5–peð hvíts
og auðveldar hvítum að ná undirtök-
unum á miðborðinu. Hin taktíska
réttlæting leiksins byggist á að 16.
…Rfxd5 yrði svarað með 17. Hxd5
Rxd5 18. Dd2! og hvítur vinnur lið.
16. …Kf8 17. c4 Kg7 18. g3 Hh8
19. Hc1 Dc7 20. Bh3! Hce8 21. Hhd1
He7 22. a3 Hd8 23. Rd2 Rbd7 24.
Dc3 a5 25. Bxd7! Rxd7 26. f4! Rf6
27. Hf1 b6 28. h3 Dd7
Hvítur hefur yfirburðatafl og í
næstu leikjum hefur hann öfluga
sókn á kóngsvængnum.
29. f5! Hf8 30. De3 e4 31. g4! hxg4
32. hxg4 He5 33. Hf4 Dd8 34. g5
Rh5 35. f6+ Kg8 36. Hxe4
Hvítur hefur nú unnið peð og
dugði það ásamt miklum stöðuyfir-
burðum til sigurs.
36. …Hfe8 37. Ka2 a4 38. Hc3 Dc7
39. Dd4 Dc5 40. Dxc5 og svartur
gafst upp.
Anand hefur einum vinningi
minna en Carlsen svo að það verður
spennandi fylgjast með hvort að
hann nái að blanda sér alvarlega í
toppbaráttuna eftir að hafa gert
fimm jafntefli og tapað einni skák í
fyrstu sex umferðunum. Það yrði
mikið afrek hjá hinum 17 ára Carl-
sen ef honum tækist að verða sig-
urvegari mótsins en þó má ljóst vera
að næstu skákir gegn núverandi og
fyrrverandi heimsmeistara munu
ráða þar úrslitum en hann teflir við
þá í 11. og 12. umferð. Hægt er að
fylgjast með gangi mála á heima-
síðu mótsins, www.coruschess.com.
Henrik orðinn efstur á Skák-
þingi Reykjavíkur – Skeljungs-
mótinu
Stórmeistarinn Henrik Daniel-
sen (2.506) sigraði Sigurð Daða Sig-
fússon (2.313) í sjöundu umferð
Skeljungsmótsins – Skákþings
Reykjavíkur og varð þar með efstur
á mótinu með sex vinninga þar sem
Ingvar Þór Jóhannesson (2.388)
vann Guðmund Kjartansson (2.307)
sem hafði leitt mótið frá byrjun.
Guðmundur, Ingvar og Sigurbjörn
Björnsson (2.286) eru í 2.–4. sæti
með 5½ vinning. Athygli vakti í sjö-
undu umferð að hinn ungi og efni-
legi Daði Ómarsson (1.999) lagði al-
þjóðlega meistarann Sævar
Bjarnason (2.226) að velli. Nánari
upplýsingar um mótið er að finna á
www.skak.blog.is.
Carlsen efstur og Anand að braggast
Morgunblaðið/Fred Lucas
Virðing Keppendur á Corusmótinu vottuðu Bobby Fischer virðingu sína.
SKÁK
Wijk Aan Zee í Hollandi
CORUS-OFURSKÁKMÓTIÐ 2008
11.-27. janúar 2008
Helgi Áss Grétarsson
daggi@internet.is
✝ Sigríður Ingi-björg Hall-
grímsdóttir fæddist
á Akureyri 14. maí
1920. Hún lést á
hjúkrunar- og dval-
arheimilinu Hlíð á
Akureyri 15. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Ragnheiður Maren
Söebech frá Reykja-
firði í Árneshreppi,
f. 10.3. 1894, d. 22.7.
1977, og Hallgrímur
Þorvaldsson, bif-
reiðastjóri á Akureyri, f. 27.9.
1893, d. 8.12. 1925. Systur Sigríð-
ar eru Karólína Friðrika, f. 26.7.
1921, búsett á Siglufirði, og Halla
Kristjana, f. 1.5. 1925, búsett í
Reykjavík. Sigríður var 5 ára þeg-
ar faðir hennar lést og ólst hún að
ÁTVR á Akureyri. Börn Sigríðar
og Ólafs eru: 1) Benedikt, hæsta-
réttarlögmaður í Reykjavík, f.
30.4. 1948, sambýliskona Berg-
þóra Ingólfsdóttir, 2) Hallgrímur,
viðskiptafræðingur í Kópavogi, f.
7.1. 1952, kvæntur Brynju Sig-
urmundsdóttur, 3) Ragnheiður,
kennari á Akureyri, f. 10.12. 1955,
gift Ingva Jóni Einarssyni, og 4)
Margrét, sjúkraþjálfari í Óðins-
véum í Danmörku, f. 29.12. 1957,
gift Gunnari Péturssyni. Barna-
börnin eru 15 og barnabarnabörn-
in tvö.
Sigríður bjó alla sína ævi á Ak-
ureyri að einu ári undanskildu,
1953, en þá voru þau hjónin búsett
í Reykjavík. Lengst af bjuggu þau
Sigríður og Ólafur í Hrafnagils-
stræti 30 þar sem þau byggðu hús
árið 1956.
Sigríður starfaði mikið að fé-
lags- og góðgerðarmálum og var
félagi í Kvenfélaginu Framtíðinni,
Náttúrulækningafélegi Akureyrar
og Oddfellowreglunni.
Útför Sigríðar fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
mestu leyti upp hjá
ömmu sinni og afa í
föðurætt, þeim Krist-
jönu Sigríði Hall-
grímsdóttur og Þor-
valdi Helgasyni á
Akureyri, eftir það.
Ragnheiður Söebech
var kaupmaður og
rak verslunina Liver-
pool á Akureyri um
árabil. Sigríður lauk
gagnfræðaprófi frá
Menntaskólanum á
Akureyri árið 1937
og starfaði við af-
greiðslu- og skrifstofustörf hjá
BSA á Akureyri.
Hinn 22. nóvember 1947 giftist
Sigríður Ólafi Benediktssyni frá
Húsavík, f. 31.7. 1917, d. 2.11.
2000, forstjóra BSA og Bílasöl-
unnar hf. en síðar útsölustjóra
Elsku besta amma mín.
Ég kveð þig í dag með miklum
söknuði. Þú varst yndisleg kona sem
varst öllum svo kær og góð. Ég man
hvað okkur barnabörnunum fannst
gaman að vera hjá ykkur afa í
Hrafnó og svo seinna í Furulundi.
Sérstaklega var gaman þegar við
fengum að gista, sem var ansi oft.
Við gistum yfirleitt uppi í risi í
Hrafnó en það kom fyrir að við feng-
um að skríða upp í holu til ykkar afa.
Ef ég var veik komstu oft að passa
mig og það var frábært að hafa þig.
Ég er afar þakklát fyrir allar þær
frábæru stundir sem við höfum átt
saman, elsku amma mín. Ég elska
þig af öllu mínu hjarta og á eftir að
sakna þín mikið. Ég trúi að þú sért
komin á betri stað til hans afa og ég
veit að ykkur líður báðum vel. Hvíl í
friði, elsku amma litla.
Þín alltaf
Helga Björg.
Snjónum kyngdi niður í höfuð-
borginni þegar móðir mín hringdi og
tilkynnti lát Sigríðar systur sinnar.
Lífshlaup elskulegrar og fallegrar
frænku, geðprútt og stillt, minnti á
hvíta mjöllina. Þótt ég hefði ekki
hitt hana í nokkur ár dvaldi hug-
urinn oft hjá henni, en svo var ein-
mitt þennan morgun og daginn áð-
ur. Minntist ég skemmtilegra og
dýrmætra stunda á heimili þeirra
Ólafs og hve góð þau voru mér alla
tíð.
Akureyrarheimsókn með mömmu
sumarið 1945 stendur mér ljóslif-
andi fyrir hugskotssjónum. Ragn-
heiður amma leigði þá í Skipagötu
og höfðu Sigríður og Halla búið hjá
henni undanfarin ár, en við fráfall
Hallgríms manns síns 8. des. 1925
stóð hún ein uppi með þrjár korn-
ungar dætur og þurfti að láta þær
frá sér. Sigríður ólst upp hjá ömmu
sinni og afa og Halla fór fyrst um
sinn til frændfólks. Vorið 1930 lætur
svo bátur úr höfn og flyst Karólína
með fósturforeldrum til Siglufjarð-
ar. Á bryggjunni stendur móðirin
með Sigríði grátandi. Þrátt fyrir að-
skilnað í æsku var samband þeirra
systra alltaf náið og væntumþykja
mikil, og höfum við systrabörn ekki
farið varhluta af því.
Afar gestkvæmt var hjá Sigríði og
Ólafi frá fyrstu tíð og jafn smekk-
legt og fallegt heimili vandfundið,
enda Sigríður einstaklega þrifin og
flink húsmóðir, og þau hjón sam-
stiga í snyrtimennsku og reglusemi.
Smákökuuppskriftir með fagurri rit-
hönd frænku eru vel varðveittar
ásamt sendibréfum frá henni.
Á fyrsta heimili hjónanna í
Munkaþverárstræti var ég barnapía
sumarið 1952 og passaði Benedikt.
Til heimilis voru einnig Þorvaldur
langafi, rúmfastur, Margrét móðir
Ólafs og svo var Ragnheiður amma
þar með herbergi, þótt hún ynni á
sumrum sem matráðskona hjá lax-
veiðimönnum á Laxamýri.
Seinna varð Hrafnagilsstræti 30
fastur punktur í tilverunni þegar
leiðin lá til Siglufjarðar um jólaleyt-
ið. Brást ekki að Ólafur var mættur
á flugvellinum á nýbónaðri bifreið
sinni A 3, glerfínn að vanda. Aldrei
hafði hann orð á því þótt margir
pinklar og pakkar fylgdu gestinum,
en á þessum árum var fólk óspart
beðið fyrir böggul á milli landshluta
til vina eða ættingja. Heima beið
Sigríður með veislumáltíð við gleði
og glaum í borðstofunni ásamt
krökkunum. Eftir næturgistingu
var maður svo lóðsaður með sitt haf-
urtask í póstbátinn Drang, Esjuna
eða Hekluna.
Benedikt, Hallgrími, Ragnheiði,
Margréti og fjölskyldum þeirra, svo
og systrum Sigríðar, Karólínu og
Höllu votta ég innilega samúð.
Blessuð sé minning Sigríðar Hall-
grímsdóttur.
Ólöf Þórey Haraldsdóttir.
Sigga Hall er dáin. Ég man Siggu
sem fallega, góða og glaða en um-
fram allt hlýja manneskju. Af
bernskuminningum mínum standa
upp úr heimsóknir í Hrafnagils-
strætið til Óla föðurbróður og Siggu.
Þar var alltaf glatt á hjalla þegar
fjölskyldurnar hittust og Sigga töfr-
aði fram ljúffengan mat. Af einhverj-
um ástæðum er mér skyrsúpan
minnisstæðust. Sigga bjó til skyr-
súpu með því að hræra alls konar
góðgæti saman við skyrið, meðal
annars eggjum sem gerðu skyrsúp-
una gula.
Þegar ég fluttist norður á Akur-
eyri sumarið 1974, tvítug og nýgift,
urðum við Sigga vinkonur. Við Björn
bjuggum í kjallaranum hjá Óla og
Siggu í nokkrar vikur meðan við bið-
um eftir að íbúðin okkar yrði tilbúin.
Þar var yndislegt að vera og Óli og
Sigga dekruðu við okkur. Á Akureyri
fæddist eldri dóttir okkar og meðan
ég gekk með hana var gott að koma
til Siggu, sitja með henni í eldhúsinu,
mala og borða alls konar berjasultur
en Sigga var ástríðufull berjakona.
Og það var gaman að fara í göngu
með Siggu. Við gengum mikið saman
um alla Akureyri, töluðum um heima
og geima og Sigga sagði mér sögur.
Síðan fæddist Birna Anna í apríl og
fyrsta heimsókn hennar í lífinu var í
Hrafnagilsstrætið á leið heim af fæð-
ingardeildinni. Þar fékk hún aldeilis
hlýjar móttökur þegar hún vikugöm-
ul, var lögð í burðarrúmi á píanó-
bekkinn í stofunni hjá Óla og Siggu
sem dáðust að henni af einlægni. Um
sumarið voru Hallgrímur, sonur
þeirra, og Brynja í Hrafnagilsstræt-
inu með Ólaf son sinn nýfæddan og
þá vorum við Birna Anna heima-
gangar þar.
Eftir að ég fluttist frá Akureyri
hittumst við Sigga sjaldnar en héld-
um góðu sambandi. Þegar ég hitti
hana sl. sumar hafði ég ekki séð hana
í nokkur ár. Ég leit inn til hennar á
Hlíð og vissi ekki á hverju ég ætti
von, bjóst alls ekki við að hún þekkti
mig. Þar sat hún í stól, glæsileg og
flott. Þegar hún sá mig koma breiddi
hún út faðminn og það glaðnaði yfir
henni. Hún faðmaði mig og kyssti og
klappaði mér allri af sinni yndislegu
hlýju.
Fyrir mér var þetta heilög stund.
Guð blessi minningu Sigríðar Hall-
grímsdóttur.
Ragnheiður Margrét
Guðmundsdóttir.
Æskuminningar frá sjöunda ára-
tugnum skutust upp á yfirborð hug-
ans þegar ljóst var að dagar Sigríðar
Hallgrímsdóttur yrðu ekki fleiri.
Við ókum sem leið lá flest sumur
norður á Blönduós og til Akureyrar
að heimsækja föðurfólkið á árunum
milli 1960 og 1970. Oft hittumst við
öll á Blönduósi hjá Sólveigu frænku
og þá voru sagðar Húsavíkursögur.
Þegar til Akureyrar kom tóku
Mýrarvegurinn og Hrafnagilsstrætið
á móti okkur. Hér skal aðeins brugð-
ið upp mynd af móttökunum við
Hrafnagilsstræti. Oftar en ekki var
Óli frændi út í garði í stríði við fífl-
ana, sem hann tók upp með rótum,
en inni fyrir stóð opinn faðmur
Siggu, bros sem náði til augnanna og
óvenjulega þýð rödd, sem bar með
sér hljóm sem engan á sinn líka í
minningunni.
Frú Sigríður Hallgrímsdóttir var
fyrirmyndarhúsmóðir, átti fallegt
heimili þar sem hver hlutur hafði
sinn stað. Og hvergi var að sjá að á
heimilinu byggju tápmikil börn og
unglingar, allt svo fínt og fágað. Ég
sé hana fyrir mér að hræra skyr með
eggjum eða búa til kjötbollur sem
lagaðar voru eins og veislumatur.
Hún talaði við okkur börnin af áhuga
og virðingu. Augun leiftruðu af hlýju.
Við vissum þó, börnin, að þessi
augu voru ekki alltaf full af gleði þó
ekki bæri mikið á því á þessum ár-
um. En veikindin sóttu hart að og
stundum þurfti hún að liggja syðra á
sjúkrahúsum. Alltaf var það fyrst og
fremst umhyggja fyrir börnunum
sem henni var efst í huga á þeim vik-
um sem hún var fjarri heimilinu.
Svo liðu árin.
Þegar við fluttumst norður fyrir
nálægt átta árum nutum við þess að
sjá Siggu oftar. Og nú var það Gylfi
sem fékk að kynnast þessari merku
konu sem hafði blásið af sér alla
storma. Einstakt samband myndað-
ist strax á milli þeirra og stundirnar
frá síðustu árum eru dýrmætar í
minningunni.
Á gamlársdag var messað á Hlíð
eins og vant er þennan síðasta dag
ársins. Þá var gott að koma til Siggu
á eftir og þakka henni fyrir öll gömlu
árin.
Sú þökk er efst í huga nú að leið-
arlokum.
Þar sem við erum því miður ekki á
landinu til að fylgja Siggu síðasta
spölinn, biðjum við góðan Guð að
blessa Benna, Hallgrím, Ragnheiði,
Margréti og fjölskyldur þeirra.
Guð blessi einnig minningu þeirr-
ar merku konu Sigríðar Hallgríms-
dóttur.
Solveig Lára og Gylfi,
Möðruvöllum.
Sigríður
Hallgrímsdóttir