Morgunblaðið - 11.02.2008, Síða 22
22 MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í MORGUNBLAÐINU 5. febr-
úar sl. skrifar Rögnvaldur Jónsson,
verkfræðingur, grein sem er að
vísu andsvar við grein Þorvarðar
Hjaltasonar í sama blaði frá 22.
desember sl.
Í báðum þessum
greinum leggja grein-
arhöfundar spár um
aukningu umferðar til
grundvallar málflutn-
ingi sínum og sýnist
sitt hvorum.
Það sem veldur mér
umhugsun í þeirra
skrifum er karp
þeirra um tölfræði,
meðalfjölda bifreiða
og spár um aukningu
meðalumferðar.
Það er nú einu sinni
þannig að í sumum málum hefur
tölfræði afar takmarkað gildi og
stundum ekkert gildi. Það á við í
þessu tilfelli.
Til viðmiðunar tek ég dæmi úr
matsstörfum. Þegar verðmæti fast-
eignar eða jarðar er metið þarf að
taka mið af sérstöðu viðkomandi
eignar. Gæði sem ekki verða mæld
með auðveldum hætti, eins og út-
sýni, staðsetning og lega í landinu
geta haft og hafa alltaf úrslitaáhrif
á verðmæti fasteignar. Bygging-
arkostnaður, viðhaldskostnaður,
gerð og ástand eignar hafa miklu
minna vægi í slíkum tilfellum, þótt
sá tilkostnaður brenni á þeim sem
hann greiðir.
Hliðstæð rök eiga líka við, þegar
ákvörðun er tekin um hvort Suður-
landsvegur skuli verða 2+2 eða
2+1.
Það mætti halda að þeir sem
mæla með því að gerður verði 2+1
vegur á milli Reykjavíkur og Sel-
foss hafi aldrei ekið þennan veg, í
það minnsta aldrei á annatíma.
Auðvitað er ekki hægt að miða af-
kastagetu vegar við álagstoppa ein-
göngu, en það fer þó eftir því hvað
þessi toppar eru tíðir.
Reynslan af að aka þessa leið
hefur sannfært mig
um að 2+1 vegur
leysir ekki umferð-
armál á Suðurlandi, né
heldur dugir slíkur
vegur til að tryggja
umferðaröryggi. Það
er einkum þrennt sem
styður þessa staðhæf-
ingu. Í fyrsta lagi
álagstopparnir, sem
eru tíðir á sumrum
sérstaklega. Í öðru
lagi er það aksturslag
fjölmargra bílstjóra og
í þriðja lagi sérstaða
sem helgast af mikilli umferð
þungra malarflutningabíla um veg-
inn.
Aksturslag fjölmargra bílstjóra
virðist helgast af ákveðnu örygg-
isleysi og ótta við aksturinn um-
fram venjulega góða varkárni.
Þessi bílstjórar aka á 70 til 80 km
hraða við bestu aðstæður þar sem
vegurinn er 1+1. Þegar þessir
sömu bílstjórar koma á 2+1 kafl-
ana á veginum er sem þeim aukist
kjarkur og þeir herða ferðina upp í
90 til 100 km hraða. Bílstjórar sem
hafa verið í gíslingu aftan við þessa
„lestarstjóra“ þar sem vegurinn
var 1+1, eru að vonum orðnir óþol-
inmóðir að komast framúr, en þeg-
ar á 2+1 vegarkaflan kemur verða
þeir að fara upp í 100 til 110, jafn-
vel enn hraðar til að komast fram-
úr. 2+1 vegarkaflarnir eru nefni-
lega of stuttir ofan í kaupið. Hér er
ekki verið að mæla því bót að öku-
menn brjóti lög um hámarkshraða,
aðeins að lýsa raunverulegu
ástandi. Á vegi sem er 2+2 mynd-
ast þetta ástand ekki. Má ekki
rekja orsakir flestra umferðarslysa
til mannlegra mistaka, skorts á
dómgreind eða rangrar ákvörðunar
og hegðunar ökumanns? Verður
slík hegðun ekki til m. a. vegna
þess að ökumaður heldur ekki ró
sinni og er ekki í andlegu jafnvægi
vegna kringumstæðna sem honum
eru skammtaðar af umhverfi (gæð-
um vegarins) og ökulagi annarra?
Um akstur stórra malarflutn-
ingabíla þarf ekki að fjölyrða. Þeir
eru þungir i vöfum, valda hættu
þegar þeir koma af hliðarvegum
inn á aðalveginn, m. a. vegna þess
að fulllestaðir eru þeir tiltölulega
lengi að ná upp eðlilegum umferð-
arhraða og eðli máls samkvæmt
byrgja þeir ökumönnum minni bíla
útsýn yfir veginn framundan.
Þörfin fyrir 2+2 veg um Suður-
land byggist sem sagt ekki á með-
alfjölda ökutækja, heldur sérstöð-
unni sem skapast af
umferðartoppum, raunverulegu
aksturslagi fjölmargra ökumanna
og mikilli umferð malarflutn-
ingabíla. Auðvitað koma önnur at-
riði til álita, en hafa miklu minna
vægi.
Suðurlandsvegur – Segir töl-
fræðin ekki allan sannleikann?
Magnús Axelsson skrifar
um umferðarálag um
Suðurlandsveg
» Suðurlandsvegur
2+1 dugar ekki. Töl-
fræði um meðalumferð
gefur ekki gild rök fyrir
því að Suðurlandsvegur
verði ekki 2+2.
Magnús Axelsson
Höfundur er fasteignasali
og matsmaður.
HELGI Hjörvar alþingismaður
hefur nú þráfaldlega flutt ræðu þá á
Alþingi að framsóknarmenn skuli
síst tala um að ein-
hverju sé ábótavant í
lagaumhverfi lands-
manna svo langan tíma
sem þeir sátu á stjórn-
arstóli. Einkanlega tel-
ur þingmaðurinn þetta
eiga við um orkumál og
mun ólag í þeim efnum
sem og allt annað sem
miður hefur farið í
stjórn landsins vera
nefndnum flokki að
kenna.
Ekki hefur mér gef-
ist tóm til að svara
ræðum þessum í púlti þingsins og
enginn annar hirt þar um svo að
brátt fer að jaðra við ókurteisi að
virða stjórnarþingmann þennan ekki
svars. Vil ég því bæta hér nokkuð
um og vona um leið að útrætt sé þar
um misskilning þennan.
Fyrst er að segja að seint mun
verða sú stjórn við völd í landinu
sem svo er full af viti og forspá að
engin lög þurfi framar að setja eða
nokkru að stjórna í framtíðinni.
Slíkri fabúlu trúðu sósíalistar hér í
gamla daga en einhvernveginn hélt
ég að flestir í Samfylkingu væru fyr-
ir margt löngu komnir úr því öng-
stræti. Lög og stjórnarathafnir sem
taka ágætlega á vandamálum sam-
tímans geta verið handónýt við
breyttar aðstæður. Þess vegna
starfa löggjafarþing.
Þegar kemur að orkumálunum
sem þingmanninum er mikið í mun
að segja að framsóknarmenn hafi
skilið við með handónýtri löggjöf þá
er þar margs að gæta. Eins og
glöggt kemur fram í ítarlegri um-
ræðu Morgunblaðsins um jarðhita
og fallvötn 3. febrúar sl. þá hefur Al-
þingi rætt breytingar á lagaum-
hverfi þessu í hartnær
öld. Að þeirri umræðu
hafa allir flokkar kom-
ið. Viðfangsefnið var
þekkt í tíð Jóns Sig-
urðssonar, iðn-
aðarráðherra Alþýðu-
flokksins, sem nú
tilheyrir flokki Helga
Hjörvar, þeir báðir
raunar, Jón og Alþýðu-
flokkurinn sálugi. Við-
fangsefnið var líka
þekkt í 12 ára sam-
felldri setu framsókn-
armanna í iðnaðarráðu-
neytinu. Það eru engin tíðindi og það
er engum að kenna að lögum þessum
hefur ekki verið breytt. Þegar komið
hafa fram tillögur í þá átt þá hafa
menn einfaldlega ekki náð samstöðu
um málið og undanfarin ár hafa
menn talið önnur mál brýnni.
Það sem þingmaðurinn Helgi
Hjörvar áttar sig ekki fyllilega á er
að það sem var viðunandi og ásætt-
anleg lagaóvissa í fyrra og hitteð-
fyrra getur verið óþolandi vandamál
samtímans eins og staðan í orku-
málum er kannski besta dæmið um.
Á liðnu sumri urðu miklir loftfim-
leikar meðal íslenskra fyrirtækja og
sveitarfélaga í verslun með hluta-
bréf í Hitaveitu Suðurnesja. Það
voru atburðir sem enginn sá fyrir í
tíð síðustu ríkisstjórnar þó svo að
forsögu þeirra megi rekja til athafna
hennar þegar hlutabréf í HS voru
seld einkaaðilum. Ég held meira að
segja að núverandi ríkisstjórn hafi
ekki fyllilega áttað sig á því sem var
að gerast á liðnu sumri. Sumt í því
sem lýtur að REI-málinu hefur
máske enginn skilið til fullnustu eins
og ljóst er af hinni nýju REI-
skýrslu! En þegar myndin fór að
skýrast réðist iðnaðarráðherra í það
að vinna að lagasetningu og hann á
hól skilið fyrir það. Nú bíðum við í
stjórnarandstöðu þess að fá að sjá
þá lagasmíð og ég hef talið að það
liggi á að ljúka þessu máli á yf-
irstandandi þingi vegna þeirrar
miklu gerjunar sem er í þessum
geira.
Flestir sem að umræðunni koma
hafa skilið að hin brýna ástæðan fyr-
ir því að Össur Skarphéðinsson kýs
að leggja strax fram ný lög um orku
í iðrum jarðar er aðstæður sem fyrst
komu upp á yfirborðið eftir að nú-
verandi ríkisstjórn settist að völd-
um. Það er alveg óskylt upp-
byggilegum samræðustjórnmálum
að blanda fyrri ríkisstjórn í þá um-
ræðu. „Þér að kenna, mér að þakka-
pólitíkin“ er hinn eiginlegi sand-
kassaleikur þeirra stjórnmálamanna
sem stöðugt horfa aftur fyrir sig og
fáu koma til leiðar.
Þeir sem eru í pólitík eiga svo að
horfa fram á veginn.
Það gerum við framsóknarmenn.
Orkumálin og
sandkassaleikurinn
Bjarni Harðarson gerir að um-
fjöllunarefni ræður sem Helgi
Hjörvar hefur flutt á þingi
Bjarni Harðarson
Höfundur er alþingismaður.
»… seint mun verða
sú stjórn við völd í
landinu sem svo er full
af viti og forspá að engin
lög þurfi framar að
setja!LAUGARDAGINN 9. febrúar
var RES Orkuskólinn settur form-
lega af menntamálaráðherra við há-
tíðlega athöfn í Ket-
ilhúsinu á Akureyri. 31
nemandi frá tíu þjóð-
löndum sest á skóla-
bekk í þessari viku.
Þetta er ánægjulegur
áfangi fyrir lands-
menn alla en unnið
hefur verið að þessu
verkefni undanfarin 4
ár í góðri samvinnu
Háskólans á Akureyri,
Háskóla Íslands, ís-
lenskra fyrirtækja á
sviði orkumála, fjár-
festa og viðurkenndra
erlendra rannsókn-
arháskóla.
Nemendurnir hafa
lokið háskólaprófi á
sviði verk- og raunvís-
inda í sínu heimalandi
og hér verður að finna
það fólk sem mun leiða
þróunina í orku- og
umhverfismálum á hnattræna vísu í
framtíðinni.
Það er ekki í sjálfu sér langur tími
síðan við Íslendingar fórum að
virkja vatnsaflið eða jarðvarma en
tíminn hefur verið dýrmætur, hann
hefur verið nýttur vel og verðmætri
þekkingu safnað sem nú nýtist í út-
rásarverkefnum.
Stofnun RES Orkuskóla er rök-
rétt framhald af þessari þróun og
það er í raun einstakt og hagstætt
umhverfi til að byggja upp mennta-
stofnun á þessu sviði hér á landi. Við
sjáum reynsluna af
starfi Jarðhitaskóla
Sameinuðu þjóðanna
hér og þekking og
tengslanet sem nem-
endur hafa aflað sér hér
á landi hefur skipt
sköpum þegar heim er
komið.
Þetta var stór og
mikilvægur dagur í
skólasögu Akureyrar
og ég tel að þarna hafi
verið stigin skref sem
eigi eftir að marka djúp
spor í þróun vistvænna
og endurnýjanlegra
orkugjafa á heimsvísu.
Ég býð þessa fyrstu
nemendur RES vel-
komna hingað norður.
Ég vona og veit að þeim
eigi eftir að líða vel hér
nyrðra og að sú mennt-
un sem þau fá hér á Ís-
landi muni verða þeim dýrmætt
veganesti. Jafnframt óska ég að-
standendum skólans til hamingju
með þennan mikilvæga áfanga og
allra heilla í framtíðinni.
Sérfræðingar
framtíðarinnar
setjast á skólabekk
Sigrún Björk Jakobsdóttir
skrifar um Orkuskólann RES
á Akureyri.
Sigrún Björk
Jakobsdóttir
» Þetta var
stór og mik-
ilvægur dagur í
skólasögu Ak-
ureyrar
Höfundur er bæjarstjóri Akureyrar.
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ER HÆGT að halda upp á 100 ára
afmæli án áfengis? Dagana 13. og
14. febrúar fer fram Grunn-
skólahátíð í
Hafnarfirði sem
er um leið af-
mælisveisla fyrir
unglinga bæj-
arins en Hafn-
arfjarðarbær er
100 ára á árinu.
Unglingarnir
okkar vinna sjálf-
ir við að móta og
búa til stóra hátíð ár hvert sem
kallast Grunnskólahátíð. Þar koma
unglingarnir fram og sýna leiklist
og skemmtiatriði sem þau sjálf eiga
mestan heiður af. Hápunkturinn er
risaball þar sem landsfrægir
skemmtikraftar stíga á stokk ásamt
unglingunum sjálfum. Langflestir
unglingar sækja þessar skemmt-
anir og á annað hundrað þeirra
leggja á sig umtalsverða vinnu við
verkefnið.
Forvarnargildi
Grunnskólahátíðin er sannarlega
skemmtun fyrir unga fólkið en er í
mínum huga mikilvægt uppeldis- og
forvarnaverkefni. Hátíðin er að
sjálfsögðu vímulaus og foreldrar,
unglingar og starfsmenn bæjarins
hafa sett sér skýrar vinnureglur
varðandi þessi mál. Það að vinna
við að breyta hugmyndum sínum og
vina sinna í raunverulegt verkefni
hefur skýrt uppeldislegt gildi. Ung-
lingunum er boðið á Grunnskólahá-
tíðina af Hafnarfjarðarbæ en unga
fólkið ákvað því að safna 100 kr. á
mann og gefa til líknarmála. Og
okkur tekst að fagna stórafmæli án
áfengis og gefum því skýr skilaboð
og erum til fyrirmyndar.
Opin sýning verður í Íþróttahús-
inu við Strandgötu kl. 20:00 mið-
vikudaginn 13. febrúar og þá eru
allir bæjarbúar boðnir velkomnir.
GEIR BJARNASON,
forvarnafulltrúi Hafnarfjarðar.
100 ára afmæli
án áfengis
Frá Geir Bjarnasyni
Geir Bjarnason
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
!"#$%&'(&$ )*+ , -%)$'.*/+0& 12
3!45 622 7898 , :::;%5"#$%&'(&$;5.