Morgunblaðið - 11.02.2008, Síða 32

Morgunblaðið - 11.02.2008, Síða 32
Harðir rokkarar felldu tár þegar örsamfélag þeirra leið undir lok …34 » reykjavíkreykjavík La Traviata var frumsýnd í Íslenskuóperunni á föstudagskvöldið ogskeyttu gestir engu um snarvitlaustveðrið, bitu á postulínsjaxlana, vöfðu þétt að sér pelsunum og hlýjuðu sér kampakátir á freyðivíni áður en sýningin hófst. Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunnar og dóttir hans myndlistarmaðurinn Gabríela voru mætt og var villta stelpan sú óvenju prúð í fasi, allt að því venjuleg, og Margrét Hugrún Gústavsdóttir blaðamaður var fínleg og sæt eins og álfamær. Þegar ljósin höfðu verið slökkt og fyrstu tónarnir bárust um salinn var Þorfinni Ómarssyni fjölmiðlamanni og fylgd- arfólki hans vísað til sætis með aðstoð vasa- ljóss. Hann var svo aftur síðastur til að fá sér sæti eftir hlé. Annars var hléið alltof langt og Fluga beið óþolinmóð eftir liðinu sem dólaði sér á svölunum; leikaranum Gunnari Eyjólfs- syni sem leit sérlega vel út; unglegur og vel ,,tanaður“, þeim feðgum og stórsöngvurum Garðari Cortes og Garðari Þór jr, og svo for- sætisráðherra, Geir Haarde, og Ingu Jónu Þórðardóttur. Og líka var beðið eftir Degi B. Eggertssyni, fyrrverandi borgarstjóra sem lá greinilega ekki á að setjast, kannski smeykur um að einhver annar væri kominn í stólinn hans. Flottasta parið var án efa þeir Bergþór Pálsson óperusöngvari og Albert Eiríksson spúsi hans, báðir fínpússaðir með þokkalegar þverslaufur. Aðeins öðruvísi yfirbragð var á gestum hljómsveitarstaðarins Organs kvöldið áður en þá sáu Fluga og félagar bandið Benny Crespós Gang troða upp með söngkonunni Lay Low innanborðs. Brjálað stuð á bandinu sem var auðvitað klappað upp í lokin. Þau voru líka nett í Naflakusk og þægilegt var að njóta lifandi tónlistar þar sem ekki var of mikið af fólki. Biggi í Maus leyndist þó á meðal gesta. Á Myrkum músíkdögum var staldrað við í Norræna húsinu og litið inn á hádegistónleika til tilbreytingar en þar tróðu upp þau Andrea Carola Kiefer harmónikkari og Ingólfur Vil- hjámsson sem blés í bassaklarínett. Tónskáld þjóðarinnar mættu að sjálfsögðu; meðal ann- arra Snorri Sigfús Birgisson og Atli Heimir Sveinsson. Í óveðrinu á föstudaginn fauk hæstarréttarlögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson eftir Austurstræti, alls óhræddur við storminn, orðinn svona líka slank og með fagurt skegg. Á laugardaginn var framsókn- armaðurinn Bjarni Harðarsson fjörugur í gemsanum hjá Braga bóksala á Klapp- arstígnum að lýsa vel lukkuðum fundi: ,, ... þar sem ég sló alveg í gegn.“ Og í Ríkinu í Austur- stræti sama dag var Sverrir Tattú Einarsson að kaupa sér nokkra bjóra. Fluga hefur reynd- ar til siðs að nafngreina ekki þá sem hún hittir í vínbúðinni – en Sverrir Tattú er með breitt bak og þolir fjölmiðlaumræðu svo skratti vel ... Atli Rafn og Karl Guðmundsson. Aðalheiður Halldórsdóttir og Davíð Þór Jónsson. Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson (sem átti einmitt afmæli þetta kvöld). Hallgrímur Helgason og Björn Hlynur Haraldsson. Ilmur Stefánsdóttir, Stefán Jónsson og Hugleikur Dagsson. Árvakur/Kristinn María Baldvinsdóttir, Ari Trausti Guðmunds- son og dóttir þeirra Helga Aradóttir. Tinna Magnúsdóttir, Karvel Pálmason og Birgir Örn Birgisson. Diddú og Sigurbjörg Stefánsdóttir. Ósk Aradóttir og Þórdís Sigurðardóttir. Ása Eyjólfsdóttir, Eydís Eyjólfsdóttir og Davíð Sveinsson. Flugan … Bitið á postulínsjaxlana í Íslensku óperunni … … Bjarni Harðar slær í gegn – að eigin sögn … Sr. Valgeir Ástráðsson, Áslaug Björnsdóttir og Gunnar Sch. Thorsteinsson. Tónlistarhjónin Gunnar Kvaran og Guðný Guðmundsdóttir heilsa uppá Shlomo Mintz, að loknum frábærum tónleikum. Árni Arinbjarnarson, Lydia Haraldsdóttir, Sigríður Hrafnkelsdóttir og Örnólfur Krist- jánsson. Ljósmynd/Jón Svavarsson Rut Ingólfsdóttir og Björn Bjarnason ásamt sr. Vigfúsi Þór Árnasyni sóknarpresti. » Stórvirkið La Traviata varfrumsýnt í Íslensku óp- erunni á laugardagskvöld. » Baðstofan, síðasti hlutinn afþríleik Hugleiks Dags- sonar, var frumsýnd á laug- ardagskvöldið. » Fiðlusnillingurinn Shlomo Mintz lék fyrir heillaða tónleikagesti í Grafarvogskirkju á laugardaginn. Ljósmynd/hag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.