Morgunblaðið - 11.02.2008, Qupperneq 26
26 MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Soffía Erlends-dóttir fæddist í
Gróðrarstöðinni á
Eiðum á Fljótsdals-
héraði í Suður-
Múlasýslu 18. jan-
úar 1927. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á Eg-
ilsstöðum 4. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Erlendur Þor-
steinsson, búfræð-
ingur og bústjóri
Tilraunastöðvar
Búnaðarsambands
Austurlands á Eiðum, f. 22.6.
1884, d. 6.1. 1950 og Þóra Sigríður
Stefánsdóttir húsfreyja frá Ketils-
stöðum á Völlum, f. 3.6. 1884, d.
8.8. 1974. Bræður Soffíu voru
Kormákur, f. 16.11 1916, d. 1982
og Steinþór, f. 3.9. 1918, d. 1996.
Soffía, eða Lóa eins og hún var
kölluð, giftist 17.11. 1950 Vilbergi
Lárussyni, frá Byggðarholti í
Eskifirði, f. 23.8. 1923, d. 4.8.
1988. Foreldrar hans voru Hrefna
Hálfdánardóttir, húsfreyja í Vest-
mannaeyjum, f. 17.8. 1904, d. 8.7.
1982, og Ófeigur Eyjólfsson, sjó-
maður í Reykjavík, f. 8.9. 1899, d.
5.8. 1971. Vilberg var ættleiddur
og voru kjörforeldrar hans Lárus
1992. 6 og 7) 30. desember 1964
eignuðust þau tvíbura, stúlkubörn
sem létust á fyrsta sólar-
hringnum. 8) Erlendur Gauti, f.
16.7. 1967, lést af slysförum 27.
apríl 1986.
Soffía ólst upp á Eiðum og
stundaði nám við Alþýðuskólann
þar. Síðan lá leiðin í Mennta-
skólann á Akureyri og lauk hún
stúdentsprófi þaðan 1948. Að
loknu stúdentsprófi fór hún í Hús-
mæðraskólann á Akureyri í einn
vetur. Eftir heimkomuna kenndi
hún einn vetur á Reyðarfirði.
Soffía og Vilberg byrjuðu sinn bú-
skap í Byggðarholti 1951 hjá fóst-
urforeldrum Vilbergs en fluttu
tveimur árum síðar í Egils-
staðaþorp sem þá var að byggjast
upp. Fyrstu árin á Egilsstöðum
bjó fjöldkyldan í Lágafelli, nú
Tjarnarbraut 5, sem foreldrar
Soffíu og Kormákur bróðir henn-
ar höfðu byggt upp. Síðar byggðu
þau sitt eigið hús að Laufskógum
4 á Egilsstöðum og fluttu í það ár-
ið 1972. Vilberg féll frá í ágúst
1988 en Soffía bjó þar til ársins
1991. Þá festi hún sér íbúð í Mið-
vangi 22 á Egilsstöðum þar sem
hún bjó til dauðadags. Soffía vann
alla sína starfsævi hjá Pósti og
síma allt frá 17 ára aldri, fyrst á
Eiðum, svo á símstöðinni á Egils-
staðabýlinu og síðar hjá Pósti og
síma í Egilsstaðaþorpi/bæ.
Útför Soffíu fer fram frá Egils-
staðakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 14. Jarðsett verður í
Egilsstaðakirkjugarði.
Kjartansson frá
Byggðarholti, f. 14.4.
1891, d. 12.1. 1973 og
Þorbjörg Jóhanns-
dóttir húsfreyja, f.
12.4. 1879, d. 17.1.
1951. Börn Soffíu og
Vilbergs eru: 1)
Rannveig Þóra, f. 30.
júní 1951, var gift
Hjörvari Ó Jenssyni.
Þau skildu. Börn
þeirra eru: a) Kári
Valur, f. 16.9. 1970,
kvæntur Valdísi
Birgisdóttur, dóttir
þeirra Hekla Xi, b) Vilberg Ívar, f.
27.3. 1978, d. 5.6. 1983, og c)
Soffía Tinna, f. 14.7 1984. 2) Atli,
f. 15.12. 1954 , lést af slysförum
18. september 1978. 3) Harpa, f.
27.2. 1956, gift Hafsteini Ólasyni.
Börn þeirra eru: a)Kormákur
Máni, f. 4.8. 1977, í sambúð með
Þórunni Stefánsdóttur, börn
þeirra eru Ólöf Anna og Hrafn-
katla, og b) Bergrún, f. 28.10.
1981, í sambúð með Hjálmari
Jónssyni. 4) Hrafn, f. 16.4. 1958. 5)
Lára Þorbjörg, f. 17.4. 1963, gift
Valgeiri Skúlasyni, f. 16.8. 1958.
Dætur þeirra eru a)Valdís, f. 6.11.
1985, í sambúð með Jónatan Loga
Birgissyni, og b)Andrea, f. 24.5.
Það er líkt og hjartað deyi agn-
arögn í hvert sinn sem ástvinur
kveður.
Hún kvaddi snögglega hún
mamma á mánudagsmorguninn.
Við fengum ekki ráðrúm til að
kveðja en innst inni held ég að það
hafi á vissan hátt verið öllum fyrir
bestu. Við vorum öll búin að vera
að kveðjast ómeðvitað síðustu ár,
hægt og rólega.
Mamma átti erfitt með að sjá
okkur gráta, hún átti erfitt með að
gráta sjálf, bar harm sinn í hljóði.
Að einhverju leyti fylgdi það henn-
ar kynslóð að bera höfuðið hátt og
láta ekki á neinu bera.
Mamma var hæg og hljóðlát
kona sem notaði fá orð en falleg,
ýmist til að hugga eða til að
hvetja. „Það eru svo margir sem
eiga um að sárt að binda“ sagði
hún gjarnan og ákvað að þola eigin
raunir á þeim forsendum. Alla tíð
gaf hún okkur allt sem hún átti til
bæði af andlegum og veraldlegum
hlutum. Hún varði öllum sínum
tíma í okkar þágu, gerði það á sinn
hátt, kenndi okkur að nema tóninn
í röddinni sinni og skynja augna-
ráðið sem sagði allt sem segja
þurfti. Hún fór sparlega með stór-
fengleg lýsingarorð enda fannst
henni allt slíkt tal vera yfirborðs-
kennt orðagjálfur. Í góðra vina
hópi og þegar við átti að hennar
mati, talaði hún hins vegar kjarn-
góða íslensku um menn og málefni
og nýtti sannarlega móðurmálið til
hins ýtrasta. Hún ávarpaði okkur
uppá austfirsku „gæska“ eða
„gæskur“ í mismunandi tónteg-
undum og við vissum ávallt hvað
klukkan sló.
Mamma var einfari í eðli sínu,
leiddist aldrei nokkurn tíma eða
gerði kröfur um að við héldum
henni selskap eftir að pabbi dó.
Hún tók lítinn þátt í félagsstarfi
en undi sér þess í stað betur í fá-
mennum hópi góðra vina, vinnu-
félaga og fjölskyldu. Hún gat lum-
að á spaugilegum athugasemdum
sem fengu fólk til að veltast um af
hlátri.
Hún kenndi mér allt sem ég
kann. Sumu langar mig að breyta
og gera á minn hátt, alveg eins og
hún gerði sjálf gagnvart sínu upp-
eldi. Að hluta til breytir maður í
takt við tíðaranda hverrar kyn-
slóðar en líka vegna persónulegrar
reynslu og löngunar til að auðga
og bæta líf sitt og sinna. Það verð-
ur mér þó ávallt góður leiðarvísir
sá grunnur sem mamma lagði að
uppeldinu. Hún smitaði mig strax í
æsku af því að sækja mér fróðleik,
kenndi mér að prjóna og sauma og
áhugi minn á garðrækt er kominn
frá henni. Þetta voru áhugamálin
sem áttu hug hennar allan meðan
heilsan leyfði.
Hún mamma var í uppeldishlut-
verkinu allt til enda, leit alltaf á
mig sem litlu stelpuna sína jafnvel
þó ég minnti okkur báðar reglu-
lega á að ég væri að nálgast fimm-
tugt. Þá sló hún sér á lær og
horfði á mig með efasemdaraugna-
ráðinu. Við kvöddumst í síðasta
sinn með glettni í augum eftir síð-
ustu athugasemdina. Ég lofaði
henni hátíðlega að vera henni til
sóma.
Baklandið mitt er horfið um
stund en ég trúi sterkt á endur-
fundi líkt og mamma gerði. Hún
var löngu tilbúin að fara enda bíð-
ur hennar fyrir handan föngulegur
hópur afkomenda og ættingja, lífs-
þrótturinn hennar var þrotinn.
Sorgin kemur oftast að óvörum
en það gerir huggunin líka.
Guð blessi minningu hennar.
Lára Vilbergsdóttir.
Elsku amma Lóa, nú er komið
að kveðjustundinni sem við áttum
þó ekki von á alveg strax. Það
hjálpar okkur að sættast við hinn
æðri mátt að hugsa til þess, að
fólkið okkar hinum megin hefur
tekið vel á móti þér.
Á þessari stundu hugsum við til
baka til góðra tíma.
Við munum þegar við komum í
heimsókn til þín þegar við vorum
yngri, þú áttir alltaf til Valsa
súkkulaðið sem þú braust í skál
fyrir okkur. Það sátum við og
mauluðum á meðan þú last fyrir
okkur uppúr bók sem okkur fannst
ævintýralega gömul. Okkur er
minnistæðast þegar þú last fyrir
okkur söguna um litlu stúlkuna
með eldspýturnar. Við sátum í sóf-
anum á móti þér og allt í einu
felldir þú tár. Þetta munum við
eins og gerst hafi í gær. Við feng-
um líka stundum að skoða í skart-
gripaskrínið þitt. Það fannst okkur
æðislegt, og þegar við fengum að
eiga eitthvað var það það dýrmæt-
asta sem við áttum.
Við kveðjum þig með þessum
orðum:
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Hvíldu í friði, elsku amma.
Þínar dætradætur
Valdís, Soffía Tinna og Andrea.
Soffía
Erlendsdóttir
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Tómas Þór Hjaltason,
Strandgötu 3b,
Eskifirði,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað miðvikudaginn 6.
febrúar.
Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 16. febrúar kl. 14:00.
Ragnheiður Björg Sigurðardóttir
Elísabet Tómasdóttir Tómas Örn Kristinsson
Nanna Herborg Tómasdóttir Bjarni Halldór Kristjánsson
Þórhildur Tómasdóttir Andrés Einar Guðjónsson
Tómas Þórir, Ragnar Björgvin og Christa Björg.
FEBRÚARTILBOÐ
MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík
sími 587 1960 - www.mosaik.is
Á LEGSTEINUM OG
FYLGIHLUTUM
10-50% AFSLÁTTUR
FRÉTTIR
Fundur um fíkniefna-
forvarnir í Vogum
FUNDUR um fíkniefnaforvarnir verður haldinn í Vogum á
Vatnsleysuströnd í dag, mánudaginn 11. febrúar kl. 17–19, í
Tjarnarsal Stóruvogaskóla. Kálfatjarnarkirkja, Stóruvoga-
skóli, tómstunda- og forvarnarfulltrúi Voga og sveitarfélagið
hafa sameinast um þennan fund vegna atburða sem þar hafa
átt sér stað fyrr á þessu ári. Í fréttatilkynningu segir að mark-
miðið sé að vekja foreldra til vitundar um þann vágest sem
fíkniefnin eru, hjálpa þeim að greina vandann, ef fyrir er, og
að horfa á leiðir sem leiða til lausna. Fyrirlesarar eru Erling-
ur Jónsson forstöðumaður forvarnarverkefnisins Lundar í 88-
húsinu. Hann kynnir starfsemina og ræðir um afneitun að-
standenda og meðvirkni. Þá munu tveir óvirkir fíklar segja
sögu sína. Hörður Ólafsson, deildarlæknir á slysa- og bráða-
deild LSH lýsir ástandinu þar um helgar og einkennum og af-
leiðingum neyslu hjá vímuefnaneytendum. Séra Bára Frið-
riksdóttir stýrir umræðum. Auk þess munu þeir sem að
fundinum standa segja nokkur orð um stefnu sína, segir í
fréttatilkynningu.
FOKKER Services sem er hluti af
Stork-samsteypunni hefur veitt
Flugfélagi Íslands viðurkenningu
fyrir að vera það flugfélag, sem
Fokker Services þjónustar, sem
nýtir sér upplýsingatækni og vef-
þjónustu þeirra á sem öflugastan
hátt.
Viðurkenningin var veitt á ráð-
stefnu Fokker-flugrekenda en yfir
50 af þeim voru þátttakendur á
þessari ráðstefnu.
Í fréttatilkynningu kemur fram
að Fokker Services þjónusti stóran
hluta þeirra 700 Fokker-flugvéla
sem eru í rekstri í dag og því sé
þetta mikil viðurkenning fyrir
tæknisvið Flugfélags Íslands.
Kynntar voru ýmsar nýjungar í
þróun á tækjabúnaði á ráðstefnunni
og eru Fokker-flugvélar sagðar eft-
irsóttar sem framtíðarkostur í flug-
rekstri.
Viðurkenning Siggeir Þorsteinsson (t.h.) innkaupastjóri og Ólafur Grét-
arsson framleiðslustjóri taka á móti viðurkenningunni fyrir hönd flugfélags-
ins en á milli þeirra er Wim Pasteuning, aðstoðarforstjóri Fokker Programs.
Flugfélag Íslands fær viðurkenningu
Rætt um nýbygg-
ingar í Kópavogi
HUGMYNDIR um uppbyggingu í Smáranum,
Lindunum, Glaðheimasvæðinu og við Dalveg
verða ræddar á mánudagsfundi Samfylking-
arinnar í Kópavogi í kvöld. Í tilkynningu vegna
fundarins segir að hugmyndirnar feli „m.a. í
sér allt að 9 háhýsi sambærileg við Smáratorgs-
turninn sem nú er risinn eða hærri, 12 akreina
Reykjanesbraut og stórskert lífsgæði þúsunda
íbúa í Smáranum, Lindunum og í suðurhlíðum
Kópavogs. Bæjarfulltrúar og fulltrúar flokks-
ins í skipulagsnefnd fara yfir málið“.
Þá verður á fundinum rætt um stefnumörkun
í íþrótta- og tómstundamálum í Kópavogi og
munu fulltrúar flokksins í íþrótta- og tóm-
stundaráði hafa framsögu.
Fundurinn er í Hamraborg 11, 3. hæð og
hefst kl. 20.30. Hann er opinn félögum og öðr-
um áhugasömum Kópavogsbúum.