Morgunblaðið - 23.01.2008, Qupperneq 34
34 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEIR SEM fjallað hafa um þessa skáld-
sögu Stephens Hunts hafa gjarnan orð á
því að hún sé fulllöng, að
í henni sé of margt að
gerast og allt of mikið af
nýstárlegum hug-
myndum í henni. Það
byggist svo á smekki
hvers og eins hvort hann
kunni að meta langar
bækur með fjölda per-
sóna og fullsköpuðum
flóknum furðuheimi.
Heimur bókarinnar minnir ekki svo lítið
á England á átjándu og nítjándu öld, en
með ótal tilbrigðum. Í þessum heimi eru
menn þannig að deila um sameignaskipan
og einstaklingsfrelsi, konungdæmi og lýð-
ræði og svo má telja, og fólk á götunni er
áþekkt íbúum Lundúna fyrir 150-200 árum
eða svo. Í mannfjöldanum eru þó ýmsar
furðuverur, flugvélar sveima yfir og töfra-
menn eru á snærum hins opinbera.
Höfuðpersónurnar eru þau Molly Templ-
ar, sem kemst undan á hlaupum er illvígir
leigumorðingjar eru sendir henni til höfuðs
(og myrða alla þá sem standa í veginum) og
Oliver Brooks, sem lendir einnig á flótta
þegar illþýði ryðst inn á heimili hans og
drepur alla sem þar búa nema piltinn Oli-
ver.
Smám saman kemur í ljós að þau eru
leiksoppar mikilla örlaga, átaka illra guða
sem gleymdir hafa verið í árþúsund, leyni-
hers sem bókin dregur nafn sitt af, leyni-
félags erlendra aðalsmanna sem steypa
vilja lýðræðisstjórn landsins sem þau búa í
og nokkurra aðila annarra sem allir eru
með illt í hyggju að því er virðist.
Víst má til sanns vegar færa að sögusvið-
ið sé full-ríkulegt, en Hunt er ekki að tjalda
til einnar nætur, hann er með sagnabálk í
huga og næsta bindi hans er reyndar þegar
tilbúið og kemur út í vor.
Flóknar
furður
The Court of the Air, skáldsaga eftir Stephen
Hunt. Harper gefur út. 582 bls. Kilja í stóru broti.
Árni Matthíasson
ERLENDAR BÆKUR» METSÖLULISTAR»
1. Plum Lucky – Janet Evanovich
2. A Thousand Splendid
Suns – Khaled Hosseini
3. People of the Book –
Geraldine Brooks
4. Blasphemy – Douglas Preston
5. World Without End
– Ken Follett
6. The Shooters – W. E. B. Griffin
7. Double Cross – James Patterson
8. T is for Trespass – Sue Grafton
9. The Darkest Evening of the
Year – Dean Koontz
10. The Senator’s Wife – Sue Miller
New York Times
1. A Thousand Splendid Suns –
Khaled Hosseini
2. Random Acts of Heroic Love –
Danny Scheinmann
3. On Chesil Beach – Ian McEwan
4. The Book Thief – Markus Zusak
5. The Kite Runner – Khaled
Hosseini
6. Mister Pip – Lloyd Jones
7. Then We Came to the End
– Joshua Ferris
8. Lords of the Bow – Conn
Iggulden
9. Notes from an Exhibition
– Patrick Gale
10. The Shakespeare Secret
– J.L. Carrell
Waterstone’s
1. I Heard That Song Before –
Mary Higgins Clark
2. Blood Brothers – Nora Roberts
3. Overlook – Michael Connelly
4. Alexandria Link – Steve Berry
5. Mephisto Club – Tess Gerritsen
6. Success Principles
– Jack Canfield
7. Shopaholic & Baby
– Sophie Kinsella
8. Cross – James Patterson
9. Wives of the East Wind
– Liu Hong
10. Mary Berry’s Complete
Cookbook
Eymundsson
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
ÞAÐ ER góð brella hjá glæpa-
sagnahöfundi að láta bækur sínar
gerast í spennandi og helst
óvenjulegu umhverfi, í öðru landi,
sem hægt er að gæða dulúð, tja,
eins og til að mynda Ítalíu. Ekki
gerir það eftirleikinn erfiðari að fá
bókmenntaminni eru kunnuglegri
en ítalskir glæponar.
Fjölmargir höfundar frá ýms-
um löndum skrifa bækur um
ítalska spæjara og lögreglufor-
ingja, til að mynda Donna Leon
sem segir frá ævintýrum feneyska
lögregluforingjans Guidos Bru-
nettis, en hún er bandarísk,
Magdalen Nabb, sem var ensk
kona sem fluttist til Flórens og
skrifaði glæpasögur sem gerast í
þeirri borg og svo Michael Dibdin,
sem skrifaði bækur um lögreglu-
foringjann sérlundaða Aurelio
Zen, en Dibdin lést skyndilega
fyrir tæpu ári og síðasta bókin um
Zen kom út fyrir stuttu.
Lævís og þrjóskur
Fyrsta bókin um Zen kom út
1988 og vakti þegar hrifningu,
enda er hann persóna sem flestir
falla yfir, lævís og þrjóskur,
strangheiðarlegur en beitir
brögðum þegar við á og með
óhemju sterka réttlætiskennd,
sem hann lætur þó ekki alltaf
þvælast fyrir. Alls urðu bækurnar
ellefu þar sem Zen kemur við
sögu og Dibdin var einmitt rétt
búinn að koma elleftu bókinni til
útgefanda þegar hann lést.
Sögusvið fyrstu bókarinnar er
Perugia, þar sem Dibdin bjó um
tíma, en svo fer Zen um víðan völl,
til Feneyja, Bologna og Rómar og
lendir meira að segja á Íslandi í
einni bókinni, þó atburðarásin sé
óneitanlega nokkuð sérkennileg í
augum íslenskra lesenda.
Í síðustu bókunum er Zen aftur
á móti staddur á Sikiley, nóg af
glæpahyski þar, og meira að segja
mátti skilja eina söguna, Blood
Rain, sem kom út 1999, svo að
mafíósar hefðu myrt lögreglufor-
ingjann sem var þeim svo mikill
þyrnir í auga. Annað kom þó á
daginn, því Zen sneri aftur þrem
árum síðar og er sprelllifandi í síð-
ustu bókinni, End Games.
Einskonar ferðabækur
Bækur Dibdins og annarra höf-
unda sem getið er hér að ofan eru
að mörgu leyti eins og ferðabæk-
ur, margar lýsa mannlífi og menn-
ingu, byggingum og landslagi og
matargerðarlist af svo mikilli
rómantík að lesendur dauðlangar
til að fara á staðinn, ganga sömu
götur og Brunetti lögregluforingi
eða sitja á veitingahúsi í breiskju-
hita hádegisins og borða sikil-
eyskan bændamat, einfaldan og
bragðmikinn. Það umhverfi sem
Dibdin lýsir er þó ekki alltaf
kræsilegt; í bókum sínum lýsir
hann skuggahliðum ítalsks sam-
félags og spillingu sem grasseraði
í skjóli kristilegra demókrata og
grasserar enn. Kannski ekki svo
spennandi áfangastaður þegar
grannt er skoðað.
Forvitnilegar bækur: Michael Dibdin og Aurelio Zen
Glæponar á Ítalíu
Enskur Rithöfundurinn Michael Dibdin, höfundur Aurelio Zen.
- Kauptu bíómiðann á netinu -
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
HILMIR SNÆR
GUÐNASON
MARGRÉT
VILHJÁLMSDÓTTIR
LAUFEY
ELÍASDÓTTIR
JÓHANN
SIGURÐARSON
ÓLAFÍA HRÖNN
JÓNSDÓTTIR
ÞRÖSTUR LEÓ
GUNNARSSON
ÓLAFUR DARRI
ÓLAFSSON
ÓLAFUR EGILL
EGILSSON
ILMUR
KRISTJÁNSDÓTTIR
FRÁBÆR NÝ GAMANMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK!
LANDSLIÐ LEIKARA FER Á KOSTUM Í MYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF!
Nú mætast þau aftur!
Tvö hættulegustu skrímsli kvikmyndasögunnar
í tvöfalt betri mynd!
Missið ekki af
einum flottasta
spennutrylli ársins!!
SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBBÍÓI
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
Dagbók fóstrunnar
Stórskemmtileg gamanmynd með Scarlett Johansson
í aðalhlutverki sem fóstra hjá ríka liðinu í New York og
lífið á toppnum því ekki er allt sem sýnist!
ÁST. SKULDBINDING. ÁBYRGÐ.
HANN HLEYPUR FRÁ ÖLLU!
LOSTI, VARÚÐNÚ VERÐUR ALLT VITLAUST!
SÝND Í SMÁRABÍÓI
eee
FLAUELSMJÚK OG ÞÆGILEG
- DÓRI DNA. D.V.
Frá Óskarsverðlaunahafanum Ang Lee
leikstjóra „Brokeback Mountain“
og „ Croutching Tiger, Hiddden Dragon“
Golden Globe verðlaun
Cate Blanchett
Besta leikkonan í
aukahlutverki
SÝND Í REGNBOGANUM
eeee
- Ó.H.T., RÁS 2
Þetta er frumleg, úthugsuð,
vönduð og spennandi barna-
og fjölskyldumynd, besta
íslenska myndin af sínu tagi.
eeee
- B.S., FBL
„...ein besta fjölskyldu-
afþreyingin sem í boði
er á aðventunni”
eee
- S.V., MBL
„Duggholufólkið bætir
úr brýnni þörf fyrir
barnaefni”
SÝND Í REGNBOGANUMSÝND Í REGNBOGANUM
eee
- T.S.K. 24 STUNDIR
“Enn ein snilldin frá meistara Ang Lee!
Frábær mynd sem enginn kvikmyndaunnandi
ætti að láta framhjá sér fara!”
eeee
- T.S.K, 24 STUNDIR
Kvikmyndir.is
eee
- A.S. MBL
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG
HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í REGNBOGANUM
„Skemmtilegasta og áhrifaríkasta
„ævisaga” frægrar rokkstjörnu
sem færð hefur verið á
hvíta tjaldið á síðustu árum!“
- S.S. MBL
ÍKORNARNIR ALVIN, SÍMON
OG THEÓDÓR SLÁ Í GEGN
SEM SYNGJANDI TRÍÓ!
STÓRSKEMMTILEG
GAMANMYND
FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA .
eee
- S.V, MBL
eeee
- H.J. MBL
eee
- A.F.B. 24 STUNDIR
Sími 564 0000Sími 462 3500
Sími 551 9000
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Smárabíó
* Gildir á allar
sýningar merktar
með rauðu
450
KRÓNUR
Í BÍÓ*
Brúðguminn kl. 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára
Aliens vs Predator 2 kl. 8 - 10 B.i. 16 ára
The Golden Compass kl. 6 B.i. 10 ára
Alvin og íkornarnir ísl. tal kl. 4
Alvin and the C.. enskt tal kl. 4 - 6
Duggholufólkið kl. 3:45 B.i. 7 ára
Brúðguminn kl. 6 - 8:20 - 10:30 B.i. 7 ára
Lust, Caution kl. 6 - 9 B.i. 16 ára
I´m not there ath. ótextuð kl. 6 - 9 B.i. 12 ára
We own the night kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára
Run fat boy run kl. 5:30
Brúðguminn kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10
Brúðguminn kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS
Aliens vs. Predator 2 kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.16 ára
The Mist kl. 8 - 10:40 B.i.16 ára
The Golden Compass kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.10 ára
Frábær mynd. Hún er falleg, sár og
fyndin. Allt gekk upp, leikur, leikmynd,
saga, hljóð, mynd og allt sem þarf til að
gera fína bíómynd.
-S.M.E., Mannlíf
eeeee
Besta íslenska fíl-gúdd myndin
fyrr og síðar “
- .ss , X-ið FM 9.77
eeee
“Brúðguminn er skemmtileg mynd sem
lætur áhorfendur hljæja og líða vel“
- G. H., FBL
eeee
„Brúðguminn er heilsteypt
og skemmtileg mynd sem kemur eins
og ferskur andvari inn í skammdegið.”
-S.P., Kvika Rás 1
“Myndin er frábær skemmtun”
- Þ.H., MBL
v
- Kauptu bíómiðann á netinu -
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!