Morgunblaðið - 11.02.2008, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2008 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Verðhrun
minnst 60% afsláttur
Er bíllinn
þinn ekki lengur í ábyrgð?
Bíll sem ber merki um Bílaábyrgð Varðar er betri bíll vegna þess að hann er tryggður
fyrir óvæntum bilunum og göllum þó hann sé ekki lengur í verksmiðjuábyrgð.
Kynntu þér kosti Bílaábyrgðar í síma 514 1000 eða á vordur.is
FJÖRUTÍU nemendur brautskráð-
ust sl. laugardag frá Háskólanum á
Bifröst, þar af þrettán með meistara-
gráðu, MA eða
MS, og 27 með
grunngráðu, BA
eða BS. Við Há-
skólann á Bifröst
eru nú um 1.100
nemendur og hafa
aldrei verið fleiri.
Kennt er í þremur
deildum, við-
skipta-, laga- og
félagsvísinda-
deild. Auk þess er frumgreinadeild
við skólann þar sem kennt er í stað-
námi og sl. haust hófst kennsla í frum-
greinadeild í fjarnámi. Jafnframt eru
margar styttri námsbrautir, t.d.
verslunarstjóranám, Máttur kvenna
og Rekstur smærri fyrirtækja. Í jan-
úar hófst kennsla í meistaranámi í
stjórnun heilbrigðisþjónustu. Sjö
meistaranámsbrautir eru við skólann.
Næsta haust hefst kennsla í við-
skiptafræði til BS-gráðu sem fer öll
fram á ensku og er það ný námsleið.
Skólinn er 90 ára á þessu ári
Dr. Ágúst Einarsson rektor minnt-
ist þess í ræðu við útskriftina að á
þessu ári er fagnað 90 ára afmæli Há-
skólans á Bifröst en skólinn var stofn-
aður á fullveldisárinu og hét þá Sam-
vinnuskólinn. Skólinn var fyrst í
Reykjavík, til húsa þar sem mennta-
málaráðuneytið er nú. Saga skólans á
Bifröst spannar nú meira en hálfa öld.
„Það er margra að minnast en eitt
nafn ber hæst, Jónasar Jónssonar frá
Hriflu, atorkumanns, eldhuga, hug-
sjónamanns, að vísu oft óvæginn í
baráttu fyrir stefnu sinni, en það er
aldrei logn um þá sem skipta máli.
Jónas vildi útskrifa frá skólanum for-
ystumenn fyrir land og þjóð og það vil
ég líka. Ég er stoltur að stjórna þess-
um skóla sem Jónas stofnaði og
stýrði,“ sagði Ágúst. Hann vék í ræðu
sinni að ólíkum lífsskilyrðum nútíma
Íslendinga og fyrri kynslóða sem
bjuggu við óblíða náttúru. „Náttúran
var þeirra stríð. Þegar aðrar þjóðir
misstu fólk fyrir vopnum, hjó náttúr-
an skörð í okkar raðir. Við eigum
náttúrunni allt að þakka og allt að
gjalda en hún kostaði líka sitt á fyrri
tíð. Við erum ekkert annað en vörslu-
fólk náttúrunnar, landsins, tungunn-
ar og sögunnar,“ sagði Ágúst. Hann
sagði að aldrei hefðu verið fleiri nem-
endur né umsóknir. Hagnaður á
rekstrinum, nemendur væru glæsi-
legir og úrval kennara frá mörgum
löndum og nýjar námslínur. Þá vék
Ágúst að nýjum námsbrautum, m.a.
að næsta haust hefst í fyrsta skipti
hérlendis nám til BS-gráðu þar sem
allt námsefnið verður á ensku. Námið
er fyrir Íslendinga sem vilja læra við-
skiptatungumálið til hlítar, fyrir fólk
af erlendum uppruna sem býr hér-
lendis og fyrir útlendinga. Ágúst
sagði að með þessu væri ekki verið að
afskrifa íslenskuna sem kennslumál.
„Við erum að verja íslenskuna og
hefja hana til enn meiri virðingar og
notkunar því aðeins þeim sem kann
vel erlend tungumál dettur ekki í hug
að sletta því í móðurmáli sínu. Ís-
lenskan er forsenda alls hérlendis;
þjóðarinnar, menningarinnar, fortíð-
arinnar og framtíðarinnar og þá vita-
skuld nútíðarinnar.“
Nemendur á Bifröst
orðnir 1.100 talsins
Næsta haust verður boðið upp á námsbraut í viðskiptafræði
til BS-gráðu þar sem einungis verður kennt á ensku
Ágúst Einarsson
TÓLF hugmyndir frá tíu fyrirtækj-
um bárust í tilraunaverkefni til sex
mánaða á skráningu sjúkraskráa
fyrir slysa- og bráðasvið Landspít-
alans. Tilboðin voru á bilinu 500-
1.450 krónur á hverja sjúkraskrá.
Um er að ræða tilraunaverkefni
til hálfs árs. Ákvörðun um hvort
einhverju tilboði verður tekið á að
liggja fyrir 15. febrúar nk.
Fyrirtækin sem skiluðu tilboði
eru:
1. Heilbrigðisstofnunin Siglufirði,
Konráð Karl Baldvinsson for-
stjóri.
2. Stakkó ehf., Eyjum, Egill Arn-
ar Arngrímsson fram-
kvæmdastjóri.
3. Conscriptor, Gunnar Kristinn
Guðmundsson læknir.
4. Registur, Guðrún Ragnarsdóttir
framkvæmdastjóri.
5. Forsvar, Hvammstanga, Elín R.
Líndal framkvæmdastjóri.
6. Endurhæfing, Knútur Ósk-
arsson stjórnarformaður.
7. Miðlun, Árni Zophoniasson
framkvæmdastjóri.
8. Ritaraþjónusta Rósu, Rósa
Sveinsdóttir læknaritari.
9. Ritarar, Rannveig Ásgeirsdóttir
læknaritari.
10. ISS, Guðmundur Guðmundsson
framkvæmdastjóri.
Spurning um verð
„Í stórum dráttum er þetta fyrst
og fremst spurning um verð og að-
stöðu, þ.e. hvaða tölvufyrirtæki sjái
um öryggisbúnað og annað,“ segir
Niels Christian Nielsen, aðstoðar-
lækningaforstjóri LSH.
Nokkrir þeirra sem skilað hafa
hugmyndum eru á landsbyggðinni
og segir Niels það enga fyrirstöðu,
ekki sé nauðsynlegt að skráning
sjúkraskráa fari fram á sjúkrahús-
inu sjálfu. „Þetta er allt unnið í
gegnum tölvur og þess vegna erum
við að gera þetta,“ segir Niels um
útvistun verkefnisins. Hann segir
ekki um eiginlegt útboð að ræða
heldur tilraunaverkefni. Ekki sé
víst að neinu tilboði verði tekið.
„Við erum með ákveðnar hugmynd-
ir um hvað við viljum borga fyrir
þetta,“ segir Niels. „Ef einhver
býður undir því förum við í verk-
efnið, annars ekki.“
Læknaritarar funda
Fulltrúar læknaritara áttu á
föstudag fund ásamt formönnum
BSRB og SFR, með forstöðumönn-
um LSH um málið. Ögmundur Jón-
asson, formaður BSRB, segir á
heimasíðu félagsins að fundurinn
hafi verið gagnlegur. Fulltrúar
stéttarfélaganna hefðu ítrekað mót-
mæli sín við einkavæðingu starf-
seminnar og teflt fram rökum máli
sínu til stuðnings. Engin sameig-
inleg niðurstaða varð á fundinum
en ákveðið var að halda viðræðum
áfram og horfa þá jafnframt til
lengri tíma.
Tíu fyrirtæki með
tólf hugmyndir
Tilraunaverkefni til hálfs árs vegna
skráningar sjúkraskráa á LSH
HÆSTIRÉTTUR hefur úrskurðað
að lögreglustjóranum á höfuðborg-
arsvæðinu beri að hætta að fylgj-
ast með ferðum karlmanns með
staðsetningartæki sem komið var
fyrir undir bifreið hans. Í dómi
Hæstaréttar segir að þar sem lög-
regla hafi ekki gert grein fyrir því
á hvað grundvelli aðgerðunum er
beint að manninum, og rétturinn
telur slíkar upplýsingar nauðsyn-
lega forsendu til að geta staðfest
lögmæti aðgerðanna, sé fallist á
kröfu hans.
Málið kom upp þegar maðurinn
fann staðsetningarbúnað undir bif-
reið sinni í nóvember sl., en bún-
aðurinn reyndist í eigu embættis
lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu. Maðurinn taldi aðgerðir lög-
reglu ólögmætar og fór þess á leit
við ríkissaksóknara að hafin yrði
rannsókn. Beiðninni var hafnað
þar sem litið var svo á að lögreglu
væri heimilt að fylgjast með ferð-
um manna, án þess að fá til þess
heimild dómara. Maðurinn höfðaði
því mál. Í janúar sl. úrskurðaði
Héraðsdómur Reykjavíkur svo að
lögreglunni væri óheimilt að koma
fyrir eftirfararbúnaði á eða inni í
bifreið mannsins og öðrum munum
sem tilheyra honum.
Skortur á upp-
lýsingum frá lögreglu
Í dómi Hæstaréttar segir að
málflutningur lögreglunnar hafi
lotið að því að rökstyðja að heimilt
sé að grípa til slíkra aðgerða án
dómsúrskurðar og sérstakrar laga-
heimildar. Líkt og áður segir þótti
réttinum hins vegar ekki tækt að
fallast á lögmæti aðgerðanna sök-
um skorts á upplýsingum frá lög-
reglu, og varð lögregla að bera
hallann af því.
Meinað að
fylgjast með
ferðum
karlmanns