Morgunblaðið - 23.01.2008, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
VÍÍÍ!
HVAÐ HEFUR ÞÚ
VERIÐ AÐ GERA?
EKKERT!
ÉG LOFA!
ÉG ER ALVEG VISS UM AÐ
ÖLLUM Í HEIMINUM FINNST
ÉG LEIÐINLEGUR
ÉG ER SVO
ROSALEGA
ÞUNGLYNDUR
ER ÞAÐ EITTHVAÐ NÝTT?
HVERT ERTU
AÐ FARA?
ÚT
ERTU BÚINN
AÐ TAKA TIL Í
HERBERGINU
ÞÍNU?
NEI
ÞANNIG AÐ ÞEGAR ÞÚ
SAGÐIR AÐ ÞÚ ÆTLAÐIR ÚT
ÞÁ ÁTTIR ÞÚ VIÐ AÐ ÞÚ
ÆTLAÐIR UPP AÐ TAKA
TIL... ER ÞAÐ EKKI?
ÉG HELD AÐ HÚN
SKILJI EKKI ÍSLENSKU
HVAÐ LÉT
LÆKNIRINN ÞIG FÁ?
NAFNSPJÖLDIN SÍNÞEGAR ÞÚ KEMUR
INN, ERTU ÞÁ TIL Í
AÐ LÁTA MENNINA
ÞÍNA FÁ ÞETTA?
EKKERT
MÁL,
LÆKNIR!
VINUR MINN
HANN MARKÓ
HEFUR MIKLAR
ÁHYGGJUR
HANN HEYRÐI AÐ ÞAÐ
ÆTTI AÐ GERA ÓSÝNILEGA
GIRÐINGU MILLI MEXÍKÓ
OG BANDARÍKJANNA
HANN HEFUR VERIÐ
AÐ SLÁST MIKIÐ
UNDAN-
FARIÐ
HANN HEFUR GERT
ÞAÐ ALLA TÍÐ
EN HANN HEFUR
ALDREI ÁÐUR
KOMIÐ HEIM
ÞAKINN Í
SKRÁMUM
HVAÐ
MEÐ
ÞAÐ?
ÞAÐ ER ERFITT AÐ KENNA
KETTI KARATE
JÁ, EN VIÐ GÆTUM
ALVEG HAFT HANN
INNI HJÁ OKKUR
ÉG VARÐ AÐ
SETJA SPRENGJU
Í LYFTUNA...
...EFTIR AÐ
MARY JANE
LIFÐI AF
FYRRI
TILRAUNINA
ÞANNIG AÐ ÞÚ EYÐI-
LAGÐIR VALSLÖNGVUNA!
JÁ, EN
KÓNGULÓARMANN-
INUM TÓKST AÐ
BJARGA HENNI
HANN
TRUFLAR MIG
EKKI FRAMAR
dagbók|velvakandi
Safn til minningar um
Bobby Fischer
Kæru alþingismenn, ráðherrar,
skákáhugamenn og aðrir þeir sem
málið varðar.
ÉG legg hér með til að byggt verði
Bobby Fischer-safn í miðbæ
Reykjavíkur. Safnið yrði helgað
heimsmeistaraeinvíginu 1972 og
minningu skákmeistarans sem átti
samastað í hjörtum Íslendinga.
Mögulegur staður fyrir safnið væri í
Laugardalnum þar sem nú þegar er
rætt um að reisa styttu af Bobby
Fischer. Ég held að Bobby Fischer-
safnið myndi hafa gríðarlegt menn-
ingarsögulegt gildi fyrir okkur Ís-
lendinga auk þess sem það myndi
laða að túrista og skákpílagríma frá
öllum heimshornum.
Virðingarfyllst.
Símon Birgisson, blaðamaður og nemi
í Listaháskóla Íslands.
Völvan
Ég vil vekja athygli lesenda á að
Völva Vikunnar spáði þessum hrók-
eringum í borgarstjórn sem nú eru
komnar á daginn. Einnig spáði hún
stjórnarslitum – skyldi það ganga
eftir?
Eldri borgari.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
Þessir kappar róa hér á kajökum inn Skerjafjörðinn um hávetur í aftansól
og blíðu. Bessastaðir, bústaður forseta Íslands, blasa við í baksýn. Ætli þeir
séu nokkuð að pæla í hvað hann sé að sýsla?
Árvakur/Ómar
Róið á kajökum inn Skerjafjörð
FRÉTTIR
GARÐYRKJUFÉLAG Íslands held-
ur sinn fyrsta fræðslufund á árinu
fimmtudaginn 24. janúar í sal
Orkuveitu Reykjavíkur að Bæj-
arhálsi 1 klukkan 20.
Fyrirlesarar verða starfsmenn
Grasagarðsins, þær Eva G. Þor-
valdsdóttir forstöðumaður, Ingunn
Óskarsdóttir og Anna Margrét Elí-
asdóttir garðyrkjufræðingar. Eva
mun segja frá starfsemi Grasa-
garðsins á liðnu ári í máli og mynd-
um. Ingunn hefur kynnt sér sér-
staklega bergsóleyjar og fjallar um
ræktun þeirra í Grasagarðinum.
Anna Margrét hefur í nokkur ár
annast lyngrósasafn Grasagarðsins
og mun kynna þær tegundir sem
eru til sýnis í garðinum. Þá mun
Eva segja frá blómaenginu í Grasa-
garðinum, en undanfarin ár hefur
staðið yfir könnun á því hvernig
hægt er að koma upp blómaengi
með íslenskum og erlendum blóm-
jurtum, segir í fréttatilkynningu
frá Garðyrkjufélagi Íslands.
Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir fé-
laga og maka, en 800 kr. fyrir aðra.
Fræðsla um
starfsemi
Grasagarðsins
MÁLÞINGIÐ Enginn er eyland
verður haldið í Kennaraháskóla Ís-
lands við Stakkahlíð föstudaginn
25. janúar nk. Málþingið er haldið í
tilefni af útkomu bókarinnar Fjöl-
menning á Íslandi sem Rann-
sóknastofa í fjölmenningarfræðum
við Kennaraháskóla Íslands og Há-
skólaútgáfan gefa út. Málþingið fer
fram í Skriðu, fyrirlestarasal í
Hamri, nýbyggingu KHÍ kl. 13–16.
Aðalfyrirlesarar verða Magnús
Bernharðsson dósent við Williams
College og lektor við Háskóla Ís-
lands og Elín Þöll Þórðardóttir dós-
ent við McGill University. Að lokn-
um aðalfyrirlestrum er gert ráð
fyrir pallborðsumræðum.
Aðgangur að málþinginu er
ókeypis og allir eru velkomnir.
Málþing um
fjölmenningu
á Íslandi
Í TILEFNI af stofnun Jafnréttinda-
félags Íslands verður haldinn und-
irbúningsfundur í dag, miðvikudag-
inn 23. janúar kl. 20, í húsnæði
Háskóla Reykjavíkur við Ofanleiti
2. Þingmenn munu mæta og ræða
stöðu mála. „Tilgangur félagsins er
að stuðla að aukinni fjölbreytni í
jafnréttisumræðunni sem hefur
hingað til verið nokkuð einhliða,“
segir í fréttatilkynningu.
Stofnun
Jafnréttinda-
félags Íslands